Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 Sjávarútvegur Kanada á tímamótum Frá flugvellmum í SL John’s á Nýfundnalandi. Hið nýja fyrirtæki Fishery Products International lejgur áhershi á ▼örukynningu og auglýsir kanadískan fisk sem hágæöa vöru. eftir Halldór Pétur Pálsson og Sigmar V. Þormar í lok septembermánaðar 1984 tók ný stjórn Framsækna íhalds- flokksins undir forystu Brian Mulroneys við völdum hér í Kan- ada. Þetta batt enda á 16 ára nær sleituiausa valdatíð Frjálslynda flokksins, sem lengst af var undir forystu Pierres Trudeau. Þar sem málefni kanadísks sjávarútvegs hafa verið i deiglunni nú um hrið er fróðlegt að athuga hugsanlegar afleiðingar stjórnarskiptanna á þróun fiskveiða og fiskvinnslu í Kanada. Sjávarútvegur Kanada skiptist í tvennt. í fyrsta lagi er um að ræða útveg frá Kyrrahafsfylkinu Brit- ish Columbia. Veiðar á laxi í sjó eru þar mikilvægastar. í öðru lagi er stundaður sjávarútvegur frá austurströnd Kanada, aðallega fylkjunum Nova Scotia og Ný- fundnalandi. Þessum útvegi svipar mun meir til þess sem tiðkast á fslandi, þorskveiðar eru t.d. mjög mikilvægar. Báðir geirar kanad- ísks sjávarútvegs hafa átt við stöðug vandamál að stríða. Þess- um vandamálum þarf John Fraser hinn nýi sjávarútvegsráðherra íhaldsstjórnarinnar að mæta. Þar sem sjávarútvegi Atlants- hafssvæða Kanada svipar til ís- lensks sjávarútvegs og þessi iðn- aður keppir við okkur um mikil- væga fiskmarkaði, verður hér beint sjónum að þvi sem nú er að gerast i málefnum fiskveiða og fiskvinnslu á austurströnd Kan- ada. Fiskimid austur- strandarinnar Fiskimið úti fyrir Atlants- hafsströnd Kanada eru gífurleg að vöxtum. Góð humar-, rækju- og skelfiskmið eru við Nova Scotia. Botnfiskur veiðist alls staðar við austurströndina, en sérstaklega gjöful mið eru við Nýfundnaland, úti fyrir austurströndinni (Grand Bank-svæðið) og norðaustur af Nýfundnalandseyju (heimkynni Norður-þorskstofnsins). Land- helgi Kanada var færð út í 200 mílur 1977. Var það gert eftir langt sinnuleysi i fiskverndarmál- um og áratuga ofveiði erlendra þjóða á kanadískum fiskimiðum. Eftir að erlendar veiðar voru takmarkaðar með útfærslu land- helginnar hafa fiskstofnar farið ört vaxandi. Dæmi um þetta er þorskstofninn, en áætlað er að Kanadamenn geti aukið þorsk- veiði ár frá ári og búist er við að 770.000 tonn af þorski berist á land árið 1987. Saga sjávarútvegs Sjávarútvegur hefur verið mik- ilvæg atvinnugrein við austur- strönd Kanada frá þeim tíma er þetta svæði byggðist af fólki frá Evrópu. í Nova Scotia þróaðist út- vegur samhliða uppbyggingu iðn- aðar og verslunar. Fram á þessa öld var sjávarútvegur nær eina at- vinnugreinin sem stunduð var á Nýfundnalandseyju. Ávallt hefur lítið verið um landbúnað þar, en þess f stað var saltfiskur mikilvæg útflutningsvara á 19du öld. Þegar útflutningur á Nýfundna- landssaltfiski var i hámarki á fyrri hluta og um miðja 19du öld er ekki talið að lífskjör hafi verið lakari á þessu svæði en gerðist annars staðar í Norður-Ameríku. Seinni hluta þeirrar aldar og þeg- ar kemur fram á þessa öld fer hins vegar að halla undan fæti. Kaup- endur við Miðjarðarhaf fara að kaupa norskan og íslenskan salt- fisk frekar en Nýfundnalandsfisk. Saga þessarar aldar hefur verið, þveröfugt við það sem gerðist á Islandi, saga stöðugrar stöðnunar og jafnvel afturfarar í sjávarút- vegi. Tilraunir til að láta freðfisk- verslun við Bandaríkin taka við af saltfiskverslun við Miðjarðar- hafslönd urðu til þess að hin áður blómlega verslun á Nýfundna- landssaltfiski lagðist nær alger- lega niður án þess að freðfisk- framleiðslan næði að bæta upp það tap. Kanadamenn flytja í dag lítið af saltfiski til Miðjarðarhafs og í Bandaríkjunum eru kanadisk- ar þorskblokkir seldar sem lág- gæðavara sem minna verð er greitt fyrir en t.d. íslenskar þorskblokkir. Hin stöðugu vandamál sjávar- útvegs á austurströnd Kanada er hægt að rekja til margra þátta. Einn af þessum þáttum er fátækt og menntunarleysi almennings. Lítil menntun er algeng á þessum svæðum, ólæsi er við lýði enn þann dag í dag. Þessi þáttur ásamt skorti á tengslum við umheiminn hefur heft tilraunir til breytinga. Þetta eru hugsanlegar skýringar á því hvers vegna samvinnufélög og smáfyrirtæki hafa átt erfitt upp- dráttar á Nýfundnalandi. Það er þessi langa stöðnun sem stjórnvöld eru að reyna að snúa við. Kanadamenn gera sér einnig æ betur grein fyrir þeirri kald- hæðni sem felst í því að útgerð þeirra virðist eiga við stöðug vandamál að stríða á sama tíma og þeir eiga aðgang að einum gjöf- ulustu fiskimiðum heims og hafa hinn mikilvæga Bandaríkjamark- að við hliðina á sér. Munur á milli fylkja Þegar reynt er að skilja stefnu sambandsstjórnar Kanada i mál- efnum sjávarútvegs, verður að taka inn í dæmið að þessi atvinnu- grein skilar aðeins l'h.% af verð- mæti útflutnings landsins. Iðn- greinar líkt og skógarhögg í Brit- ish Columbia, olíuiðnaður Albertafylkis, landbúnaður i Saskatchewan og þungaiðnaður suðurhluta Ontario eru mun um- fangsmeiri atvinnugreinar en sjávarútvegur. Þrátt fyrir þessa staðreynd má ekki gleyma því að sjávarútvegur er mjög mikilvægur fyrir ákveðna bæi í Nova Scotia og er mikilvægasta atvinnugrein Nýfundnalandsfylkis. Annað sem þarf að hafa í huga er að það getur verið villandi að líta á Kanada sem stjórnarfars- lega eða menningarlega heild. Hin gríðarlega stærð landsins (flat- armál Bandarikjanna er aðeins % af flatarmáli Kanada), mismunur á efnahagslífi milli svæða, ásamt menningarlegum mismuni (munur milli enskumælandi og frönsku- mælandi íbúa), hafa verið þættir i að skapa hinum tíu fylkjum Kan- ada mikla sjálfstjórn. Samskipti og deilur milli fylkja minna stund- um meir á deilur milli ríkja en samskipti stjórnareininga innan ríkis. Deilur milli fylkja og sam- bandsstjórnarinnar i Ottawa eru algengar. Þegar taka á ákvarðanir um stefnu í sjávarútvegsmálum kem- ur þvi fyrir að hver hendin er uppi á móti annarri, sambandsstjórnin vill gera eitt, fylkisstjórn Ný- fundnalands annað og þeir i Nova Scotia ef til vill hið þriðja. Endurskipulagning sjávarútvegsins Stjórn Frjálslynda flokksins var i miðjum klíðum að endurskipu- leggja sjávarútveg Atlantshafs- svæðanna, þegar hún varð að hverfa frá völdum. Með samkomu- lagi við fylkisstjórnina á Ný- fundnalandi, 26. september 1983, var rekstur sjö einkafyrirtækja sem áttu við mikla fjárhagsörð- ugleika að stríða, yfirtekin og risafyrirtækið Fishery Products International Ltd. (F.P.I.) stofnað á Nýfundnalandi. Sambands- stjórnin í Ottawa lagði 75,3 millj- ónir kanadískra dollara í fyrir- tækið, en fylkisstjórnin á Ný- fundnalandi breytti 31,5 milljóna dollara skuldum yfir í hlutabréf. Ríkisfyrirtækið F.P.I. rekur 61 togara og 30 frystihús og við þetta allt starfa 17.000 manns. t Nova Scotia fékk National Sea Products Ltd. (NatSea), einkafyr- irtæki sem er stærra en F.P.I., 80 milljónir dollara frá sambands- stjórninni í Ottawa til að bjarga mætti fyrirtækinu frá gjaldþroti. Áætlun fyrri stjórnar Frjáls- lynda flokksins var i fyrsta lagi að styrkja stöðu rekstrarins í sjávar- útvegi með beinni fjárhagsaðstoð. í öðru lagi átti að bæta samkeppn- isaðstöðu kanadiskra sjávaraf- urða með því að auka gæði þeirra og herða markaðssókn bæði á inn- anlandsmarkaði og í Bandaríkjun- um. Auglýsingaherferð var gerð innanlands til að reyna að auka fiskneyslu í Kanada og minnka mikilvægi Bandaríkjamarkaðar sem nú tekur um 80% af kan- adiskri fiskframleiðslu. Erfiðleikar Eftir rúmlega eins árs rekstur hafa forstjórar F.P.I. nú beðið opinber yfirvöld um, að því er tal- ið er, 90 milljónir dollara til að halda í fyrirtækinu lífinu. Opin- berlega hefur aðeins verið skýrt frá því að fyrirtækið hafi beðið um fjárhagsaðstoð, en engar upp- hæðir hafa verið nefndar. Frá því í ágúst 1984 hefur verið verkfall á togurum fyrirtækisins. Michael Kirby, einn helsti höf- undur 'stefnu Frjálslyndra, lét hafa eftir sér að rekstur þeirra frystihúsa sem heyra undir ríkis- fyrirtækið F.P.I. gangi nú verr en fyrir endurskipulagninguna. Allt of lítið af peningum var sett inn í fyrirtækið í byrjun og ekkert gert í að bæta úr helstu rekstrarerfið- leikum. Nýfundnalendingar veittu að vísu 8 milljóna dollara styrk sumarið 1984 til að endurbæta togara F.P.I. til veiða á hafíssvæð- um, en mun meira fé er talið þurfa til að endurbæta tækjakost frekar. Markaðsvandinn og nær 20% verðfall á Bandaríkjamarkaði hef- ur aukið á erfiðleika hinna ný- stofnuðu fyrirtækja. Miklar birgð- ir og áframhaldandi rekstur átta frystihúsa sem fyrri eigendur ætl- uðu að loka vegna óhagkvæmni og taprekstrar hefur líka aukið á erf- iðleikana. í samkomulaginu milli fylkis- og sambandsstjórnarinnar var gert ráð fyrir að F.P.I. mætti loka óhagkvæmum frystihúsum. Ef annaðhvort Nýfundnalend- ingar eða sambandsstjórnirn vildu halda uppi atvinnu á einhverjum staðnum með því að hafa frysti- hús áfram opið, yrði sá aðili sem það ákvæði að sjá um að greiða fyrir tapreksturinn. Það er líklegt að hin nýju fyrir- tæki muni eiga erfitt með að taka ákvarðanir um að loka frystihús- um. Heil byggðarlög eru háð þeirri atvinnu sem eitt frystihús skapar og er skiljanlegt að andstaða skapist gegn lokun slíkra húsa. í Burin, 250 kílómetra suðvestur af St. Johns, höfuðborg Nýfundna- lands, hafa 3.000 íbúar bæjarins varist tilraunum til að loka frysti- húsi staðarins. Er eitt af þeim fyrirtækjum sem síðar var sam- einað í Fishery Products Internat- ional vildi, eftir áralangt tap, loka þessu húsi, vörðust bæjarbúar öll- um breytingum með því að taka níu togara fyrirtækisins herskildi. Þetta dæmi sýnir að deilur geta orðið harkalegar í kringum ákvarðanir í málefnum sjávarút- vegs á þessum slóðum. Einkafyrirtækinu National Sea í Nova Scotia hefur á sama tíma gengið betur að verjast taprekstri. Því hefur tekist, þrátt fyrir þrýst- ing frá stjómmálamönnum, að loka frystihúsum í Halifax og Georgetown sem voru rekin með tapi árum saman. Staða fyrirtæk- isins er samt ekki góð. NatSea tapaði 899.000 dollurum á fyrstu sex mánuðum 1984 og 17,5 miíljón- um dollara árið 1983. Eigendur fyrirtækisins telja að þeir þurfi einnig á fjárhagsaðstoð frá Ottawa að halda. Fleira stendur í vegi fyrir að fyrirtækin tvö nái að koma kan- adískum sjávarútvegi á traustari grunn. Um helmingur þorskaflans er veiddur á stuttri vertíð í lok sumars af fjölda strandveiði- manna, sem sækja margir hverjir sjó á litlum, opnum bátum. Veiði- aðferðir og aðstaða þessara fiski- manna er því oft frumstæð og fiskurinn sem á land berst lélegur. Aðgerðir til að fækka strandveiði-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.