Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANtJAR 1985
51
Átak til
kynningar
á norrænu
samstarfí
Fyrirhugað „Átak meðal ungs
fólks til kynningar á norrænu sam-
starfi" var kynnt fjölmiðlum nýlega.
Þar kom fram að forsætisnefnd
Norðurlandaráðs hefði samþykkt
haustið 1983 að leggja fram 1,2 millj.
skr. til þess að vinna að upplýsinga-
herferð á árunum 1984 og 1985 með
áherslu á að fræða ungt fólk á Norð-
urlöndum um starfsemi ráðsins.
Samkvæmt könnun, sem ráðið
gekkst fyrir árið 1983, kom fram
mikill áhugi ungs fólks á starf-
semi ráðsins þrátt fyrir að það
vissi ekki mikið um hvert raun-
verulegt gagn það hefði sjálft af
störfum þess.
Á fundinum kom fram að sam-
kvæmt þessari könnun reyndust
tslendingar vera fróðari um hin
Norðurlöndin heldur en þau um
okkur, en ekki að sama skapi fróð-
ir um starfsemi ráðsins.
Upplýsingaherferðin beinist því
fyrst og fremst að því að upplýsa
ungt fólk um, hverju Norður-
landaráð hefur breytt í daglegu
lífi þess á liðnum árum. Af því
tilefni hefur verið gefið út kynn-
ingarrit á átta mismunandi
tungumálum til dreifingar í skól-
um landanna. Þar sem efnið mið-
ast við að vera aðgengilegt ungu
fólki á aldrinum 14—16 ára verður
því dreift í 8. og 9. bekk grunn-
skólans.
Hið nýja merki Norðurlandaráðs.
Við samningu ritsins var leitað
eftir samstarfi við samtök æsku-
fólks á Norðurlöndum. Nefnd
skipuð fulltrúum frá hverju landi
annaðist samningu efnisins. Full-
trúar fslands voru Karl Jeppesen
og Kristín Stefánsdóttir en upp-
lýsinganefnd Norðurlandaráðs
annaðist framkvæmd útgáfunnar.
Rétt er að benda á að bækling-
urinn hefur sama teksta á öllum
Norðurlandamálunum og gæti því
komið að gagni við t.d. dönsku-
kennslu í skólum hér á landi. Nú
þegar hafa hinar Norðurlanda-
þjóðirnar pantað mikið af íslenska
bæklingnum til notkunar við
kennslu.
f kynningarbæklingi og á vegg-
spjaldi, sem jafnframt verður
dreift, kemur fram að efnt er til
ritgerðarsamkeppni um norræn
málefni. Skilafrestur fyrir rit-
gerðir er til 30. apríl 1985. Alls
verða valdar 38 ritgerðir, þar af 6
frá fslandi, sem síðan verða gefn-
ar út í bókarformi í desember
næstkomandi. Að auki verður
verðlaunahöfundunum boðið til
fundar í Lundi 12.—15. desember
til þess að ræðast við, kynnast og
skiptast á skoðunum um þátt
æskufólks í norrænu samstarfi.
Á fundinum var einnig kynnt
nýtt merki Norðurlandaráðs, hvít-
ur fugl með átta fjöðrum á bláum
grunni.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
á.sídum Moggans! A
M
DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY
HVAÐ VERÐUR UM
ÞENNAN MANN?
Verður hann fundinn sekur um morð?
Svör viö þessum spurningum og ýmsum fleiri fást viö skoðun á Dynasty nr.
16 og 17, sem nú eru fáanlegir á öllum góöum myndbandaleigum um allt land.
Ath. Tveir þættir á hverri spólu
Samkvæmt nýlegri skoöanakönnun sem Nielsen Overnight National Service
geröi á vinsældum sjónvarpsefnis í Bandaríkjunum, var röö þeirra þriggja þátta
sem komiö hafa út á myndböndum hérlendis, sem hér segir:
1. DYNASTY
2. Dallas
14. Falcon Crest
Þá vitum viö þaö.
Viö viljum vekja sérstaka athygli á því, aö á hverri spólu er ásamt Dynasty
þáttunum, sérstakur hljómlistarþáttur „Spólurokk“, sem inniheldur nokkur
vinsæl lög, þar á meöal topplagið í dag „Last Christmas" flutt af Wham.
Elnkaróttur á íslandi STIG M. DraHlng Steinar.
DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY