Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985 5 Viö höldum útsölu á varahlutum til þess aö rýma fyrir nýjum lager sem væntanlegur er á næstunni. Nú bjóöast ótrúleg verö á orginal hlutum, tækifæri sem þú skalt ekki láta ganga þér úr greipum. hhbhb VISA i ■■BHH EGILL VILHJÁLMSSON HF. SMIÐJUVECI 18, SIMI 79130 aaaa e P PÍMI7Q1^n MoripinblaAiA/Gunnar Hnllmon Heiðrún ÍS í slipp Ljóst er orðið að ekki hefur orðið mikið tjón við eldsvoðann um borð í skutttogaranum Heiðrúnu frá Bolungarvík á þriðjudag, en skipverjum tókst að slökkva eldinn áður en hann náði að breiðast út um skipið. Aðaltjónið er á varahlutalager sem geymdur er í herberginu sem eldurinn kom upp í, en einnig brunnu raflagnir. Af þeim sökum verður skipið frá veiðum í nokkra daga eða þar til það fer í slipp í Reykjavík um helgina. Var ákveðið að skipið færi í slipp áður en þetta atvik kom upp og verður Uekifærið þá notað til að gera við þ*r skemmdir sem urðu af völdum eldsins. Hafnarbúðir: Viðræður um aðstöðu fyrir Landakotsspítala BORGARRÁÐ hefur samþykkt að hefja viðræður við forráðamenn Landakotsspítala, heilbrigðisráðu- neytið og fjármálaráðuneytið um að- stöðu í Hafnarbúðum fyrir langlegu- sjúklinga Landakotsspítala. Daví Oddsson, borgarstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að mái þetta hefði verið í athugun, en bæði stjórn spitalans, læknaráð og fleiri aðilar hefðu séð ýmsa annmarka á þessari ráðstöfun, einkum þar sem uppbygging B-álmu Borgarspítalans hefur gengið hægar en til stóð. Borgar- ráð hefði engu að síður samþykkt að fara í viðræður um þetta og þá meðal annars með það i huga hvort þessi ráðstöfun, þ.e. að Landakot fengi aðstöðu í Hafnar- búðum fyrir aldraða sjúklinga og langlegusjúklinga, gæti orðið til að hraða fjármagni til B-álmunn- ar. Þórður Sverrisson, aðstoóarfram- kvæmdastjóri flutningasviðs. Thomas Möller, forstöðumaður vöruafgreiðslu Eimskips. Skipulagsbreytingar á flutningasviði Eimskips Fl AMC IJeep BDL1D BODDÍ BULDING? ANNAÐ EINS ÚRVAL AF BODDÍ- HLUTUM HEFUR ALDREI SÉST Á EINUM STAÐ ÁÐUR, OC ÞAÐ MEIRA EINSTAKT TÆKIFÆRI SEM EKKI BÝÐST AFTUR BREYTINGAR hafa verið gerðar á stjórnskipulagi flutningasviðs Eim- skips og eru þær að sögn Harðar Sig- urgestssonar, forstjóra félagsins, gerðar í Ijósi þeirrar reynslu, sem fengist hefur á núverandi skipulagi og þörf á stöðugri þróun og aðlögun að breyttum aöstæðum. Breytingarn- ar eru meðal annars fólgnar í stöðu- tilfærslum manna innan félagsins svo og skipulagsbreytingum í rekstrinum. „Með þessum breytingum erum við að hagnýta okkur enn betur reynslu manna og markmiðið er að efla hverja rekstrareiningu innan flutningasviðsins og gera deildum kleift að sinna enn betur þjónustu við viðskiptavini félagsins," sagði Hörður Sigurgestsson í samtali við Morgunblaðið. „Við litum svo á, að nauðsynlegt sé að gera skipu- lagsbreytingar af og til í ljósi breyttra aðstæðna til að koma í veg fyrir stöðnun í fyrirtækinu. Hins vegar erum við ekki að breyta grunnskipulagi Eimskips, sem sett var upp árið 1980,“ sagði Hörður ennfremur. Breytingarnar fela meðal annars í sér að Þórður Sverrisson hefur verið ráðinn aðstoðarfram- kvæmdastjóri flutningasviðs og mun hann jafnframt bera ábyrgð á kynningarmálum félagsins. Þórður er viðskiptafræðingur að mennt og stundaði framhaldsnám í Svíþjóð. Hann starfaði áður sem fram- kvæmdastjóri Stjórnunarfélags ís- lands, en réðst til Eimskips árið 1982 og hefur starfað á flutn- ingasviði sem fulltrúi á sviði mark- aðs- og kynningarmála. Fram- kvæmdastjóri flutningasviðs er Valtýr Hákonarson. Thomas Möller hefur verið ráð- inn forstöðumaður vöruafgreiðslu Eimskips. Thomas lauk prófi í hag- verkfræði frá V-Þýskalandi árið 1981 og var þá ráðinn deildarstjóri flutningatæknideildar Eimskips, en hafði áður starfað hjá félaginu við ýmis störf í sumarvinnu frá ár- inu 1%9. Guðmundur Pedersen mun taka við starfi sem aðstoðar- forstöðumaður vöruafgreiðslunnar, en hann hefur starfað hjá Eimskip frá árinu 1%8 og síðustu tvö ár sem þjónustustjóri í vöruaf- greiðslunni. Á liðnum árum hefur Ameríku- og stórflutningadeild annast ann- ars vegar áætlunarsiglingar á milli íslands og Norður-Ameríku og hins vegar séð um rekstur allra stór- flutninga Eimskips. Ákveðið hefur verið að skipta deildinni eftir þess- um tveimur megin verkefnum í Ameríkudeild annars vegar og stórflutningadeild hins vegar. Stórflutningadeild mun annast rekstur stórflutningaskipa Eim- skips og einnig töku leiguskipa, sem rekin eru vegna verkefna fé- lagsins. Garðar Þorsteinsson verð- ur forstöðumaður þessarar deildar, en hann hefur veitt Ameríku- og stórflutningadeild forstöðu undan- farin tvö ár. Ameríkudeild mun annast áætlunarsiglingar milli Is- lands og N-Ameríku ásamt því að sjá um Norður-Atlantshafssigl- ingar á milli Evrópu og Bandaríkj- anna. Hjörleifur Jakobsson verður forstöðumaður deildarinnar, en hann er vélaverkfræðingur að mennt og hefur starfað í Ameríku- og stórflutningadeild frá því á miðju ári 1984 og haft umsjón með flutningum félagsins milli Evrópu og Bandaríkjanna. Þá hefur ný deild verið sett á laggirnar er lýtur að gámarekstri. Valgeir Hallvarðsson hefur nýlega tekið við starfi deildarstjóra þeirr- ar deildar. Erlendur Hjaltason mun taka við starfi deildarstjóra fraktsamræmingar, en hann er rekstrarhagfræðingur að mennt og hefur starfað í fraktsamræmingu síðastliðið ár. Erlendur tekur við starfinu af Sveini Ólafssyni, sem starfað hefur hjá Eimskip að mestu síðan 1931. Sveinn mun starfa áfram í deildinni með Er- lendi. í kjölfar ofnagreindra breyt- inga verða gerðar nokkrar lagfær- ingar á húsaskipan deildanna, þannig að sem best nýting náist eftir breytt skipulag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.