Morgunblaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1984
29
fíéttur
áagsins
Margrét Þorvaldsdóttir
í heimsborginni París er þekktur
veitingastaður er nefnist Maxim’s.
Þangað kemur þekkt fólk til að sjá
aðra enn þekktari og borða góðan
mat.
í þjóðfélagi eins og okkar finnum
við eigin „Maxim’s" innan veggja.
Það er við kvöldverðarborðið þegar
mikilvægt fólk nær að sji og ræða
við aðra enn mikilvægari — yfir
málsverði eftir uppskrift frá Max-
im’s.
Fylltar kjötrúllur
750 gr. hakkaö kjöt (ekki feitt)
1 stk. egg
2—3 sýrðar gúrkur
3 sneiðar bacon
hveiti, salt og pipar.
1. Setjið kjötið í skál, bætið
egginu út í og hrærið saman. Egg-
ið á rétt að blandast kjötinu, ann-
ars verða rúllurnar stífar.
2. Kjötið er síðan flatt út á rök-
um fleti og mótað í 12 reiti. Þetta
kjötmagn á að gefa 12 rúllur.
3. Baconsneiðarnar eru skornar
í jafnmarga hluta og settar á
kjötrúllurnar. Gúrkurnar eru
skornar í strimla og lagðar á bac-
onið.
4. Því næst er hver kjötreitur
vafinn upp utan um fyllinguna,
baconið og gúrkuna, og reynt að
hylja sem best.
5. Hitið síðan feiti á pönnu, ca.
2 matsk. matarolía á móti 1
matsk. smjörva eða smjöri, kjötið
brúnast betur. Setjið hveiti á disk
og veltið kjötrúllunum létt upp úr
hveitinu og steikið í feitinni, sam-
skeytin fyrst. Rúllurnar eru brún-
aðar vel og snúið oft til að fá fal-
legri lögun.
6. Að síðustu er % —1 bolli af
vatni með uppleystum kjötkrafti
hellt yfir kjötrúllurnar og þær
soðnar í 10 mín. Pannan er hrist
af og til. Hveitið af rúllunum jafn-
ar sósuna.
Þennan kjötrétt má bragðbæta
á ýmsan hátt t.d. er oft gott að
skera fínt 1 sneið af baconi og
steikja með kjötrúllunum. Þegar
meira er við haft má steikja
sveppi og setja yfir kjötið á síð-
ustu mínútum suðu.
Einnig má jafna sósuna með
sýrðum rjóma. Krydd er ekki
nauðsynlegt þar sem fyllingin í
rúllunum gefur sósunni mjög
ljúffengt bragð.
Sýrðar gúrkur má fá í glösum af
mörgum stærðum. Þær geymast
vel í kæliskáp og getur verið gott
að hafa þær við hendina þegar
bragðbæta þarf mat.
Stappaðar kartöflur eiga vel við
þennan kjötrétt, einnig gúrkusalat
og soðið grænmeti hvers konar.
Verð á hráefni
kjöt (kinda), ca. kr. 160.00
egg kr. 7.50
gúrkur áætlað kr. 10.00
kr. 177.50
Viðvörun.
Margar matareitr-
anir má rekja til
borðklútar eldhússins.
Hann er hinn ákjós-
anlegasti eldisstaður
baktería (gerla) vegna
þess hve margnýttur
hann er. Bent hefur
verið á að:
1. Skipta oft um
borðklút.
2. Geyma hann ætíð
þurran,
3. — eða nota helst
bréfaþurrkur.
Microline prentarar
BM
whr
Svsl
ystem
34/36/38
Mtkró h/f býður nú notendum IBM System 34/36/38*
nýja valkosti við útprentun.
Microline 92 er nettur og öflugur prentari fyrir
pappírsbreidd A4 og hentar því sérstaklega vel við
útprentun á sölunótum, kvittunum og gíróseðlum
og fl.
Kostir þessara prentara eru ótvíræðir, þvl að afrif
eyðublaða er sérstaklega þægilegt.
Microline 93 getur notað breiðari pappír og er því
sérlega fjölbæfur prentari í flest verkefni.
Báðir þessir prentarar hafa ótrúlegan prentbraða
(160 stafi á sek.), skýrt letur, margar leturstærðir
og með einfaldri rofastillingu er bægt að prenta
gæðaletur, sem hæfir ritvinnslu.
Þessir prentarar hafa að fullu verið aðlagaðir
JOBM System 34/36/38* og geta komið í stað
prentara af gerðunum 8228 og 8286.
Hafið samband við Bjarna Lárusson eða Eggert
Claessen í síma 39666 og fáið nánari upplýsingar,
eða fáið þá í heimsókn og sjáið þessa prentara vinna
ykkar verkefni.
Microline — Mestu seldu
tölvuprentarar á íslandi
MÍKRÖ
Skeifunni 11 Sími 685610
* IBM System 34/36/38 eru skrásett vörumerki IBM