Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANUAR 1985 9 21200 bein lína ráðleggingasími spariíjáreigenda (4) BÚNM)ARMNKINN \Q/ TRAUSTUR BANKI Borðstofuhúsgögn úr furu og lútaöri furu Austan Moskvu Sigríóur Dúna Krist- mundsdóttir, þingmaður Samtnka um kvennalista, hefur lagt fram á þingi frumvarp til útvarpslaga, sem byggir að meginefni á áframhaldandi einokun RÚV. Ef þeim „rökum“, sem hún tíundar fyrir sjón- armiðum sínum um fram- hald ríkiseinokunar út- varps og sjónvarps, verí snúið upp á íslenzk dag- blöd, nuetti ríkið eitt standa að blaðaútgáfu og skömmtun frétta og efnis fyrir sauðsvartan almúg- ann. Þetta kom enn fram f sjónvarpsþætti um ný út- varpslög á dögunum. Segja má að afstaða Kvennalistans til nýrra út- varpslaga sé vinstra megin við Alþýðubandalagið (fyrir austan Moskvu). Alþýðu- bandalagið, en talsmaður þess f sjónvarpsþettinum var Vilborg Harðardóttir, vill í orði kveðnu opna smugu fyrir einkarekstur, en setja honum jafnframt það þröngar skorður um rekstrarmöguleika (engar auglýsingar), að h'till mun- ur er á afstöðu þess og Kvcnnalistans f raun (eins og í flestum öðrum mál- um). Eiður Guðnason, sem metti fyrir Alþýðuflokk- inn, vildi ganga sýnu lengra en aðrir viðmelend- ur sjónvarps úr röðum stjóraarandsteðinga til af- náms ríkiseinokunar á út- varps- og sjónvarpsrekstri. Hann taldi þó meginmál að flýta sér hegt, fara fet- ið, því frelsið hefði tver hliðar. Það veru ýkjur ef sagt verí að hann kysi að stiga eitt skref áfram en tvö aftur á bak, en það er hegt að flýta sér svo hegt að menn standi nánast f stað. Sú sýndist hin rauða rós Alþýðuflokksins í fram- vindu útvarps- og sjón- varpsmála. Hinn almenni neytandi ráði sjálfur Tekniþróun í útvarps- og sjónvarpsmálum hefúr veríð og er það ör að innan tiðar geta menn náð efni RAGNHILDUR nánast hvaðan sem er úr veröldinni. Mörg ríki V-Evrópu eru þegar þann veg f sveit sett að fólk ner sjónvarpsstöðvum frá fleirí löndum en sfnum eigin, sumstaðar frá mörgum ríkjum. Sjónvarpshnettir VILBORG miðla efni: fréttum, freðshi- og afþreyingarefni vítt um veröld f e ríkara meli. Þetta er þróun sem við getum ekki stöðvað, hvort sem okkur líkar bet- ur eða verr. Sem betur fer er mann- fólkið mismunandi í skoð- un, smekk og áhuga. Fólk vill sjálft ráða, svo demi sé tekið, hvaða bekur eða blöð það kaupir eða les. Við getum hhistaö á útvarp frá flestum ríkjum heims; hér er efni eklú truflað eins og í kommúnistarikj- um. Söm verður framtíðin með sjónvarpsefni. Mynd- bönd og kapalkerfl hafa þegar rutt sér braut hér- lendis. Ef grannt er gáð er ekki mikill munur á þeirri ríkis- einokun, sem Kvennalist- inn vUI geirnegla hér í út- varps- og sjónvarpsmálum, og raunar Alþýðubandalag- ið Uka, og sovézka kerfínu, sem ner að visu til allrar rjölmiðlunar. Vilborg Harð- ardóttir sá þann voða verstan við frelsi í fjölmiðl- un af þessu tagi að þá geti orðið til „nýtt Morgun- blað“ á öldum Ijósvakans. í hcnnar augum skipti ekki mestu máli að almenning- ur ráði sjálfur í eigin vali og kaupum, hvað hann vill sjá og hcyra, heldur að „réttir" aðilar gefú á garð- ann hið andlega fóðríð, og annars veri ekki vöL Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, lagði höfuðáherzlu á sjálfreði fólks til að meta og velja á þessu sviði sem öðrum fjöl- miðlasviðum. Samkeppni milli fleirí rekstraraðila yki fjölbreytni og styrkti geði efnis og skapaði lista- mönnum og öðra sérhefðu fólki fleirí tekiferí til starfa að efnisgerð útvarps og sjónvarps. Stjóraar- frumvarp um þetta efni hefði þegar fengið vand- lega skoðun í menntamála- nefnd neðri deildar, marg- ar breytingartillögur hefðu komið fram, og löggjöf um þetta efni hlyti að vera í viðvarandi endurskoðun f Ijósi reynshi á hverjum tíma. Aðalatriðið verí að þróa málið til samremis við breyttar forsendur, mju teknilegar, og almanna- vilia. Lslenzk tunga og menn- ingararfleið hafa staðið af sér margar hettur eða breytingar f tímans rás. Breytingum fylgja nýjar hettur. Við þeim þarf að bregðast af trúmennsku. En það verður ekki gert með því að loka augum fyrir þvf sem er að gerast umhverfis okkur í veröld- inni. Vinstra megin viö Alþýöubandalagið Tæknibylting, sem oröin er og fyrirséö er í útvarps- og sjónvarpsstarfi, hefur aukiö á framboö hvers konar efnis og greitt götu þess um víöa veröld. Hvarvetna stefnir til meira frelsis og framboös efnis í starfsgrein- inni, þann veg aö kaupendur, þ.e. almenn- ingur, geti valiö og hafnaö á sama hátt og í annarri fjölmiölun, t.d. blaöa- og tímarita- útgáfu. Þaö hefur vakið athygli aö Samtök um kvennalista hafa afstööu vinstra megin viö Aíþýöubandalagiö í framvindu þessara mála hér á islandi. Hjónarúm og einstaklingsrúm úrfuru og lútoðrifuru Stœrðir: 150X200 120X200 90X200 Úrval sófasetta úrfuru og lútaóri furu. flnirl Laugardag kl. 10—16 Sunnudag kl. 14—16 Komdu viö um helgina Húsgapnaveralun Reykjavíkurvegt 68, M-»- - -*:.M -f.^1 «WttA<V Fimm af hverjum sex læknum reykja ekki — samkvæmt könnun meðal starfsmanna Borgarspftalans Á síðasta vetri skipuðu læknaráð og starfsmannaráð Borg- arspítalans nefnd til að gera tillögur um reglur varðandi takmarkanir á reykingum innan spítalans. Til að kanna reyk- ingar meðal starfsmannanna og viðhorf þeirra til slíkra reglna var gerð könnun í maí 1984. Sendir voru spurningalist- ar til 550 starfsmanna og bárust svör frá 503, eða 91 %. Þessi könnun sýnir að aðeins þriðjungur starfsfólksins reykir (36%). Minnst er um reykingar meðal lækna og læknanema (15—16%), síðan koma meina- tæknar (22%), þá hjúkrunar- fræðingar og -nemar (33%), ýmsar starfsstéttir (36—41%) en mest var um reykingar hjá sjúkraliðum (54%). Þess má geta að samkvæmt könnun sem Hag- vangur gerði um svipað leyti kom í ljós að 41—42% fullorð- inna íslendinga reykja, og var lítill munur á kynjunum. Það er því augljóst að hlutfallslega fáir læknar reykja hér á landi, líkt og í mörgum öðrum löndum. Allflestir starfsmenn Borg- arspítalans töldu rétt að setja reglur um takmarkanir á reyk- ingum innan spítalans og 17% vildu ganga það langt að banna þær með öllu á spítalanum. Reykingavarnanefnd Borg- arspítalans gerði í framhaldi af þessu tillögur um reykingaregl- ur á spitalanum. Eru þær í átta liðum. 1. Reykingar verði aðeins leyfðar á tilteknum merktum svæðum. 2. Gestum verði með öllu bannað að reykja í spítalan- um. 3. Sjúklingum verði leyfilegt að reykja í innri setustofum sem eru á flestum hæðum. 4. Reyk- ingar verði ekki leyfðar í matsal starfsfólks. 5. Á kaffistofum má ekki reykja nema samkomulag liggi fyrir milli þeirra sem nota kaffistofuna. 6. Á bókasafni má ekki reykja. 7. Bannað er að reykja á öllum fundum innan spítalans. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar hefur nýlega staðfest þessar reglur. í Spítalapóstinum, starfs- mannablaði Borgarspítalans, sem út kom í desember 1984, var sagt frá þessari könnun og til- lögum nefndarinnar. Þar segir Guðmundur I. Eyjólfsson læknir m.a.: „Ástæðan fyrir setningu slíkra reglna er sú að sjúkrahús- ið eyðir miklum starfskröftum og fé til að sinna sjúklingum með sjúkdóma sem rekja má til reykinga. Þessum sjúklingum er ráðlagt að hætta að reykja og skýtur þá skökku við að starfs- fólkið sé reykjandi um allan spítalann frammi fyrir þessu fólki. Menn eru einnig farnir að gera sér grein fyrir því að þeir eiga í raun heimtingu á því að anda að sér hreinu lofti, það er jafn sjálfsagður hlutur og að fá að drekka hreint vatn.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.