Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 10.01.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 59 VELVAKANOi SVARAR í SÍMA 10100 KL 11—12 frámAnudeqi TIL FÖSTUDAGS tíUi i) ir Þjóðarbókhlaðan og Seðlabankinn Gömul kona skrifar: Kæri Velvakandi. Mikil óprýði þykir mér að múrhlunkum þeim sem forráða- menn þjóðarinnar vilja kalla Þjóðarbókhlöðuna og Seðlabank- ann. Og ekki eru allir sammála um hversu brýn þörf er fyrir þessar nýju byggingar. í annars fallegu umhverfi, þar sem eru Þjóðminjasafnið, Há- skólinn og Gamli kirkjugarður- inn, húkir þetta hússkrípi Þjóð- arbókhlaðan og stingur mann í augun, svo liggur við að maður klökkni. Og nú á gamli góði Melavöllurinn að hverfa, svo að enn betur sjáist í ómyndina. Ekki treysti ég mér til að fá vitneskju um hversu miklu al- menningsfé hefur verið varið til byggingar þessarar múrklessu. Slíkar upplýsingar yllu mér vafalaust enn meira hugarangri. Þeir menn, sem forystu um þetta mál hafa haft, hljóta að vera frámunalega smekklausir, svo ekki sé meira sagt. Og svo er það Seðlabankinn. Það er jafnvel enn verra mál en hitt. Þarna hangir klessuverkið utan í fallegum Arnarhólnum, þar sem stytta Ingólfs hefur ávallt staðið hátt og með reisn. Nú hrópar bankabyggingin á athygli manna þegar litið er að Hólnum. Og það væri kannski sök sér ef að um fagurt mann- virki væri að ræða. Já, virki, það er rétta orðið. Það lítur einna helst út fyrir að bankayfirvöld búist við strandhöggi við Skúla- götu, að herskip sigli inn flóann og hefji skotárás. Slíkur er frá- gangur hússins. Svo er eðalsteinum að austan klesst utan á steypufstyrmið og virkið klætt að ofan með fokdýr- um kopar, en jafnvirði hans hefði fætt ófáar fjölskyldurnar í ófáum verkföllunum, já eða ver- ið góð afborgun á erlendum skuldum. Þó að ég sé gömul kona þá finnst mér margar nýjar bygg- ingar hér til prýði, svo að ekki er ég bara gamaldags og þröngsýn. Til dæmis finnst mér húsið sem reist var við hlið Hótels Borgar falla vel inn í gamla tímann. En það á að vera stolt landsmanna að byggingar eins og Þjóðar- bókhlaðan og Seðlabankinn séu fallegar. Og ég og margir aðrir skömmumst okkar fyrir þessi bákn og er vonandi að þeir sem að byggingu þeirra hafa staðið vandi sig meira í framtíðinni. Er vonandi að tónlistarhöllin í Oskjuhlíð verði hönnuð af meiri vandvirkni. Þakkarávarp Þökkum hjartanlega öllum þeim er heimsóttu okkur á 50 ára hjúskaparafmæli okkar, einnig þeim er sendu okkur símskeyti, blómvendi og fleira. Viö óskum þeim öllum farsœldar á komandi árum. Karen og Bjarni Andrésson. AFMÆLISÞAKKIR Þakka öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum, heillaóskum og gjöfum á 90 ára afmæli mínu. Oska öllum árs og friðar. Jón Helgason. Innilegustu þakkir fyrir sýndan hlýhuy og vinsemd á 70 ára afmæli mínu 17. desember sl. Kristján Fjeldsted, Ferjukoti. Sýnum ölvuðum ökumönnum enga miskunn E. Vala skrifar: Kæri Velvakandi. Ég vil taka undir orð Þorbjarg- ar J.G. er birtust í dálkum þínum fyrir nokkru, um varúðarráðstaf- anir gegn drukknum ökumönnum. Þetta voru orð í tíma töluð. Það er allt of oft sem maður veit af fólki sem er að aka undir áhrifum áfengis og kemst upp með ótal sinnum. Það er svo sannarlega mál til komið að þetta fari að breytast og eftirlit verði a.m.k. hert um helgar með bifreiðum, sérstaklega fyrir utan skemmtistaði. Það þarf að hafa sektir við þessu miklu hærri en nú er og allavega jafn langa fangelsisvist og þeir fá er fremja glæpi eins og líkamsárás. Þetta er í raun og veru morðtilraun hjá þeim ökumönnum sem smakka áfengi og aka svo. Það á enga mis- kunn að sýna í þessum efnum, því fólki er algerlega í sjálfsvald sett hvort það sest undir stýri eður ei. Hugarfarið sem skiptir máli Kirkjuunnandi skrifar: í framhaldi af bréfi í Velvakanda 8. janúar 1985 um steypugjöf B.M. Vallár, til Hallgrímskirkjusóknar, finnst mér að koma mætti fram, að algengt er að stórkaupendur á steypu fái verulegan afslátt frá skráðu verði. Hef ég heyrt að þessi afsláttur geti numið 20—30%. Sé þessu bætt við útreikning i um- ræddu lesendabréfi, þá finnst mér nú gjöfin fara að minnka frá því sem blöðin skýrðu frá. En það er ekki stærð gjafa sem skiptir máli, heldur hugarfarið, að því er kristin kenning segir. P.S. Leiðinlegt er þó að sjá hversu Hallgrímskirkja er illa farin af al- kalískemmdum, sem getur orðið dýrt að bæta. Festum endurskins- merkin rétt Kiríka Friðriksdóttir hringdi: Ég vildi koma hér að dálítilli athugasemd í sambandi við fyrir- spurn í Velvakanda sl. laugardag um það hvar endurskinsmerki eru seld. Það er ekki nægjanlegt að festa einhvers staðar utan á sig endur- skinsmerki og halda svo að maður sé óhultur í umferðinni. Ríkis- rannsóknastofnun Svíþjóðar hefur gert rannsókn á því hvar festa beri endurskinsmerki á menn og birtust niðurstöðurnar í bók sem nefnist „Barn och trafik“. Þar segir að algerlega tilgangs- laust sé að festa endurskinsmerki á bak sér og eins að notast við álímd merki. Heldur skal fólk festa á báðar hliðar utanyfirflíkur Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvf ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvf til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér f dálkunum. sinnar, sitt hvort endurskins- merkið og skal það hanga laust í bandi. Bandið á að vera a.m.k. 30 sm langt og í það minnsta í 60 sm hæð frá jörðu. Brýnt er að fólk hafi þetta í huga í skammdeginu þegar slæmt er skyggnið og slysa- hætta eykst. Rangt farið með í minningargrein A.R. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: Mig langar að koma hér að at- hugasemd við minningargrein sem Ævar Kvaran skrifar um Emilíu Borg og birtist í Morgunblaðinu sl. þriðjudag. Þar fullyrðir Ævar, að Gunnar eiginmaður Þóru, systur Emilíu, hafi verið skotinn í misgripum af varnarliðsmanni á Keflavíkurflug- velli, en þó að ég hafi aðeins verið tveggja ára er þessi atburður átti sér stað, veit ég betur. Gunnar dó snemma árs 1942 en þá var varnarliðið ekki komið til sögunnar. Hann var skotinn af amerískum hermanni og átti atvik- ið sér stað einhvers staðar inn við Engjaveg. Þetta vakti undrun mína er ég las minningargreinina, þar sem Ævar er fróður maður og aldrei hefur hann farið með rangt mál á prenti eða annars staðar. Enn um Dallas 2584-8683 hringdi: Ég vil taka undir orð einnar 10 ára sem skrifar í Velvakanda sl. þriðjudag og biður um að Dallas- þættirnir verði sýndir á ný í sjón- varpi. Enn eiga ekki allir mynd- bandstæki, þó að myndbandaæðið sé að tröllríða öllu hér sem annars staðar. því geta ekki allir tekið þættina á leigu á myndböndum. SVGeA V/GGA fi llLVtfUM !1:| • • EINKARITARA SKÓUNN ííSSSí m ffffiífí: •XWXv ||| ::::::::::::::::: nr Skólinn tekur til starfa 14. janúar. Námsgreinar verða: ÍSLENSKA - BÓKFÆRSLA TOLLUR - TÖLVUFRÆÐI ENSKA _ SKJALAVARSLA SÍMSVÖRUN - BANKASKJÖL LÖG OG FORMÁLAR VÉLRITUN O.FL. Innritun í Einkaritaraskólann fer fram kl: 13.00 — 17.00 í síma 10004 — 11109 MÁLASKÓUNN BRAUTARHOUI4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.