Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANtJAR 1985 Stofnfundur Óðins FUS Mánudaginn 13. nóvember síð- astliðinn var haldinn stofnfundur félags ungra sjálfstcðismanna á Austurlandi. Stofnfundurinn var haldinn í félagsheimilinu Valaskjálf á Egilsstöðum. Fundurinn var ágæt- lega sóttur og mikill hugur í stofn- félögum að standa vel að félags- starfinu. Fundinn sátu formaður SUS, Geir H. Haarde auk nokkurra stjórnarmanna SUS. Samþykkt var að félagið skyldi bera nafnið Óðinn, en félag með því nafni var starfandi á Egils- stöðum fyrir nokkrum árum. Garðar Vilhjálmsson var kjörinn formaður á stofnfundinum, en auk hans voru kjörin í stjórn: Birna Guðmundsdóttir, Hilmar Bjarnason, Kristín Guðmunds- dóttir og Vignir Elvar Vignisson. Sambandsráðs- fundur á Hellu Menntamálaráðstefna SUS á Akureyri ÞANN 17. nóvember síðastliðinn hélt SUS ásamt Verði, FUS á Akur- eyri, og Víkingi, FUS á Sauðárkróki, ráðstefnu um menntamál. Ráðstefnan var haldin i Kaup- angi, í húsnæði sjálfstæð- isfélaganna á Akureyri. Friðrik Friðriksson 1. varaformaður SUS setti ráðstefnuna, en síðan flutti menntamálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, stutt ávarp. Að því loknu fluttu þeir Atli G. Eyjólfs- son læknir og Jón H. Magnússon verkfræðingur erindi. Atli fjallaði í máli sínu um starf og niðurstöð- ur þróunarnefndar Háskóla Is- lands, en Jón ræddi um tækni- væðingu atvinnulifsins og það hlutverk skóla, að veita tækni- menntun í samræmi við síauknar kröfur atvinnulífsins. Að loknum hádegisverði heim- sóttu ráðstefnugestir Verk- menntaskólann á Akureyri, en sem kunnugt er flutti hann í nýtt húsnæði fyrr á þessu ári. Skóla- meistari Verkmenntaskólans vís- aði veginn um hin glæsilegu húsa- kynni skólans og vakti það m.a. athygli gestanna að nemendur skólans höfðu sjálfir lagt hönd á plóginn við smíði hússins. Eftir skoðunarferðina hélt svo ráðstefnan áfram i Kaupangi, með erindi Salóme Þorkelsdóttur, alþingismanns, en hún fjallaði um álit nefndar sem skipuð var af Al- þingi til þess að gera úttekt á sambandi heimila og skóla. Loks flutti Þorvarður Elíasson, skóla- stjóri Verslunarskóla Islands er- indi sem hann nefndi: Menntun — seld þjónusta eða gefin? Þar fjall- aði hann um það hvort þeim pen- ingum sem við íslendingar verj- um til skólamála væri eins vel varið og kostur er. Hann taldi svo ekki vera og kynnti hugmyndir sínar um nýtt fyrirkomulag á fjárveitingum til skólamála, allt frá grunnskólastigi til háskóla- stigs. Erindi Þorvarðar vakti mikla athygli og urðu líflegar um- ræður meðal ráðstefnugesta um tillögur Þorvarðar. Húsfyllir var á ráðstefnunni og urðu fjörugar umræður. Ráð- stefnustjórar voru þeir Davíð Stefánsson formaður Varðar og Ari Jóhann Sigurðsson formaður Víkings. Helgina 24. og 25. nóvember, síð- astlióinn, hélt Samband ungra sjálfstæóismanna sambandsráðs- fund sinn, en fundur af þessu tagi er haldinn annaó hvert ár, þaó ár sem SUS-þing er ekki haldið. Fund- urinn var haldinn á Hellu á Rang- árvöllum. Viðfangsefni þessa fundar var tvíþætt. I fyrsta lagi var rætt um skipulag SUS og tengsl félaganna um land allt, við skrifstofuna í Reykjavík. Aðildarfélög SUS eru nú 21 og er fyrirhugað að stofna fleiri á þessu ári. Meginefni fundarins var þó kynning á starfi vinnuhóps sem stjórn SUS skipaði haustið 1983 til þess að gera tillögur um fram- tíðarskipan velferðarkerfisins, með það fyrir augum að nýta bet- ur þá fjármuni sem til velferð- armála er varið og einnig kanna nýjar leiðir til að veita nauðsyn- lega þjónustu á annan hát en nú er gert. Vilhjálmur Egilsson hagfræð- ingur kynnti tillögur í fram- færslumálum, það er almanna- trygginganiálum og starfsemi líf- eyrissjóða. I máli hans kom meðal annars fram að á síðustu árum hefur það nokkrum sinnum gerst að atvinnuleysisbætur hafa verið hærri en dagvinnutekjur, svo það Stjórn Þóre (efri röó frá vinstri): Einar V. Einareson, Björgvin Guðjóns- son og Sveinn Knútsson. Neóri röð: Benjamín Jósefsson og Jón Helga- son. Fréttir frá Þór FUS á Akranesi Á SÍÐAS’TA starfsári var starfsemin meó hefðbundnum hætti. Haldnir voru sex bókaðir stjórnarfundir auk fjölmargra óbókaðra funda. Félags- menn tóku þátt í störfum nefnda á vegum fulltrúaráósins og einnig tóku þeir þátt í störfura Sambands ungra sjálfstæóismanna. Haldin var ráðstefna um áfeng- is- og fíkniefnamál og voru fengn- ir fyrirlesarar frá SÁÁ og sjúkra- húsinu á Akranesi. Ráðstefna þessi tókst mjög vel og var mjög fróðleg. SUS hélt ráðstefnu um land- búnaðarmál í Borgarnesi i haust og tók Þór þátt í undirbúningi hennar. .ti----------------- Aðalfundur Þórs var haldinn sunnudaginn 28. október síðastlið- inn. Benjamín Jósepsson var endurkjörinn formaður, en aðrir í stjórn voru kjörnir: Jón Helgason (varaformaður), Sveinn Knútsson (ritari), Einar V. Einarsson (gjaldkeri), Björgvin Guðjónsson, Guðfinnur Birgisson og Ólafur Hallgrímsson. Stefnt er að því að halda opinn fund um sjávarútvegsmál í janú- ar, en einnig hefur stjórnir ákveð- ið að gera átak í félagaöflun og eru ungir sjálfstæðismenn á Akranesi hvattir til að skrá sig í félagið. Morgunbladið/M. Hjörleifsson Stjórn Stefnis næsta starfsár. Fremri röð f.v.: Þórdís Þóredóttir, Unnur Berg, Þórarinn Jón Magnússon, Lovfsa Árnadóttir og Sigrún Traustadótt- ir. Aftari röó: Guðmundur Á. Tryggvason, Jóhann Ulfarsson, Oddur H. Oddsson, Haraldur Hansen og Eyjólfur Ámundason. Aðalfundur Stefnis í Hafnarfirði AÐALFUNDUR Stefnis var haldinn þann 6. nóvember síóastlióinn. (>estur fundarins var Friðrik Frió- riksson, varaformaður SUS. I skýrslu stjórnar kom fram að starfið var mjög öflugt á siðasta starfsári og mikið um fundi og ýmiss konar skemmtanir og ferðalög fyrir félagsmenn. Þórar- inn Jón Magnússon var endur- kjörinn formaður Stefnis. Á þessu starfsári hefur verið bryddað uppá þeirri nýjung i starfinu að halda hádegisverðar- fundi einu sinni í mánuði. Gestur fyrsta fundarins var Geir H. Haarde formaður SUS og aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Starfsáætlun Stefnis til vors verður dreift í hvert hús í Hafnar- firði nú á næstunni. hefur jafnvel ekki borgað sig fyrir suma einstaklinga að reyna að sjá fyrir sér og sínum með vinnu. Vil- hjálmur benti einnig á að með sama áframhaldi er hætt við að lífeyrissjóðir landsmanna, sem brunnu upp í verðbólgunni og neikvæðum raunvöxtum, geti ekki staðið við skuldbindingar sinar um næstu aldamót, það er eftir 15 ár. Auðun Svavar Sigurðsson hafði framsögu um tillögur hópsins í heilbrigðismálum. Hann fjallaði um það fyrirkomulag sem nú tíð- kast gjarnan á heilbrigðisstofn- unum, að það séu sameiginlegir hagsmunir lækna og sjúklinga að eyða peningum. Þar veitir einn aðili öðrum þjónustu og sendir svo þriðja aðila reikninginn. I niðurstöðum velferðarhópsins svokallaða er lagt til að i auknum mæli verði farið að nota kostnað sem stjórntæki og lögð áhersla á að neytendum heilbrigðisþjónust- unnar sé gerð grein fyrir raun- verulegum kostnaði til dæmis vegna lyfjagjafar, jafnvel þótt bein þátttaka sjúklinga i kostnaö- inum yrði litil sem engin. Einnig taldi Áuðun nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á fyrirbyggjandi starf í heilbrigðismálum en nú er gert. Eirikur Ingólfsson viðskipta- fræðinemi fjallaði um álit vel- ferðarhópsins i menntamálum. Þar er Iögð áhersla á að sjálfstæði skólastofnana verði aukið og valfrelsi nemenda á milli skóla- stofnana verði aukið. Einnig var fjallað um tillögur sem snerta námslánakerfið, gerð námsgagna og margt fleira. Á fundinum urðu mjögfjörugar umræður um þessar tillögur, en þær verða kynntar betur á næstu vikum. Fyrirhugað er að halda ráðstefnur á vegum SUS, um vel- ferðarmálin, i siðari hluta febrú- ar, væntanlega í Reykjavík. Nomen- clatura Samband ungra sjálfstæðis- manna hefur gefið út smáritið Nomenclatura, sem Birgir Isleifur Gunnarsson alþingismaður hefur skrifað. Hér er á ferðinni greinaflokkur sem Birgir ritaði í Morgunblaðið á árinu 1983 og segir þar frá bók Michaels Voslenskys, sem ber nafnið Nomenclatura. I henni seg- ir frá herrastétt Sovétríkjanna, hverjir eru í henni, hvernig herra- stéttin varð til og hvernig menn komast í hana. Einnig er lítillega fjallað um utanríkisstefnu Sov- étríkjanna og fleira. Sigurður Magnússon hafði veg og vanda af útgáfu smáritsins fyrir hönd utanrikisnefndar SUS. Ritið er fáanlegt á skrifstofu SUS, á Háaleitisbraut 1, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.