Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 35 Formaður Stýrimannafélags íslands: Fær ekki leyfi hjá Sam- bandinu til að taka þátt í samningagerð — Maðurinn bað ekki um frí, segir starfs- mannastjóri Skipadeildarinnar „MÉR finnst það hreinlega fráleitt, að Skipadeild Sambandsins skuli ekki hafa veitt formanni Stýrimanna- félags fslands leyfi frá störfum til að taka þátt í samningagerð. Bteði Stýri- mannafélagið og forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins óskuðu eftir því, en leyfið fékkst ekki,“ sagði Guðlaugur Gíslason, starfsmaður Stýrimannafélagsins í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið bar þetta undir Óskar Einarsson, starfsmanna- stjóra Skipadeildarinnar. Hann sagði það rétt, að hann hefði synjað þessum aðilum um leyfi fyrir for- mann Stýrimannafélagsins, Ara Leifsson. Það hefði hann gert á þeim forsendum, að ekki hefði reynzt unnt að fá mann til að leysa hann af sem skipstjóra. Auk þess hefði Ari sjálfur ekki beðið um leyfi og jafnvel lýst því yfir í sam- tali við sig, að hann vildi heldur fara þennan túr. Guðlaugur Gíslason sagði þessi ummæli fráleit. Hann vissi ekki betur en Ari hefði beðið um frí er hann kom til landsins þriðja dag jóla. Auk þess væri það hagsmuna- mál félagsins, að formaðurinn tæki þátt í samningagerðinni og því ætti það ekki við rök að styðjast að neita leyfinu. Hann sagðist enn- fremur draga það í efa, að ekki hefði fengizt afleysingarmaður INNLEN-T fyrir Ara. Skipadeildin ætti marga hæfa skipstjórnarmenn, sem hefðu getað leyst hann af. Það virtist sem Skipadeildin væri með þessu, að reyna að hafa áhrif á kjarabaráttu yfirmanna á kaupskipunum. Það væri ætlazt til þess í vinnulöggjöf- inni, að trúnaðarmenn á vinnustað fengju svigrúm til að sinna félags- störfum. í Stýrimannafélaginum væru engir trúnaðarmenn, þar sem oftast væru aðeins tveir félagar um borð í hverju skipi. Því hlyti þetta ákvæði að minnsta kosti að gilda um formann félagsins. Skákmót í Hamar: Andri Ass og Snorri Bergs- son í 3.-5. sæti ANDRI Ass Grétarsson og Snorri Bergsson höfnuðu í 3—5. sæti á al- þjóðlegu unglingaskákmóti í Haraar í Noregi, sem lauk fyrir skömmu. Þeir hlutu 6 vinninga í 9 umferðum. Sigur- vegarar urðu S. Larsen frá Danmörku og Peelen, Hollandi með 6'/> vinning. Tómas Björnsson var einnig meðal keppenda og hlaut 5 vinninga. 30 keppendur frá 8 löndum tóku þátt í mótinu. Davíð Ólafsson, unglingameistari íslands í skák, tók þátt í alþjóðlegu unglinga- skákmóti í Gausdal. Hann hlaut 3 vinninga í 9. umferðum. Ilitsiv frá Júgóslvaíu hlaut 7 vinninga i mót- inu, en Daninn Lars Schandorff átti möguleika á að ná honum að vinningum. Séra Gunnar Björnsson og David Knowles. Tónleikar á Vestfjörðum SÉRA Gunnar Björnsson selló- leikari og David Knowles píanó- leikari halda þrenna tónleika á Vestfjörðum dagana 10.—12. janú- ar 1985. Fimmtudagskvöldið 10. janúar leika þeir á Flateyri, föstu- dagskvöldið 11. janúar í Félags- heimilinu í Bolungarvík og laug- ardaginn 12. janúar kl. 17.00 í Al- þýðuhúsinu á ísafirði. Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, Ludvig van Beethoven, Franz Schubert og Sigurð Egil Garðarsson. Mezzoforte í Kefla- vík og Vestmannaeyjum HIJÓMSVFITIN Mezzoforte leggur land undir fót nú um helgina og held- ur tónleika í Keflavík og Vestmanna- eyjum. Hljómsveitin heldur tónleika sina í Félagsbió í Keflavik i kvöld kl. 19:30, aðgöngumiðar verða seld- ir á 250 krónur. Föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin á Skansinum í Vestmannaeyjum. Mezzoforte mun flytja tónleikadagskrá sina og nýt- ur aðstoðar danska saxófónleikar- ans Nielsar Macholm, sem leikið hefur með hljómsveitinni að und- anförnu. Liðsmenn sveitarinnar halda utan til Englands i næsta mánuði og leggja upp í tónleikaferð um Evrópu 1. mars næstkomandi, að þvi er Jóhann Ásmundsson, bassa- leikari Mezzoforte, sagði i samtali við blm. Mbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.