Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 Á hrakhólum í nær heila öld Líkan af fyrirhugaðri náttúrugripasafnsbyggingu — eftir Ágúst H. Bjarnason „Hvaö á að gjöra?“ í Lesbók Morgunblaðsins þann 22. desember sl. var merk grein eftir séra Bolla Gústavssopn prest í Laufási við Eyjafjörð: Að lyfta landsins menning. Þar sagði frá Birni Bjarnarsyni síðar sýslu- manni Dalamanna og greint frá því, að hann átti hugmyndina að stofnun Listasafnsins. Gekk hann ötullega fram í málinu og safnaði um 40 málverkum eftir ýmsa er- lenda listamenn, sem hann færði þjóöinni að gjöf. Við lestur greinarinnar rifjaðist það upp, að Björn kom líka fyrstur manna fram með tillögu um að stofna félag til þess að koma upp nátúrugripasafni í Reykjavík vet- urinn 1887. Hann var þá aðstoðar- maður fógeta í Kaupmannahöfn. Björn var hinn mesti atorkumað- ur, fylginn sér og fljótur til allra verka. Svo segir sagan, að hann hafi setið á skrifstofu fógeta, þá er hugmyndinni skaut upp í huga hans. Hann rauk út á götu og náði í Stefán Stefánsson, síðar skólam- eistara, og Jóhannes Jóhannesson, síðar bæjarfógeta, til að segja þeim frá þönkum sínum. Um þetta leyti var Stefán senn á förum til íslands en Jóhannes að hefja nám „Viö skulum hafa það í huga, að sú kynslóð, sem nú vex úr grasi í Reykjavík, hefur aldrei átt aðgang að fullkomnu náttúrugripasafni.“ í lögum. Þótti þeim í stórt ráðist, en eftir að hafa ræðst við stutta stund kom þeim saman um að hrinda málinu af stað. Þetta var borið undir ýmsa landa, sem flest- ir tóku því vel. Stefán skrifaði síð- an bréf, sem margir íslendingar í Höfn undirrituðu og lögðu málefn- inu liðsyrði. I bréfinu segir m.a.: „Eins og allir vita, hefur náttúruvísindum fleygt mjög fram á seinni tímum, einkum á síðari hluta þessarar aldar. Allar menntaðar þjóðir kosta kapps um að hlynna að fram- förum þeirra. Stórfé er varið árlega til náttúrufræðislegra rannsókna bæði af opinberu og einstakra manna fé. — Eitt hið öflugasta náttúrufræðislegri þekkingu til eflingar eru nátt- úrugripasöfnin, enda keppast þjóðirnar um að hafa þau sem fullkomnust. Mesta áherslu leggja þær á það, að eiga öld- ungis fullkomið safn af öllum þeim náttúrugripum, sem finn- ast í þeirra eigin landi til þess að hafa það allt á einum stað, svo að hver maður, er vill kynna sér náttúru landsins, eigi greiðan aðgang að því. Auk þess eru náttúrugripasöfnin fyrsta og helsta skilyrði fyrir því, að náttúrusögunám í skól- unum verði að nokkrum not- um. — Vér sögðum: allar menntaðar þjóðir — nema vér íslendingar, verðum vér að bæta við; vér eigum ekkert náttúrugripasafn, eða því sem nær, og gjörum lítið til þess að koma því á fót eða til þess að hlynna að náttúruvísindum yf- ir höfuð að tala.“ Síðar segir: „Hvað á að gjöra? Eini og bein- asti vegurinn til þess að vekja áhuga þjóðarinnar á þessu máli og hrinda því áleiðis virð- ist oss vera sá að vér stofnum félag og vinnum að því eftir megni að fá sem flesta til þess að gerast meðlimir þess, bæði heima á íslandi og erlendis." Ekki var látið sitja við orðin tóm, því að stuttu seinna var stofnað íslenskt náttúrufræðisfé- lag með 39 félögum. Saga félags- ins varð ekki ýkja löng, m.a. vegna þess, að bæði Stefán og Björn héldu til íslands um sumarið. Þó keyptu þeir nokkra náttúrugripi á uppboðum og eitthvað var gert til þess að safna bæði plöntum og dýrum á íslandi. Lognaðist félagið smám saman út af, enda náöi það aldrei að festa rætur á íslandi eins og ráð var fyrir gert í lögum. „AÖaluppspretta alls náttúrufróðleiks“ Engin hreyfing komst á þetta málefni hér á landi fyrr en Stefán Stefánsson, sem nú var orðinn kennari á Möðruvöllum, vakti máls á því, þegar hann var stadd- ur á kennarafélagsfundi í Reykja- vík sumarið 1889. Til liðs við sig fékk hann Benedikt Gröndal, Þorvald Thoroddsen, Björn Jens- son og Jónas Jónassen. Hinir þrír fyrst töldu voru kennarar í Reykjavíkurskóla en Jónas gegndi stöðu landlæknis og kenndi auk þess í læknaskólanum. Þeir höfðu allir verið við nám í Kaupmanna- höfn og lagt stund á ýmsar grein- ar náttúruvísinda. Þeir höfðu sama hátt á og í Höfn, sendu bréf til manna og boðuðu síðan til stofnfundar. Hann var haldinn 16. júlí 1889 og var Benedikt Gröndal kosinn formaður. Aðaltilgangur félagsins var sem áður að koma upp sem fullkomnustu náttúru- gripasafni á íslandi, „því vér erum sannfærðir um, að slíkt safn hlýtur, með tímanum, að verða aðalupp- spretta alls náttúrufróðleiks hér á landi, og fá stórmikla vísindalega þýðingu auk þess, sem það yrði til mikils sóma fyrir land vort og þjóð,“ eins og segir í bréfi fjórmenn- inganna. Á ýmsu gekk fyrstu árin í sögu Hins íslenska náttúrufræðifélags; einkum kvörtuðu menn yfir áhugaleysinu og í tvígang var árstillagið lækkað til þess að hæna menn að félaginu. Fáir nátt- úrugripir voru enn til, svo að ekki þótti taka því að útvega húsnæði og geymdu Björn Jensson og Bene- dikt Gröndal munina. En brátt tóku ýmsar gjafir að renna til safnsins, svo að 1890 varð að leigja herbergi í einu af Thomsenshús- um við Hlíðarhúsastíg (nú Vestur- götu) og reyndist það fljótt of lít- ið. Tveim árum seinna var safnið flutt í tvö herbergi í húsi Krist- jáns Ó. Þorgrímssonar, sem því Reisum náttúru- fræðasafn — eftir Helga H. Jónsson í allri þeirri umræðu sem fram fer um efnahagsmál hérlendis og grundvöllinn að lífskjörum okkar sýnist stundum gleymast að öll þau gæði sem við njótum, eru með einhverjum hætti sótt til móður náttúru. Þó ætti fáum að vera þetta ljósara en okkur íslending- um — matvælaframleiðsiuþjóð, sem þrátt fyrir þær breytingar sem orðið hafa á atvinnuháttum, býr þó enn í harla nánum tengsl- um við land og sjó. Því miður virð- ist alltof oft sem við höfum ekki nógan skilning á því hversu mikið við eigum undir því að virða lög- mál náttúru og umhverfis. Við höfum rányrkt sjóinn og horfum aögerðalítil á landið halda áfram að blása upp. Að einhverju leyti má líklega rekja orsakir þessa til pyngjunn- ar. Þegar stundarhagsmunir eru annars vegar, vill oft svo fara að menn velti vandanum á undan sér — yfir á framtíðina og herðar barna sinna og barnabarna. Þess sér raunar víðar stað en í um- gengni okkar við landið. Auka þarf fræöslu um náttúruna Að öðru leyti kann skýringin að felast í því að við höfum ekki stað- ið okkur sem skyldi í því að miðla almenningi þekkingu á náttúr- unni. Við höfum þó jafnan átt þvf láni að fagna að eiga dugmikla náttúruvisindamenn, sem hafa unnið þrekvirki við rannsóknir á náttúrufari landsins — oft við þröngan kost. Þeir hafa einnig gert mikið til þess að koma vís- indaþekkingu sinni á framfæri við almenning, því að þeir hafa vitað sem er að ekki er nóg að þekkingin sé í fórum sérfræðinganna einna. Þeir verða að eiga bakhjarl í al- menningi, sem hefur áhuga á þessum efnum. Það er nauðsynleg forsenda þess skilnings sem nauð- synlegur er til þess að við getum skilað börnum okkar betra landi en við fengum í arf. Náttúrufræöasafn er nauðsyn Sérfræðingarnir eiga að skoða og skýra síðan, svo að við hin fáum betur en áður skilið orsakir og forsendur — og afleiðingar, ef gögn landsins og gæði eru ekki Helgi H. Jónsson „Varla leikur vafi á því aö þaö fólk sem áhuga hefur á því að styöja byggingu náttúrufræða- safns, ef eftir verður leitað, skiptir þúsund- um, ef ekki tugum þús- unda.“ metin sem skyldi. t þessu tilliti sem svo mörgu öðru þarf ekki síst að huga að unga fólkinu, börnum og unglingum. Þekkingunni má miðla með ýmsu móti. Einhver besti þekk- ingarmiðillinn í þessum efnum er vafalaust gott náttúrufræðasafn. Því miður er ekki til hér á landi safn af þessu tagi, sem stendur undir nafni. Sum okkar minnast þess e.t.v. að hafa í bernsku farið með for- eldrum eða kennurum í Safnahús- ið við Hverfisgötu í Reykjavík til þess að skoða náttúrugripasafnið, sem þar var til húsa. Til þess að eiga slíkar endurminningar þurfa menn þó að vera komnir á fertugs- aldur eða þar yfir, því að aldar- fjórðungur er nú liðinn, síðan því safni var lokað. Nokkrum árum síðar var að vísu opnaður lítill sýningarsalur í húsakynnum Náttúrufræðistofnunarinnar. Hann er aðeins um 90 fermetrar, enda átti þar aðeins að tjalda til skamms tíma. Síðan eru hartnær 20 ár — og ekki bólar á raunveru- legu náttúrufræðasafni. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu óvið- unandi slíkt ástand er. Á þessu þarf að ráða bót hið bráðasta. Tökum höndum saman og reisum náttúru- fræöasafn En með hverjum hætti verður það gert? Auðvitað verður ekki ráðist í svo mikið verk sem það er að reisa náttúrufræðasafn, sem stenst nútímakröfur sem fræðslu- miðill — hvað þá, ef jafnframt er miðað við vísindastofnun — án þess að komi til opinberra kasta, ríkis og sveitarfélaga og ýmissa stofnana og fyrirtækja á vegum hins opinbera. I tíð fyrri menntamálaráðherra var ráðist í að hefja byggingu út- varpshúss og þjóðarbókhlöðu. Það yrði núverandi menntamálaráð- herra til mikils sóma, ef hún beitti sér fyrir því að hafinn yrði af full- um krafti undirbúningur að því að reisa náttúrufræðasafn. En hér getur fleira komið til álita. óþarft er að láta sér nægja að gera kröfur á hið opinbera eitt saman. Þess er skammt að minn- ast að íbúar, félög og fyrirtæki í Kópavogi tóku sig saman um að reisa þar hjúkrunarheimili fyrir aldraða, Sunnuhlíð, og söfnuðu til þess fé af mikilli elju og fórnfýsi. Hið opinbera kom siðan til móts við þessa sjálfboðaliða, þegar sýnt var að frumkvöðlarnir létu ekki sitja við orðin tóm. Raunar má í þessu sambandi einnig minna á að áhugamenn um tónlist knýja nú mjög á um smiði tónlistarhúss. Áhugamenn skipta þúsundum Varla leikur vafi á því að það fólk sem áhuga hefur á því að styðja byggingu náttúrufræða- safns, ef eftir verður leitað, skiptir þúsundum, ef ekki tugum þús- unda. Félagatöl í ýmsum samtök- um, sem með einhverjum hætti láta sig varða náttúrufar landsins, eru til marks um það. Þetta fólk og samtök þess þarf að virkja. Þá þarf að leita samstarfs við skólana og félög sem þeim tengjast, enda yrði slíkt safn veigamikill þáttur í kennslu í öllu því sem lýtur að náttúru landsins og því umhverfi sem við hrærumst í. Ennfremur er eðlilegt að hugsa sér að margvís- leg almenn samtök önnur hefðu hug á að veita þessu lið, ef eftir væri leitað. Þá má ekki gleyma at- vinnulífssamtökum, því að þekk- ing á náttúru landsins og lögmál- um hennar er tengd kjörum okkar og afkomu. Meðal náttúruvísindamanna hefur auðvitað aldrei linnt um- ræðu um að koma á fót náttúru- fræðasafni sem risi undir nafni. En þeir þurfa almennan stuðning. Fordæmin sýna svo að ekki verður um villst hverju einstaklingar og félög fá til vegar komið, ef allir leggjast á eina sveif. Reisum nátt- úrufræðasafn! Helgi H. Jónsaon er fyrrverandi fréttamaður bjá útrarpinu og einn af eigendum Kynningarþjónust- unnar sf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.