Morgunblaðið - 12.12.1984, Page 16

Morgunblaðið - 12.12.1984, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 Best seldu bækumar í Bókabúð Máls og Menningar, fram til 9. desember 1984. Fullorðinsbækur: 1. Á Gljúfrasteini ...............kr. 998.- 2. Með kveðju frá Dublin ......... kr. 778.- 3. Jólaoratórian .................kr. 889.- 4. Guðmundurskipherra ............kr. 946.- 5. Ógnarráðuneytið ............... kr. 298,- 6. Ekkertmál ..................... kr. 778.- 7. Glæpurog refsing .............. kr. 1.170.- Einsoggengur ................... kr. 1.170.- 8. Maðuroghaf .................... kr. 698.- 9. Vertu þú sjálfur ..........ib. kr. 966.- Vertu þú sjálfur ........... kilja kr. 780.- 10. Þel .......................... kr. 778.- Barna- og unglingabækur: 1. Bróðirminn Ljónshjarta ........ kr. 298.- 2. Sjáðu Madditt það snjóar .......kr. 238.- 3. Barnaijóð JóhannesarúrKötlum ...kr. 595.- 4. Elsku litla grís .............. kr. 238.- 5. Af hverju afi ................. kr. 398,- 6. Fimrhtán ára á föstu .......... kr. 398.- 7. Tröllabókin ................... kr. 238.- Flugið heillar ................. kr. 448.- 8. Júlíus .........................kr. 321.- 9. Töff týpa á föstu ..............kr. 548.- 10. Karl Blomkvistog Rasmus .......kr. 420.- (—M—l Bókabúð LmALS & MENNINGiAR J LAUGAVEGI18 101 REYKJAVÍK SÍMAR: 24240 - 24242 Kápur, jakkar og frakkar í miklu úrvali. Góð snið, vönduð efni og sérlega hagstætt verð. „Gæði er okkar kjörorð". Opið mánudaga — föstudaga kl. 09.—18.00, laugard. 15. des. til kl. 22.00 og laugard. 22. des. til kl. 23.00. v_____________y KÁPUSALAN BORGARTÚNI 22 SÍMI 23509 Næg bílastæði. Seyðisfjörður: Tækniminjasafn Aust- urlands stofnað ÞANN 21. október síðastliðinn var .stofnað á Seyðisfirði safn, er hlotið hefur nafnið Tækniminjasafn Austurlands. Stofnfundurinn, sem boðað var til af safnanefnd og bæj- arstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar, var haldinn í Gömlu símstöð eða Wathnes-húsi, einu elsta og merkasta húsi kaupstaðarins. Þar mun safnið eiga aðsetur sitt í fram- tíðinni. Hlutverk Tækniminjasafns Austurlands, sem er sjálfseign- arstofnun í umsjá Seyðisfjarðar- kaupstaðar, er að safna og varð- veita muni og mannvirki er snerta sögu tækniþróunar á Austurlandi. Á Seyðisfirði er að finna margar af merkustu tækniminjum fjórðungsins. Þar kom sæsíminn fyrst á land 1906, þar er starfandi elsta vélsmiðja landsins, Vélsmiðja Seyðisfjarð- ar, stofnuð 1906, og þar stendur Fjarðarselsvirkjun, elsta rið- straumsrafstöðin, reist árið 1913. Wathnes-hús eða Gamla sím- stöð, er Otto Wathne lét reisa 1894, hýsir nú bæjarskrifstofur Seyðisfjarðarkaupstaðar en fyrir nokkrum árum var húsið gert upp með væntanlegt safn í huga. Á stofnfundinum bárust safn- inu góðar gjafir. M.a. gaf Jóhann Grétar Binarsson, formaður safnanefndar, gamalt útvarp er Þorsteinn Gíslason stöðvarstjóri smíðaði á árunum 1915—1918. Að fundinum loknum þáðu gest- ir veitingar í boði bæjarstjórnar. Stofnun Tækniminjasafns Aust- urlands var gerð bæjarbúum heyrum kunn með dúndrandi skoti úr gamalli fallbyssu, sem hefur verið dubbuð upp til nota við hátíðleg tækifæri eftir að hafa þjónað í 30—40 ár sem bryggjupolli. Með stofnun Tækniminjasafns Austurlands fjölgar enn þeim söfnum sem eru á starfssvæði Safnastofnunar Austurlands (SAL) en á vegum þeirrar stofn- unar er unnið skipulega að upp- byggingu safna í Austurlands- kjördæmi. Nú eru þessi minja- söfn starfandi á Austurlandi: Minjasafnið á Burstarfelli, Vopnafirði; Minjasafn Austur- lands, Egilsstöðum; Náttúru- gripasafnið í Neskaupstað; Sjó- minjasafn Austurlands, Eski- firði; Byggðasafn Austur- Skaftafellssýslu, Höfn, og Ljósmyndasafn Austurlands á Egilsstöðum. Formaður stjórnar Tækni- minjasafns Austurlands er Pét- ur Blöndal. Stofnun Tæknirainjasafns var gerð Seyðfirðingum heyrum kunn með því að skjóta úr fallbyssu, sem gerð hefúr verið upp. Komið að landi Séð yfir höfnina í Stykkishólmi. Skelveiðibátarnir eru að koma að landi og aðrir komnir og verið að landa afianum. Þá sést út um eyjar. Skelin hefir verið Hólmurum mikill velmegunargjafi. Morgunblaðift/Arni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.