Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984 25 JjHioírjptímMafoifo Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. „Mjög viðunandi lausna álmálsins Gerður hefur verið nýr við- aukasamningur við Alu- suisse, sem Alþingi hefur nú til umfjöllunar. Meginefni samn- ingsins eru þessi: • Samið hefur verið um nýtt orkuverð, á bilinu 12,5 til 18,5 mill í stað 6,5 mill eftir fyrri samningi. Þessi nýi samningur gefur Landsvirkjun 2.230 millj- óna króna tekjuauka á fimm ár- um. Hefði hann gilt í iðnaðarráð- herratið Hjörleifs Guttormsson- ar og til dagsins í dag, hefði orkuverð sveiflast milli 12,5 og 16,5 Bandaríkjamilla. Þá væri Landsvirkjun 1.800 milljón krón- um betur sett í dag, að mati Sverris Hermannssonar iðnaðar- ráðherra. Orkuverð er að hluta til tengt álverði, þann veg að hækki heimsverð á áli hækkar orkuverð. Ákvæði er í samningn- um um endurskoðun orkuverðs á fimm ára fresti. • Ríkisstjórnin leysir Alusuisse og ÍSAL undan öllum kröfum vegna liðins tíma en ÍSAL greið- ir ríkisstjórninni þrjár milljónir Bandaríkjadala í sáttafé. • Eftir er að semja um stækkun álversins og verð þeirrar við- bótarorku, sem hún krefst. Það vakti sérstaka athygli er frumvarp til staðfestingar á þessum samningi kom til fyrstu umræðu að iðnaðarráðherra las upp tvö bréf frá sérhæfðum um- sagnaraðilum, sem Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi iðnað- arráðherra, hafði ráðið til ráð- gjafar í samskiptamálum ríkis- ins og Alusuisse, forstjóra enska endurskoðunarfyrirtækisins Coopers & Lybrand og bandar- ískum ráðgjafarlögfræðingi. Breska endurskoðunarskrifstof- an varar sérstaklega við gerðar- dómsmeðferðinni, sem Hjörleif- ur valdi, og telur hana hafa „alvarlega ókosti í för með sér“ og bandaríski ráðgjafinn telur þriggja milljóna dala sáttafé „vera mjög viðunandi lok skatta- deilunnar" og „vafasamt að ríkis- stjómin gæti vænst betri árang- urs“ með málarekstri, sem dreg- ist gat von úr viti og seinkað heildarlausn og nauðsynlegri hækkun orkuverðs. Það kemur fram í umsögn for- sjármanna Landsvirkjunar, sem frumvarpinu fylgir, að meðal- orkuverð til álvera í Evrópu er nú á bilinu 14—15 Bandaríkja- mill á kWst og að í Noregi er það nú um og innan við 9 Bandaríkja- mill. Verð til orkuvera í N-Amer- íku er allnokkru hærra, en þar hafa „nokkur helstu raforkufyr- irtæki boðið upp á verulega verð- lækkun raforku, tímabundið, meðal áliðnaðurinn er i þeirru kreppu sem nú stendur yfir“, seg- ir forstjóri Landsvirkjunar í um- sögn sinni. Forstjórinn telur „að samkomulag það, sem lögð hafa verið drög að um breytingu á rafmagnssamningi Landsvirkj- unar og ÍSAL, sé Landsvirkjun mjög í vil og fyrirtækinu mjög til hagsbóta". Það kom fram í máli iðnaðar- ráðherra, er hann svaraði gagn- rýni á samningsdrögin, að mál- svarar Alþýðubandalags hefðu ekki alls fyrir löngu lagt fram þingmál um einhliða hækkun orkuverðs til ÍSAL upp í 12,5 mill að lágmarki. Þessi hækkun, og gott betur, liggi nú fyrir í gerð- um samningum milli aðila. Mið- að við að þessi samningur hefði getað gilt frá 1979 hafi þjóðin tapað 1.800 m.kr. — og eðlilegum vöxtum á þá fjárhæð að auki. Það væri því hár reikningur sem íslenskur almenningur ætti ósendan Alþýðubandalaginu. Unga fólkið og húsnæðislánin Ifjármálaráðherratíð Ragnars Arnalds, fyrverandi for- manns Alþýðubandalagsins, og húsnæðismálaráðherratíð Svav- ars Gestssonar, formanns Al- þýðubandalagsins, var bygg- ingarsjóður, eða hið almenna húsnæðislánakerfi, svipt helsta tekjustofni sínum, launaskattin- um, og sett á vonarpening fjár- laga hverju sinni. Síðan hefur húsnæðislánakerfið naumast haft burði til að gegna hlutverki sínu sem vert væri. Mikill fjöldi einstaklinga hefur á næstliðnum misserum lagt í það stórvirki að reisa sér og sín- um þak yfir höfuð, í góðri trú á það, að húsnæðislán fengjust á eðlilegum tíma, miðað við lög, reglur og byggingarstig húsnæð- is. Þetta hefur ekki gengið eftir hvað alla varðar, vegna pen- ingaskorts byggingarsjóðs. Það er mjög mikilvægt að virkja framtal einstaklinganna með þeim hætti, sem gert hefur verið, til að tryggja nægjanlegt húsnæðisframboð. Mikil eftir- spurn húsnæðis umfram fram- boð sprengir upp íbúðaverð, bæði í sölu og leigu, og bitnar harðast á þeim sem síst skyldi. Það er réttlætanlegt á þreng- ingartímum, ef kunngert er fyrirfram, að draga úr húsnæð- islánum. Það er hinsvegar ekki verjandi að bregðast ungu fólki, sem í góðri trú ræðst í fram- kvæmdir, og valda þann veg vandræðum, sem geta haft ófyr- irsjáanlegar afleiðingar. Stjórn- völd mega ekki orsaka trúnaðar- brest milli sín og (slenskrar æsku. Lækkun flutningsgjalda: Hagræðing í rekstri og efna- hagslegt jafnvægi ráða mestu — segir Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eim- skipafélagsins Skipafélögin hafa lækkað flutn- ingsgjöld sín verulega á síðustu mánuðum í kjölfar harðnandi sam- keppni og aukinna útboða á flutn- ingum. Margir spyrja: Hvernig geta skipafélögin lækkað flutningsgjöld sín svo mjög? Hafa þau áður tekið óhóflegan hagnað á þessum flutn- ingum? Blm. Morgunblaðiðs hefur átt samtal við Hörð Sigurgestsson, forstjóra Eimskipafélags fslands, um þessi mál og rekstur Eimskipa- félagsins nú. — Við skiluðum viðunandi hagnaði í rekstri félagsins á ár- inu 1983 og nokkrum hagnaði á árinu 1982, segir Hörður Sigur- gestsson. í fjögur ár þar á undan var þetta fyrirtæki rekið með tapi. Nokkrir aðilar annast flutninga hér, bæði í áætlana- siglingum og í stórflutningum, þannig að enginn einn aðili getur ráðið flutningsgjöldum. — Hvernig getur Eimskipafélagið lækkað flutningsgjöld um 20—30% á þessu ári? — Við höfum lækkað flutn- ingsgjöld svo mjög vegna þess, að hagræðing í rekstri fyrirtæk- isins er byrjuð að skila sér. Við höfum unnið að endurskipulagn- ingu skipaflotans á undanförn- um árum og tekið upp nýja flutningatækni, þ.e. gámaflutn- inga. Við erum með skip, sem eru betur búin til þess að annast þessi verkefni nú en áður. Markmið okkar hefur verið að lækka kostnaðinn við flutninga- þjónustuna. Þetta höfum við gert með því að stækka eining- arnar. Þar sem við áður notuð- um fimm skip erum við í dag með tvö skip. Okkur er fulljóst, að þessi kostnaður verður að vera eðlilegur, ef við eigum að standast samkeppni í flutning- um. Þessi þróun hefur orðið í skip- aflutningum yfirleitt. Stærri skip hafa komið til sögunnar, sem ráða framþróuninni. Sem dæmi um þetta má nefna, að í fyrsta skipti í sögunni eru nú í gangi áætlunarsiglingar í kring- um hnöttinn með skipun, sem taka þrjú til fjögur þúsund gáma. — Hvað hafa flutningsgjöldin lækkað mikið? — Á stykkjavöru hafa þau lækkað í erlendri mynt yfir 20% á síðustu 12—14 mánuðum og þá tel ég með þá 7% lækkun sem Eimskipafélagið tók ákvörðun um í desembermánuði sl. Þessi þróun í flutningsgjöldum sýnir, að samkeppnin hér er mjög virk. í stórflutningum hafa flutn- ingsgjöldin einnig lækkað miðað við dollar, þó að það sé alltaf meiri sveifla í þeim en í flutningi á stykkjavörum. Það er hagræð- ing í rekstri og efnahagslegt jafnvægi, sem hefur ríkt hér frá miðju ári 1983, sem hefur gert okkur kleift að lækka flutn- ingsgjöldin, svo og lækkað verð leiguskipa á hinum almenna markaði. — Er rekstur Eimskipafélags- ins arðbær eftir þessar lækkanir? — Við eigum eftir að sjá fyrir endann á því. Fyrri hluta ársins var rekstrarafkoman viðunandi. Við höfum hins vegar rekið fyrirtækið með tapi síðustu þrjá mánuði. Það er of snemmt að segja til um hver endanleg út- koma verður á þessu ári. — Er taprekstur síðustu þriggja mánaða vísbending um að aðflutn- ingsgjöldin séu orðin of lág? — Það gæti verið en sveiflur í gengi og mismunandi nýting á skipum eftir árstímum eiga hér einnig hlut að máli. Með sama áframhaldi er ekki grundvöllur fyrir þessum rekstri með viðun- andi afkomu. — Er samkeppnin í skipaflutn- ingum hér komin út í öfgar? — Ég get ekkert fullyrt um það. Það hafa alltaf verið veru- legar sveiflur í afkomu sigling- anna. Markaðurinn þarf að leita Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eim- skipafélags íslands. að nýju jafnvægi og það er of snemmt að segja til um hvar þetta endar. — Eimskipafélagið hefur lagt út í miklar fjárfestingar og endurnýj- un á skipum og tækjum á undan- förnum árum. — Við höfum lagt áherzlu á að koma okkur vel fyrir í Sunda- höfn. Við höfum keypt skip en einnig fengið ný skip á kaup- leigusamningum svo og skip á þurrleigu. Við höfum ekki haft bolmagn til að endurnýja skipa- flotann með kaupum einum og höfum því farið þessa leið til þess að flýta fyrir tækniþróun. Islenzk lög eru þannig, að skip þarf að vera 60% i eigu íslenzkra aðila til þess að hægt sé að skrá það hér. Við höfum óskað eftir því við Matthías Bjarnason, samgönguráðherra, að lögum verði breytt til þess að íslenzk útgerðarfyrirtæki geti tekið á þurrleigu skip í erlendri eigu og skráð þau á fslandi með íslenzk- um áhöfnum. Þetta mundi einn- ig opna nýja möguleika í sam- bandi við útgerð fiskiskipa án fjárfestinga. Við höfum lokið við endurnýj- un skipastóls á öllum áætlunar- leiðum. í dag erum við með í rekstri nútímaleg skip sem byggja á nýrri flutningatækni. Við rekum í dag að jafnaði 20 skip. Við eigum þrettán skip, en leigjum með mismunandi hætti. Þegar mest var áttum við 26 skip. Við höfum selt 13 og 2 hafa farizt. Við flytjum nú samtals með 20 skipum það sem áður var flutt með 26—28 skipum og í þessu felst auðvitað mikil hag- kvæmni. — Er eitthvað af skipum á sölu- skrá? — Við höldum áfram að endurnýja skipastólinn og selja gömul skip. Meðalaldur eigin skipa er um 12 ár. írafoss, Mána- foss og Dettifoss eru í sölu. — Hefur þessi fækkun skipa í rekstri þýtt fækkun á mannafla? — Starfsmönnum Eimskipa- félagsins hefur fækkað um 300 manns á nokkrum árum. í dag eru í okkar þjónustu um 670 manns. Önnur fjárfesting, sem við höfum lagt í, er vöruafgreiðsla í Sundahöfn. Þar höfum við reynt að koma fyrir eins mikilli hag- kvæmni og kostur er. Þar er nú mjög góð aðstaða, sem er sam- bærileg við það sem bezt gerist erlendis í tækni og öllu fyrir- komulagi. Við höfum einnig fjár- fest í tækjabúnaði, sem tengist gámavæðingunni. Henni er lokið í áætlanasiglingum og nýjasta tækið i því sambandið er gáma- krani. Hann eykur afköst við lestun og losun skipa og gefur möguleika á að koma við stór- virkari tækjum. Hann lyftir yfir 30 tonnum og afkastar 25—30 gámum á klukkustund. Gáma- kraninn er framleiddur á Spáni og var reistur undir umsjón Spánverja og af Stáliðjunni. Við höfum átt mjög ánægjulegt sam- starf við spænskt fyrirtæki um þessa framkvæmd. í framhaldi af þessum breyt- ingum stefnum við að því að ljúka endurnýjun á skipakosti okkar til stórflutninga. — Hvernig er háttað samstarfi Eimskipafélagsins við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna? — Frystiflutningar fyrir Sölumiðstöðina er stór þáttur í flutningum Eimskipafélagsins. Við höfum unnið að því undan- farin tvö til þrjú ár að endur- skipuleggja þá flutninga í sam- starfi við Sölumiðstöðina. Að nokkru leyti er þessi endurskipu- lagning komin til framkvæmda en að öðru leyti erum við tilbún- ir til þess að koma þarna á breytingu. Til þess að sinna þessum flutningum betur höfum við byggt 1.300 tonna frysti- geymslu í Sundahöfn og höfum útbúið okkar skip til pallaflutn- inga. Við höfum fest kaup á fleiri frystigámum vegna þess- ara flutninga. Frystigámur er sölutæki í höndum framleiðanda og seljanda. Við erum reiðubúnir til þess að keppa við aðra um þessa flutninga. — Þið hafið einnig haflzt handa um flutninga yflr Atlantshaf milli Kandaríkjanna og Evrópu. — Við erum byrjaðir á því að feta okkur áfram á þeim slóðum. Við byrjuðum á því í lok síðast- liðins árs og leggjum á þetta vaxandi áherzlu. Líklega leggja þessir flutningar okkur til um 4—5% af heildartekjum Eim- skipafélagsins á þessu ári. í september voru 13% af tekjum Eimskipafélagsins af þessum flutningum. Það sem skapar möguleika til þess að gera þetta nú er það, að flutningsgjöldin hafa hækkað erlendis og að við höfum skip, sem henta til gámaflutninga og opna ýmsa nýja möguleika. Við erum með þrjú skip í þessum flutningum. Þau geta flutt um 10 þúsund gáma á ári, þ.m.t. til og frá Islandi. — Eru þessir flutningar arð- bærir? — í dag skila þeir jákvæðri útkomu en markaður sem þessi er mjög viðkvæmur og það verða fljótt miklar sveiflur á honum. Þessir flutningar hafa m.a. orðið til vegna gífurlegrar aukningar á flutningum frá Evrópu til Bandaríkjanna vegna hás gengis dollarans og eru þess vegna aðal- lega í aðra áttina, sagði Hörður Sigurgestsson að lokum. Hækkanir til sjómanna verði samhliða öðrum hækkunum — segir Halldór Ásgrímsson um kjaramál sjómanna „AÐ mati Þjóðhagsstofnunar hafa almenn kjör sjómanna haldizt f hendur við kjör annarra stétta fram að nýgerðum kjarasamningum. Þetta er hins vegar misjafnt. Nú hafa stærstu stéttarfélög landsins samið um kaup og kjör, en málum er hins vegar þannig hittað að almennt flskverð gildir til næstu áramóta. Sú þróun, sem hefur átt sér stað var ekki séð fyrir á síðastliðnu vori og því er eðlilegt að næstu daga verði leið fundin til að hækkanir til sjó- manna verði sem mest samhliða öðr- um hækkunum í landinu,“ sagði sjávarútvegsráðherra, Halldór As- grímsson, meðal annars íávarpi sínu við setningu þings Sjómannasam- bands íslands. Þá sagði Halldór: „Fiskveiðistefna næsta árs verð- ur mikilvægt umræðuefni á þingi ykkar. Að sjálfsögðu má haga henni með ýmsum hætti en við verðum að miða hana við það að hún þjóni sem best heildarhagsm- unum sjómannastéttarinnar, sjáv- arútvegsins og þjóðarinnar i heild. Það er ekki hagsmunamál sjó- manna að taka of mikla áhættu í umgengni við stofnana. Meðan í öldudalnum er siglt er mikilvægt að dreifa aflanum með réttlátum hætti milli skipanna og þótt sam- keppnin hafi ávallt verið aðals- merki sjósóknar á íslandi eru takmörk fyrir því þegar lítið er til skipta hvað þolanlegt er að einn afli mikið á kostnað annars. Kjaramál sjómanna verða ef- laust eitt af stórmálum þessa þings. Kaup og kjör til sjós verða að vera góð svo ekki tapist góðir menn í land. Það er jafn mikil þörf nú og jafnan áður að halda góðum mönnum. Það er ekki nóg að eiga góðan fiskiskipaflota og gjöful fiskimið ef mannskapinn vantar. Við höfum reynt erfiðleika í þessu efni. Margir muna vandræðin við að manna gömlu síðutogarana á síldarárunum þegar oft þurfti að sigla milli hafna og skrapa saman í áhöfn áður en hægt var að hefja veiðiferðina. Slíkt ástand er mjög hættulegt. Það er hinsvegar erfitt að verja kjörin á tímum afla- samdráttar og söluerfiðleika á fiskmörkuðum okkar. Það hefur þó verið reynt eftir megni.“ Frumvarp um stjórnun fiskveiða lagt fram á Alþingi — frumvarpið mætir andstöðu á Fiskiþingi Halldór LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lög- um um veiðar í fiskveiðilandhelgi ís- lands. Frumvarp þetta, sem fjallar um stjórnun fiskveiða, er að mestu byggt á frumvarpi sama efnis, sem gildir til næstu áramóta. Helztu breytingar frá gildandi frumvarpi eru þær, að gildistími þessa skal vera þrjú ár í stað eins. 1 frumvarpinu felast ýmiss kon- ar heimildir til handa sjávarút- vegsráðherra við stjórnun fisk- veiða eins og er I núgildandi frum- varpi. Frumvarp þetta hefur mætt nokkuri andstöðu á yfirstandandi Fiskiþingi. Þar var í gær sam- þykkt ályktun frá hluta sjávarút- vegsnefndar, þar sem mótmælt er eindregið ýmsum ákvæðum frum- varpsins. Flutningsmaður er Ágúst Einarsson. í ályktuninni er meðal annars harðlega mótmælt gildistíma frumvarpsins til þriggja ára og talið eðlilegt að hann verði aðeins eitt ár. Þá er þar mótmælt heimild til handa ráðherra til að úthluta aflamarki til vinnslustöðva; að ákveða skipt- ingu hámarksafla milli veiðar- færa; að heimila framasal afla- marks og sóknardaga. Þá er í ályktuninni lýst andstöðu við framsal á sóknardögum og vænzt strangra og sanngjarnra reglna um framsal aflamarks. w AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GORDON BROOK-SHEPHERD Getur Rajiv Gandhi reitt sig á herinn? Það er herinn, sem haldið hefur reikulum feiknarfjölda 730 milljóna Indverja saman sem einu ríki undanfarna daga. En í hvert sinn sem indverskir hermenn halda aftur til búða sinna og hershöfðingjarnir brjóta saman landakortið, vaknar þessi spurning: Á sá dagur eftir að koma, er herinn tekur sjálfur að sér stjórn landsins í stað þess að halda því saman í þágu þrasgjarnra stjórnmálamanna? Svarið er alltaf á sama veg. Nei. Indverski herinn hefur alltaf haldið þeirri hefð og á eftir að gera það einnig í framtíðinni að skipta sér ekki af stjórnmálum. Þetta er í rauninni einstætt, að því er varðar fyrrverandi nýlendu Breta. Iindverska hernum eru nú um 950.000 manns og er þeim skipt í 29 herfylki, sem lúta stjórn fimm hershöfðingja, en landinu er að því er snertir her- inn skipt í fimm hersvæði. Enda þótt síkhar séu minna en 2% af öllum íbúum Indlands, þá eru þeir hlutfallslega miklu fleiri innan indverska hersins. Þar eru þeir um 100.000 eða um 10% af öllum mannaflanum og á meðal yfirmanna í hernum eru þeir hlutfallslega enn fleiri. Sums staðar eru meiri en 20% af öllum foringjum í hernum síkhar. Tveir af æðstu hershöfðingjum hersins, þeir Bhupinder Singh og T.S. Orberoi, eru síkhar. Þeir hafa um nokkurt skeið haft augastað á stöðu sjálfs yfir- manns herráðsins. í rauninni má halda því fram, að æðsti yfir- maður hersins sé síkhi, því að Giani Zail Singh forseti Ind- lands er sjálfur síkhi og hann er að formi til æðsti yfirmaður' hersins. Vaxandi tortryggni Hér verður samt strax að gera mikinn greinarmun. Telja má víst að sjálfsögðu, að hvorki for- setinn né mikill meirihluti yfir- manna úr röðum síkha innan hersins séu aðskilnaðarsinnar með þeim hætti, að þeir séu hlynntir sjálfstæðu ríki síkha í Khalistan. Slíkt riki er hins veg- ar óskadraumur hinna róttækari öfgamanna í röðum síkha. En engu að síður halda foringjarnir áfram að vera síkhar. Eftir at- burði síðustu viku er varla unnt að álasa nokkrum yfirmanni úr röðum hindúa, þótt hann líti nokkrum tortryggnisaugum á aðstoðarforingja sinn, ef sá hinn sami er úr hópi síkha. Þegar öllu er á botninn hvolft og þrátt fyrir tryggð síkha sem hermanna yfirleitt, þá voru þeir menn síkhar, sem réðu frú Gandhi bana. Þar að auki voru þeir úr hópi lifvarða hennar og þangað áttu aðeins að vera vald- ir úrvalsmenn. Sannanir eru vissulega fyrir hendi um, að hermenn úr hópi síkha hafi verið kallaðir úr fremstu víglínu gegn Pakistan í Jammu og Kashmir og síðan fluttir til Suður-Indlands vegna efasemda um hlýðni þeirra og tryggð. Sú tortryggni, sem vart hefur orðið gagnvart síkhum eftir morðið á frú Gandhi, hlýtur að hafa áhrif innan indverska hers- ins alveg eins og hún hefur haft áhrif á indversku þjóðina í heild. En einmitt af þeim sökum má gera ráð fyrir því, að síkhar eigi eftir að gera hernum erfiðara fyrir, ef hann hyggst grípa til Rajiv Gandhi, sem tekið hefur við embætti forsætisráðherra Ind- lands eftir lát móður sinnar. skipulegra og samræmdra að- gerða til þess að hrifsa til sín völdin í landinu. Indland of víðlent Þegar þessi spurning um hugsanlegt valdarán hersins er lögð fyrir yfirmenn í hernum, kemur oft í ljós, að þeir hafa velt henni fyrir sér, að minnsta kosti sem fræðilegum möguleika. En svarið er yfirleitt á einn veg. Indland er allt of víðlent land til þess að unnt sé aö taka þar öll völd með herbyltingu. Landið er líka allt of klofið I einstök svæði og héruð, til þess að slík valda- taka hersins gæti orðið varanleg. Ef herinn gerði tilraun til valda- töku, yrði það sennilega ekki til þess að auka eininguna innan- lands, heldur til þess að kljúfa landið í marga hluta fyrir fullt og allt. Sú skoðun er samt útbreidd i indverska hernum, að sú frænd- semishyggja, getuleysi og spill- ing, sem er í stjórnmálum lands- ins, verði ekki liðin miklu lengur. Rajiv, sonur Indiru Gandhi, á því sem forsætisráðherra eftir að mæta sömu óleystu vanda- málunum og móðir hans gerði. Ef hann veldur vonbrigðum sém leiðtogi, má allt eins gera ráð fyrir, að indverski herinn horfi ekki á aðgerðalaus, heldur láti stjórn landsins til sín taka í miklu ríkara mæli en áður. Það væri blátt áfram heimskulegt að halda áfram að endurtaka l(kt og páfagaukur, að slíkt geti „aldrei" gerzt. Gordon Brook-Shepard er blaða- maður rið Tbe Sundar Telegrapb í London. Grein þessi er birt aðeins stjtL Frá Kalkútta. Þar kom til mikilla óeirða í kjölfar morðsins á frú Indirn Gandhi forsætisráðherra og varð að kalla út fjölmennt herlið til þess að stilla til friðar. Á Indlandi rfkir nú mikill ótti við stjórnleysi og upplausn eftir morðið á frú Gandhi og þá er spurt: Hvernig bregst herinn við?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.