Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANtJAR 1985 51 Átak til kynningar á norrænu samstarfí Fyrirhugað „Átak meðal ungs fólks til kynningar á norrænu sam- starfi" var kynnt fjölmiðlum nýlega. Þar kom fram að forsætisnefnd Norðurlandaráðs hefði samþykkt haustið 1983 að leggja fram 1,2 millj. skr. til þess að vinna að upplýsinga- herferð á árunum 1984 og 1985 með áherslu á að fræða ungt fólk á Norð- urlöndum um starfsemi ráðsins. Samkvæmt könnun, sem ráðið gekkst fyrir árið 1983, kom fram mikill áhugi ungs fólks á starf- semi ráðsins þrátt fyrir að það vissi ekki mikið um hvert raun- verulegt gagn það hefði sjálft af störfum þess. Á fundinum kom fram að sam- kvæmt þessari könnun reyndust tslendingar vera fróðari um hin Norðurlöndin heldur en þau um okkur, en ekki að sama skapi fróð- ir um starfsemi ráðsins. Upplýsingaherferðin beinist því fyrst og fremst að því að upplýsa ungt fólk um, hverju Norður- landaráð hefur breytt í daglegu lífi þess á liðnum árum. Af því tilefni hefur verið gefið út kynn- ingarrit á átta mismunandi tungumálum til dreifingar í skól- um landanna. Þar sem efnið mið- ast við að vera aðgengilegt ungu fólki á aldrinum 14—16 ára verður því dreift í 8. og 9. bekk grunn- skólans. Hið nýja merki Norðurlandaráðs. Við samningu ritsins var leitað eftir samstarfi við samtök æsku- fólks á Norðurlöndum. Nefnd skipuð fulltrúum frá hverju landi annaðist samningu efnisins. Full- trúar fslands voru Karl Jeppesen og Kristín Stefánsdóttir en upp- lýsinganefnd Norðurlandaráðs annaðist framkvæmd útgáfunnar. Rétt er að benda á að bækling- urinn hefur sama teksta á öllum Norðurlandamálunum og gæti því komið að gagni við t.d. dönsku- kennslu í skólum hér á landi. Nú þegar hafa hinar Norðurlanda- þjóðirnar pantað mikið af íslenska bæklingnum til notkunar við kennslu. f kynningarbæklingi og á vegg- spjaldi, sem jafnframt verður dreift, kemur fram að efnt er til ritgerðarsamkeppni um norræn málefni. Skilafrestur fyrir rit- gerðir er til 30. apríl 1985. Alls verða valdar 38 ritgerðir, þar af 6 frá fslandi, sem síðan verða gefn- ar út í bókarformi í desember næstkomandi. Að auki verður verðlaunahöfundunum boðið til fundar í Lundi 12.—15. desember til þess að ræðast við, kynnast og skiptast á skoðunum um þátt æskufólks í norrænu samstarfi. Á fundinum var einnig kynnt nýtt merki Norðurlandaráðs, hvít- ur fugl með átta fjöðrum á bláum grunni. Þú svalar lestrarþörf dagsins á.sídum Moggans! A M DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY HVAÐ VERÐUR UM ÞENNAN MANN? Verður hann fundinn sekur um morð? Svör viö þessum spurningum og ýmsum fleiri fást viö skoðun á Dynasty nr. 16 og 17, sem nú eru fáanlegir á öllum góöum myndbandaleigum um allt land. Ath. Tveir þættir á hverri spólu Samkvæmt nýlegri skoöanakönnun sem Nielsen Overnight National Service geröi á vinsældum sjónvarpsefnis í Bandaríkjunum, var röö þeirra þriggja þátta sem komiö hafa út á myndböndum hérlendis, sem hér segir: 1. DYNASTY 2. Dallas 14. Falcon Crest Þá vitum viö þaö. Viö viljum vekja sérstaka athygli á því, aö á hverri spólu er ásamt Dynasty þáttunum, sérstakur hljómlistarþáttur „Spólurokk“, sem inniheldur nokkur vinsæl lög, þar á meöal topplagið í dag „Last Christmas" flutt af Wham. Elnkaróttur á íslandi STIG M. DraHlng Steinar. DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY - DYNASTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.