Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985 + Fööursystir min, ÁSDÍS MAGNÚSDÓTTIR, Hátúni 10, Reykjavlk, lést i Borgarspitalanum 2. janúar sl. Útförin hefur fariö fram i kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Fyrir hönd vandamanna. Guörún Lýösdóttir. t Systir okkar, GUDRÚN ÓLAFSDÓTTIR fré Eyri f Svínadal, lést á Elliheimilinu Grund 13. janúar sl. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskapellu þriöjudaginn 22. janúar kl. 13.30. Systkini hinnar látnu. + Ástkær eiginkona min og móðir okkar, HEIDVEIG GUDJÓNSDÓTTIR, Álfaskeiöi 53, Hafnarfiröi, lést i Borgarspítalanum miövikudaginn 16. janúar. Útförin veröur auglýst síöar. Brynjólfur Þóróarson og börn. + Móöir okkar, tengdamóöir dóttir og amma. MARGRÉT EINARSDÓTTIR, Njélsgötu 81, andaöist i Landspitalanum fimmtudaginn 17. janúar 1985. Benedikt Guðmundsson, Bergdls Ottósdóttir, Einar Guömundsson, Birgír Guömundsson, Erla Magnúsdóttir, María Gísladóttir og barnabörn. + Útför mannsins míns, föður okkar og tengdafööur, EGILS HALLDÓRSSONAR, fer fram frá Fossvogskapellu laugardaginn 19. janúar kl. 10.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Kristbjörg Þormóösdóttir, Sigriöur Nanna Egilsdóttir, Þormóöur A. Egilsson. Svavar Egilsson, Sígurbjörg Egilsdóttir, Egilt H. Egilsson Anna M. Egilsdóttir, Guðjón Egilsson, Jóhannes R. Jóhannesson, Sigrföur M. Guömundsdóttir, Kristjón ö. Hansen. Drffa Oskarsdóttir, Jón H. Hjaltason, Heiörún B. Jóhannesdóttir. Oddný Guðmunds- dóttir - Minning Fædd 15. febrúar 1908 Dáin 2. janúar 1985 Ég kynntist Oddnýju Guð- mundsdóttur þegar ég var barn að aldri, en hún var þá komin nálægt fimmtugu. Hún var góðvinur foreldra minna og kom oft í heimsókn til þeirra, þegar hún var stödd í Reykjavík. Hún var þá farkennari á veturna. Oddný hafði þannig áhrif á mig að mér var ómögulegt annað en að setjast niður og hlusta og horfa á hana. Hún var ólík öllum öðrum kon- um, laus við allt tildur og prjál, og hún talaði allt öðruvísi. Hún tal- aði um frelsi, jafnrétti, bókmennt- ir, sósíalisma og annað sem þótti heldur ókvenlegt á þeirra tíma mælikvarða. Ég held að mér hafi bara þótt hún vera hálfskrýtin. Fundum okkar bar saman aftur þegar Oddný fluttist til Raufar- hafnar fyrir tveimur árum. Hún var þá komin á áttræðisaldur og hafði lokið löngum starfsferli sem farkennari og sagðist vera sest í helgan stein. En sú var nú ekki athafnalaus. Hún var önnum kafin við að skrifa sögu Langnesinga og var á stöðug- um ferðalögum til að afla sér upp- lýsinga varðandi Langanes en þaðan var hún ættuð. Hún skrifði margar greinar í dagblöðin, sérstaklega um íslenskt mál og fátt virtist fara framhjá henni sem skrifað var um í dag- blöð, eða sagt frá í útvarpi. Síðast en ekki síst stóð hún fyrir stofnun friðarhreyfingar á Rauf- arhöfn. Hún var mikill friðarsinni og friðar- og afvopnunarmál áttu hug hennar allan síðustu mánuði ævi hennar. Óðinn Kristjáns- son — Minning Fæddur 13. aprfl 1968 Dáinn 29. desember 1984 Ég og fjölskylda mín vottum fjölskyldu óðins Kristjánssonar djúpa samúð við fráfall hans. En við eigum góðar minningar sem við geymum. Hann var bjartleitur, góður og dugmikill drengur. Ég man hann ungan taka rösk- lega til handar. T.d. við búskapinn hjá ömmu og afa í Traðarkoti eða í Valdimar hf. Þar áttum við sam- an margar glaðværar og góðar samverustundir. Gieðin skein úr augum hans, yf- ir því að hann svo ungur skyldi geta leyst verk sitt svo vel af hendi, sem raun bar vitni. Óðinn var búinn að ráða sig á sjóinn, á Bergvíkina fra Keflavík. Hann var orðinn eftirsóttur í skiprúm þó ekki væri hann nema 16 ára. Minningar munum við geyma um góðan og duglegan dreng. Söknuðurinn er sár hjá þeim sem elskuðu hann. En guð mun hjálpa fjölskyldu hans og ættingjum og ekki skilja eftir eina með sorgina. Hann mun hugga og milda tárin og halda al- máttugri verndarhendi sinni yfir þeim öllum. Okkur er minning óðins kær. Katrín Sigrún Ágústsdóttir, Smáratúni, Vatnsleysuströnd. + Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, HANNES FRIÐRIKSSON, Arnkötluatööum, Holtum, Rang., veröur jarösunginn frá Árbæjarkirkju, Holtum, laugardaginn 19. janúar kl. 14.00. Hulda Hannesdóttir, Margrét Hannesdóttir, Bjarni Hannesson, Salvör Hannesdóttir, Ketill A. Hannesson, Áslaug Hannesdóttir, barnabörn Sólveíg Halblaub, Helga Halblaub, Hannes Hannesson, Auður Ásta Jónasdóttir, Höröur Þorgrimsson, barnabarnabörn. + Elskuleg móöir okkar, tengdamóöir, amma, langamma og langalangamma, HALLDÓRA ÞÓRÓLFSDÓTTIR tré Skaftafelli, Vestmannaeyjum, sem andaöist 10. þ.m. veröur jarösungin frá Betel, Vest- mannaeyjum, laugardaginn 19. janúar kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Þeir sem vildu minnast hennar vinsamlegast láti Kristniboössjóö Hvítasunnumanna njóta þess. Ingólfur Guójónsson, Elisabet Guöjónsdóttir, Trausti Guöjónsson, Óskar Guöjónsson, Guöbjörg Guöjónsdóttir, Anna Guöjónsdóttir, Auður Guöjónsdóttir, Ester Guöjónsdóttir, Haraldur Guöjónsson, Hafliöi Guöjónsson, tengdabörn og aörir vandamenn. Hún sat oft hjá mér og ræddi fram og til baka, stundum döpur í huga, um þennan sturlaða heim og verst þótti henni að landið hennar góða skyldi vera flækt í vígbúnað- arkapphlaupið. Hún unni íslandi og íslenskri tungu og ekkert féll henni verr en misnotkun á málinu og ill um- gengni við landið. Hafi mér þótt Oddný skrýtin í æsku breyttist fljótt sú skoðun við nýrri kynni. Reyndar held ég að varla hafi ég kynnst göfugri og vandaðri manneskju. Hún dáði allt fagurt og gott en féll þungt er eitthvað var gjört á hlut þeirra er minna mega sín og hún fyrirleit allt sem gerir mennina vonda. Oddný giftist aldrei og átti eng- in börn en hún var mjög barngóð og þótti nemendum hennar vænt um hana og báru mikla virðingu fyrir henni. Heimili hennar var látlaust, nánast fátæklegt, enda mat hún meira hinn andlega auð en þann veraldlega. Hún var mikil sauma- og prjónakona og hafa vettlingarnir hennar áreiðanlega yljað margri barnshöndinni. Ég ætla ekki að rekja æviferil Oddnýjar né segja frá störfum hennar sem farkennari og rithöf- undur. Það er efni í stóra bók. Mig langaði aðeins með fátæklegum orðum að lýsa henni sem mann- eskju. Ég mun minnast Oddnýjar með söknuði og virðingu. Ættingjum hennar sendi ég samúðarkveðjur. Líney Helgadóttir Þessi mynd átti að birtast með minningargrein um Ingólf Guð- mundsson, Ferjubakka, sem birt- ist hér í blaðinu í gær. Tækjasýning í Plastos laugardaginn 19. janúar kl. 1—5 aö Bíldshöföa 10. Kjörbúöavogir — lönaðarvogir — Kjötvinnsluvogir — Rannsóknarvogir — Sjálfvirk verömerkivog — Pallapökkunarvólar — Lokunarvélar — Vakúmpökkunarvélar. Allt til vigtunar, pökkunar og vörumerkinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.