Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 27 Hrólfur Sveinsson: „Gætum tungunnar“ MEÐ síðasta bókaflóði skolaði á mínar fjörur smápésa, sem ber heitið Gætum tungunnar. Svonefnd Áhugasamtök um ís- lenskt mál eru sögð standa að verki þessu; enda eru þar saman tíndar nöldurs-klausur, sem Helgi Hálfdanarson lét birta í dagblöðum Reykjavíkur dag eft- ir dag á fyrra ári og eignaði þessum samtökum; en sjálfan sig kallar hann ritara þeirra. Þessi ritari mun að vísu vera eini maðurinn, sem vitað er um í þeim félagsskap; og þó ekki væri nema til fróðleiks, skora ég á hann að birta nöfn annarra stjórnarmanna. Að öðrum kosti mun ég hafa það fyrir satt, að félagsskapur þessi sé einhvers- konar Ku-Klux-Klan, stofnaður til þess að ofsækja það fólk, sem vill njóta óskoraðs málfrelsis í ræðu og riti. Raunar kemur það úr hörð- ustu átt, að H.H. skuli standa að slíkri „leiðréttinga“-her- ferð, maður sem kemur ekki saman tíu línum í dálk án þess að klykkja út með stafsetn- ingarvillu, svo sem ég hef ný- verið staðið hann að og snupr- að hann fyrir. Auðvitað kall- aði hann villuna prentvillu, enda kvað hann svo augljósa villu að öðrum kosti óhugsandi í orði sem hann væri búinn að skrifa þúsund sinnum og aftur þúsund sinnum, nema ef vera skyldi að eg hefði í þetta sinn magnað á sig villuna með for- dæðuskap. En hvað um það, bæklingur þessi er tilvalinn einkennis- búningur handa þeim sem taka sér lögregluvald yfir málfari landa sinna og krefj- ast þess, að móðurmálið sé reyrt í fjötur íhalds-kreddu, sem heftir heilbrigð umsvif þess og eðlilega þróun. Ég leyfi mér að vara við þessu plaggi, einkum- foreldra og kennara og aðra þá, sem annt er um frjálsmannlegt uppeldi barna sinna til orðs og æðis. Hins vegar ráðlegg ég nefndum ritara að gæta tungu sinnar, þegar málvöndunar- púkinn hleypur í hann. Morgunblaðið/HBj. Verkamannabústaóirnir sem afhentir voru ungu fjölskyldufólki fyrir jólin. Borgames: Flutt inn í verkamannabústaði Borgarnetti, 5. janúar. FYRIR jólin voru afhentar þrjár íbúðir í verkamannabústöóum sem stjórn verkamannabústaða hefur lát- ið byggja. fbúðirnar eru í raðhúsi við Arnarklett, og eru tvær þeirra þriggja herbergja og ein fjögurra. Annað raðhús er í byggingu á vegum stjórnarinnar, en i þvi eru tvær íbúðir, önnur tveggja her- bergja og hin fimm herbergja. Verða þær væntanlega afhentar í vor. íbúðirnar sem flutt var í fyrir jólin eru afhentar fullfrágengnar, fyrir utan lóð sem gengið verður frá í vor. Kostnaður við minni íbúðirnar mun vera um 2 milljónir og greiða íbúarnir um 10% af því verði en Húsnæðismálastofnun ríkisins fjármagnar 90%. Verk- takar að öllum húsunum er tré- smiðjan Mispill sf. í Borgarnesi. — HBj. Borgarafundur um „HEFUR barn þitt orðið fyrir áreitni í skóla? Þekkirðu börn sem hafa verið lögð í einelti? Er ofbeldi al- gengt í skólum hér á landi?“ Þannig er spurt í upphafl fréttatilkynningar frá SÁUM, Samtökum áhugafólks um uppeldis- og menntamál. Þar segir einnig: „Þessum brennandi spurningum og ýmsum fleirum verður leitast ofbeldi í skólum við að svara á almennum borgara- fundi sem Samtök áhugafólks um uppeldis- og menntamál — SÁUM — efna til mánudag, 14. janúar, í Kennslumiðstöðinni á Laugavegi 166 kl. 20.30. Hope Knútsson flytur fram- söguerindi: OFBELDI I SKÓLUM - ORSAKIR OG LAUSNIR.. Að framsögu lokinni verða pallborðsumræður." góðir f ró Mazda á flutn einstak tilvalin lausn fyrirtækja og linga MAZDA E 2000 og nv gerð frambyggðra bíla tra rfs'Ssmuni SæÍuS fyrir tlTmanns, pallbíb fyrir 3 og pallbílar með tvöfoldu h ^"Tnleair með 2000 cc bensínvél eða við sölumenn okkar, sem lari upplýsingar. bílaborghf Smiöshöföa 23, simi 81299 mazoa, Sýningarbíll á s Opið laugardag munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Dísarfell . 11/1 85 Dísarfell . 21/1 85 Dísarfell . 4/2 85 ROTTERDAM: Dísarfell . 22/1 85 Dísarfell . 5/2 85 ANTWERPEN: Disarfell . 23/1 85 Dísarfell ... 6/2 85 HAMBORG: Dísarfell ... 25/1 85 Dísarfell ... 8/2 85 HELSINKI: Hvassafell ... 18/1 85 LUBECK: Arnarfell ... 14/1 85 Hvassafell ... 21/1 85 FALKENBERG: Arnarfell LARVÍK: 15/1 85 Jan 14/1 85 Jan 28/1 85 Jan 11/2 85 GAUTABORG: Jan 15/1 85 Jan 29/1 85 Jan 12/2 85 KAUPMANNAHÖFN: Jan 16/1 85 Jan 30/1 85 Jan 13/2 85 SVENDBORG: Jan .......... 17/1 85 Jan .......... 31/1 85 Jan .......... 14/2 85 ÁRHUS: Jan .......... 17/1 85 Jan .......... 31/1 85 Jan ........... 14/2 85 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ... 23/1 85 Jökulfell ...... 8/2 85 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ... 24/1 85 Jökulfell ..... 9/2 85 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 J$li0fi0TWJþ í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHUSTORGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.