Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 Best seldu bækumar í Bókabúð Máls og Menningar, fram til 9. desember 1984. Fullorðinsbækur: 1. Á Gljúfrasteini ...............kr. 998.- 2. Með kveðju frá Dublin ......... kr. 778.- 3. Jólaoratórian .................kr. 889.- 4. Guðmundurskipherra ............kr. 946.- 5. Ógnarráðuneytið ............... kr. 298,- 6. Ekkertmál ..................... kr. 778.- 7. Glæpurog refsing .............. kr. 1.170.- Einsoggengur ................... kr. 1.170.- 8. Maðuroghaf .................... kr. 698.- 9. Vertu þú sjálfur ..........ib. kr. 966.- Vertu þú sjálfur ........... kilja kr. 780.- 10. Þel .......................... kr. 778.- Barna- og unglingabækur: 1. Bróðirminn Ljónshjarta ........ kr. 298.- 2. Sjáðu Madditt það snjóar .......kr. 238.- 3. Barnaijóð JóhannesarúrKötlum ...kr. 595.- 4. Elsku litla grís .............. kr. 238.- 5. Af hverju afi ................. kr. 398,- 6. Fimrhtán ára á föstu .......... kr. 398.- 7. Tröllabókin ................... kr. 238.- Flugið heillar ................. kr. 448.- 8. Júlíus .........................kr. 321.- 9. Töff týpa á föstu ..............kr. 548.- 10. Karl Blomkvistog Rasmus .......kr. 420.- (—M—l Bókabúð LmALS & MENNINGiAR J LAUGAVEGI18 101 REYKJAVÍK SÍMAR: 24240 - 24242 Kápur, jakkar og frakkar í miklu úrvali. Góð snið, vönduð efni og sérlega hagstætt verð. „Gæði er okkar kjörorð". Opið mánudaga — föstudaga kl. 09.—18.00, laugard. 15. des. til kl. 22.00 og laugard. 22. des. til kl. 23.00. v_____________y KÁPUSALAN BORGARTÚNI 22 SÍMI 23509 Næg bílastæði. Seyðisfjörður: Tækniminjasafn Aust- urlands stofnað ÞANN 21. október síðastliðinn var .stofnað á Seyðisfirði safn, er hlotið hefur nafnið Tækniminjasafn Austurlands. Stofnfundurinn, sem boðað var til af safnanefnd og bæj- arstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar, var haldinn í Gömlu símstöð eða Wathnes-húsi, einu elsta og merkasta húsi kaupstaðarins. Þar mun safnið eiga aðsetur sitt í fram- tíðinni. Hlutverk Tækniminjasafns Austurlands, sem er sjálfseign- arstofnun í umsjá Seyðisfjarðar- kaupstaðar, er að safna og varð- veita muni og mannvirki er snerta sögu tækniþróunar á Austurlandi. Á Seyðisfirði er að finna margar af merkustu tækniminjum fjórðungsins. Þar kom sæsíminn fyrst á land 1906, þar er starfandi elsta vélsmiðja landsins, Vélsmiðja Seyðisfjarð- ar, stofnuð 1906, og þar stendur Fjarðarselsvirkjun, elsta rið- straumsrafstöðin, reist árið 1913. Wathnes-hús eða Gamla sím- stöð, er Otto Wathne lét reisa 1894, hýsir nú bæjarskrifstofur Seyðisfjarðarkaupstaðar en fyrir nokkrum árum var húsið gert upp með væntanlegt safn í huga. Á stofnfundinum bárust safn- inu góðar gjafir. M.a. gaf Jóhann Grétar Binarsson, formaður safnanefndar, gamalt útvarp er Þorsteinn Gíslason stöðvarstjóri smíðaði á árunum 1915—1918. Að fundinum loknum þáðu gest- ir veitingar í boði bæjarstjórnar. Stofnun Tækniminjasafns Aust- urlands var gerð bæjarbúum heyrum kunn með dúndrandi skoti úr gamalli fallbyssu, sem hefur verið dubbuð upp til nota við hátíðleg tækifæri eftir að hafa þjónað í 30—40 ár sem bryggjupolli. Með stofnun Tækniminjasafns Austurlands fjölgar enn þeim söfnum sem eru á starfssvæði Safnastofnunar Austurlands (SAL) en á vegum þeirrar stofn- unar er unnið skipulega að upp- byggingu safna í Austurlands- kjördæmi. Nú eru þessi minja- söfn starfandi á Austurlandi: Minjasafnið á Burstarfelli, Vopnafirði; Minjasafn Austur- lands, Egilsstöðum; Náttúru- gripasafnið í Neskaupstað; Sjó- minjasafn Austurlands, Eski- firði; Byggðasafn Austur- Skaftafellssýslu, Höfn, og Ljósmyndasafn Austurlands á Egilsstöðum. Formaður stjórnar Tækni- minjasafns Austurlands er Pét- ur Blöndal. Stofnun Tæknirainjasafns var gerð Seyðfirðingum heyrum kunn með því að skjóta úr fallbyssu, sem gerð hefúr verið upp. Komið að landi Séð yfir höfnina í Stykkishólmi. Skelveiðibátarnir eru að koma að landi og aðrir komnir og verið að landa afianum. Þá sést út um eyjar. Skelin hefir verið Hólmurum mikill velmegunargjafi. Morgunblaðift/Arni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.