Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985
37
Kyrirta'kinu ekki
íþyngt í upphafí
Vilhjálmur G. Skúlason, bæjar-
fulltrúi Óháöra borgara og einn
nefndarmanna í starfsnefndinni,
sagði, að nefndin hefði álitið skyn-
samlegast að íþyngja ekki hinu
nýja fyrirtæki með því að gera því
skylt að kaupa eignina að Mela-
braut 18. „Stjórn hins nýja fyrir-
tækis á að fá að vega og meta þetta
sjálf," sagði Viihjálmur. „Bæjar-
fulltrúar bera ekki nógu mikið
skynbragð á þetta til að skylda
fyrirtækið til að kaupa þessa eign.“
Vilhjálmur sagði ennfremur, að
það væri alrangt hjá Rannveigu
Tryggvadóttur, að flýtir væri óeðli-
lega mikill við afgreiðslu þessa
máls . „Aðdragandinn er mörg ár
og það er ekki forsvaranlegt að
draga ákvörðun lengur," sagði
hann. „Það er leiðinlegt, nánast
sorglegt hvernig komið er fyrir
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, en það
er enn leiðinlegra ef fólk vill ekki
gera neitt til bjargar fyrirtækinu."
Rannveig Tryggvadóttir ítrekaði
þá skoðun sína, að ekki bæri að
taka endanlega ákvörðun fyrr en
nánari gögn lægju fyrir, því langt
væri frá því að ljóst væri hvernig
að málum yrði staðið.
Að lokum mæltu þau Sólveig Ág-
ústsdóttir og Ellert Borgar, bæj-
arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins,
nokkur orð og voru bæði sammála
um, að það væri ekki forsvaranlegt
gagnvart bæjarbúum að bæjarsjóð-
ur bæri ótakmarkaða ábyrgð á
fyrirtækinu. Þjónustuskylda bæj-
arins við íbúa væri of mikil til þess
að hann gæti staðið í áhættu-
rekstri. Ellert nefndi sem dæmi, að
árið 1984 hefði framlag bæjarsjóðs
Hafnarfjarðar til Bæjarútgerðar-
innar numið 14,5 milljónum króna,
en framlag til íþrótta- og æsku-
lýðsmála, auk menningarmála og
fleiri liða, hefði numið um 17,5
milljónum króna.
Tillaga starfsnefndar bæjar-
stjórnar Hafnarfjarðar um stofnun
almenningshlutafélags, er taka
skal við rekstri Bæjarútgerðarinn-
ar var samþykkt með 10 atkvæðum
gegn atkvæði Rannveigar Trausta-
dóttur, fulltrúa Alþýðubandalags.
Einnig var samþykkt viðaukatil-
laga nefndarinnar um að væntan-
legt hlutafélag eigi forkaupsrétt að
Melabraut 18 til 1. október 1985,
eða að félaginu verði gefinn kostur
á kaupleigusamningi á eigninni.
Hallgrímur Pétursson
formaður Hlífar.
Óskar Vigfússon formaður
Sjómannafélags Hafnarfjarðar.
Guðríður Elíasdóttir
formaður Framtíðarinnar.
Álit verkalýðsforingja á
samþykkt bæjarstjórnarinnar
MÖRGUNBLAÐIÐ leitaði álits
forystumanna verkalýðshreyfínga í
Hafnarfirði á þeim breytingum,
sem nú verða á rekstri Bæjarút-
gerðarinnar.
Bæjarsjóður beri
ótakmarkaða ábyrgð
„Það er álit stjórnar félagsins,
að sú ráðstöfun bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar að átofna hlutafé-
lag um rekstur Bæjarútgerðar-
innar sé fyrsti áfanginn í að
bærinn sleppi hendinni af fyrir-
tækinu," sagði Hallgrímur Pét-
ursson, formaður verkamanna-
félagsins Hlífar í Hafnarfirði.
„Við óttumst mest að af því
verði. Það má alltaf deila um
hvort útgerð eigi að reka af bæn-
um eða ekki, en Bæjarútgerðin
hefur veitt fjölda manns atvinnu
í gegnum árin, þótt núna ári illa
í slíkum rekstri. Ef fyrirtækið
lendir í höndunum á Pétri eða
Páli, þá óttumst við að rekstur-
inn muni ekki batna. Stjórninni
finnst því réttast að bæjarsjóður
beri áfram ótakmarkaða ábyrgð
á rekstrinum," sagði Hallgrimur
Pétursson að lokum.
„Tillagan lítt kynnt“
Óskar Vigfússon, formaður
Sjómannafélags Hafnarfjarðar,
sagði of snemmt að segja nokkuð
um samþykkt bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar. „Tillaga þessi
var að vísu kynnt fyrir full-
trúum verkalýðshreyfingarinn-
ar, en sú kynning var mjög laus-
Ieg“, sagði óskar. „Fundur, sem
haldinn var með verkalýðsfor-
ingjum í Hafnarfirði fjallaði um
stöðu BÚH og það var aðeins
drepið lauslega á hugmyndir um
stofnun almenningshlutafélags.
Það var erfitt að átta sig á hvað
mennirnir voru að fara og þetta
var ekki rætt nánar hjá Sjó-
mannafélaginu."
„Vona hið besta“
Guðríður Elíasdóttir, formað-
ur verkakvennafélagsins Fram-
tíðarinnar, sagðist vona að
ákvörðun bæjarstjórnarinnar
yrði til góðs. „Verkalýðsforystan
í Hafnarfirði hefur fengið að
fylgjast með framvindu þessa
máls og fundað með starfsnefnd-
inni. Það skiptir öllu máli að at-
vinna hefjist á ný í þessu fyrir-
tæki, því það er enga vinnu aðra
að hafa í bænum fyrir það fólk,
sem nú er á atvinnuleysisskrá i
Hafnarfirði. Ég hef ekki trú á að
bæjarsjóður sé að firra sig
ábyrgð með þessum ráðstöfun-
um, ég vona aðeins að þetta komi
verkafólki í Hafnarfirði til
góða,“ sagði Guðríður Elíasdótt-
ir að lokum.
MorgunblaðiA/Ól.K.M.
Þorgeir á Má á leið inn höfnina og greinilegt er að báturinn er ekki alveg
tómur hjá honum.
Forskot á
vertíðina
NETABÁTAR frá Reykjavík, stórir
og smáir, tóku í upphafi vikunnar
svolítið forskot á vetrarvertíðina,
þegar þeir fengu góðan ýsuafla í net
út af Gróttu. Góður afli var á
sunnudag og mánudag, en heldur
var farið að draga úr honum á
þriðjudag. Á mánudag voru bátarn-
ir að fá upp í 11 lestir í róðri, allt
stóra og fallega ýsu. Er hér um að
ræða trillur og báta allt upp í 70
lestir að stærð og á þriðjudag fékk
Þorgeir á Má RE 87 um eina og
hálfa lest af ýsu, sem verður að
teljast gott hjá einum manni á
trillu. Höfðu vigtarmenn það á orði,
þegar Þorgeir kom inn, að hann
yrði að passa sig á því að klára ekki
kvótann sinn strax.
Viljið þið meira í soðið?
Aflinn kominn á land, allt stór og falleg ýsa.
Morgunblaöið/Ól.K.M.
Ignis
Janúartilboð
10% staðgreiðsluafsláttur.
Kæliskápar — Eldavélar — Frystiskáp
ar — Þvottavélar — Frystikistur —
Eldhúsviftur.
IHMIQ Rafiðjan s.f.
ivamio Ármúla 8, sími 91-19294.