Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 Hluti brúarinnar. Bærinn Haugar í baksýn. Borgarfjörður: Nýtt hlutverk gömlu Norður- árbrúarinnar í samgöngumálum Morgunblaðið/Þórhallur Bjarnason. Gamli og nýji tíminn. Gamla brúin sem lokið hefur hlutverki sínu á Norðurá og nýja brúin í baksýn. Borgaraeai, 8. janúar. LÍKLEGA muna margir eftir gömlu brúnni á Norðurá við bæinn Hauga í Stafholtstungum í Borgarfirði. Hún var byggð á árunum 1909—10 af Guðjóni Bachmann, vegaverkstjóra f Borgarnesi, úr stálgrindarbitum og þótti fallegt mannvirki. Var því nokkur eftirsjá í henni af þeim sökum þegar hún var rifin af ánni veturinn 1981—82 en tæp- um 10 árum áður hafði verið tekin í notkun ný steinsteypubrú rétt neðan við þá gömlu, enda var gamla Norðurárbrúin löngu orðin of þröng fyrir nútíma umferð. En ekki hefur sú gamla lokið hlutverki sínu fyrir samgöngur Borgfirðinga, að minnsta kosti. Langbitar úr gólfi hennar voru til dæmis notaðir í flugskýli á Stóra- Kroppsflugvelli og þessa dagana eru Úugáhugamenn í Borgarnesi að reyna að koma því sem eftir er af henni, sem er um helmingur brúarinnar, niður í Borgarnes, þar sem þeir ætla að nota efni úr henni til byggingar flugskýlis á flugvelli sem þeir eru þar með í byggingu. Það er ef til vill tímanna tákn að þetta gamla samgöngumann- virki skuli nú hafa fengið hlut- verki að gegna í fluginu, farar- máta nútímans. — HBj. Nauðlendingin á Reykjavíkur- flugvelli: Öxull í hjóla- búnaði rifnaði úr festingu ATHUGUN sem gerð hefur verið á vegum Loftferðaeftirlitsins vegna nauðlendingar „TF-GTI“ á Reykja- víkurflugvelli mánudaginn 7. janúar sl. hefur leitt í Ijós, að óhappið varð vegna bilunar í þveröxli í hjólabún- aði vélarinnar. Að sögn Grétars Ólafssonar, framkvæmdastjóra Loftferðaeft- irlitsins, leiddi skoðun í ljós, að þveröxull, sem tengdur er við hjólastellið, hafði rifnað út úr festingu sinni og hafi það orsakað ónóga hreyfivegalengd hreyfibún- aðar nefhjólsins, sem hafi þar af leiðandi ekki náð að læsast. Orsök þess, að þveröxulfestingin lét undan hefur enn ekki verið stað- fest með vissu, þar sem nauðsyn- legt er að taka hjólabúnaðinn í sundur til að athuga nánar fest- ingu öxulsins, ef vera kynni, að um málmþreytu eða gamalt brot hafi verið að ræða. Vinningar í H.H.Í. 1985: 9 á kr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 108 á kr. 100.000; 2.250 á kr. 20.000; 18.855 á kr. 4.000; 113.436 á kr. 2.500. 234 aukavinningar á kr. 15.000. Samtals 135.000 vinningar kr. 544.320.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.