Morgunblaðið - 10.01.1985, Síða 42

Morgunblaðið - 10.01.1985, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JANtJAR 1985 Stofnfundur Óðins FUS Mánudaginn 13. nóvember síð- astliðinn var haldinn stofnfundur félags ungra sjálfstcðismanna á Austurlandi. Stofnfundurinn var haldinn í félagsheimilinu Valaskjálf á Egilsstöðum. Fundurinn var ágæt- lega sóttur og mikill hugur í stofn- félögum að standa vel að félags- starfinu. Fundinn sátu formaður SUS, Geir H. Haarde auk nokkurra stjórnarmanna SUS. Samþykkt var að félagið skyldi bera nafnið Óðinn, en félag með því nafni var starfandi á Egils- stöðum fyrir nokkrum árum. Garðar Vilhjálmsson var kjörinn formaður á stofnfundinum, en auk hans voru kjörin í stjórn: Birna Guðmundsdóttir, Hilmar Bjarnason, Kristín Guðmunds- dóttir og Vignir Elvar Vignisson. Sambandsráðs- fundur á Hellu Menntamálaráðstefna SUS á Akureyri ÞANN 17. nóvember síðastliðinn hélt SUS ásamt Verði, FUS á Akur- eyri, og Víkingi, FUS á Sauðárkróki, ráðstefnu um menntamál. Ráðstefnan var haldin i Kaup- angi, í húsnæði sjálfstæð- isfélaganna á Akureyri. Friðrik Friðriksson 1. varaformaður SUS setti ráðstefnuna, en síðan flutti menntamálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, stutt ávarp. Að því loknu fluttu þeir Atli G. Eyjólfs- son læknir og Jón H. Magnússon verkfræðingur erindi. Atli fjallaði í máli sínu um starf og niðurstöð- ur þróunarnefndar Háskóla Is- lands, en Jón ræddi um tækni- væðingu atvinnulifsins og það hlutverk skóla, að veita tækni- menntun í samræmi við síauknar kröfur atvinnulífsins. Að loknum hádegisverði heim- sóttu ráðstefnugestir Verk- menntaskólann á Akureyri, en sem kunnugt er flutti hann í nýtt húsnæði fyrr á þessu ári. Skóla- meistari Verkmenntaskólans vís- aði veginn um hin glæsilegu húsa- kynni skólans og vakti það m.a. athygli gestanna að nemendur skólans höfðu sjálfir lagt hönd á plóginn við smíði hússins. Eftir skoðunarferðina hélt svo ráðstefnan áfram i Kaupangi, með erindi Salóme Þorkelsdóttur, alþingismanns, en hún fjallaði um álit nefndar sem skipuð var af Al- þingi til þess að gera úttekt á sambandi heimila og skóla. Loks flutti Þorvarður Elíasson, skóla- stjóri Verslunarskóla Islands er- indi sem hann nefndi: Menntun — seld þjónusta eða gefin? Þar fjall- aði hann um það hvort þeim pen- ingum sem við íslendingar verj- um til skólamála væri eins vel varið og kostur er. Hann taldi svo ekki vera og kynnti hugmyndir sínar um nýtt fyrirkomulag á fjárveitingum til skólamála, allt frá grunnskólastigi til háskóla- stigs. Erindi Þorvarðar vakti mikla athygli og urðu líflegar um- ræður meðal ráðstefnugesta um tillögur Þorvarðar. Húsfyllir var á ráðstefnunni og urðu fjörugar umræður. Ráð- stefnustjórar voru þeir Davíð Stefánsson formaður Varðar og Ari Jóhann Sigurðsson formaður Víkings. Helgina 24. og 25. nóvember, síð- astlióinn, hélt Samband ungra sjálfstæóismanna sambandsráðs- fund sinn, en fundur af þessu tagi er haldinn annaó hvert ár, þaó ár sem SUS-þing er ekki haldið. Fund- urinn var haldinn á Hellu á Rang- árvöllum. Viðfangsefni þessa fundar var tvíþætt. I fyrsta lagi var rætt um skipulag SUS og tengsl félaganna um land allt, við skrifstofuna í Reykjavík. Aðildarfélög SUS eru nú 21 og er fyrirhugað að stofna fleiri á þessu ári. Meginefni fundarins var þó kynning á starfi vinnuhóps sem stjórn SUS skipaði haustið 1983 til þess að gera tillögur um fram- tíðarskipan velferðarkerfisins, með það fyrir augum að nýta bet- ur þá fjármuni sem til velferð- armála er varið og einnig kanna nýjar leiðir til að veita nauðsyn- lega þjónustu á annan hát en nú er gert. Vilhjálmur Egilsson hagfræð- ingur kynnti tillögur í fram- færslumálum, það er almanna- trygginganiálum og starfsemi líf- eyrissjóða. I máli hans kom meðal annars fram að á síðustu árum hefur það nokkrum sinnum gerst að atvinnuleysisbætur hafa verið hærri en dagvinnutekjur, svo það Stjórn Þóre (efri röó frá vinstri): Einar V. Einareson, Björgvin Guðjóns- son og Sveinn Knútsson. Neóri röð: Benjamín Jósefsson og Jón Helga- son. Fréttir frá Þór FUS á Akranesi Á SÍÐAS’TA starfsári var starfsemin meó hefðbundnum hætti. Haldnir voru sex bókaðir stjórnarfundir auk fjölmargra óbókaðra funda. Félags- menn tóku þátt í störfum nefnda á vegum fulltrúaráósins og einnig tóku þeir þátt í störfura Sambands ungra sjálfstæóismanna. Haldin var ráðstefna um áfeng- is- og fíkniefnamál og voru fengn- ir fyrirlesarar frá SÁÁ og sjúkra- húsinu á Akranesi. Ráðstefna þessi tókst mjög vel og var mjög fróðleg. SUS hélt ráðstefnu um land- búnaðarmál í Borgarnesi i haust og tók Þór þátt í undirbúningi hennar. .ti----------------- Aðalfundur Þórs var haldinn sunnudaginn 28. október síðastlið- inn. Benjamín Jósepsson var endurkjörinn formaður, en aðrir í stjórn voru kjörnir: Jón Helgason (varaformaður), Sveinn Knútsson (ritari), Einar V. Einarsson (gjaldkeri), Björgvin Guðjónsson, Guðfinnur Birgisson og Ólafur Hallgrímsson. Stefnt er að því að halda opinn fund um sjávarútvegsmál í janú- ar, en einnig hefur stjórnir ákveð- ið að gera átak í félagaöflun og eru ungir sjálfstæðismenn á Akranesi hvattir til að skrá sig í félagið. Morgunbladið/M. Hjörleifsson Stjórn Stefnis næsta starfsár. Fremri röð f.v.: Þórdís Þóredóttir, Unnur Berg, Þórarinn Jón Magnússon, Lovfsa Árnadóttir og Sigrún Traustadótt- ir. Aftari röó: Guðmundur Á. Tryggvason, Jóhann Ulfarsson, Oddur H. Oddsson, Haraldur Hansen og Eyjólfur Ámundason. Aðalfundur Stefnis í Hafnarfirði AÐALFUNDUR Stefnis var haldinn þann 6. nóvember síóastlióinn. (>estur fundarins var Friðrik Frió- riksson, varaformaður SUS. I skýrslu stjórnar kom fram að starfið var mjög öflugt á siðasta starfsári og mikið um fundi og ýmiss konar skemmtanir og ferðalög fyrir félagsmenn. Þórar- inn Jón Magnússon var endur- kjörinn formaður Stefnis. Á þessu starfsári hefur verið bryddað uppá þeirri nýjung i starfinu að halda hádegisverðar- fundi einu sinni í mánuði. Gestur fyrsta fundarins var Geir H. Haarde formaður SUS og aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Starfsáætlun Stefnis til vors verður dreift í hvert hús í Hafnar- firði nú á næstunni. hefur jafnvel ekki borgað sig fyrir suma einstaklinga að reyna að sjá fyrir sér og sínum með vinnu. Vil- hjálmur benti einnig á að með sama áframhaldi er hætt við að lífeyrissjóðir landsmanna, sem brunnu upp í verðbólgunni og neikvæðum raunvöxtum, geti ekki staðið við skuldbindingar sinar um næstu aldamót, það er eftir 15 ár. Auðun Svavar Sigurðsson hafði framsögu um tillögur hópsins í heilbrigðismálum. Hann fjallaði um það fyrirkomulag sem nú tíð- kast gjarnan á heilbrigðisstofn- unum, að það séu sameiginlegir hagsmunir lækna og sjúklinga að eyða peningum. Þar veitir einn aðili öðrum þjónustu og sendir svo þriðja aðila reikninginn. I niðurstöðum velferðarhópsins svokallaða er lagt til að i auknum mæli verði farið að nota kostnað sem stjórntæki og lögð áhersla á að neytendum heilbrigðisþjónust- unnar sé gerð grein fyrir raun- verulegum kostnaði til dæmis vegna lyfjagjafar, jafnvel þótt bein þátttaka sjúklinga i kostnaö- inum yrði litil sem engin. Einnig taldi Áuðun nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á fyrirbyggjandi starf í heilbrigðismálum en nú er gert. Eirikur Ingólfsson viðskipta- fræðinemi fjallaði um álit vel- ferðarhópsins i menntamálum. Þar er Iögð áhersla á að sjálfstæði skólastofnana verði aukið og valfrelsi nemenda á milli skóla- stofnana verði aukið. Einnig var fjallað um tillögur sem snerta námslánakerfið, gerð námsgagna og margt fleira. Á fundinum urðu mjögfjörugar umræður um þessar tillögur, en þær verða kynntar betur á næstu vikum. Fyrirhugað er að halda ráðstefnur á vegum SUS, um vel- ferðarmálin, i siðari hluta febrú- ar, væntanlega í Reykjavík. Nomen- clatura Samband ungra sjálfstæðis- manna hefur gefið út smáritið Nomenclatura, sem Birgir Isleifur Gunnarsson alþingismaður hefur skrifað. Hér er á ferðinni greinaflokkur sem Birgir ritaði í Morgunblaðið á árinu 1983 og segir þar frá bók Michaels Voslenskys, sem ber nafnið Nomenclatura. I henni seg- ir frá herrastétt Sovétríkjanna, hverjir eru í henni, hvernig herra- stéttin varð til og hvernig menn komast í hana. Einnig er lítillega fjallað um utanríkisstefnu Sov- étríkjanna og fleira. Sigurður Magnússon hafði veg og vanda af útgáfu smáritsins fyrir hönd utanrikisnefndar SUS. Ritið er fáanlegt á skrifstofu SUS, á Háaleitisbraut 1, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.