Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 45 Iðnþróunarárangur íra er merkilega góður eftir Steinar Steinsson Þegar írland gerðist aðili að Evrópubandalaginu var það talið vanþróað iðnaðarríki. Það hlaut stuðning og framlög frá bandalag- inu til að efla iðnað í landinu, svo og verk- og tæknimenntunina. Þennan stuðning hafa Irar nýtt vel og m.a. byggt upp öflugar skóla- og tæknistofnanir til stuðn- ings iðnaðinum. Iðnaðarstefna Iðnaðarstefna stjórnarinnar var endurskoðuð fyrir nokkru. Á grundvelli þeirrar endurskoðunar var frá upphafi árs 1983 lögð höf- uðáhersla á samstarf tæknistofn- ana við iðnaðinn um nýjungar og þróun nýrrar framleiðsluvöru. Ennfremur að veita tæknilega að- stoð til að draga úr framleiðslu- kostnaði án þess þó, að það komi niður á gæðum vörunnar eða dragi úr ýtrustu útflutnings- og mark- aðskröfum. Þessi stefna var byggð á iðnþróunarreynslu undanfar- andi ára. Mikilvægar tæknistofnanir Eftirtaldar stofnanir gegna mikilvægu hlutverki í iðnþróun- arstefnu stjórnvalda. Irish Pro- ductivity Centre, Kilkenny Design og Institute for Industrial Re- search and Standards og verður gerð nokkur grein fyrir verkefnum þeirra hér á eftir. Það er greini- legt að írar hafa kynnst og orðiö fyrir áhrifum af fjölþjóðafyrir- tækjum og leggja því ofurkapp á markaðsmál og hönnun. t starfi stofnananna er lögð áhersla á að vinna verkefnin í hópvinnu vel menntaðra og reyndra sérfræð- inga á hinum ýmsu sviðum. IPC Stofnunin hefur sérfræðinga sem aðstoða fyrirtæki til fram- leiðniaukandi aðgerða. Hún að- stoðar við hagræðingu í vinnu- brögðum, notkun laukakerfa og við skipulag fyrirtækja. Auk þess veitir hún aðstoð varðandi við- skipta- og fjármálahlið rekstrar- ins. Stofnunin veitir m.a. fyrir- tækjum aðstoð í formi ráðgjafar og áætlunargerðar á sviði fjár- mála, markaðsmála, vörukynn- inga, starfsmannahalds, rekstr- areftirlits og stefnumörkunar. Hagtölur í starfi stofnunarinnar er lögð áhersla á að birta framleiðnitölur svo unnt sé að fylgjast með hvern- ig málum miðar. Ársfjórðungslega sendir stofnunin frá sér dreifirit með tölfræðilegum upplýsingum um þróun mála í ýmsum starfs- greinum. Ennfremur eru þar línu- rit, er sýna myndrænt hvernig framleiðni- og samkeppnismálin þróast. Einnig hvernig staðan er í samanburði við Breta, svo og Evr- ópubandalagsins i heild. Þó þessar upplýsingar fjalli ekki um fram- leiðni fjármagnsins heldur ein- göngu um afköst vinnuaflsins er gildi þessara upplýsinga allmikið, að mati stofnunarinnar. í upplýs- ingunum felst uppörvun til starfs- greina og fyrirtækja, að skoða og taka á rekstrarþáttum, sem geta lyft framleiðninni. Framleiðniárangur Árangur íra hefur orðið allmik- ill þegar miðað er við framvind- una í Bretlandi og meðaltöl í ríkj- um Evrópubandalagsins. Hins vegar er þess að gæta, að grunn- tölur íra, sem miðað er við, eru tiltölulega lágar í samanburði við t.d. Breta, sem höfðu mikið for- skot í iðnþróuninni. Þetta kemur m.a. fram þegar samkeppnisstað- an er borin saman. írskur iðnaður hefur ekki enn náð þeirri sam- keppnisstöðu, sem ætla mætti miðað við framfarir á framleiðni- sviðinu. Stefnt er þó markvisst að umbótum og aögerðum er stuðla að því að svo verði. Kilkenny Design Kilkenny Design gegnir mjög merkilegu hlutverki í iðnþróun- arstarfi íra. Þessi stofnun hefur nú starfað í 21 ár og var efld mikið eins og aðrar tæknistofnanir við inngöngu íra í Evrópubandalagið. Hún hefur sótt mikla þekkingu og reynslu til Norðurlanda sem nýst hefur vel. Meginmarkmið þessarar stofnunar er að auka gæði og bæta hönnun á irskri iðnaðarvöru. Stofnunin hefur náð miklum árangri og fékk hvarvetna mjög lofsamlegt ummæli. I Dublin var sýning á verkum stofnunarinnar þar sem um 400 verk voru sýnd. Mörg þessara verka voru mjög at- hyglisverð og sýna augljósa þekk- ingu á markaðsmálum og frjótt hugmyndaflug til að mæta hag- nýtum og listrænum þörfum. Starfsvettvangur Kilkenny Design Starf stofnunarinnar er þrí- þætt. Hönnun og hönnunarráðgjöf þar sem fyrirtækjum er veitt að- stoð við hönnun eða endurhönnun á framleiðsluvörum. Ennfremur er samtökum og fyrirtækjum veitt aðstoð til að móta stefnumörkun í iðnhönnunarmálum. Kynning og áróður til að örva umbætur í hönnun, sem komið er á framfæri með kynningu á raundæmum með sýningum og umræðufundum. Af- skipti af námskrám iðn- og tækni- skóla til að hafa áhrif á meðvitund iðnaðar og tæknimanna fyrir nauðsyn á mikilvægi iðnhönnun- ar. IIRS Þessi stofnun er stærst tækni- stofnana á Irlandi og hefur á hendi margþætt verkefni. Hún hefur einnig náin tengsl við þróunarstöðvar, sem eru á lands- byggðinni. Helstu deildir þessarar stofnunar eru: Stöðlunardeild, Markaðsdeild, Tæknileg upplýs- ingadeild, Framleiðslu- og vefnað- ardeild, Hönnunar- og iðnaðar- deild, Orkudeild, Umhverfisdeild, Rafeindadeild, Efnafræðideild, Matvæladeild og Fjármáladeild. Vöru þróu narstar f Mjög merkilegur þáttur í starfi IIRS er unninn í samstarfi við iðn- fyrirtæki við þróun á nýrri fram- leiðsluvöru eða endurbótum á eldri vöru. Hér eru allir þættir skoðaðir svo sem markaðsmálin, hönnunarmálin, framleiðslutækn- in o.s.frv. Unnin er frumgerð af vörunni og í mörgum tilvikum smíðar stofnunin einnig sérhæfö verkfæri til notkunar við fram- leiðslu vörunnar. Þá er unnin áætlanagerð um markað, fjár- mögnun, framleiðslu og kostnað. Sem dæmi um verkefni, sem voru í vinnslu, má nefna þróun á rafeindabúnaði í baðvogir, ávaxta- vogir, mjólkursafnsstöðvar og margbrotinn tölvubúnað. Þarna var einnig unnið að einföldun á eldri vörutegundum til að gera þær samkeppnishæfari. Mjög at- hyglisvert var að sjá hve mikil áhersla var lögð á hönnun og útlit vörunnar og hve markaðsviðhorf- in voru ríkjandi. Þróun framleiöslu- aðferða Minni fyrirtæki, sem eru að gera umfangsmiklar breytingar á framleiðsluaðferðum m.a. með því að taka í notkun tölvustýrðar framleiðsluvélar nota þjónustu IIRS mikið. Gerð er könnun á hag- kvæmni breytinganna og tillögur prófaðar í tækjum stofnunarinn- ar. Stofnunin veitir síðan aðstoð við breytingar, sem gera þarf í fyrirtækinu og annast endurþjálf- un starfsfólksins. Með þessum hætti komast fyrirtækin hjá margskonar byrjunarerfiðleikum, sem oft fylgja róttækum breyting- um og draga úr samkeppnisgildi þeirra. Gæðavottorð og eftirlit Gæðavottorð og gæðastimplar ásamt gæðaeftirliti á iðnaðarvöru eru snar þáttur í starfseminni. Fyrirtæki, sem þess óska, geta fengið úttekt og umsögn um fram- leiðsluvörur sínar hjá IIRS. Þá geta þau samið við stofnunina um heimild til að nota gæðastimpil hennar. Slík heimild er ekki veitt öðrum vörum en þeim er standast staðalkröfur um gæði samkvæmt írskum staðli eða Evrópustaðli. Slíkri heimild fylgir kvöð um stöð- ugt eftirlit frá hendi stofnunar- innar. írar leggja mikla áherslu á stöðlun ákvæða um gæði vöru og að þau ákvæði séu viðurkennd hvarvetna í Evrópubandalaginu. Hugleiðing Irar hafa reynt ýmsar leiðir til að efla iðnað lands sins. Þeir hafa laðað að erlent fjármagn, tækni og fjölþjóðafyrirtæki. Þótt þau kynni hafi verið misjöfn hafa þeir hlotið mikinn afrakstur í formi dýr- mætrar þekkingar á sviði rekstr- ar, tækni og markaðsviðhorfa. Þeir hafa hlotið sterka meðvitund um samhengi hönnunar, framleiðslutækni, markaðsþekk- ingu, fjármögnun og framleiðni- tölfræði. Þessi reynsla kemur vel fram í vinnubrögðum tækni- stofnana, sem í hverju þróunar- verki stefna markvisst að því að treysta hvern þátt svo arðsemi verkefnisins verði tryggð. Af frum getum við margt lært, en á fáum árum hafa iðnþróunarmál þeirra tekið stórstígum framförum. Sé t.d. litið til framleiðnitölfræð- innar, sem upplýsir um arðsemi starfsgreina og verkefna, þá er hún vart til í hagstofuvinnu okkar. Upplýsingar af því tagi gera mögulegt að bera saman framfarir í starfsgreinum og á milli þjóða. Slíkar tölur hafa Irar aðgengilegar en á hagstofum okkar eru þær aðeins fáanlegar óunnar og allt að þriggja ára gamlar. Tölvutæknin er notuð til margs ónýtilegra en söfnunar staðreynda um framleiðni at- vinnulífsins. Slíkt ætti þó að vera hagsmunamál jafnt launþega sem vinnuveitenda svo og stjórnvalda. Ef slíkar upplýsingar væru fyrir hendi væri um eitthvað skynsam- legt að ræða. Limerick í des. 1984. SteÍBMr SteÍBMrsaoB er skóÍMstjóri IdnskóÍMBS í HMÍBMrfirii. Hmbb er bó í aóms- og kyaaisferð i Norður- löndum og Bretlandi. VERTIJ \IU(i( »II I AIS Sparibók meö sérvöxtum aölagast verötryggingu. Sama gildir um 18 mánaða sparireikninga. BUNAÐARBANKIISLANDS TRAUSTUR BANKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.