Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 41 Ávarp til íslendinga eftir Jónas Pétursson í hádegisútvarpi fimmtud. 13. des- ember kom stutt viðtal, er frétta- ritari útvarpsins hér á Fljótsdals- héraöi átti við mig um hreyfingu, sem enn er að mestu undiralda, til verndar strjálbýli og áherzlu heima- öflunar. í skemmstu máli: Til vernd- ar og eflingar íslenzks þjóðlífs. Þar kynnti ég aðeins lífsbók samtaka, sem ég gaf nafnið Ný vernd. Ein- hverjir hafa að líkindum hlustað. Því er tímabært, já og meira en það, að skýra málið nánar. Sl. vetur kynnti ég mér samtök Norðlendinga, einkum Vestur- Húnvetninga, sem þá voru að fær- ast í aukana í varnarmálum hinna dreifðu byggða til sjávar og sveita. Mér var ljóst að samtök varð að mynda um allt land í þessu skyni. Virkja þá mikla orku, sem er til í fólkinu til samstöðu. Fundahöld eru tafsöm og kostnaðarsöm, nema áður hafi átt sér stað undir- búningur. Ég orðaði því eins konar lífsbók undir heitinu Ný vernd. Þar eru dregin saman markmið sam- takanna í hæfilega rúmum ramma án nákvæmrar útfærslu. í þvi skyni að auðvelt væri að ná saman samkynja hreyfingum og velja einfalt heiti á hreyfinguna í ein- ingu félagsanda. Ég veit að hreyf- ingin er fyrir hendi í ríkum mæli um allar byggðir landsins — engin undanskilin. Ný vernd Ný vernd er samtök íslendinga til verndar byggðar um allt land, til verndar þjóðiífs, sem byggir á heimaöflun, en í því felst að lifa af því sem landið gefur í samræmi við „lífbeltin tvö“ (landið og hafið) og er þá vitnað í nýársávarp for- seta íslands árið 1972. í stjórnarskrá komi svæðaskip- an á grundvelli fornra fjórðunga eða fylkja, fjögurra til sex, þar sem vald og stjórnun svæðanna byggist á sveitarfélagaskipan. I stjórnarskrá komi jafnframt það verndarákvæði, að verðmæti lands og orku, sem ekki eru í einkaeign, séu sameign þess fólks, er hvert landsvæði byggir, land-, vatns- og hitaorka. Stór hluti þeirra umsvifa, sem nú eru á valdi Alþingis, ríkis- stjórnar og embættiskerfis ríkis- ins, tekjur og gjöld, falli í hlut sveitarfélaga á svæðunum í rétt- látu hlutfalli skyldu og réttar. Jónas Pétursson Fulltrúakjör til Alþingis í fjórð- ungum eða fylkjum hvíli á rétti fólks og lands og hafsvæða að grunnlínum landhelgi. Verndun gróðurríkis, sem í framkvæmd verði aukin trjárækt sem aðalviðfangsefni og þess gróð- urs, sem bezt hæfir veðurfarslega. Fundið verði sparnaðarform á fjármunum til að drýgja skriðinn að markmiðum, sem á hverjum tíma eru nokkra áratugi í framtíð- inni. í markmiðum gróðurverndar, skógræktar og runna felst tvennt: bein og óbein verðmæti, hin óbeinu verðmæti skapandi vinnu, mannrækt, mannbætur. Vernda þarf uppeldisgildi strjálbýlis, sem fólgið er í um- gengni og skiptum við búfé og dýr og hina fjölbreyttu, villtu náttúru landsins, sem yljar og skerpir hið bezta í manninum, verðmætustu verðmætin. Manngildi er ofar auðgildi. Þetta eru samtök utan allra stjórnmálaflokka, án fastra forma, án málgagns og engir fund- ir ákveðnir. Undirskriftalistar við Nýja vernd eru í gangi víðs vegar í landinu hjá áhugafólki. Þeir sem rita nöfn sín mynda samtökin og innan tíðar verður að velja fram- kvæmdahóp. Byggðahreyfingin norðanlands er með öðru nafni. En öll tökum við höndum saman hringinn um landið og treystum lífbeltin. Þyngjum jafnt og þétt undirölduna og höfum samband um öll byggðarlög um strönd og dal. Gleðilegt nýtt ár! Jónas Pétursson er fyrrverandi al þingismaður. Svæðamótið í Gausdal: Jóhann og Helgi unnu örugglega Margeir á jafnteflislega biðskák við Östenstad JÓHANN Hjartarson sigraði Dan- ann Curt Hansen í 26 leikjum á svæðamótinu í Gausdal og hefur for- ustu að loknum 4 umferðum ásamt Simen Agdestein, sem vann Wester- inen frá Finnlandi. Báðir hafa hlotið 3 vinninga. Helgi Ólafsson vann Finnann Yrjola í 40 leikjum og hefur hlotið 2‘á vinning. Margeir Péturs- son tefldi í gær við Östenstad frá Noregi og fór skák þeirra í bið, en staðan er jafnteflisleg. Önnur úrslit urðu þau, að Bent Larsen sigraði Érnst örugglega og skák Schusslers og Moens fór í bið. Greinilegt að Larsen er að ná sér á strik eftir slæma byrjun. Jóhann Hjartarson stýrði svörtu mönnunum gegn Curt Han- sen heimsmeistara unglinga og sigraði í aðeins 26 leikjum, eftir að Daninn hafði fórnað skiptamun fyrir sóknarmöguleika, sem ekki stóðust. „Ég er ánægður með sig- urinn og tókst að hrinda sókn Hansen og sigra," sagði Jóhann í samtali við blm. Mbl. Skák Jóhanns og Hansens fer hér á eftir með stuttum skýring- um Jóhanns. Hvítt: Curt Hansen Svart: Jóhann Hjartarson Nimzo-indver.sk vörn 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rc3 — Bb4, 4. e3 - c5, 5. Bd3 - Rc6, 6. Rf3 — Bxc3, 7. Bxc3 — d6, 8. 0-0 — e5, 9. Rg5 — 0-0, 10. f4 — exd4, 11. cxd4 — cxd4, 12. exd4 — Rxd4, 13. Bb2 — Rf5, 14. Dc2 — Re3, 15. Bxh7+ — Kh8, 16. Dd3 — Rxfl, 17. Hxfl — (Upp er komið svokallað rúlluskautaafbrigði. Hér hefur áð- ur verið leikið d5, en ég brá útaf og lék í þess stað) 17. — Bg4. Nú missti Hansen þráðinn og lék veikt. 18. Khl? - De7,19. Dc3 — Hae8, 20. Be4? (Aftur veikur leikur. Hansen missir tempó — betra var að leika Bd3) 20.— Rh5, 21. Bd3 — f6, 22. Rh7 — Hf7, 23. Bg6 — De2, 24. Hgl — He3, 25. Da5 - b6, 26. Dd5 - Rxf4. Hansen gefst nú upp, en fram- haldið hefði getað orðið 27. Dxf7 — Dxg2, 28. Hxg2 — Hel+, 29. Hgl — Bf3 mát. AUGLfölNG UM INNLAUSNARVERÐ VERDTRVGGÐRA SFARISKÍRTEINA RÍKISSJÓDS FLOKKUR INNLAUSN ARTÍ M ABIL INNLAUSNARVERÐ*’ 10.000 GKR. SKÍRTEINI 1972- 1.fl. 1973- 2. fl. 1975- 1.fl. 1975- 2. fl. 1976- l.fl. .1976- 2. fl. 1977- 1.fl. 1978- 1.fl. 1979- 1.fl. 25.01.1985- 25.01. 1986 25.01.1985-25.01.1986 10.01.1985- 10.01.1986 25.01.1985-25.01. 1986 10.03. 1985- 10.03. 1986 25.01.1985-25.01.1986 25.03. 1985-25.03. 1986 25.03. 1985-25.03. 1986 25.02.1985- 25.02.1986 kr. 16.676,90 kr. 9.181,68 kr. 4.986,70 kr. 3.762,65 kr. 3.584,19 kr. 2.816,67 kr. 2.628,89 kr. 1.782,39 kr. 1.178,59 * Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, janúar 1985 SEÐLABANKI ÍSLANDS SHARP Lítil og nett en leynir á sér Hún er fallega nett og fer vel í skrifstofu. Hún prentar í 4 litum - svörtu, rauðu, bláu og brúnu. Hún prentar allt frá B4 (A4 yfirstærð), og niður í nafnspjöld. Hún prentar á flestar þykktir af pappír - kartong. Z-60 Ijósritunarvél aðeins kr. 54.000 stg. HLJÐMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999-17244
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.