Morgunblaðið - 12.12.1984, Side 45

Morgunblaðið - 12.12.1984, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1984 45 Opið bréf til út- varpsráðs með nokkrum spurningum - eftir Halldór Guðmundsson Það var skrýtin frétt atarna í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Hún var um það, að útvarpsráð hefði samþykkt og sent Bunaðarbank- anum sérstakar þakkir fyrir vel gerðar og smekklegar sjónvarps- auglýsingar, þar þar börn eru í að- alhlutverkum, eins og það er orðað í fréttinni. Hvað er á seyði, er búið að víkka út verksvið útvarpsráðs. Er ekki lengur hlutverk út- varpsráðs að passa upp á kvóta- skiptingu stjórnmálaflokkanna? Er einkunnagjöf fyrir auglýsingar nýtilkomin? Og hvernig verður henni háttað framvegis? Það væri gaman að fá að heyra meira um þessa nýbreytni, til dæmis hversu oft á að gefa ein- kunn, og út frá hvaða forsendum einkunn er gefin? Eru jólaprófin núna — og verður næsta próf að vori? Auglýsingar Búnaðarbankans með litlu börnunum eru allrar at- hygli vcrðar. Hverjum hlýnar ekki um hjartaræturnar að sjá litlu krílin á skerminum? En hvað um það, skoðanir fólks um ágæti þess- ara auglýsinga eru mjög skiptar, eins og reyndar um flestar auglýs- ingar. Það eru margir, til að mynda undirritaður, sem telja það orka mjög tvímælis hvort tvær þessara auglýsinga standist reglur sjón- varpsins um auglýsingar. Hér er átt við príl ungbarna í snarbrött- um stigum. Það er líka rétt að minna út- varpsráð á, að fyrir nokkrum ár- um varð einmitt einn bankinn að breyta sjónvarpsauglýsingu vegna þess að hún þótti bjóða upp á hættulegt fordæmi fyrir börn. Sitja ekki allir viðskiptavinir sjónvarpsins við sama borð í þess- um efnum? Tilgangur með auglýsingu er að auka sölu, hvort auglýsingarnar eru „góðar" eða „vondar" getur Búnaðarbankinn einn sagt til um í fyllingu tímans þegar svar fæst við því hvort auglýsingarnar hafa skilað honum auknum viðskiptum. Getur verið að útvarpsráð greini ekki á milli dagskrárgerðar og auglýsinga? Þakkargjörð út- varpsráðs er annað tveggja, — misskilningur eða aulaháttur — nema hvort tveggja sé. Misskilningur vegna þess að út- varpsráð skynjar ekki mörkin milli sinnar eigin dagskrár og auglýsingatímans — aulaháttur vegna þess að útvarpsráð þekkir ekki einföldustu lögmál viðskipta. Dettur einhverjum í hug að það gæti gerst að ritstjórar Morgun- blaðsins t.d. settust niður og gæfu auglýsingum frá viðskiptavinum sínum einkunn, og létu þá „al- mennu skoðun" sínna uppi opin- berlega? Fyrir hvað er útvarpsráð í sjálf- umgleði sinni að þakka? Fyrir hverra hönd? Stofnunar- innar? Þjóðarinnar? Ekki fyrir mína hönd. Áreiðanlega ekki fyrir hönd samkeppnisaðila Búnaðarbank- ans. Er útvarpsráð ef til vill bara að þakka fyrir eigin hönd og ann- arra vandamanna? En það er ekki bara þakkargjörð vegna barnaauglýsinganna — út- varpsráð sá einnig ástæðu til þess að þakka sérstaklega fyrir sjón- varpsauglýsingar bankans frá síð- astliðnu sumri „þar sem vakin var athygli á íslenskri náttúru" eins og það var orðað. Af hverju var ekki þakkað fyrir allar auglýs- ingar bankans frá því að sjónvarp- ið hóf starfsemi sína? Hvað verð- ur næst þegar bankinn auglýsir? Má maður eiga von á því að það verði beðið fyrir Búnaðarbankan- um í helgistund sjónvarpsins? Hvað veldur því að útvarpsráð, sem alla jafna er þekktara fyrir annað en eindrægni, er allt í einu „almennt þeirrar skoðunar" að fíf- ilbrekkustíll Búnaðarbankans í sjónvarpsauglýsingum sé sér- staklega þakkarverður? Væri ekki rétt af útvarpsráði að rökstyðja þakkargjörðina — eða biðjast afsökunar á frumhlaupi sínu ella. Með ósk um skjót svör Halldór Guðmundsson. Halldór Gudmundsson er tram- kræmdastjóri Auglýsingastoíunnar Gísli B. Björnsson. ASI mótmælir hug- mvndum um framleng- ingu á banni gegn verðtryggingu launa Á FUNDI miðstjórnar ASÍ, 6. des- ember sl., var eftirfarandi sam- þykkt samhljóða: Miðstjórn Alþýðusambands- ins vekur sérstaka athygli á þeim hluta kjaramálaályktunar ASÍ-þings sem fjallar um verð- tryggingu launa. Miðstjórnin lýsir þeirri eindregnu skoðun, að það eigi að vera samnings- atriði milli samtaka launafólks og atvinnurekenda hvernig kaupmáttur launa er tryggður. Stjórnvöld hafa með lögum afnumið verðbætur á laun, en vísitölubinding er við lýði áfram á fjölmörgum sviðum. Lán eru flest að fullu verð- tryggð og fjölmargir hópar sækja tekjur sínar með sjálf- virkum framreikningi kostnað- arþátta sem efnislega er ekkert annað en verðtrygging. Enn má minna á að ýmsir tekjustofnar ríkisins eru vísitölubundnir, t.d. bensíngjald. Launamönnum er einkum ætlað að bera verð- hækkanir án bóta. Af hálfu verkalýðshreyf- ingarinnar snúast kjarasamn- ingar um kaupmátt en ekki kauptölur. Tryggur kaupmáttur er forsenda kiarasamninga til lengri tíma. I því efni koma ýmsar leiðir til greina og má þar minna á hugmyndir verka- lýðshreyfingarinnar í nýaf- stöðnum kjarasamningum. Miðstjórn ASl skorar á ríkis- stjórnina og löggjafann að leggja á hilluna hugmyndir um framlengingu á banni gegn verðtryggingu launa. Það er ekki aðeins rangt heldur einnig óskynsamlegt að torvelda þann- ig eðlileg samskipti aðila vinnu- markaðarins og hindra samn- inga til lengri tíma. SÓLARORKA SF. GLIMRANDI GJAFIR Jólin nálgast óðfluga. Nú gefa allir gjafir sem hafa notagildi og létta störfin, ekki síst í eldhúsinu. Komið við hjá okkur á Hverfisgötu 37. Við bjóðum vönduð og ódýr heimilistæki sem gera meir en að gleðja á jólunum. GIRMI y MASTKC) GIRMI KJOLUR SF. Hverfisgötu 37 - Sími 21490. Frítt í sól Sérstakur sólardagur verður í Sólarorku sunnudaginn 16. des. nk. Þá bjóöum við frítt í sól og auk 20% jólaafsláttar okkar fær þá hver nýr korthafi 5 tíma fría. Mætum öll í jólaskapi fyrir jólaundirbúninginn og slöppum af yfir jólaglöggi og piparkökum. Pantið tíma tímanlega Áskriftarsíminn er 83033 85 40

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.