Morgunblaðið - 10.11.1984, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 1984
Minning:
Ingimundur
Guðmundsson
Fsddur 9. nóvember 1957
Diinn 3. nóvember 1984
Aldrei finnur maður eins átak-
anlega til vanmáttar síns, eins og
þegar svipleg tíðindi berast, um
lát ungs fólks í blóma lífsins.
Ungur nágranni, vinur og
frændi deyr í bílslysi. Það var svo
stutt siðan ég hafði hitt hann
glaðan og fullan tilhlökkunar til
þess að takast á við fyrstu deildar
knattspyrnulið að ári.
Það er staðreynd, að mennirnir
áætla, en Guð ræður. Við vitum að
öll eigum við einhvern tíma að
deyja, það er lögmál lífsins, en af
hverju hann, sem öllum þótti svo
vænt um, sem þekktu hann og
fannst að lifið og hamingjan blasti
við?
Við getum endalaust spurt: Af
hverju? En svarið er f hendi Guðs,
sem gaf hann.
Við, sem höfum fylgst með
knattspyrnuleikjum Víðis, vænt-
um okkur svo mikils af þessum
góða og prúða leikmanni.
Nú hefur verið höggvið stórt
skarð í okkar vinsæla knatt-
spyrnulið. Við þökkum það að hafa
orðið þess aðnjótandi að kynnast
góðum dreng, sem var sannur
íþróttamaður í þess orðs fyllstu
merkingu. En minningin lifir. Á
sorgarstundum erum við svo
ósköp lítil.
Guð styrki ástvini Inga. Bænir
okkar fylgja þeim öllum.
Við hjónin og fjölskylda okkar
öll sendum foreldrum og aðstand-
endum Ingimundar Guðmunds-
sonar okkar dýpstu samúð.
Marta G. Halldórsdóttir
Kveðja frá Knattspyrnu-
félaginu Víði
Sú sorgarfrétt barst okkur Víð-
isfélögum að Ingi væri dáinn.
Ingimundur Guðmundsson, eða
Ingi, eins og hann var kallaður, er
horfinn á braut, það skarð er hann
skilur eftir verður seint eða aldrei
fyllt í okkar hópi, svo einstakur
var hann. Svo Ijúfur og blíður og
aldrei styggðarorð um nokkurn
mann, rólegur svo af bar og aldrei
að flýta sér. „Það liggur ekkert á,“
sagði hann í hófi er haldið var
Víðismönnum til heiðurs haustið
1982. Æ síðan hefur verið vitnað i
þessi orð hans og verður um ókom-
in ár.
Frá unga aldri hefur hann verið
virkur félagi í Knattspyrnufélag-
inu Víði og leikið með öllum flokk-
um félagsins. Hann var alltaf
reiðubúinn til hjálpar er til hans
var leitað, og vann mikið i þágu
félagsins, sat m.a. i stjórn þess.
Við munum sakna hans og ætið
minnast í okkar hópi sem góðs fé-
laga og vinar.
Við vottum foreldrum hans og
systkinum okkar dýpstu samúð og
biðjum Guð að blessa þau.
F.h. Knattsp.fél. Víðis,
JúIíun Baldvinsson form.
Aldrei finnur maður eins átak-
anlega til vanmáttar sins gagn-
vart örlögunum eins og þegar
manni berast svipleg tíðindi
óvænt. Þannig leið okkur þegar
við fréttum að vinur okkar Ingi-
mundur Guðmundsson væri lát-
inn. Ekki gátum við vitað, þegar
við kvöddum Inga siðast, að það
væri í hinsta sinn hér á jörð. Erf-
itt er að þurfa að sætta sig við að
hitta þennan góða félaga ekki aft-
ur.
í þessum fáu orðum langar
okkur að þakka fyrir það tækifæri
að hafa verið svo lánsamir að geta
haft Inga fyrir félaga og vin fram
að þessu. Leiðir okkar hafa legið
saman allt frá barnaskóla og sam-
verustundirnar hafa verið margar
ógleymanlegar.
Fyrir okkur kom Ingi fram sem
sanngjarn, góðviljaður og traustur
félagi, hann stóð á sinu þegar við
átti og hélt ávallt sínu jafnaðar-
geði.
Ingi var rafvirki að mennt og
starfaði við það til hinsta dags. Þó
átti knattspyrnan hug hans mest-
an, ekki sist eftir að félagið hans,
Víðir, vann sér sæti í 1. deild að
ári.
Við fráfall Inga hefur myndast
stórt skarð meðal ættingja og
vina, sem seint verður fyllt.
Að lokum viljum við færa for-
eldrum hans, systkinum og nán-
ustu ættingjum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Rafnkell og Sævar
Þegar mér var sögð sú harma-
fregn laugardagsmorguninn 3.
nóv. sl., að þá um nóttina hefði
farist af slysförum starfsmaður
minn og vinur Ingimundur Guð-
mundsson, komu fram í hugann
margar spurningar sem ekki fást
svör við eins og hvers vegna hann
í blóma lífsins er kallaður burt svo
skyndilega; hann sem átti svo
mörg óleyst verkefni.
Ingimundur var fæddur 9. nóv-
ember 1957 í Garði, sonur þeirra
heiðurshjóna Helgu Sigurðardótt-
ur og Ingimundar Guðmundsson-
ar frá Garðstöðum, Garði.
Ingimundur hóf nám hjá mér i
rafvirkjun í september 1975 og
starfaði hjá mér síðan, eða í rúm
níu ár. Það var því mikil breyting
þegar mætt var til vinnu sl. mánu-
dagsmorgun og hann vantaði í
hópinn, það var ekki byrjað eins
og venjulega að ræða helstu
áhugamál okkar allra, um úrslit
leikja í ensku og þýsku knatt-
spyrnunni, nei, menn sátu hljóðir
og hugsuðu, hvers vegna hann,
hann sem var svo gætinn og góður
ökumaður sem aldrei hafði neitt
komið fyrir I umferðinni. Ingi-
mundur var vinnusamur og góður
verkmaður, vel liðinn hvar sem
hann var, alltaf jafn yfirvegaður.
Það skipti hann ekki máli hvað
klukkan væri, hann henti ekki frá
sér verkfærum vegna þess að kom-
ið væri hádegi eða kvöld, nei, hon-
um lá aldrei það mikið á, að hann
mætti ekki vera að því að ganga
frá eftir sig, það var ekki klukkan
sem skipti máli heldur vinnan.
Hann var heldur aldrei svo veikur
að hann mætti ekki til vinnu, jú,
hann var stundum lasinn, en það
lagaðist sennilega og það tæki því
ekki að fara heim, sagði hann.
Þannig var hann aldrei óánægður,
alltaf jafn jákvæður. Hans er nú
sárt saknað af vinnufélögum og
fjölskyldum þeirra, sem sjá á eftir
góðum félaga og vini.
Ingimundur vakti snemma at-
hygli sem knattspyrnumaður.
Hann var leikinn og lipur með
boltann, auk þess að vera að eðl-
isfari einstaklega rólegur og yfir-
vegaður, með þessa hæfileika er
ekki að undra þótt ég minnist
margra atvika úr knattspyrnunni.
Tammy R. Svavars-
— Kveðjuorð
son
Fædd 6. janúar 1968
Dáin 28. september 1984
Sunnudaginn 30. september
barst mér hringing frá Seattle,
var það systir mín að tilkynna
mér að ömmubarnið hennar,
Tammy Renee Svavarsson, hefði
farist í bílslysi.
Hvern setur ekki hljóðan við
slfka frétt? Litla frænka mfn sem
mér var svo kær, sem ég fékk að
kynnast fyrir rúmum tveimur ár-
um, þegar hún kom til min ásamt
ömmu sinni og dvaldi hjá okkur
um tíma og okkur öllum f fjöl-
skyldunni þótti strax svo vænt
um. Hún varð eitt af börnunum
okkar. Við sáum á eftir henni eftir
tæpra tveggja ára dvöl hér á landi,
fara aftur til sfns heimalands. Þó
ekki i sina heimaborg, hún fór til
Kalifornfu til að byrja nýtt líf.
Hennar saga er stutt að árum
en fá börn hafa fengið eins mikla
reynslu af lífinu og hún fékk, væri
það flestum nóg yfir heilan
mannsaldur, en hún bugaðist ekki.
Stóð hverja raunina af sér eftir
aðra, byggði sér sinn heim og sína
vörn gegn því sem að höndum bar.
Ég er þakklát fyrir að mega eiga
minningarnar um hana, fyrsti
hláturinn hennar, sem ég heyrði,
er mér dýrmætasta minningin.
Ég skrifa þessar fáu lfnur til að
vinir hennar, en þeir voru mjög
margir sem hún eignaðist hér og
ég þekki ekki, geti vitað að hún sé
dáin. Hún var á leið i vinnu að
morgni, það var myrkur. Hún var
nýbúin að fá bílpróf og kaupa sér
bíl. Óskin hennar hafði ræst, að
eignast bíl og keyra sjálf. Én
óhappið gerðist, enginn veit
hvernig, bíllinn lenti á tré og
kviknaði f honum. Á svipstundu
var lífið búið. Því vildi ég geta
sagt við æskuna, sem er að fara út
Mörg glæsimörk gerði hann fyrir
okkur og er skemmst að minnast
marksins sem hann gerði f leik á
móti FH á Kaplakrika f sumar, en
þá fékk hann boltann á sfnum
vallarhelmingi og brunaði upp all-
an völlinn og lék á hvern mótherj-
ann á eftir öðrum og skoraði með
hörkuskoti af 20 m færi glæsilegt
mark sem tryggði Vfði sigurinn,
en þetta mark vó þungt á metun-
um til að koma Víði í fyrstu deild.
Hann hljóp ekki um völlinn og
barði sér á brjóst, nei, honum
fannst þetta sjálfsagt og brosti
bara, eins og honum einum var
lagið. Eins var þegar f ljós kom, að
Víðir léki í fyrstu deild að ári, allir
réðu sér ekki fyrir fögnuði, þá
sagði Ingi: Hvaða æsingur er
þetta, var það ekki þetta sem þið
vilduð?
Það lýsir best Ingimundi að eft-
ir að hafa leikið á þriðja hundrað
leiki með meistaraflokki, hafði
honum aðeins verið sýnt gula
spjaldið í tvö skipti.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
eignast svo góðan nema, þakklátur
fyrir störf hans hjá fyrirtæki
mínu og mun minnast hans lengi.
Ég og fjölskylda mfn biðjum guð
að blessa minningu um góðan
dreng. Foreldrum og öðrum að-
standendum hans biðjum við einn-
ig guðs blessunar og styrks í
þeirra miklu sorg.
Hafi hann þökk fyrir allt og allt.
Sigurður Ingvarsson
„Eitt sinn verða allir menn að deyja
eftir bjartan daginn kemur nðtt
ég harma það, en verð samt að segja
að sumarið, það lfður allt of fljótt*
Sagt er að vegir Guðs séu
órannsakanlegir. Hugsuninni um
tilgang lífsins hefur oft skotið upp
f hugann, nú hina síðustu daga.
Það er komið haust, bæði úti og
inni. í hjörtum okkar skall haustið
á er við fréttum um lát vinar
okkar og frænda, Inga á Lindar-
túni.
Ingi var næstyngstur í hópi
fimm systkina. Hann ólst upp á
góðu heimili, umvafinn ástúð og
hlýju samhentrar fjölskyldu.
Það var jafnan létt yfir Inga og
hin mikla ró sem hvíldi yfir hon-
um kenndi manni hvernig hægt
væri að láta sér líða vel og njóta
lífsins. Éinstök lund hans kom
honum og samfylgdarfólki hans til
góða. Hann var rfkur og átti auð-
velt með að gefa öðrum af dreng-
lyndi og hugarró sinni, þannig að
manni leið alltaf vel í návist hans.
Ingi hafði alltaf nógan tíma fyrir
alla og aldrei lá neitt á. Éf á hjálp
þurfti að halda kom Ingi oft fyrst
upp í hugann. Það var aldrei svo
mikið að gera, að hann gæti ekki
sinnt því sem hann var beðinn um.
Allt frá fyrstu tíð man maður
eftir Inga f fótbolta. Hann var lag-
inn með knöttinn, leikur hans ein-
kenndist af ljúfmennsku og lagni.
Hann notaði aldrei hörku en náði
samt þvf marki, sem stefnt var að
í upphafi. Þannig lék hann einnig i
gegnum lífið. Lagni var honum í
blóð borin. Kom það sér vel í raf-
virkjuninni og f nostrinu við bfl-
ana.
Á stuttri ævi ferðaðist hann
mikið. Var honum jafnan tíðrætt
um ógleymanlegar minningar sfn-
ar frá Ameríku, þar sem hann
dvaldi ásamt fjölskyldu sinni.
Þegar hann sagði frá, sá maður
hann fyrir sér, ýmist á sjóskiðum
eða akandi um á ffnum bflum.
Nú hefur Ingi lagt upp í sitt síð-
asta ferðalag. Við sem vorum svo
lánsöm að vera honum samferða
þennan stutta ævispöl, þökkum
honum fyrir hlýju og vináttu við
okkur. Það verður gott að eiga
góða vini, þegar hlutverki okkar
hér á jörð lýkur og við hittumst
aftur hress og kát.
Ástvinum Inga vottum við
okkar dýpstu samúð.
Tommi og fjölskylda, Borg
Kveðja frá klúbbi
VíAiskvenna
Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum
í líknarmildum föðurörmum þínum
og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta,
ég halla mér að þínu föðurhjarta.
Æ, tak nú, Drottinn, föður og móður mína
í mildiríka náðarverndan þína,
og ættlið mitt og ættjörð virztu geyma
og engu þínu minnsta barni gieyma.
Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga,
en sér í lagi þau, sem tárin lauga,
og sýndu miskunn öllu því, sem andar,
en einkum því, sem böl og voði grandar.
Þín líknarásján lýsi dimmum heimi,
itt Ijósið blessað gef í nótt mig dreymi.
Jesú nafni vil ég væran sofa
og vakna snemma þína dýrð að Iofa.
Sb. 1886-M.Joch.
í umferðina með bflprófið lang-
þráða, minnist hennar litlu
frænku minnar, hún var aðeins
sextán ára og trúði á lífið fram-
undan, — hvað ökuferðin hennar
var stutt. Það er svo sárt fyrir þá
sem eftir lifa.
Elsku systir mín, Guðlaug Þ.
Valdimarsdóttir, ég votta þér
samúð mina og virðingu fyrir allt
það sem þú gerðir fyrir þetta
ömmubarn þitt. Allan þann skiln-
ing sem þú sýndir henni og ástina
sem þú gafst henni. Ég veit að
sorg þín er óendanleg yfir henni
og dóttur þinni, sem er svo stutt
síðan þú misstir, og tengdasyni.
Ég vil þakka hjónunum Hildi og
Kristjáni á Grjóteyri fyrir þá
dýrmætu hamingju sem þau gáfu
henni.
Ég á þá ósk að eiga eftir að
koma að grafreit Tammyar þar
sem þær hvíla saman frænkurnar.
Mér er huggun að vita að hún er
við hliðina á henni, sem hún elsk-
aði svo heitt, og að Tammy er f
borginni sinni.
Ég kveð hana með orðum afa
míns og langafa hennar:
„Nú englarnir sólgeisla glitrandi krans
þér gefa f ljóssalnum háa.
Og sefgræna rósblæju blómanna fans
nú breiða á leiðið þitt smáa.
Elskaða barnið mitt sofðu nú sætt,
já, sofðu í eilífum friði.
Mig huggar að svifur nú sálin þín kætt
í sælu með englanna liði.
(Sig. óli Sigurðsson)
Veri hún af Guði geymd um
eilífð alla.
Dóra
FLÓAMARKAÐUR
Safnaöarfélags Áskirkju verður laugardaginn 10. nóvember kl. 13.00
í safnaðarheimilinu viö Vesturbrún.
Húsgögn, ísskápar, þvottavélar, búsáhöld, skrautmunir, fatnaöur o.fl.