Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 21
Vedurfar á Egilsstöðum er nú sem á útmánuðum væri. MorgunbiaSið/óiafur
Egilsstaðir:
Einmuna veðurblfða
Egilaslödum, 5. janúar.
ÞAÐ ER nær samdóma álit manna hér um slóóir að ársins 1984 verði fyrst og
fremst minnst fyrir fádæma milt og gott veðurfar — einmuna veðurblíðu.
mönnum og hefja útgerð á stærri
bátum hafa verið seinvirkar.
Mestur hluti strandveiðimanna
býr í smáþorpum sem eru dreifð
um strönd Nýfundnalands og
hinna Atlantshafsfylkjanna. I
þessum þorpum er ekki aðra at-
vinnu en tengda sjávarútvegi að
fá. Því er litið svo á að tækninýj-
ungar og afkastameiri veiði- og
vinnslutækni auki atvinnuleysi i
þessum bæjum. Sú undarlega að-
staða hefur því skapast í mörgum
þessara þorpa, eftir áratuga and-
spyrnu gegn tækniþróun, að veiði-
aðferðir minna á þær sem tíðkuð-
ust á íslandi um aldamótin.
Þótt haldið hafi verið í vinnu-
aflsfrekar veiðiaðferðir er mikið
atvinnuleysi á Nýfundnalandi og
öðrum útgerðarsvæðum. Á Ný-
fundnalandi er mælt atvinnuleysi
um 20%, en ofan á það kemur að
þátttaka fólks í vinnumarkaðnum
er um 20% lægri en gengur og ger-
ist í Kanada. Atvinnuleysi á Ný-
fundnalandi er því stundum reikn-
að þannig að 40% af vinnufæru
fólki hafi ekki vinnu.
Gæði og markaðsmál
Við tslendingar þurfum að
óttast aukna vitund Kanada-
manna um hvað sjávarútvegur
getur gefið þeim í aðra hönd. 1983
kom út nákvæm og óvenjuvel unn-
in skýrsla um sjávarútveg
Atlantshafssvæðapna „Navigat-
ing Troubled Waters" (venjulega
nefnd Kirby-skýrslan eftir for-
manni nefndar þeirrar sem gerði
skýrsluna). Þar er talið nauðsyn-
legt að Kanadamenn auki hlut-
deild sína (á kostnað íslendinga og
Norðmanna) í freðfiskmarkaðnum
í fiskverslunina og gera hana á ný
samkeppnisfæra á Miðjarðar-
hafsmörkuðum. Hvatt er til að
unnin verði skreið (sem ekki er
gert þessa stundina í Kanada) og
hún seld til Nígeríu.
í stuttu máli má segja, að Kan-
adamenn vanti aðallega tvennt til
að framkvæma áform af þessu
tagi. í fyrsta lagi þarf að endur-
bæta gæðin, en léleg gæði hafa
verið stöðugt vandamál. í öðru
lagi hafa markaðsmál og skipu-
lagning á sölumálum lengi verið í
ólestri.
Hvað gæðin varðar hefur sam-
bandsstjórnin mótað Gæðabóta-
áætlunina (The Quality Improve-
ment Program) en framkvæmd
hennar er stjórnað af sjávarút-
vegsráðuneyti Kanada. J þessari
áætlun felast strangari kröfur um
meðferð fisks á sjó og við vinnslu í
landi. Fiskeftirlit hefur verið auk-
ið og hert á gæðastöðlum við fisk-
mat. Að sögn aðila innan sjávar-
útvegsráðuneytisins hefur á
tveimur undanförnum árum mátt
sjá verulegar breytingar til batn-
aðar í gæðum kanadísks fisks.
Hingað til hefur lítil samvinna
verið milli kanadískra fyrirtækja í
fisksölumálum. Fyrirtækin voru í
harðri samkeppni hvert við annað
á Bandarikjamarkaði og höfðu
enga samvinnu um sameiginleg
hagsmunamál, svo sem leit að nýj-
um mörkuðum. Það er þó hætta á
að þetta breytist í framtíðinni þar
sem mestur hluti fiskiðnaðarins er
nú rekinn af tveimur fyrirtækjum,
sem ætti að gera samvinnu um
slik mál handhægari.
John Fraser, sjávarútvegsriðherra
sambandsstjórnar Kanada.
í nýlegri för annars höfundar
þessarar greinar um Nýfundna-
land varð vart við mikinn áhuga
fiskimanna og annarra aðila inn-
an sjávarútvegs á því að opinberir
aðilar stofnuðu sölusamband sem
annaðist markaðsmál. Þetta sam-
band hefði það hlutverk að greiða
fyrir sölu á fiski til Bandarikj-
anna og leitaði þar að auki mark-
aða í öðrum löndum. Liklegt er að
nefnd af þessu tagi gæti styrkt
samkeppnisaðstöðu kanadísks
fisks gagnvart öðrum framleiðslu-
þjóðum.
Þó að aðgerðir af þessu tagi séu
hafnar til endurbóta sem miðast
að því að koma traustari fótum
undir sjávarútveginn, er ástandið
á þessari stundu ekki gott. Tölu-
vert verðfall hefur orðið á kan-
adískum fiski. f Kanada er verð-
fallið talið hafa orðið fyrir sök ís-
lands, Noregs og Danmerkur.
Gjaldmiðlar þessara landa hafi
fallið meira gegn Bandaríkjadoll-
ara en Kanadadoilari og því flæði
fiskur frá þessum löndum til
Bandaríkjanna. fslendingar og
Norðmenn hafi auk þess tekið fisk,
sem hefði annars farið til Nígeríu
sem skreið, og unnið hann í blokk
til Bandaríkjanna. Af þessu hafi
leitt offramboð á fiski á Banda-
ríkjamarkaði sem sé svo orsök
þess að verð hafi lækkað undan-
farið ár.
Væringar í
markaðsmálum
Nú verður hin nýja stjórn
Framsækna íhaldsflokksins að
ákveða hvort aðgerðum Frjáls-
lyndra verði áfram haldið. Bein
fjárhagsaðstoð verður að koma til
F.P.I. fljótlega hvað sem ákveðið
verður. f Bandaríkjunum er slík
fjárhagsaðstoð litin hornauga.
Hér muna stjórnmálamenn eftir
verndartollum Bandaríkjamanna
á framleiðslu frá Nova Scotia-
verksmiðju franska hjólbarða-
framleiðandans Michelin árið
1973. Sambandsstjórnin í Ottawa
og fylkisstjórnin í Nova Scotia
veittu Michelin skattaívilnanir og
lán á mjög lágum vöxtum til að fá
Frakkana til að reisa verksmiðju
sína á svæði í Nova Scotia þar sem
atvinnuleysi var mikið. Banda-
ríkjamenn litu svo á að þetta gerði
Michelin kleift að selja hjólbarða
sína á lægra verði en ella í Banda-
ríkjunum. Tollar voru því settir til
að afnema áhrifin af ríkisaðstoð-
inni á verð hjólbarða sem Michel-
in seldi frá Kanada til Bandaríkj-
anna. Það sama er upp á teningn-
um í dag. Núna vilja bandarískir
framleiðendur fá tolla á kanadísk-
an saltfisk og frystar blokkir til að
vega á móti ríkisaðstoð við endur-
skipulagningu kanadísks fiskiðn-
aðar.
Hvað saltfiskútflutning varðar,
er framleiðandi í Puerto Rico, sem
er hluti af Bandaríkjunum, búinn
að kæra sex kanadíska saltfisk-
seljendur fyrir að selja saltfisk í
Bandaríkjunum undir kostnaðar-
verði (dumping). Ríkisfyrirtækið
Canada Saltfish Corporation er
eitt af þessum sex kanadísku
fyrirtækjum. Málflutningur hefur
þegar farið fram og var niður-
staða rannsóknaaðila hjá banda-
rísku Alþjóða verslunarnefndinni
(International Trade Commiss-
ion), sem úrskurðar í slíkum mál-
um, væntanlegur fyrir árslok 1984.
Það sama er upp á teningnum er
frysta fiskinn varðar, bandarískir
framleiðendur og dreifingaraðilar
á fiski eru að biðja um verndar-
tolla til að vega upp á móti ríkis-
aðstoð við keppinauta þeirra í
Kanada. Sækjendur i málinu
halda því fram að ríkisaðstoðin
geri kanadískum framleiðendum
kleift að bjóða fiskinn á lægra
verði en eðlilegt sé. Skýrsla um
staðreyndir málsins (Finding of
Facts) var væntanleg frá sömu
nefnd og í saltfiskmálinu um
miðjan desember 1984. Kanada
hefur staðið af sér samskonar
kærur í timbri og stáli, en tapað
deilum um kartöfluútflutning.
Hér í Kanada óttast stjórnvöld að
bandarískir framleiðendur hafi
jafnvel sterkari aðstöðu en banda-
rísku kartöfluframleiðendurnir
höfðu í sínu máli. f kanadíska
sjávarútvegsráðuneytinu ríkir þó
ekki eins mikil svartsýni. Okkur
var bent á að þessar verndartolla-
árásir mætti að verulegu leyti
rekja til lélegs efnahagsástands í
Bandaríkjunum, og auðveldast
væri að ráðast á Kanada.
Þótt ýmis vandamál steðji
þannig að kanadískum sjávarút-
vegi og brösulega hafi gengið að
koma þessum iðnaði á traustari
grundvöll, eru ýmis merki á lofti
um að framtíðin sé bjartari. Lík-
legt er að bætur í gæðamálum og
betri skipulagning markaðsmála
geri Kanadamönnum kleift að ná
undir sig stærri hluta bandaríska
freðfiskmarkaðarins og að þeir
verði einnig hættulegri keppinaut-
ar fslendinga á öðrum mikilvæg-
um fiskmörkuðum.
Halldór Pétur Pálsson
BA rióskiptafræði og hagfræói frá
Sir Wilfrid Laurier-háskóla, Wat-
erloo, Ont 1980, MA hagfræói frá
Waterloo-háskóla 1982. Stundar
nám rió Carleton-háskóla, Ottawa,
frá haustinu 1982 í PHD í hag-
fræói.
Sigmar V. Þormar
BA-próf íþjóófélagsfræóum frá
Háskóla Islands 1982. MA-próf í
þjóófélagsfræóum trá Carleton-
báskóla, Ottawa 1984. Stundar nú
nám í þjóóhagfræói í Ottawa.
Ekki urðu nein veðraskil við
áramótin. Nýja árið heilsaði með 8
stiga hita, og vonskuveðrið sem
gengið hefur yfir Suður- og Vest-
urland hefur ekki náð hingað.
Á Egilsstöðum kvöddu menn
gamla árið og fögnuðu nýju á
vanabundinn hátt. Safnast var
Ræðumaður á útifundinum, sem
fram fór framan við ráðhús stað-
arins, var Pétur Pétursson læknir.
Að útifundinum loknum var farin
blysför um bæinn og gengið upp í
svokölluð Ból í Traðarhyrnu hér
ofan við bæinn þar sem kveikt var
saman við áramótabrennu, skotið
upp flugeldum og efnt til dans-
leiks í Valaskjálf sem stóð fram á
nýársdagsmorgun.
Héraðsmenn virðast bjartsýnir
á nýbyrjuðu ári og á veðurblíðan
þar sjálfsagt sinn drjúga þátt.
— Olafur.
í bálkesti. Um sextíu manns tóku
þátt í þessum mótmælum. Jafn-
framt var sama dag borið dreifi-
bréf í hús bæjarins þar sem áróð-
ur gegn kjarnorkuvá og auknum
vígbúnaði í heiminum var árétt-
aður enn frekar. Gunnar
Frá Útifundinum í Bolungarvík. Morgunblaöið/Gunnar
Bolungaryík:
Sextíu manns í fríðargöngu
Bolungam'k, 4. janúar.
ÚTIFUNDUR og blysfor gegn kjarnorkuvá var haldinn í Bolungarvik laugar-
daginn 22. desember sl. Aðgerðir þessar voru á vegum Friðarsamtaka Norð-
urhafa að sögn Kristins H. Gunnarssonar, sem er einn af forsvarsmönnum
þeirra.
GJAFAVORUR 20% AFSL. }
HEIMILISTÆKI 10% AFSL. j
HÚSGÖGN 10% AFSL. !
FATNAÐUR 30-80% AFSL.
Auk ýmissa sértilLoöa!
LAIA