Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 33 fWtfpi! Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Akvördun kjaradóms Meginreglan við ákvörð- un launa hér á landi er sú að aðilar semja um þau sín á milli. Þessi regla er ekki án undantekninga. Þegar þorra ríkisstarfsmanna var veittur samningsréttur 1962 var kjaradómur settur á stofn. Hann er skipaður mönnum til- nefndum af Hæstarétti, fjár- málaráðherra og Bandalagi háskólamanna. í upphafi ákvað kjaradómur aðeins laun ráðherra og hæstaréttardóm- ara. Síðan hafa fleiri háttsett- ir embættismenn bæst í hóp- inn og einnig alþingismenn. Kjaradómur tók ákvörðun um laun æðstu embættis- manna ríkisins 5. janúar síð- astliðinn. Meðalhækkun þeirra var ákveðin um 25% en hækkanirnar eru á bilinu 10% til 37%. Morgunblaðið birti ákvörðun dómsins í heild í gær. Þar geta lesendur kynnt sér málavexti og forsendur dómara. Þeir gera meðal ann- ars grein fyrir niðurstöðum nýgerðra kjarasamninga BSRB og BHM og segja: „Þess- ar breytingar jafngilda tæp- lega 28% hækkun launa í efsta launaflokki frá ágúst til des- ember 1984 og meira en 30% hjá ýmsum þeirra, sem laun hafa fengið samkvæmt ákvörð- un kjaradóms." Hvaða álit sem menn hafa á niðurstöðu kjaradóms er nauðsynlegt að þeir minnist þess, að samningar BSRB á liðnu hausti voru engir lág- launasamningar. Kröfugerð BSRB miðaðist ekki heldur við það. Raunar hefur allt gengið fram eins og Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði fyrir um í sjónvarpsviðtali 14. september síðastliðinn. Af óraunhæfum kjarasamningum hefur leitt gengisfall og verðbólga. Eins og menn muna túlkaði Krist- ján Thorlacius, formaður BSRB, þessi ummæli sem móðgun við sig og launamenn. Kjaradómur er að þessu leyti jafn óraunhæfur og BSRB- samningurinn. Þegar Ragnar Arnalds, al- þýðubandalagsmaður, var fjármálaráðherra, ákvað kjaradómur laun eins og núna og var sú ákvörðun mönnum jafn mikið umræðuefni og núna vegna þess hve mælt var fyrir um mikla launahækkun. Þá tók Ragnar Arnalds sig til og flutti hneykslunarræðu yfir niðurstöðunni. Þá voru al- þýðubandalagsmenn hand- vissir um að ekkert samband væri á milli ríkisstjórnar og kjaradóms. Nú eru þeir utan stjórnar. í Þjóðviljanum í gær býsnast Ólafur R. Grímsson yfir kjaradómi í forystugrein og kallar hann „trúnaðar- dómstól stjórnvalda". Hræsn- isfullar yfirlýsingar stjórn- málamanna um niðurstöður kjaradóms eru einskis virði. Æskilegt væri að þeir stjórn- málamenn sem hæst hrópa yf- ir ákvörðun kjaradóms lýstu því yfir opinberlega, hvaða laun þeir teldu að alþingis- menn og æðstu embættismenn eigi að hafa. Enginn er bættari með því að þyrla upp pólitísku mold- viðri vegna ákvörðunar kjara- dóms. Öllum skynsömum mönnum er jafn ljóst nú og þegar Þorsteinn Pálsson mælti viðvörunarorð sín í september að óraunhæfar launahækkanir leiða ekki til betri kjara. Fásinna er að vænta þess að ákvörðun kjara- dóms verði breytt. Eftir stend- ur þetta: Launahækkun þing- manna, 37%, verður höfð sem viðmiðun í öllum umræðum um kjaramál á nýbyrjuðu ári. Hvaða þingmaður gerir tillögu um að þessi tala lækki? Rugl í NT NT, málgagn forsætis- ráðherra og Framsókn- arflokksins, fjallar fjálglega um það í forystugrein í gær, að „valdamenn þjóðfélagsins“ (les: framsóknarmenn) ætli að stokka upp í ríkisstjórninni með því að breyta reglugerð um Stjórnarráð íslands. Telur framsóknarblaðið unnt að gera tvo núverandi ráðherra atvinnulausa með því að leggja viðskiptaráðuneytið og félagsmálaráðuneytið niður án lagabreytinga, það er með því einu að breyta reglugerð. Af mörgu furðulegu sem NT hefur sagt í forystugreinum er þetta eitt hið furðulegasta. Hið pólitíska óraunsæi sem fram kemur í þessum vanga- veltum er sér á parti. En framsóknar-lögfræðin sem beita á til að stokka upp í stjórnarráðinu er fáheyrð. Er það alvarlegt áhyggjuefni ef einhverjir „valdamenn þjóðfé- lagsins" eru jafn illa að sér um grundvallarþætti íslenskrar stjórnskipunar og ruglið í NT gefur til kynna. Nú er orðið meira en tíma- bært að forystumenn Sjálf- stæðisflokksins utan ríkis- stjórnar sem innan taki af skarið og sjái til þess að hvorki nöfn þeirra né flokks- ins séu bendluð við stefnu og skrif af þessu tagi. Ekki er flas tíl fagnaðar Hugleiðingar um uppstokkun í Stjórnarráði eftir Jónatan Þórmundsson Aðdragandi Hinn 15. febrúar 1984 var hald- inn fámennur fræðafundur í Lögfræðingafélagi íslands. Það telst fremur til undantekninga, að slíkir fundir séu svo fámennir. Það hefði því mátt ætla, að á dagskrá væri eitthvert þröngt og þurrt fræðilegt efni, sem lítið er- indi ætti til lögfræðinga almennt, hvað þá til almennings. En það var nú eitthvað annað! Til um- ræðu voru drög frá svokallaðri stjórnrkerfisnefnd að frumvarpi til laga um Stjórnarráð íslands. Þetta var sem sagt mál, er varðaði einn af hyrningarsteinum íslensks þjóðskipulags, m.a. hvar og hvern- ig málefnum almennings er ráðið til lykta, hvernig að þeim er búið, sem fara með málefni okkar allra, reynslu þeirra og hæfni, skilvirkni þessara stofnana, aðgang almenn- ings að ráðamönnum þjóðarinnar o.s.frv. Það sem verra er, málið hefur ekki vakið þá athygli og um- ræður, sem því ber. Þar er sjálf- sagt ekki við nefndina eina að sak- ast, heldur fyrst og fremst áhuga- leysi fjölmiðla og almennings, Málið hefur aðeins fengið yfir- borðskennda umfjöllun i fjölmiðl- um, svo sem varðandi fækkun ráðuneyta. Meira að segja samtök launþega hafa ekki látið frá sér heyra, þótt mjög eigi að þrengja kost tiltekins hóps félagsmanna. Á áðurnefndum fundi Lögfræð- ingafélagsins tóku allmargir viðstaddra til máls og lýstu flestir yfir eindreginni andstöðu við frumvarpsdrögin. Sá eini, sem mælti með drögunum, var formað- ur stjórnkerfisnefndar, en hann var annar framsögumanna um málið. Ekki er mér kunnugt um, hversu mikil andstaða var gegn drögunum annars staðar, en svo fór að minnsta kosti, að nefndin tók þau til endurskoðunar. Það ur- ðu mér því mikil vonbrigði, þegar þau birtust á ný lítið breytt frá fyrri gerð. Ég var í hópi þeirra, sem beittu sér gegn frumvarps- drögunum á umræddum fundi, og vil því gjarna leggja orð í belg, ef verða mætti til þess að vekja menn til umhugsunar um mikil- vægt málefni og meingallaðar til- lögur. Uppstokkun í ráduneyt- um og ráöherraliöi Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum, að miklar hræringar eru í stjórnarflokkunum þessa dagana. Þeir eru að leita sér að nýjum verkefnum og nýjum and- litum, áður en þeir leggja á bratt- ann síðari hluta kjörtímabilsins. Inn í þær umræður hafa blandast hugmyndirnar um fækkun ráðu- neyta og aðra uppstokkun í Stjórnarráði. Það væri ef til vil hentugt frá pólitísku sjónarmiði að geta falið uppstokkun á ráð- herraliði á bak við slíkar breyt- ingar. En slíkt má bara ekki ger- ast. Mér er hjartanlega sama, hvort það er Pétur eða Páll, Guð- rún eða Sigriður, sem í ráðherra- stólana setjast. Það sem máli skiptir er, að löggjöf, sem um langa framtíð á eftir að móta ríkisreksturinn, sé samin og sam- þykkt óháð öllum skammtíma- sjónarmiðum, er varða hagsmuni einstakra manna og flokka. Höld- um þessu tvennu því vel að- greindu. Markmiö og skil- greining þarfa Ég hefði ekki sagt hér að fram- an, að frumvarpsdrögin um Stjómarráðið verðskulduðu at- hygb og umræður, ef aðeins væri um að ræða smákrukk i gildandi lög. Stjórnkerfisnefnd má eiga það, að hún leggur til atlögu við grundvallaratriði og meginund- irstöðu gildandi laga. Ég er því allsendis ósammála þeim ummæl- um i athugasemdum nefndarinn- ar, að í stórum dráttum sé byggt á þeim grunni, sem lagður var með lögunum frá 1969. I athugasemdum stjórnkerfis- nefndar segir ennfremur: „Lögin frá 1969 voru til mikilla bóta. Hafa þau á margan hátt reynst vel, þótt nú sé svo komið vegna breyttra aðstæðna og viðhorfa í þjóðfélaginu, að ástæða þyki til að breyta þeim.“ Með þessi ummæli í huga er tæpast ósanngjarnt, að spurt sé, hver séu markmiðin með fyrirhuguðum breytingum og hvaða brýnu þarfir það séu, sem kalla á jafnróttækar breytingar á lögum, sem hafa „á margan hátt reynst vel“. Allir eru væntanlega sammála um, að breytingar skuli ekki gera breytinganna vegna, heldur vegna einhverra þarfa. Og þegar um umfangsmiklar breyt- ingar er að ræða, þarf að huga vandlega að þörf breytinga og áhrifum þeirra á aðra þætti lög- gjafar og lagaframkvæmdar. Lítum nú nánar á nýju stjórn- kerfishugmyndirnar. Stjórnkerf- isnefnd skyldi gera tillögur um, hvernig gera mætti stjórnkerfið virkara og bæta stjórnarhætti. í skipunarbréfi nefndarinnar sagði að markmið breytinganna væru: a) að einfalda opinbera stjórn- sýslu, b) að bæta hagstjórn og samræma ákvarðanir í opinberri fjárfestingu, c) að draga úr ríkis- umsvifum og d) að efla eftirlit löggjavarvalds með framkvæmda- valdinu. Af þessum markmiðum má sitthvað álykta um, hverjir gallarnir eru taldir vera á núver- andi stjórnkerfi og þá sömuleiðis hverjar þarfirnar eru taldar vera. Þarfirnar eru þó hvergi glögglega eða skipulega greindar, hvorki í frumvarpsdrögunum né athuga- semdunum með þeim. Fyrirtæki í einkarekstri er yfirleitt ekki stokkað upp fyrr en að lokinni athugun á rekstri þess og skipu- lagi í heild sinni, þegar fyrir liggja skilgreindar og sannaðar þarfir ingarskyni. Það skiptir minnstu, hversu mörg ráðuneytin eru, held- ur ýmis önnur atriði, sem stjórn- kerfisnefnd virðist ekki hafa hug- að að, svo sem það grundvallarat- riði, hvaða verkefni eiga að vera hjá ráðuneytum og hver hjá öðr- um ríkisstofnunum og einkaaðil- um, um samskiptin milli stofnana og ráðuneyta og hvort ráðlegt sé að gera breytingar á tengslum ráðuneyta og stofnana. f tillögun- um er ráðuneytum fækkað og málaflokkum skákað til og frá. Lítið er hins vegar vikið að sjálf- um verkefnunum í hverjum mála- flokki. Á að fækka þeim og flytja til annarra ríkisstofnana og/eða einkaaðila? Meðan ekkert er vitað um þessi atriði, verður ekkert full- yrt um sparnað, hagræðingu eða einföldun fyrir ríkið í heild. Það er auðvitað ekkert rétt eða rangt við það, hvernig málaflokk- um er raðað á ráðuneyti, nema ef vera skyldi eftir hagræðingar- mælikvarða. Þannig er ógerningur að átta sig á þvi, hvaða hagræði er fólgið i þeirri tillögu að slengja saman dómsmálum, sveitarstjórn- armálum, húsnæðismálum og um- hverfismálum i svokallað dóms- mála- og innanríkisráðuneyti. Engin skýring er gefin á því, hvað tengir meira saman þessa ólfku málaflokka en aðra málaflokka innan stjómkerfisins. Fleiri dæmi mætti taka um þetta úr tillögun- um. Og svo eitt smáatriði: Mér þykir hugtakið „innanríkis- ráðuneyti" brjóta bæði gegn skynsemi og islenskri málhefð. Er starfsreynsla einhvers viröi? f athugasemdum stjórnkerfis- nefndar segir m.a.: „Nauðsynlegt er fyrir stjórnkerfi rikisins í heild, að í Stjórnarráðinu starfi jafnan hinir hæfustu menn. Þess vegna verður að vera unnt að losna við starfsmenn, þegar miður hefur tekist við ráðningu. Þótt manna- breytingar séu æskilegar, mega þær ekki verða of örar.“ Nefndin gerir í samræmi við þetta tillögu Stjórnarráðshúsiö við Lækjartorg. fyrir breytingar. Höfum við efni á óvandaðri vinnubrögðum, þegar ríkisrekstur er annars vegar? Ætla má af tillögugerðinni, að hugmyndir stjórnkerfisnefndar séu m.a. reistar á þeim forsendum, að Stjórnarráðið sé of stórt, of dýrt og of flókið, þ.e.a.s. breytingaþörf- in byggist annars vegar á hagræð- ingarsjónarmiði og hins vegar á minnkuðum ríkisumsvifum. Síð- ara atriðið er að sjálfsögðu hápóli- tískt. Nú vandast málið. Tveir megin- gallar eru á allri tillögugerðinni. Annars vegar skortir skipulega og heildstæða úttekt á starfsemi Stjórnarráðsins (á visindalegum grundvelli), sem hefði getað leitt í ljós ágalla og þörf fyrir breyt- ingar. Hins vegar sýnist nokkuð ljóst, að jafnvel þótt þörfin væri fyrir hendi, mundu fyrirliggjandi tillögur tæpast gegna þvi hlut- verki að mæta þeirri þörf og jafn- vel verka öfugt i sumum tilfellum. Skal það nú rökstutt frekar. Er hagræöing að fækkun ráðuneyta? Þessu má svara bæði með jái og neii. í athugasemdum með stjórn- kerfistillögunum segir, að þetta sé fyrst og fremst gert í hagræð- um afnám æviráðningar og að ráðningartimi embættismanna verði almennt 6 ár, en fulltrúa þó aðeins 2 ár í senn. Um þessa til- lögu má deild, m.a. með hliðsjón af reynslu annarra þjóða. Tilgangur- inn er vafalítið sá að tryggja sem hæfasta starfsmenn, en ólíklegt er, að margir muni sækja um 2 ára starf í ráðuneyti, ef þeir eiga kost á öðru jafn vel eða betur launuðu starfi annars staðar, þar sem starfsreynsla þeirra verður meira metin. Og menn geta velt þvi fyrir sér, hvort einhverjar líkur séu til þess í náinni framtíð, að ríkið geti orðið samkeppnisfært um launa- greiðslur hvað þá meira! Að nokkru leyti byggist ofan- greind tillaga á rangri forsendu. Oft er þvi haldið fram, að starfs- menn í ráðuneytum séu ekki í heild jafnhæfir og starfsmenn t.d. í einkarekstri. Þetta held ég að sé alrangt. Þvert á móti hafa yfir- leitt valist til starfa í Stjórnarráð- inu mjög hæfir starfsmenn, þann- ig að það er fullkomlega ósannað, að jafnbetra starfslið fengist eftir fyrirhugaðar breytingar. Fremur óttast ég, að breytingar verki öfugt, nema gjörbreyting verði á launakjörum rikisstarfsmanna. Þetta eru þó aðeins smámunir, þegar borið er saman við svokall- Jónatan Þórmundsson „ ... Inn í þær umræöur hafa blandast hugmynd- irnar um fækkun ráöu- neyta og aöra uppstokk- un í Stjórnarráöi. Þaö væri ef til vill hentugt frá pólitísku sjónarmiði aö geta faliö uppstokk- un á ráöherraliði á bak við slíkar breytingar. En slíkt má bara ekki ger- ast.“ aða 12 ára reglu í tillögum stjórn- kerfisnefndar. Hún er í þvi fólgin, að enginn má gegna embætti i sama ráðuneyti lengur en 12 ár samfleytt (gildir þó ekki um ráð- herraritara). Þannig mundi t.d. maður, sem starfað hefði sem full- trúi og deildarstjóri i ráðuneyti í 12 ár, vera útilokaður frá því að taka við starfi skrifstofustjóra, sem hann væri e.t.v. allra manna hæfastur til vegna starfsreynslu sinnar. Það horfir áreiðanlega ekki oft til sparnaðar og hag- ræðingar að þurfa undantekn- ingalaust að losa sig við menn með sérþekkingu og 12 ára reynslu. Og er þá ekki hér verið að taka tillit til, hversu ómanneskjuleg og van- hugsuð þessi hugmynd hlýtur að vera frá sjónarmiði starfsmann- anna sjálfra. Almennt kappkosta fyrirtæki og stofnanir að ráða gott starfs- fólk og halda því til frambúðar. Starfsreynslu og hæfni fylgja stöðuhækkanir og launahækkanir, og þar er því til einhvers að vinna. Þessu yrði á annan veg farið i Stjórnarráðinu, ef tillögur stjórn- kerfisnefndar yrðu að lögum. Þar yrði mikið gegnstreymi starfs- manna, nýráðningar og endur- ráðningar. Hluti starfsliðs mundi aldrei nýtast til fulls, sumir væru í þjálfun að kynnast nýju starfi, en aðrir er sæju fram á starfslok í leit að nýju starfi og með hugann við undirbúning fyrir annað starf. Annað atriði tillagnanna, er snertir starfsreynslu, er það ný- mæli að fela pólitískt ráðnum ráð- herraritara æðstu stjórnaráðu- neytis næst ráðherra. Eg hygg, að sú skipan, sem verið hefur að und- anförnu, hafi gefist allvel, en að það sé skref aftur á bak að bæta enn einni silkihúfunni ofan á, þ.e. að setja ráðherraritara sem yfir- mann ráðuneytisstjóra, ráðuneyt- isstjóra yfirmann skrifstofu- stjóra, skrifstofustjóra yfirmann deildarstjóra og þannig koll af kolli. Hafa menn ekki leitt hugann að því, að mörg þau mál, er ráðuneyt- in fjalla um, eru langtímaverkefni og sum mjög umfangsmikil, þar sem þekking á fyrri stjórnvalds- ákvörðunum og óskráðum fram- kvæmdavenjum skiptir miklu máli? Starfsþjálfun og starfs- reynsla eru einnig mikilsverðir þættir fyrir samhengi og sam- ræmi í stjórnsýslunni allri. Hverj- um ráðherra hlýtur að vera það mikils virði að geta stuðst við starfslið, er tryggir honum þetta. Reikna verður með því, að sem stjórnendur ráðuneyta muni ráð- herraritara skorta eitthvað á þá starfsreynslu, þjálfun og þekk- ingu, sem stjórnanda ráðuneytis er nauðsynleg. Þegar litið er til síðustu áratuga, má ætla, að með- alstarfstími ráðherraritara geti orðið um lVi—2 ár. Er ekki með þessari skipan verið að ýta undir ástæðulausa tortryggini í garð embættismanna? Hið pólitíska vald er ekki algott, og embættis- menn eru ekki alvondir. Er ráð- herra greiði gerður með því að fá upp að hlið sér valdamikinn póli- tískan embættismann? Er hag- ræðingar- og sparnaðarstefnunni vel borgið með þessu? Ég hef ekki trú á því. Þjarmað að starfsfólki Róttækustu breytingartillögur nefndarinnar lúta að kjörum starfsmanna og allar virðast þær ganga í eina átt, þ.e. að rýra rétt- arstöðu starfsmanna. Það ætti að vera óþarfi að hafa mörg orð um þennan þátt, jafnaugljóst og það hýtur að vera, að samtök launþega láti til sín heyra. Helstu atriðin í tillögunum eru þessi: a) Afturvirkt afnám æviráðningar. Eins og áður segir má deila um réttmæti æviráðningar, en sam- kvæmt minni réttlætisvitund er það siðferðilega rangt að svipta mann starfi, sem hann hefur verið skipaður eða ráðinn til á þeim for- sendum að hann fengi að sinna því fram að ákveðnum aldri, meðan hann heldur starfskröftum og gegnir starfinu óaðfinnanlega. Sumir telja, að þetta ákvæði fengi ekki staðist samkvæmt stjórn- arskránni, en ekki skal neitt full- yrt um það hér. Það segir að vísu í tillögunum um embættismann, er þannig stendur á um, að hann skuli eiga forgangsrétt „eftir þvi sem aðstæður leyfa“ til að gegna áfram störfum í Stjórnarráði, en þá með tímabundinni ráðningu. b) Afnám samningsréttar. í drögum að fylgifrumvarpi gerir stjórn- kerfisnefnd ráð fyrir, að framveg- is verði launakjör allra embætt- ismanna í Stjórnarráði ákveðin af Kjaradómi. c) 12 ára reglan (brottrekstrarregl- an). Þessi óvenjulega og ómann- eskjulega regla hefur þegar verið kynnt og þá einkum rætt um ókosti hennar fyrir Stjórnarráðið sjálft. Slík regla á sérlega illa við íslenskar aðstæður, en ætti kannski betur við i samfélögum stórþjóðanna, t.d. í Bandaríkjun- um. Til þess að hún gæti orðið framkvæmanleg, þyrfti væntan- lega að koma svipaðri reglu á víð- ar á vinnumarkaðnum, a.m.k. á vegum hins opinbera. Hvað gerist svo eftir 12 árin? Vitanlega er engin trygging fyrir því, að starfs- maðurinn fái starf hjá öðru ráðu- neyti eða ríkinu yfirleitt. Og hann kann að hafa sérhæft sig svo í starfi sínu fyrir ríkið, að honum reynist erfitt að fá starf við sitt hæfi annars staðar eða nýta þekk- ingu sína og reynslu í öðru starfi. Óljóst er einnig, hvað verður um lifeyrisréttindi. Og síðan má spyrja: Hvernig fer ríkið að, ef það fær engan sérfræðing á þröngu sérsviði jafnhæfan þeim. sem verður að láta af störfum? Á þá að senda nýjan mann til náms á kostnað ríkisins eða ráða hinn eldri með heimild í sérstökum lög- um (bráðabirgðalögum)? Lokaorð Ég vil aðeins segja eitt að lok- um: Þið sem ráðið málum okkar þegnanna, kynnið ykur vel tillögur stjórnkerfisnefndar, áður en þið leggið blessun ykkar yfir þær. Ég held, að það muni duga. Jónttan Pónnundsson er prófessor rið lagadeild Hískóla íslands. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÖNNU BJARNADÓTTUR Utanríkisráðherrarnir Shultz og Gromyko eftir viðræðurnar í Genf. Ánægja ríkir eftir viðræðurnar í Genf BANDARÍKJAMENN og Sovétmenn komu til Genfar á sunnudag í þeim tilgangi að finna leið til að hefja afvopnunarviðræður á ný. Það tókst eftir fimmtán klukkustunda fundahöld 7. og 8. janúar. Utanríkisráðherrar stórveldanna komu sér saman um að skipta viðræðunum í þrjá hluta og láta undirmenn sína ræða takmörkun langdrægra kjarnorkuflauga, með- aldrægra eldflauga og geimvopna á jörðu og úti í geimnum. Staður og stund viðræðnanna verður ákveðinn innan eins mánaðar. George P. Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði að framtiðin ein gæti skor- ið úr um hverju verði áorkað í afvopnunarviðræðunum, en í sameiginlegri yfirlýsingu stór- veldanna eftir fundinn sagði að viðræðurnar „ættu að leiða að algjörri útrýmingu kjarnorku- vopna alls staðar". Ánægja ríkti í herbúðum Bandaríkjamanna eftir fundinn. Algeru fréttasvelti lauk þegar Shultz las sameiginlega yfirlýs- ingu stórveldanna og svaraði spurningum fréttamanna skömmu fyrir miðnætti á þriðju- dagskvöld. Hann sagði að við- ræðurnar hefðu verið „harðar og opinskáar" og Bandaríkjamenn myndu setjast að samningaborði með Sovétmönnum með jákvæðu en raunsæju hugarfari. Robert McFarlane, öryggismálaráðgjafi Bandarikjaforseta, sagði i sam- tali eftir fundinn að yfirlýsing stórveldanna sýndi hvaða árangri samningamenn í Genf hefðu náð. „Það sem þar stendur er það sem við fengum áorkað," sagði hann. Richard Perle, aðstoðarvarna- málaráðherra, þykir einna harð- astur i afstöðu sinni til Sov- étmanna af ráðamönnum i Washington. Hann sagði frétta- ritara Morgunblaðsins eftir fundinn að persónulega væri hann ánægður með niðurstöðu hans. „Við verðum að ræða um takmörkun langdrægra og með- aldrægra kjarnorkuvopna við Sovétmenn,“ sagði hann. „Við- ræður hafa nú lengi legið niðri og ég er feginn að þær munu hefjast á ný.“ Richard Burt, aðstoðarutan- ríkisráðherra, er oft á öndverð- um meiði við Perle. Hann var þó einnig ánægður með niðurstöðu fundanna í Genf og brá á leik í lyftunni á hótelinu rétt áður en lyftuhurðin lokaðist eftir siðasta fund utanríkisráðherranna og hélt tveimur fingrum fyrir aftan höfuðið á Perle nógu lengi fyrir ljósmyndara Time-timaritsins til að ná mynd af aðstoðarvarna- málaráðherranum með „asna- eyru“. Tvær kenningar heyrðust um fréttaleysið af fundunum meðan þeir stóðu yfir. öllum er ljóst að samningaviðræður verða að fara fram með stökustu leynd, en Bandaríkjamenn eru þekktir fyrir að leka einhverju út af fundum, eða að minnsta kosti segja að ekkert sé að frétta, með miklu írafári. Önnur kenningin var að þeir vildu sýna Sovét- mönnum að þeim væri alvara að tryggja árangursrikar samn- ingaviðræður og hefðu það mikið vald yfir sínum mönnum að þeir gætu látið þá þegja þegar þörf væri á. Hin kenningin var að svo mikið ósamkomulag rikti innan bandarísku sendinefndarinnar um stefnuna, sem bæri að taka í viðræðunum, að algjör þögn væri bráðnauðsynleg til að eitra ekki andrúmsloftið. Sovéskir blaðamenn i Genf voru himinlifandi yfir fundinum og töldu hann mjög árangursrík- an. Bandarikjamenn sögðu að það hefði verið mjög tvísýnt fram á síðustu stundu hvort Andrei Gromyko, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, myndi fall- ast á sameiginlega yfirlýsingu stórveldanna. Síðasti fundur ráðherranna á þriðjudag dróst mjög á langinn þegar kom að þvi að semja um endanlegt orðalag yfirlýsingarinnar, en talsmaður Sovétmanna sagðist ánægður með hana eftir fundinn. Hann sagði að Sovétmenn hefðu sæst á að hefja nýjar afvopnunarvið- ræður í nóvember og fundur utanríkisráðherranna í Genf hefði verið fyrsta skrefið í þá átt. Hann tók fram að fyrri samningaviðræður væru ekki að hefjast að nýju, heldur væru al- veg nýjar viðræður að fara af stað. „Bandaríkjamenn kipptu grundvellinum undan gömlu við- ræðunum með algerlega óað- gengilegum tillögum," sagði hann. Sovétmenn dróu sig út úr START-samningaviðræðum stórveldanna og samningavið- ræðum þeirra um meðaldrægar kjarnorkuflaugar í Genf í nóv- ember 1983. Hugmyndir Reagans um nýtt geimvarnarkerfi gegn langdræg- um kjarnorkuvopnum, svokall- aðar „stjörnustríðs-hugmyndir", vöfðust lengi fyrir samninga- mönnum í Genf. Bandaríkja- stjórn er harðákveðin að halda rannsóknunum áfram og Sov- étmenn féllust á að ræða geim- vopn í fyrirhuguðum afvopnun- arviðræðum. Bandaríkjamenn fullyrða að rannsóknirnar séu innan ramma samninga stór- veldanna um eldflaugavarnar- kerfi, en segja að Sovétmenn hafi hins vegar þegar brotið þann samning, sem kallaður er ABM-samningurinn. Samkomulag stórveldanna hefur farið síversnandi undan- farin tíu ár, eða síðan Banda- ríkjamenn urðu fyrir sárum vonbrigðum með Sovétmenn eft- ir góðar vonir um árangur af detente(slökunar)-stefnu Rich- ard Nixon, fv. forseta, og Henry Kissinger, fv. utanríkisráðherra. Umsvif Sovétmanna í Afríku á síðasta áratug, innrásin í Afgan- istan og árásin á kóresku far- þegaþotuna juku spennuna milli stórveldanna og vopnakapp- hlaupið jókst eftir kjör Ronald Reagan fyrir fjórum árum. Hann er nú að hefja sitt annað og síðara kjörtímabil. Líkur þykja á að hann vilji verða kall- aður „friðarforseti“ í banda- rískri sögu eftir sinn dag og sé nú að leggja grundvöllinn að því. „Forsetinn trúir í alvöru að stór- veldin geti útrýmt kjarnorku- vopnum af jörðinni," sagði hátt- settur embættismaður í banda- ríska utanríkisráðuneytinu á þriðjudagskvöld. „Ég veit að hann gerir það, ég hef unnið með honum og skrifað ræður fyrir hann,“ bætti embættismaðurinn við þegar hann sá vantrú í svip manna í kringum sig. Fundurinn i Genf er ekki eina vísbendingin um að stórveldin séu reiðubúin að reyna að bæta andrúmsloftið sín á milli. Sendi- nefnd úr bandaríska viðskipta- ráðuneytinu var í Moskvu þessa sömu daga og hélt fund til að athuga hvort samningaviðræður á sviði viðskiptamála séu hugs- anlegar og framkvæmanlegar. Nokkur von virðist því um að ís- kalt andrúmsloftið í sambúð stórveldanna fari aðeins að hlýna á næstu mánuðum og var fundurinn í Genf ákveðið skref 1 þá átt. Anna Bjarnadóttir er fréttaritari Morg- unbladsins í Genf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.