Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985 Grænland: Útflutningur á ferskum fiski Kaupmannahofn, 17. j Frá N. J. Bruun, (irænlandsfrétUriUra Mbl. ÚTFLUTNINGUR á ferskum fiski er nú að hefjast í Grænlandi og fara fyrstu sendingarnar í dag, fimmtu- dag, til Montreal og Ottawa í Kan- ada. Rækjur, hörpudiskur og lúða verða send með beinu flugi frá Nuuk til Frobisher Bay og þaðan strax til fyrrnefndra borga. Til að byrja með verða send um þrjú tonn af ferskum fiski og reynslan af því látin skera úr um framhald- ið. Fyrir nokkru sendi Konunglega Grænlandsverslunin ófrosnar en pillaðar rækjur með flugvél frá Jakobshöfn á Norðvestur-Græn- landi til Kaupmannahafnar og voru þær komnar f verslanir í borginni 24 stundum eftir að þær voru pillaðar. Þótti þessi tilraun takast mjög vel og seldust stóru, grænlensku rækjurnar upp á augabragði. DALLAS“-stríð 99 Thames og BBC Lundúnum, 17. janúar. AP. YFIRMENN BBC-sjónvarpsstöðvarinnar eru nú ævir af bræði, þar sem Thames-sjónvarpsstöðin hefur náð af þeim sýningarréttinum á sjónvarpsþátt- unum vinsælu Dallas. Hefur BBC ásakað Thames um undirlægjuhátt sem sjálfur J.R. Ewing væri fullsæmdur af. Talsmenn BBC hafa löngum ódrengilega og aftan að BBC, gert sagt að Dallas væri gimsteinninn í krúnu þeirra, en 14 milljónir fylg- ist með framvindu mála á South- fork í viku hverri. Árið 1980, er J.R. var skotinn í einum þáttanna, fylgdust um 27 milljónir manna með af miklum áhuga. Þátturinn hefur malað gull fyrir BBC og ver- leynisamkomulag undir borðið og yfirboðið BBC stórkostlega. Var- aði hann Thames við mótaðgerð- um sem kynnu að vera jafn óvandaðar" og Thames-menn höfðu sjálfir f frammi. Hann út- skýrði síðan mál sitt: „Við íhugum nú að Ijúka ekki sfðustu þáttaröð ið helsta tekjulind stöðvarinnar okkar og þá munu Thames-menn frá upphafi hennar. BBC greindi frá þessu í sér- stakri fréttaskýringu og þar var Michael Grade, forstöðumaður rásar 1 hjá BBC, í forsvari. Hann sagði Thames-menn hafa komið Grindhvalir hlaupa á Iand l^indúnum, 17. janúar. AP. ÍBÚAR enska bæjarins With- ernsea gengu í dag fram á 35 grindhvali sem höfðu hlaupið á land skammt frá bænum, sem er á norðausturströnd Englands. Lið var sent á vettvang ef vera skyldi að bjarga mætti einhverj- um dýranna. Svo var ekki, 28 þeirra voru þegar dauð er að var komið og hin 7 svo illa á sig komin að þau voru svæfð. „Það þýddi ekkert að bjarga þeim, þau höfðu kastast til og frá í grýttri fjörunni og voru meira og minna limlest. Þetta var fullkominn harmleikur," sagði Dierk Beardsley, fulltrúi dýraverndunarsamtaka Bret- lands á staðnum. Ástæðan fyrir óhappinu er ekki kunn. Fall er fararheill Carrington lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kom til Kölnar í Vestur-Þýskalandi á dögunum og vildi þá svo til, að bonum varð fótaskortur f hálkunni. Varð honum ekkert meint af byltunni enda hlupu menn strax til og hjápuðu honum. Grænland: Eskimóakonur með ráðstefnu Kaupmannahöfn, 17. janúar. Frá Nieb-Jörgen Bruun, GrKnlandsfréUaritara Mbl. SAMTÖK kanadískra eskimóa- kvenna efna innan fárra daga til þings í Igdlulik í Kanada. Þingið sækja m.a. 6 konur frá Grænlandi. Samtök eskimóa í Kanada hafa veitt fjárstuðning til að halda þingið og bæjarstjórnin í Godtháb styrkt græníensku konurnar sex til fararinnar. Aðalumræðuefni þingsins er efnahagsleg þróun og staða kvenna á slóðum Kanadaeskimóa. Sprengja sprakk við lögreglustöð Rtokkhólmi, 17. janúar. AP. ÖFLUG sprengja sprakk í gærkvöldi fyrir utan lögreglustöð í miðborg Stokkhólms og olli nokkrum skemmdum á byggingunni og nær- liggjandi húsum, en enginn slasaðist alvarlega. Enginn hefur lýst á hendur sér ábyrgð á verknaði þessum. Roskin hjón óku í bifreið fram- hjá lögreglustöðinni í sama mund og sprengingin varð og þeyttist aragrúi glerbrota á bifreiðina og inn í hana og fengu hjónin af því nokkrar skrámur. verða kindarlegir er þeir byrja sína röð, sem er beint framhald af okkar röð. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir koma efni hinna ósýndu þátta til skila til áhorf- enda sinna.“ Bill Cotton, stjórnarformaður BBC, sagði i þættinum, að Thames myndi greiða 54.545 sterlingspund fyrir hvern sýndan þátt og allur samningurinn hljóðaði upp á 1,4 milljónir punda. Til samanburðar gat hann þess að BBC hefði til þessa greitt 29.000 pund fyrir hvern þátt. „Þetta býður upp á hömlulaust verðstríð og ekkert annað og þeir hjá Thames hafa gefið tóninn og geta engum um kennt öðrum en sjálfum sér. Það mun enginn græða á þessu nema framleiðendurnir í Hollywood og var hlutur þeirra þó ærinn fyrir," sagði Cotton. Thames-menn hafa ekki setið þegjandi undir þulum BBC, Muir Sutherland, stjórnarformaður Thames sagði: „Við sýnum okkar Dallas-þætti hvort sem BBC lýkur sínum eða ekki. Þeim var boðið að sýna þættina áfram, en voru ekki tilbúnir að greiða það sem um var beðið. Þeir hikuðu, en það gerðum við ekki, heldur keyptum réttindin löglega." Kínverjar hrinda árásum Víetnama Pelting, 17.janúar. AP. VlETNAMSKIR hermenn gerðu átta árásir á tvær kínverskar landamærast- öðvar í gær, en þeim var öllum hrundið og nokkrir Víetnamar voru felldir, en aðrir særðust, að sögn kínversku fréttastofunnar í dag. í fréttinni var ekki á það minnzt stöðvar Kínverja á svæðunum La- að Víetnamar hefðu lýst einhliða yfir nýársvopnahléi frá og með miðnætti á miðvikudag eins og japönsk frétt frá Hanoi hermir. Hanoistjórnin tilkynnti að öll- um hernaðaraðgerðum yrði hætt á landamærunum, nema því aðeins að Kínverjar gerðu árásir. Áður höfnuðu Kínverjar tillögu Víetn- ama um nýársvopnahlé dagana 16.-26. janúar. Talsmaður kínverska utanrík- isráðuneytisins neitaði að svara þegar hann var inntur eftir vopna- hlésyfirlýsingu Víetnama. Samkvæmt frétt kínversku fréttastofunnar skutu Víetnamar rúmlega 10,000 sprengikúlumn á oshan og Tianbao í Yunnan-héraði og þar var barizt daglangt. Árás- irnar á stöðvar Kínverja fylgdu í kjölfarið. Kínverjar skýrðu frá þvl í gær að 15 víetnamskir stríðsfangar yrðu látnir lausir og sögðu að landamæraárásum Vfetnama á mánudag og þriðjudag hefði verið hrundið. Áskorun um aðstoð í Bangkok skoraði fyrrverandi utanríkisráðherra Thailands, Thanat Khoman, í dag á Bandar- íkjastjórn að veita andspyrnuhóp- um andstæðinga kommúnista í Kambódíu beina aðstoð og sýna þannig í verki að mark væri tak- andi á yfirlýsingum hennar um stuðning við andspyrnuhópana. Hann sagði að þótt Bandaríkj- amenn hefðu veitt andspyrn- umönnum í Afghanistan aðstoð hefðu þeir ekkert gert til að að- stoða andspyrnuhópa í Kambódíu þrátt fyrir yfirlýsingar um stuð- ning við þá. Steinaldarfæði gegn hjarta- og nýrnaveiki? Monterey, Kaliforníu, 17. janúar. AP. VÍSINDAMAÐUR einn, Louis Tobian að nafni, hefur lýst þeirri niðurstöóu á rannsóknum sínum, að „steinaldarfæði veiðimanna og safnarasamfélaga sé það hagstæð- asta sem hjarta- og nýrnaveikt fólk geti tekið sér til fyrirmyndar". Tobian hefur dvalið lengi við rannsóknir með rottum sínum og hefur hann orðið þess vísari að þó hann hækki blóðþrýsting hjá rottum sínum og bjóði upp á hjarta- og nýrnasjúkdóma, þá séu hverfandi líkur á því ef hann gefur þeim fæði sem er sam- bærilegt og talið er að steinaldarmenn hafi neytt og safnara- og veiðimannasamfélög enn þann dag í dag. Er um pott- öskuríka fæðu að ræða, mikið af náttúrulegu grænmeti og nýju kjöti. Fólk það sem um er rætt fékk (og fær) þrisvar sinnum það pottöskumagn í líkamann með fæðu sinni heldur en dæmigerð- ur nútímamaður. Auk þessa sagði Tobian, að athuganir sínar væru og byggðar á staðreyndum um tíðni hjarta- og nýrnasjúk- dóma í suðausturhluta Banda- ríkjanna meðal negra og meðal Skota, en báðir hópar fá lítið pottösku í líkamann með neyslu- venjum sínum. Hjá báðum hóp- um er tíðni sjúkdóma af um- ræddu tagi miklu mun meiri heldur en hjá þeim sem meiri pottösku fá. Blökkumenn í Bandaríkjunum, sérstaklega um fyrrgreindu svæði, fá 18 sinnum oftar nýrnabilun af völdum of hás blóðþrýstings, heldur en hvitir menn. Sérfræðingurinn taldi per- sónulega, aö athuganir sinar bentu eindregið til þess að tengsl væru hér á milli og fólk gæti dregið úr líkunum á því að fá kransæðastíflu, hjartaáfall eða nýrnabilun með því að borða meira af pottöskuríkri fæðu, svo sem kartöflum, banönum, melónum og fleiri gerðum ávaxta og grænmetis. Grænland: Blaðamenn í verkfall Kaupmannahofn, 17. janúar. Frá NJ. Bruun, (irænlandNfrétlariUra Mbl. VERKFALL hefur verið boðað frá nk. mánudegi á grænlenska útvarp- inu og a.m.k. á öðru af tveimur stærstu dagblöðunum. Ástæðan fyrir verkfallsboðun- inni er sú, að ekki hefur náðst samkomulag um ferðapeninga fyrir nokkurn hluta blaðamann- anna, sem vinna við fyrrgreindar stofnanir. Blaðamenn, sem sendir eru frá Danmörku til starfa í Grænlandi, hafa rétt á ókeypis ferð til Danmerkur með fjölskyld- una einu sinni á ári, en þeir sem búsettir eru í Grænlandi fara nú fram á sambærileg fríðindi og vilja að ákveðin upphæð verði lögð í ferðasjóð þeirra. Það vill græn- lenska heimastjórnin hins vegar ekki taka í mál. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.