Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985 3 Breyting á eignaraðild Ávöxtunar BREYTING hefur orðid á eignaruð- ild á verðbréfafyrirl*kinu Avöxtun sf. Bjarni Stefánsson í Hljómbæ hef- ur selt hlut sinn í Ávöxtun þeim Ármanni Reynissyni og Pétri Björns- syni. Á sama tíma hefur Pétur Björnsson selt Bjarna Stefánssyni hlut sinn í Hljómbæ, að því Morgun- blaðinu er kunnugt. Gengið var frá þessum breyt- ingum á eignaraðild að Ávöxtun sf. sl. miðvikudag. Frá og með þeim tíma eru allar skuldbind- ingar Ávöxtunar því Bjarna Stef- ánssyni óviðkomandi, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Ávöxtun sf. og þeir Ármann Reyn- isson og Pétur Björnsson eiga því hvor um sig 50% hlut í sameignar- félaginu Ávöxtun og bera persónu- lega ábyrgð á öllum viðskiptum fyrirtækisins framvegis. ÍSAL: Samið við ís- lenzk fyrir- tæki um smíði á 40 kerjum ÍSLENZKA álfélagið hefur gert samninga við tvö íslenzk málmsmíða- fyrirtæki um smíði 40 svokallaðra K-kerja í álverið. Fyrirtækin eru Skipasmiðjan Hörður í Ytri-Njarðvík- um og Vélsmiðjan Stál á Seyðisfirði. Tilboð í kerin barst frá fimm ís- lenzkum fyrirtækjum og þremur erlendum, en ÍSÁL sendi 14 ís- lenzkum fyrirtækjum og 3 erlend- um útboðsgögn. Tilboð reyndust hægstæðust frá Skipasmiðjunni Herði og Vélsmiðjunni átál. Er- lendu tilboðin voru mjög sambæri- leg, en ákveðið að ganga til samn- inga við ofangreind fyrirtæki. Heildarkostnaður við smíði kerj- anna er talinn verða á bilinu 30 til 35 milljónir króna, en hvert ker vegur 17,5 tonn. Hvort fyrirtækið framleiðir 20 ker. Tveir nýir starfs- menn S.V.F.Í. TVEIR nýir erindrekar tóku til starfa hjá Slysvarnafélagi íslands um ára- mótin. Það eru þeir Þorvaldur Axels- son skipherra hjá Landheigisgæsl- unni og Jón H. Wium stýrimaður hjá skipadeild SÍS, en þeir hafa báðir fengið ársleyfi frá störfum. Starfssvið þeirra verður hið sama og Ásgríms S. Björnssonar erindreka, sem lét af störfum hjá félaginu um áramótin, við sjó- björgunar- og öryggismál. Auk þess mun Þorvaldur vinna að upp- byggingu þjálfunarskóla fyrir sjó- menn. Eskfirðingar sjá til sólar í fyrsta sinn á árinu Kskifírói, 17. janúar. í DAG sáum við sólina í fyrsta sinn á árinu 1985 hér á Eskifirði og er það þrem dögum seinna en hún hefði átt að sjást, ef veður hefði verið heið- skírt. Eru því sólarpönnukökurnar víða á borðum í dag. 1 gærkvöldi var haldinn hér fundur, boðaður af sjávarútvegs- ráðherra, Halldóri Ásgrímssyni, og forstjóra Hafrannsóknastofnunar, Jakobi Jakobssyni. Fundurinn var um sjávarútvegsmál og fiskveiði- stefnuna. Margt manna sótti fund- inn og urðu miklar umræður og margar fyrirspurnir voru gerðar til fundarboðenda. Kom fram að menn voru almennt ánægðir með fisk- veiðistefnuna og kvótakerfið. Fundurinn var fjölmennur. Ævar «S Ef þessi matseðiU Hallargarðsins setur ekld munnvatnskirtlana af stað versnar í því!!! Að sjálfsögðu byrjum við nýja árið með nýjum matseðli að konungasið. Við segjum ekkert meira en birtum hann í heild sinni. SUPUR Lambakjötssúpa m. grænmeti og blóðbergi Gratineruð lauksúpa Fiskisúpa verslunarmannsins Rjómalöguð sveppasúpa Humarsúpa FORRETTIR Rækjur í sterkkryddaðri tómaldressingu Reyktur áll m. hrærðu eggi og rúgbrauði Blandaðir síldarréttir m. rúgbrauði og smjöri Úrval forrétta Hallargarðsins Graflax með sinnepssósu og ristuðu brauði Fersk hörpuskel m. sítrónu og risluðu brauði Sælkerasalat m. hvítlauksbrauði Reyktur silungur með spergilsósu Smjörsteiktir humarhalar m. sinnepskryddaðri humarsósu FISKRÉTTIR Pönnusteiktur skötuselur m. rósapipar sabayonsósu Steikt smálúða „Murat" Gufusoðnar gellur m. saffransósu Ofnbakaður hörpuskelfiskur m. smjörsoðnu grænmeti Rækjur í amerískri sósu m. brauðsnittum Gljáðir sjávarréttir að hætti hússins Soðin smálúða. hörpuskel og rækjur í rjóma og tómatmauki Glóðarsteiktir humarhalar í skel m/ristuðu brauði og smjöri sem forr. AÐALRETTIR Lambalundir Bergére m/sveppum. skinku og lauk Tournedos m/ristuðum íslenskum sveppum Innbakaður lamba innanlærisvöðvi Piparsteik m/grænum pipar Lambamolar m. fimm'teg. pipars Hreindýrahnetusteik m. gamaldags rjómasósu Glóðarsteiktur kjúklingur m. lauk, sveppum og baconi Heilsteiktar grísalundir m. sherry rjómasósu Snigladiskur með glóðuðu brauði EFTIRRETTIR Heimalagaður súkkulaðiís m. Amaretto líkjör Bananasplitt Heimalagaður appelsínuís Grand Marnier Kremfylltar vatnsdeigsbollur Súkkulaðiterta m. mokkakremi Djúpsteiktur Dala Brie með rifsberjahlaupi KA FFIDR YKKIR Grand Marnier Tia Maria Kaffi hússins frskt kaffi Royal kaffi Hallargarðsspecial (koniak, kahlua og rjómi) Borðapantanir í símum 30400 og 33272 Hallaraarðurinn ^ Húsi verslunarinnar Ykkar er að velja, okkar að vanda r\ [C

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.