Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 Fundu lík í feröatösku Los Angeles. 9. janúar. AP. Flugvallaryfírvöld og lögreglan í Los Angeles eru ráðþrota eftir aó hafa fundið lík ungrar konu í ferðatösku á alþjóðlega flugvell- inum í vikunni. Konan hafði ver- ið látin í nokkrar klukkustundir er líkið fannst og segja þeir sem er, að taskan getir hafa verið um borð í hvaða flugvél sem er, en ekkert hefur fundist sem hjálpað getur til við að bera kennsl á lík- ið. Það eina sem talið er öruggt er að ekki sé um morð að ræða. Konan var vafin í teppi og í töskunni hjá sér hafði hún nokkra banana. Einn hafði ver- ið snæddur. Af þessu ályktar lögreglan að konan hafi ætlað að smygla sér inn í landið með þessum hætti. Hún er taiin hafa dáið úr kulda eða af völd- um köfnunar. Líkið fannst er tollverðir urðu þess varir að enginn virtist eiga tösku eina stóra sem stóð í einum salnum, þar sem Lufthansa frá Vestur- Þýskalandi, flugfélög Japans og Suður-Kóreu skila venjulega farangri til farþega sinna. Böndin berast að tveim síðast nefndu félögunum, því talið er að konan kunni að vera kóresk eða japönsk. En ekkert er vitað með vissu og málið er í rann- sókn. 130 vísmdamenn til Grænlands Kaupmannaböfn, 9. júní. Frá Nib Jörgen Brnun fréttaritara Mbl. Um 150 vísindamenn og sérfræð- ingar frá 13 löndum gista Græn- land vikuna 6. til 13. september nsstkomandi, er þar verður hald- in svokölluð POAC-ráðstefna. Ráðstefnan fjallar um hönn- un hafnar- og sjávarmannvirkja við heimskautaaðstæður. Þátt- takendur eru m.a. frá Banda- ríkjunum, Kanada, Norðurlönd- unum, Sovétríkjunum, Kína og Japan. Ráðstefna af þessu tagi hefur verið haldin árlega í hinum ýmsu ríkjum frá árinu 1971. Veður víða um heim Akureyri Amaterdam Aþena Barceiona Berlín Brussal Chtcago DuMin Feneyjar Frankfurt Genl Helainki Hong Kong Jeruaalem Kaupmannahöln Las Palmaa Liaaabon London Los Angeles Luxemborg Malgjg Mallorka Miami Montreal Moskva »»--V/vrlr IWW TOfK Osló París Peking Reykjavík Río de Janeiro Rómaborg Stokkhólmur Sydney Tókýó Vinarborg Þórshötn 1 tóttskýjaö +2 skýjaö 16 skýjaö 1 heiösklrt 10 skýjaö 0 snjókoma +3 snjókoma 5 skýjaö +5 alskýjað +7 snjókoma +10 skýjaö +15 snjókoma 14 skýjaö 16 skýjaö +6 bjart 20 bjart 10 skýjaö 3 skýjaö 17 bjart +13 snjókoma 10 súld 7 hólfskýjaó 24 skýjaö +14 sólskin +4 skýjaö 3 skýjaö +12 skýjaö +6 skýjaö 2 skýjaö +1 úrk. í gr. 35 rigning 3 snjókoma 12 bjart 36 skýjaö 9 skýjaö +12 skýjað 2 skýjaó Símamynd/AP Myndin var tekin á fundi þeirra Shultz og Gromykos og sitja utanríkisráðberrarnir hvor gegnt öðrum. Gromyko bendir á Shultz og virðist vera að segja eitthvað skemmtilegt eins og sjá má á andlitum annarra fundarmanna. Gromyko hótaði að ganga af fundinum Var óánægður með tilraunir Bandaríkjamanna með varnarvopn í geimnum Genf, 9. janúar. AP. ANDREI A. GROMYKO, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hafði í hótunum um að ganga út af fundinum með George P. Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og gera þar með að engu vonir manna um nýjar afvopnun- arviðreður. Eru þessar upplýsingar hafðar eftir háttsettum, bandarískum embættismönnum. Kenneth Adelman, forstöðu- maður bandarísku afvopnunar- stofnunarinnar, og Robert C. McFarlane, öryggisráðgjafi Hvita hússins, sögðu, að það, sem hefði farið fyrir brjóstið á Gromyko, væri rannsóknir Bandaríkja- manna á varnarvopnum í geimn- Ixmdim. kóm. Bonn, 9. janómr. AP. LEIÐTOGAR vestrænna ríkja, aðrir frammámenn þar og fjölmiðl- ar hafa einróma fagnað samkomu- lagi stórveldanna um nýjar afvopn- unarviðræður. í ítölskum blöðum sagði, að „martröð samskiptaleys- isins væri lokið“ og að samkomu- lag utanríkisráðherranna hefði náðst fyrr en nokkurn óraði. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Breta, fagnaði samkomulaginu mjög og sagði, aö stjórn sín styddi einhuga þau markmið, sem að væri stefnt, að koma í veg fyrir vígbúnaðar- kapphlaup i geimnum og draga úr því á jörðu niðri. Hún minntist hins vegar ekki á kjarnorkuvopn Breta enda undanskilja þeir þau í samningaviðræðum stórveldanna á sama hátt og Frakkar. „Shultz og Gromyko tókst það,“ sagði La Stampa, virt, ítalskt dagblað í Tórínó. „Eftir 13 mánuði er martröð samskiptaleysisins lokið. Það óvissu ár 1984 er komið upp á háaloft." önnur blöð tóku í sama streng, jafnt þau til vinstri sem hægri. Búist var við yfirlýs- ingu frá Craxi, forsætisráðherra, seinna í kvöld. Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, sagði í dag eftir fund með Richard Burt, að- stoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, að samkomulagið væri mjög uppörvandi og bar lof á um. Hélt hann því fram með mik- illi þykkju, aö um væri að ræða árásarvopn en Shultz bar á móti því og sagði, að tilraunirnar væru gerðar í varnarskyni eingöngu. Að lokum samdist þó um að ræða geimvopnin og gífurleg ratsjár- mannvirki Sovétmanna í Síberíu bandarísku sendinefndina í Genf fyrir fumlaus vinnubrögð. Viðbrögðin hafa verið með sama hætti í öðrum vestrænum ríkjum sérstaklega þegar sest verður að samningaborðinu. í sameiginlegri yfirlýsingu segir, að takmarkið með þeim viðræðum verði „að koma í veg fyrir vígbúnaðar- kapphlaup í geimnum". Á blaða- mannafundi seint í gærkvöldi sagði Shultz hins vegar, að ólík- legt væri, að Bandaríkjamenn féll- ust á að hætta þessum rann- sóknum sínum. „Við erum ein- faldlega mótfallnir því að semja um það, sem við vitum ekki hvað og hvarvetna binda menn vonir við, að afvopnunarviðræðurnar verði upphafið að friðvænlegri heimi. er,“ sagði Shultz og átti þá við, að varnarvopn í geimnum eru enn sem komið er lítið meira en óljós hugmynd. I samkomulagi utanríkisráð- herranna er gert ráð fyrir tveimur öðrum viðræðunefndum og á önn- ur að ræða leiðir til að vinda ofan af vaxandi fjölda langdrægra eldflauga, sprengjuflugvéla og kafbáta en hin á að vinna að fækk- un meðaldrægra eldflauga. Lokat- akmarkið er þó, segir í yfirlýsing- unni, „að uppræta öll kjarnorku- vopn“. Á blaðamannafundinum varaði Shultz við of mikilli bjartsýni og sagði, að auðvitað væri engin vissa fyrir samningum um eitt eða neitt, og talsmaður sovéska utan- ríkisráðuneytisins, Vladimir Lom- eiko, tók í sama streng og sagði, að hér væri aðeins um að ræða fyrsta skrefið og vonandi fyrsta skrefið af mörgum. Þessi samningur utanríkisráð- herranna um nýjar afvopnunar- viðræður þykir rós í hnappagatið fyrir Shultz, sem nú er að ljúka sínu fyrsta kjörtimabili en Reag- an, forseti, sver embættiseið sinn öðru sinni í þessum mánuði. Moskvubúar varpa öndinni léttar: „Nýja árið færir okkur góða frétt“ Monkru, 9. janúar. AP. FRfiTTIRNAR berast fljótt manna á milli í Moskvu og árla morguns virtust allir vera með á nótunum. Sovétstjórnin og sú bandaríska höfðu fallist á nýjar afvopnunarviðræður og það var engu líkara en fargi væri af fólkinu létt eftir fjandskaparfullt ár í samskiptum ríkjanna. Moskvubúar, sem teknir voru tali á snæviþöktum strætum borgarinnar, voru allir á einu máli um að samkomulagið væri mikil gleðitíðindi. „Þetta er ánægjulegt," sagði Viktor Var- onkov, sem var að versla með konu sinni, „nú getum við kannski gert okkur vonir um frið og farsæld á jörðunni." Flokksmálgagnið Pravda var eina blaðið með fréttina um samkomulagið vegna þess, að hún kom of seint fyrir önnur, en fréttin var hins vegar lesin upp i morgunútvarpinu og varð strax aðalumræðuefnið manna á með- al. Var fólk augljóslega allshug- arfegið og er haft eftir erlendum fréttamönnum í Moskvu, að lík- lega hafi sovéskur almenningur haft meiri áhyggjur af ástandi heimsmálanna en Vesturlanda- menn gerðu sér grein fyrir. „Hvað verður?“, „Verður styrjöld?", „Hvar endar þetta?“ voru spurningarnar, sem voru á allra vörum í fyrra, en brúnin lyftist nokkuð á fólki þegar fundur þeirra Shultz og Grom- ykos var ákveðinn. „Nýja árið færir okkur góðar frettir,” sagði Mikhail, aldraður Moskvubúi, „og við skulum vona, að árangur- inn verði góður.“ Það var bandarískur frétta- maður, sem tók Moskvubúana tali, og á einum stað hitti hann hermann í fullum skrúða, sem var ekki alveg viss um, að sam- komulagið þýddi endilega, að sovéskir hermenn ættu að vera kumpánlegir við útlendinga. „Við ættum að ræðast við,“ sagði hann dálítið hranalega og hraðaði sér burt. „Við erum allir fyrir slökunina." „Martröð samskipta- leysisins er lokið“ Mikil ánægja á Vesturlöndum med samkomulag stórveldanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.