Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 Nýja flugstöðvarbyggingin á Sandodda við Patreksfjorð. Ný flugstöðvarbygging á Patreksfirði tekin f notkun Morgunblaðið/RAX Matthías Bjarnason samgönguráðherra ávarpar gesti við vígslu nýju flug- stöðvarbyggingarinnar á Patreksfjarðarflugvelli. Arngrímur hætt- ir hjá Arnarflugi NÝ flugstöð var vígð á Sandodda við Patreksfjörð í gær við hátíðlega at- höfn. Viðstaddir athöfnina voru m.a. Matthías Bjarnason samgönguráð- herra, Pétur Einarsson flugmál- astjóri og tveir þingmenn Vestfirð- inga, þeir Þorvaldur Garðar Krist- jánsson og Karvel Páimason, auk fjölda annarra gesta. Guðbjörn Charlesson hjá Flugmálastjórn rakti byggingar- sögu flugstöðvarinnar. Hann sagði m.a. að teikningar af húsinu hafi verið tilbúnar vorið 1981 og sumarið 1982 var steyptur grunn- ur undir húsið. Ári síðar var húsið fokhelt. Lokið var við byggingu flugstöðvarinnar í lok árs 1984. Byggingin er 250 fermetrar að flatarmáli og nemur kostnaður við hana um 6,5 milljónum króna. Eftir að Guðbjörn hafði lokið máli sínu vígði séra Þórarinn Þór bygginguna. Því næst tók Matthías Bjarna- son samgönguráðherra til máls. Hann sagðist fagna því að komin væri ný flugstöð á Patreksfjarðar- flugvöll. Samgönguráðherra rakti sögu flugs á Vestfjörðum. I máli hans kom m.a. fram að fyrst hafi flugvöllur verið tekinn I notkun við Patreksfjörð þann 9. júlí árið 1965 og var hann aðallega notaður sem sjúkraflugvöllur. Þann 18. nóvember 1965 var núverandi flugvöllur tekinn í notkun en hann er í landi Sauðlauksdals og Hvalsness. Pétur Einarsson flugmálastjóri tók næstur til máls og sagði hann að flug á íslandi væri með því erf- iðasta sem gerðist í heiminum, sérstaklega vegna þess hve vinda- samt væri hér á iandi. Þó að fs- lendingar væru ein mesta flugþjóð í heimi væri lítið lagt af mörkum til flugmála. Hann sagði að nú væri aðstaða fyrir farþega orðin góð, en minnti jafnframt á að á næstunni þyrfti að bæta aðflugs- Slys um borð í Ljósfara Kaufarbörn, ». janúur. ÞAÐ slys varð um borð í loðnuskip- inu Ljósfara RE að skipverji fékk snurpuhring af miklu afli i höfuðið. Ljósfari lagði strax af stað til Raufarhafnar og kom hingað með manninn klukkan 11.30. Þá var læknir kominn frá Kópaskeri, sem fór þegar um borð og skoðaði manninn. Ákveðið var að senda manninn suður til Reykjavíkur með sjúkraflugvél til frekari rann- sóknar og ef til vill aðgerða. Vélin fór héðan laust upp úr klukkan 13. Ljósfari hélt skömmu sfðar aftur út á miðin, sem eru um 25 sjómílur norður af Raufarhöfn. — Helgi búnað á vellinum, setja á hann bundið slitlag og tryggja að snjór- uðningur sé alltaf í lagi, enda flug- ið aldrei mikilvægara en einmitt á veturna. „Það er of snemmt að segja til um útbreiðslu veikinnar því erfitt er að finna sýkilinn þegar hann er í lithim mæli í hverjum einstökum fiski,“ sagði Sigurður Helgason, fisksjúk- dómafræðingur og ráðgjafi fisksjúk- dómanefndar, þegar hann var spurð- ur um útbreiðslu nýrnaveiki sem ný- lega varð vart við í seiðum í laxeld- isstöðinni Sjóeldi hf. í Höfnum á Reykjanesi. Sigurður var fyrir skömmu fenginn til að líta á seiðin vegna óeðlilegs seiðadauða og kom þá í Ijós að nýrnaveiki herjaði á þau. „Lítilsháttar seiðadauði er þarna f einu eldiskeri en seiðin, sem eru eins árs, eru orðin mjög sjúk og má því búast við að mörg þeirra séu með veikina. Við erum hins vegar ekki komnir nægjan- lega vel áleiðis við að kanna hvort smitið hefur borist í önnur ker í stöðinni eða hvaðan veikin hefur komið. Þessi seiði eru frá Laxeld- isstöð rfkisins f Kollafirði og er meðal annars verið að kanna hvort veikin hafi komið þaðan. Enn hefur ekkert komið fram sem bendir til að svo sé. Allt verður gert til að kanna þetta til fulln- ustu og í fleiri stöðvum,“ sagði Sigurður. — Ef veikin reynist vera í Eftir vígsluna afhenti Sigfús Erlingsson forstjóri markaðssviðs Flugleiða flugvallarverði mynd af einni vél Flugleiða. Kollafjarðarstöðinni, getur þá ekki verið að hún sé í hafbeitar- laxi þaðan? „Þessi veiki er í náttúrunni. Bakterian er hýsilsbundin og fjölgar sér ekki í náttúrunni nema f lifandi laxfiskum. Þetta er líka f þriðja skiptið sem hún kemur upp hér á landi. Fyrir fáum árum kom hún upp i Laxeldisstöðinni á Laxa- lóni og áður í Laxeldisstöðinni við Elliðaár, þannig að gera má ráð fyrir að stöku laxar beri smit. Við höfum ekki haft tök á að kanna það til fullnustu, en hinsvegar hef ég aldrei orðið var við nein merki nýrnasjúkdómsins í þeim klak- fiskum sem kannaðir hafa verið við hrognatöku. En það segir þó ekki alla söguna og er nauðsynlegt að gera ítarlega könnun á þessum sýkli hér til þess að geta raun- verulega metið hvað sé skynsam- legast að gera í framtíðinni ef veikinnar verður vart í eldisstöðv- um. í fyrri tilvikum var öllum laxi slátrað en það verður að metast í hverju tilviki, til hvaða ráða grip- ið er til.“ — Hvernig lýsir sjúkdómurinn sér? „Þetta er hægfara bakteríu- sjúkdómur og einkennin þurfa ARNGRÍMUR Jóhannsson, yfirflug- stjóri Arnarflugs, hefur sagt lausu starfi sínu hjá félaginu. Ákvörðun þessa tók Arngrímur að loknum við- ræðum við Agnar Friðriksson, for- stjóra Arnarflugs, í gær, en viðræður þeirra snérust um umsvif flugfélags- ins „Air Arctic", sem Arngrímur veitir forstöðu ásamt Einari F. Fred- riksen flugmanni. „Air Arctic" hefur gert samning við flugfélagið „Trans European Airlines" um leiguflug eins og p-eint var frá í frétt Morgunblaðs- ins í gær, og töldu aðilar innan Arnarflugs, að með þessum samn- ingi væri „Air Arctic“ komið i samkeppni við félagið, og sam- ræmdist það ekki stöðu Arngríms sem yfirflugstjóra félagsins. Arngrímur Jóhannsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að ef hann teldi að umsvif „Air Arctic“ stönguðust á við hagsmuni Arnar- flugs myndi hann segja starfi sínu lausu hjá félaginu. Arngrímur tók svo þá ákvörðun að loknum við- ræðum þeirra Agnars Friðriks- sonar, forstjóra Arnarflugs, í gær. í framhaldi af handtöku mannsins á Keflavíkurflugvelli var tvennt handtekið í öskjuhlíð, en lögreglan hafði fylgst um nokkurt skeið með ferðum þeirra. Sfðdegis í gær gerði fíkniefnadeild lögreglunnar kröfu um að þremenningarnir yrðu úr- skuröaðir í gæzluvarðhald. Grunur lék á að fleiri væru við- riðnir málið og voru fjórir handtekn- ir í gær. Yfirheyrslur stóðu yfir í gær og voru mennirnir ennþá í haldi í gærkvöldi, en krafa um gæzluvarð- ekki að koma fram fyrr en fisk- arnir eru orðnir nokkuð stálpaðir. Þeir hrynja ekki niður heldur drepast einn af öðrum. Þeir verða dökkir á lit og fá útstandandi augu. Lítilsháttar blæðingar geta sést á roði og þegar sjúkdómurinn er langt fram genginn geta mynd- ast sár. Þegar fiskurinn er opnað- ur á kviði er oft að sjá gráleita hnúta í ýmsum innri lfffærum, sérstaklega nýrum, og hefur veik- in þess vegna verið nefnd nýrna- veiki.“ — Hvernig berst smitið á milli fiska? „Staðfest er að sýkillinn getur borist með hrognum frá foreldrum til afkvæma og hann er nokkur sérstæður að því leyti að hann get- ur verið inni í hrognunum og er því erfiðara um vik að forða smiti með sótthreinsun hrognanna. Hann getur einnig borist úr sárum á fiski eða með saur þeirra út í vatnið og þaðan í aðra fiska. Einn- ig er möguleiki á að hann berist með fóðri en það er þó ósennilegt í þessu tilviki, þar sem notað var þurrfóður í Höfnunum." — Leikur grunur á að veikin hafi borist með seiðunum úr Kollafj arðar stöðinni ? Hvorki Agnar né Arngrímur vildu láta hafa nokkuð eftir sér um mál þetta utan sameiginlegrar yfirlýsingar svohljóðandi: „Arn- grímur Jóhannsson, yfirflugstjóri Arnarflugs, hefur sagt lausu starfi sínu hjá félaginu, með þriggja mánaða uppsagnarfresti og lætur hann af störfum í apríl næstkomandi. Hann mun þá snúa sér að rekstri tveggja fyrirtækja sem hann er hluthafi í, Flugskól- ans Flugtaks og flugfélagsins „Air Arctic“. Arngrímur Jóhannsson var einn af stofnendum Arnar- flugs árið 1976 og hefur frá upp- hafi verið yfirflugstjóri félagsins og jafnframt hefur hann átt sæti í stjórn þess hin síðari ár sem full- trúi starfsmanna. Flugfélagið „Air Arctic“ hyggst starfa á er- lendum leiguflugmörkuðum. Fé- lagið tók nýlega á leigu Boeing 707 þotu, og leigði hana síðan án áhafna til flugfélags í Belgíu um þriggja mánaða skeið,“ eins og segir í yfirlýsingu þeirra Agnars Friðrikssonar og Arngríms J6- hannssonar. hald hafði ekki verið gerð. Á síðastliðnu ári lagði fíkniefna- deild lögreglunnar hald á 1244 grömm af amfetamíni. Mikil aukn- ing hefur verið á neyzlu amfetamíns hér á landi, en það er örvandi fíkni- efni. Árið 1983 lagði lögreglan hald á 624 grömm af amfetamíni. Þá lagði lögreglan hald á 775 skammta af ofskynjunarefninu LSD25 á slðast- liðnu ári, en ekkert árið áður. 1983 lagði lögreglan hald á liðlega 21 kíló af hassi, en rúm 6 kíló i fyrra. „Um það er erfitt að fullyrða en það verður að taka þann mögu- leika með í myndina þegar þetta er athugað." — Hvað getur það þýtt fyrir þessa ungu atvinnugrein ef veikin finnst í Kollafjarðarstöðinni? „Hvort sem veikin finnst þar eða í öðrum eldisstöðvum knýr það á um aukið eftirlit og að reynt sé að nota sem nákvæmastar að- ferðir við að athuga ástandið í stöðvunum almennt betur en hægt hefur verið að gera hingað til. Að fenginni þeirri reynslu verðum við að ákveða hvort það er ástæða til að endurmeta viðhorf okkar gagn- vart þessum sjúkdómi. Erlendis er þetta slæmur sjúkdómur sem veldur miklu tjóni í eldi, því þó afföll séu ekki mikil á fersk- vatnsskeiðinu, magnast þau mikið þegar fiskurinn fer í sjó til eldis eða hafbeitar. Viðhorfin geta verið mismunandi til hinna ýmsu að- gerða eftir því hvers eðlis fiskeld- isstöðvarnar eru, hvort þær eru eldisstöðvar sem ala seiði til dreif- ingar í hin ýmsu vatnasvæði landsins, seiðastöðvar sem ein- ungis eru með hafbeit út frá stöðvunum sjálfum eða eldisstöð sem eingöngu tekur á móti seiðum frá seiðastöðvum og elur í slátur- stærð.“ Nýmayeiki hjá Sjóeldi í Höfnum: Knýr á um aukið eftirlit og ná- kvæmari athugun í stöðvunum segir Sigurður Helgason fisksjúdómafræðingur Keflavíkurflugvöllur: Maður tekinn með am- fetamín í iðrum sér UNGUR maður var handtekinn í fyrrakvöld á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins vegna gruns fíkniefnadeildar lögreglunnar um tilraun til smygls á fíkni- efnum. í Ijós kom, að maðurinn hafði innvortist 125 grömm af amfetamíni. Fíkniefnin gengu niður af manninum þegar hann var settur á kopp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.