Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.12.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 Japanir: Hætta búrhvalaveiðum Tókýó. 11. desember. AP. JAPANSKA stjórnin hefur staðfest að Japanir muni hætta búrhvalaveióum árið 1988 í tengslum við samkomu- lag sem Japan og Bandaríkin hafa gert í þessum efnum. Að- ur höfðu Japanir tilkynnt að þeir myndu ekki hlíta hval- veiðibanni sem alþjóðahval- veiðiráðið samþykkti á sínum tíma. Samkomulag þjóðanna segir að Japanir megi veiða 400 búr- hvali árin 1984 og 1985 í norður- hluta Kyrrahafs þó að bandarísk 3&>. , ***** -qe*° Gunrtar Ásgeirsson hf. Suduriandsbraut 16 Sirr» 9135200 lög kveði á um helmings minnk- un veiðileyfa til handa þeim þjóðum sem virða ekki ákvörðun hvalveiðiráðsins. Viðræður Bandaríkjanna og Japan um hvalveiðileyfi vöktu gremju margra sem telja að ákvörðun ráðsins sé hin einu réttu lög varðandi hvalveiðar. Þannig vakti tilboð Bandaríkjanna tii handa Japan að veiða 200 búr- hvali til viðbótar árið 1986 og 1987, alls 400 hvali, ef Japan hlýddi banni ráðsins um all- sherjarbann við hvalveiðum, ekki síður mikla gremju, en alls- endis óljóst er hvort Japanir munu taka því tilboði eða láta sér nægja að hætta að veiða búr- hveli. Japan, Noregur og Sovétríkin mótmæltu hvalveiðibanni alþjóðahvalveiðiráðsins. Grikkir mótmæla æfingum í Sviss Aþenu, 11. deaember.^AP. GRÍSKA STJÓRNIN hefur mótmælt við stjórnvöld í Sviss heræfíngum, sem þar fóru fram, og höfðu þann ímyndaða aðdraganda, að Grikkir höfðu sagt sig úr Nato og Sovétmenn þá ekki verið seinir á sér að ráðast inn í Grikkland og Tyrkland. Talsmaður grísku stjórnarinn- ar sagði í dag, að svissneskir embættismenn hefðu gefið þá skýringu, að skipuleggjendum heræfinganna hefðu orðið á mis- tök, en frá þeim hefur verið sagt í vikuriti í Zúrich. Á heræfingum svissneska hersins var stuðst við ímyndaða atburðarás, sem var þannig, að Andreas Papandreou, leiðtogi grískra sósíalista og núverandi forsætisráðherra, hagræddi úr- slitum kosninga í október 1985 og I vj Veður víða um heim Akureyri 10 skýjaó Amuterdam 10 bjart Aþena 13 skýjað Berlín 7 skýjaó Brussel 10 skýjaó Chicago 8 skýjaó Dublin 11 skýjaó Frankfurt 8 skýjaó Genf 5 heiðríkt Heisinkí 2 skýjaó Hong Kong 22 bjart Jerúsalem 10 bjart Kaupmannahöfn 9 bjart Laa Palmas 23 skýjaó 1 naakna Lissaoon 17 skýjaó London 7 skýjaó Loa Angeles 17 bjart Luxemborg 2 þokumóóa Malaga 17 skýjaó Mallorca 18 heióríkt Miami 24 bjart Montreal 3 bjart Moekva 0 skýjaó NVW YOfK 12 skýjaó Oaló 8 heióríkt París 10 heióríkt Peking 4 skýjað Reykjavik 8 rigning Rio de Janeiro 32 skýjaó Rómaborg 14 skýjaó Stokkhólmur 4 bjart Sydney 23 rigning Tókýó 12 rigning Vinarborg 4 skýjaó Þórshðfn 9 súld ylli með því miklu uppnámi hjá andstæðingum sínum í stjórn- málunum. Papandreou brygðist svo við gagnrýninni með því hrópa „NATO-samsæri, NATO- samsæri" og segja Grikki úr bandalaginu. Sovétmenn sæju sér þá leik á borði og réðust inn í Grikkland frá Búlgaríu. Þessir hungniðu brsður eru hirðingjar I Hadendowa í Súdan. Mikið hefur verið gert undanfarnar vikur til þess að koma matvælum og lyfjum til þurfandi fólks, en þurrkar hafa ekki orðið langvinnari í landinu í manna Eþíópía: Bandaríkin leggja til 40.000 tonn matvæla V-Þjóðverjar samþykkja aukafjárveitingu til hjálparstarfsins í Afríku Add» Ababa, Eþíópíu og Bonn, Vestur-Þýskalandi, 11. desember. AP. í DAG skrifuðu Bandaríkin og Eþíópía undir samning milli ríkjanna, þar sem kveðið er á um að Bandaríkin leggi til 40.000 tonn af matvöru næsta mánuðinn vegna hungursneyðarinnar í landinu. Berhane Derrasa, sem stjórnar Washington og kvað á um 10.000 hjálpar- og viðreisnarstarfinu í Eþíópíu, kvað stjórn landsins ætla að endurnýja beiðni sina um 1,2 milljóna tonna matvælaaðstoð, en það væri „algert lágmark" þess sem þyrfti til að hjálpa yfir 7,5 milljónum fórnarlamba hung- ursneyðarinnar til þess að lifa af næstu 12 mánuðina. Aðeins hefði verið farið fram á þriðjung þessa magns enn sem komið væri, sagði Derrasa. „Þessi milliríkjasamningur er merkur áfangi í samvinnu ríkj- anna,“ sagði David A. Korn, sendi- fulltrúi Bandaríkjanna, eftir að hann hafði undirritað samning- inn, „og ég vona, að samstarfið eigi eftir að haldast". Hinn 27. nóvember sl. var svip- að samkomulag undirritað í tonn af matvælum. í byrjun nýs fjárlagaárs í október hétu Banda- ríkin að leggja fram 215.000 tonn, og eru fyrrnefndir samningar hluti af þeirri heildartölu. Við athöfn sem fór fram þegar samningurinn var undirritaður endurtók eþíópski fulltrúinn, Berhane Derrasa, þau ummæli Mengistu Haile Mariam þjóðar- leiðtoga, að aðstoð Bandaríkjanna væri jákvætt skref í þá átt að bæta samskipti ríkjanna. Heimildir meðal vestrænna stjórnarerindreka sögðu að Meng- istu ætlaði sér að fara til Moskvu í þessari viku, en ekki var vitað, hvort sú ferð væri farin til þess að biðja um aðstoð vegna þurrkanna. Sovétríkin hafa að mestu séð Eþíópíu fyrir vopnum frá 1977 og standa í nánu pólitísku sambandi við stjórnina í Áddis Ababa. í dag samþykkti vestur-þýska stjórnin 75 milljón marka (u.þ.b. 1 milljarð ísl. kr.) aukafjárveitingu til hjálparstarfsins í Afríku og hefur þá gefið til þess um 175 milljónir marka (2,3 milljarða ísl. kr.) á þessu ári. Talsmaður Bonn-stjórnarinnar, Peter Boenisch, kvað rúman helm- ing fjárins eiga að renna til hjálp- arstarfsins í Eþíópíu, sem hefði orðið harðast úti í þurrkunum. Sómalíu, Súdan, Mozambique og Miðafríkulýðveldið fá auk þess hluta af styrktarfé Vestur-Þjóð- verja, að sögn Boenisch. Hann sagði ennfremur, að féð yrði notað til að kaupa korn, mat- arolíu, mjólkurduft og ávexti til að dreifa á þurrkasvæðunum, og við dreifingarstarfið yrðu notaðar vestur-þýskar flugvélar og flutn- ingabílar. Mitterrand: Segir Frakka óskuld- bundna Chad-búum Bujumbura, Burundi, 11. deuember. AP. Francois Mitterrand forseti Frakklands ávarpaði ráðstefnu leiðtoga Afríkuríkja í Burundi í dag og sagði þar að ekkert í samningum Frakklands og Chad mætti túlka á þann veg að Frökkum bæri að losa norö- urhluta Chad undan herhæl Líbýumanna. „Frakkar hafa gert varnar- bandalag við allmörg Afríkuríki þar sem kveðið er á um að Frakkar verji hendur viðkom- andi ríkja séu þau áreitt hernað- arlega. í samningum Frakklands og Chad er orðalagið annað, þeir geta leitað til okkar eftir aðstoð og höfum við orðið við slíkri beiðni. Hins vegar höfum við gengið eins langt í þeim efnum í Chad og skuldbindingar okkar kveða á um,“ sagði Mitterand. Frakkar hafa verið gagnrýnd- ir af nokkrum hinna 36 ríkja sem sæti eiga á umræddri ráð- stefnu fyrir að hafa kallað herlið sitt heim frá Chad þó að Líbýu- menn hafi ekki gert það sama eins og kveðið hafði verið á um. Francois Mitterrand Heima fyrir hefur Mitterrand sjálfur verið persónulega gagn- rýndur í blöðum fyrir fund sem hann átti með Gaddafí Líbýu- leiðtoga í Grikklandi á dögunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.