Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985 fólk í fréttum Nýfertugur Rod íhugar að kaupa Úlfana ensku Enn eitt unglambið hefur rofið 40 ára múrinn, enginn annar en popparinn Rod Stewart. Hann hélt upp á afmælið í Rio de Janeiro þar sem hann var að hefja heimsreisu með viðkomum bókstaflega út um allt til hljómleikahalds. Það var engin sérstök veisla. Rod þarf að vinna fyrir kaupi sínu en hann lét þess getið að hann myndi smala saman helstu vinum sínum, nokkur hundruð manns, er hljómleikaferðalaginu væri lokið og lyfta glasi. Sagðist hann vera ungur enn, 40 ár væru ekki neitt neitt. Nýjasta vinkona hans er ljósmyndafyrirsæta að nafni Kelly Emberg. Hún var ekki í Rio með stjörn- unni. „Hún varð að fara til Acapulco vegna vinnu sinnar. Ég sakna hennar strax," sagði Rod næstum snöktandi. Annars gengur það fjöllunum hærra að Rod ætli að feta í fótspor Eltons John vinar síns og fjárfesta í knattspyrnufélagi. Rod er mikill knattspyrnuaðdáandi og fer alltaf á völlinn ef því verður við komið. Herma fregnir að hann sé með í tösku sinni í Brasilíu umfangsmikla skýrslu yfir fjárreiður og innanhúsmál hjá hinu gamalfræga knattspyrnufélagi Wolverhampton, sem berst í bökkum í 2. deild, en var einu sinni stórveldi í 1. deild. Félagið er á hausnum og Rod lítur á það sem verðugt verkefni að rétta félagið við, leika sama leik og Elton John, sem gerði Watford að mikils metnu 1. deildar liði, þó hann tæki við því í 3. deild. HARPA HELGADÓTTIR „Hef samið 16 lög“ Hún heitir Harpa Helgadótt- ir og er að fara með sitt fyrsta hlutverk á sviði, nánar tiltekið í Litlu hryllingsbúðinni, þar sem hún leikur stúlku að nafni Siffon (Chiffon). Á dögun- um hitti blm. hana að máli og spurði hvort hún hefði sungið áður, en eins og að líkum lætur byggist stór hluti verksins á söng. „Já, ég hef alltaf haft mikinn áhuga á söng frá því ég man fyrst eftir mér og sungið heil- mikið þó ég hafi ekki gert mikið af því opinberlega. Állir í fjölskyldunni minni hafa mikinn áhuga á tónlist, og Margaux ekki á skíði á næstunni Margaux Hemíngway, leikkona og Ijósmyndafyrirsæta, barnabarn hins fræga Ernst Hemingway, fer ekki á sktði á næstunni. Hún var aö renna sér í bröttum brekkum St. Moritz fyrir skömmu er hún stakkst á höfuöió og tékk slæma byltu. Það kom í Ijós að hún haföi mjaömagrindarbrotnað og þótti brotiö slæmt. Veróur hún rúmföst í allt aö 7 vikur og þarf síöan aö fara afar varlega fyrst um sinn. Ekki er þó ann- aö aö sjá á myndinni en aó hún hafi tekiö gleöi sína aó nýju þar sem hún liggur í dúnmjúku sjúkra- rúminu í Austurríki. Læknir smellir kossi á enni hennar fyrir Ijós- myndarann. Sophiu leiðist Það eru ekki ný tíðindi að Sophiu Loren hafi verið boðið hlutverk í sjónvarpsþáttunum vinsælu Dall- as og Dollars. Það sem hins vegar hefur ekki komið fram er á hvaða forsendum hin fimmtuga klass- íska fegurðardís hafnaði fjár- streyminu að vestan. Hún segir: „Mér leiðist ef ég þarf að leika sama hlutverkið í meira en mán- uð.“ Edward kippir í kynið Hinn tvítugi Edward Bretaprins hefur Iöngum verið 1 skugganum af kvennagullinu honum Andrew bróður sínum hvað kvennamáiin varðar. Það þýðir þó ekki að hann sé ekki við kvenfólk kenndur og allir virðast þeir bræður vera smekkmenn, að minnsta kosti er ekki annað að sjá á meðfylgjandi mynd þar sem Edward er á ferð með vinkonu sinni. Hún heitir Georgia Lodge, er sögð 19 ára, fögur og greind. Síðast en ekki síst, hvað varðar kóngafjölskylduna, þá er Georgia af góðum ættum, en það er stórmál, því „Teddy“ ræður því síður en svo sjálfur hvaða stúlku hann gengur að lokum að eiga. GOÐUR DRENGUR HANN LIMAHL Limahl, breska poppstjarnan sem gerði það geysigott á ár- inu sem leið með laginu „The Nev- er Ending Story", úr samnefndri kvikmynd, er systur sinni góður, en hún er nú sjálf að feta hina vandförnu frægðarbraut í popp- heiminum. Systirin, sem heitir Karólína, ber pilti afar vel söguna: „Hann veitir mér mikinn styrk og gefur mér góð ráð og það hjálpar mér að við skulum búa saman. í staðinn reyni ég að koma til móts við hann með því að lána honum fötin mín, ef hann telur sig geta notað þau ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.