Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985
25
J#Jí>£}01Í® Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakið.
Álverið
og þjóðarbúið
Undanfarin ár hefur verið
hamrað svo mikið á nei-
kvæðum hliðum stóriðju og
orkufreks iðnaðar, meðal
annars af engum öðrum en
fyrrverandi iðnaðarráðherra
sjálfum, Hjörleifi Guttorms-
syni, að menn hafa ekki feng-
ið tóm til að íhuga björtu
hliðarnar, ef svo má að orði
komast. Í Morgunblaðinu í
gær birtist ítarlegt yfirlit yf-
ir áhrif álversins í Straums-
vík á afkomu þjóðarbúsins.
Eins og sjá má af því þarf að
líta til margs annars en raf-
orkuverðs, þegar menn ætla
að gera úttekt á hagkvæmni
þess að hafa hér stórrekstur
af þessu tagi.
Ragnar S. Halldórsson,
forstjóri álversins, sagði
meðal annars: „Frá upphafi
hefur rúmlega þriðjungur af
öllum sölutekjum ÍSAL runn-
ið til íslenska þjóðarbúsins.
Alls eru þetta um 371 milljón
Bandaríkjadala eða jafnvirði
15,2 milljarða króna á gengi
um áramótin ... Af þessari
upphæð eru launagreiðslur
5.933 milljónir króna ...
greiðslur fyrir orku 3.360
milljónir, framleiðsluskattur
794 milljónir, annar innlend-
ur rekstrarkostnaður 3.646
milljónir og fjárfestingar-
kostnaður, greiddur innlend-
um aðilum, 1.436 milljónir
króna.“ í samtalinu kemur
fram að 4.550 manns hafi
lífsviðurværi af álverinu og
að unnin hafi verið 9.600
mannár hjá fyrirtækinu frá
því að rekstur álbræðslunnar
hófst.
í desember 1980 varpaði
Hjörleifur Guttormsson fram
þeirri hugmynd að besti
virkjunarkostur íslendinga
væri að loka álverinu. Á þess-
um stað var í gær vitnað til
greinar Daníels Ágústínus-
sonar um róg andstæðinga
járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga um hana áður
en hún var reist. Reynslan
hefur sýnt að Hjörleifur og
flokksbræður hans hafa
rangt fyrir sér í afstöðunni
til stóriðju og orkufreks iðn-
aðar. Þeir fylgja í raun stefnu
sem yrði íslenska þjóðar-
búinu mjög dýrkeypt kæmist
hún til framkvæmda.
í viðskiptum við Alusuisse,
eiganda álversins, eins og öll-
um viðskiptum, þarf hver að-
ili að standa á sínu og gæta
hagsmuna sinna eftir bestu
getu. Samningarnir við Alu-
suisse veita fslendingum all-
an rétt til þess. Hjörleifur
Guttormsson ætlaði að nota
þennan rétt með þeim hætti
að samvinnan við Alusuisse
slitnaði. Til þess kom ekki og
nú horfa menn fram til þess
að með samvinnu við þriðja
aðila verði ráðist í að stækka
álverið í Straumsvík. Vanga-
veltur alþýðubandalags-
manna um umframraforku
verða ekki til þess að styrkja
samningsaðstöðu okkar og
kröfur um sem hæst raforku-
verð í þeim samningum. Þessi
nýja hlið á áróðri Alþýðu-
bandalagsins gegn stóriðju er
ekki til þess fallin að tryggja
okkur sem hæst orkuverð í
samningum við útlendinga.
Við skulum vona að þessi að-
för andstæðinga stóriðju mis-
takist eins og aðrar.
Aukaþing
um Arkin
William Arkin er enn
einu sinni kominn í
fréttir hljóðvarps ríkisins,
sem eins og áður gerir sem
allra minnst úr hringlanda-
hætti mannsins og þeirri
áráttu hans að éta ofan í sig
sín eigin orð rétt eftir að
fréttastofan, Þjóðviljinn og
Alþýðubandalagið hafa gert
þau að sínum. Arið 1980 sagði
Arkin að kjarnorkuvopn
væru hér á landi, hann dró
það síðan til baka. í desember
1984 kynnti Arkin skjal sem
hann taldi sýna skilyrðis-
lausa heimild frá Banda-
ríkjaforseta um flutning á.48
kjarnorku-djúpsprengjum til
íslands á ófriðartímum. Nú
segir hann að heimildin sé
háð því skilyrði að ríkisstjórn
íslands samþykki fram-
kvæmd hennar.
Alltaf þegar Arkin hefur
kvatt sér hljóðs hafa alþýðu-
bandalagsmenn endurtekið
boðskap hans á Alþingi. Nú
eru þingmenn í jólaleyfi.
Hvernig væri að Alþýðu-
bandalagið krefðist auka-
þings til að taka nýjustu yfir-
lýsingar Arkins fyrir? Færi
vel á því að Guðmundur J.
Guðmundsson færi skotferð
til Stykkishólms á meðan, svo
að Ólafur R. Grímsson, for-
seti alheimssamtaka þing-
manna, gæti setið aukaþingið
og lagt sinn mikilsverða skerf
af mörkum í þágu Arkins og
heimsfriðarins.
Hver er hlutur talaðs
orðs í skólum landsins?
eftir Guðmund B.
Kristmundsson
Hver er hlutur hins talaða orðs
í skólum landsins? Er hlutur þess
fyrir borð borinn?
Mér hefur verið falið að ræða
um kennslu í framburði og hljóð-
fræði í grunnskólum landsins. Ég
mun leitast við að gefa heildar-
mynd af þeirri kennslu eftir því
sem hægt er. Það verður þó að
segjast í upphafi að harla fátt er
vitað um þessa kennslu og þyrfti
nauðsynlega að kanna nákvæm-
lega hvernig hún fer fram. Ég
vona þó að sú mynd sem hér verð-
ur dregin sé ekki fjarri lagi. Þar
byggi ég á ýmsum upplýsingum
sem til mín berast úr skólunum
svo og umræðum við kennara.
Ég vil leyfa mér í upphafi að
ræða nokkuð um talað mál al-
mennt og vikja síðar að einstökum
þáttum þess.
Mér virðist talað mál í skólum
skiptast í fjóra meginþætti sem
allir tengjast vitanlega og mynda
heild. Þeir eru í fyrsta lagi hljóð-
fræði. Sá þáttur fæst við alla
formlega fræðslu um hljóð máls-
ins og myndun þeirra. Til hljóð-
fræði telst einnig fræðsla um
framburðarafbriði eftir landshlut-
um sem stundum eru nefnd mál-
lýskur.
í öðru lagi er framburður. Þar
er átt við þjálfun í framburði ein-
stakra hljóða, hljóðasambanda,
orða og setninga.
í þriðja lagi er framsögn. í
henni felst að þjálfa nemanda í að
flytja mál sitt skýrt og áheyrilega
og beita þeirri tækni i máli og
framkomu sem orðið getur til þess
að vekja áhuga og eftirtekt áheyr-
enda. Framsögn tekur því ekki
einungis til ýmissa mállegra at-
riða, svo sem áherslna og blæ-
brigða í máli heldur einnig til
limaburðar, svips o.s.frv.
1 fjórða og síðasta lagi vil ég
nefna tjáskipti. Þá er átt við öll
samskipti manna í milli sem fram
fara mað aðstoð talmálsins.
Allir þessir þættir í sameiningu
stuðla að því að tengja betur sam-
an mál og hugsun, mál og nám. En
málið er ein meginforsenda þess
að nám fari fram. Hver og einn
þeirra þátta, sem að framan eru
taldir, á sinn þátt í því að gera
barnið að betri nemanda. Ef við
sinnum ekki hinu talaða máli í
skólunum erum við því að rýra
getu einstaklingsins til náms í
nútíð og framtíð. Þetta má lesa úr
stefnum sem ofarlega eru á baugi
í uppeldisfræðum svo og kennslu-
fræði móðurmáls. Þessara við-
horfa er farið að gæta í kennslu
víða um lönd. Segja má að angi
þeirra hafi borist hingað til lands
með aðferðum við lestrarkennslu
svo og aðferðafræði, sem beitt er í
stöku skólum á eldri stigum, þar
sem nemendur fást við að leysa
verkefni sin með því að rökræða
þau og komast þannig að niður-
stöðu. Mér finnst þó sem ég sjái
Sókrates gamla á sveimi í þessum
aðferðum.
Tímamót í
móðurmálskennslu
Mér sýnist að við séum að kom-
ast að tímamótum í móðurmáls-
kennslunni þar sem fræðimenn
eru nú sem óðast að gera sér grein
fyrir mætti málsins við nám.
Raunar virðist svo sem hin hefð-
bundna skipting I frumgreinar
móðurmáls í skóla, þ.e. bókmennt-
ir og málfræði sé um það bil að
riðlast og talað mál, ritun og lest-
ur, séu að taka við í enn ríkara
mæli en áður var og þá ekki ein-
ungis í yngri bekkjum skólans
heldur allt til loka hans. Þess ber
einnig að geta í þessu sambandi að
skilgreiningar á þessum þáttum
eru einnig að riðlast, að því er
virðist. Þessar breytingar tengjast
þeirri staðreynd að hlutverk
skólanáms og kennslu er að breyt-
ast. Það er nú í vaxandi mæli að
koma til móts við flókið samfélag,
sem tekur við æ þyngri straumi
þekkingar, sem þegnarnir verða
að geta tileinkað sér, unnið úr,
valið og hafnað. Ný heyrist vart að
þessi eða hinn sé fullnuma eða sé
að fara utan til að fullnema sig.
Eitt meginhlutverk skólans er
því að kenna nemendum að afla
sér þekkingar frekar en að veita
þeim þekkingu í eitt skipti fyrir
öll.
En hvað kemur þetta málinu
við? Jú, svo sem ég gat um þá hafa
menn komist að því að málið gegn-
ir veigamiklu hlutverki í námi og
þar er talmálið og beiting þess í
fararbroddi. Gott og traust tal-
mál, framburður þess og framsögn
er þvi ein mikilvægasta forsenda
þess að málið nýtist einstaklingn-
um í samskiptum við umhverfið
og sé honum stoð í námi. Af þess-
um sökum ber skólum og öðrum
stofnunum, sem hafa áhrif á fólk,
að þjálfa framburð, framsögn og
tjáskipti og vera góð fyrirmynd. I
rauninni vil ég kveða svo fast að
orði að ef við sinnum ekki þessum
þætti rækilega ásamt lestri og rit-
un f víðasta skilningi þeirra hug-
taka þá muni fæturnir hrynja
undan menntun okkar á fáum ár-
um eða áratugum.
En hvernig er ástandið? Er ein-
hver ástæða til að hafa áhyggjur
af þjálfun hins talaða máls i skól-
um landsins? Hér er erfitt að gefa
nákvæm svör af þeim ástæðum
sem ég nefndi hér að framan.
Rannsóknir skortir. Samt sem áð-
ur tel ég mig geta gefið grófa
mynd af ástandinu.
Skipuleg kennsla
í framburði lítil
Hljóðfræði sem fræðigrein er
lítið kennd í grunnskólum lands-
ins, þó helst í 9. bekk þar sem
námsefni er fyrir hendi. Vitaskuld
má segja að hljóðfræði i víðum
skilningi þess hugtaks sé kennd
þegar i lestrarkennslunni, einkum
þar sem hljóðaaðferð er beitt. Þar
er mjög byggt á hljóðgildi bók-
stafa og framburði einstakra
hljóða.
Auka þarf hljóðfræðikennsluna.
Ég tel sérstaklega mikilvægt að
fjalla um talfærin og hlutverk
þeirra, einkum vegna framburð-
arkennslúnnar. Námskrá kveður
reyndar svo á að kenna skuli þessa
þætti í 12 ára bekk en mér er nær
að halda að litið sé um fram-
kvæmdir einkum vegna þess að
hentugt námsefni skortir. Þá má
nefna sem ástæðu fyrir lítilli
hljóðfræðikennslu að kennarar
margir telja sig vart færa til að
sinna kennslu i hljóðfræði. Ekki
kann ég að greina frá ástæðum
þessa en ef til vill er svaranna að
leita i kennaranáminu.
Það verður að segjast eins og er
að skipuleg kennsla i framburði er
litil í skólum okkar þó finna megi
ánægjuleg frávik þar frá. Nokkuð
ber þó á framburðarkennslu í
yngstu bekkjum grunnskóla, eink-
um í tengslum við lestrarnámið.
Allt fer þetta þó eftir kennurum.
Mér er nær að halda að víða fari
engin skipuleg kennsla fram í
framburði þegar ofar dregur í
skólann nema ef vera kynni i
tengslum við val í leiklist sem
sumstaðar er í stærri skólum. Erf-
itt er að segja til um hvað veldur
þessu en kennarar hafa nefnt við
mig ástæður eins og að stefnuleysi
í framburðarmálum geri þeim erf-
itt fyrir að sinna þessari kennslu.
Þeir nefna einnig að hjálpargögn
og kennsluefni skorti svo og að þá
sjálfa skorti öryggi og þjálfun.
Ég held að allt þetta sér rétt og
full ástæða sé til að taka tillit til
þessara athugasemda. Við þurfum
því að semja leiðbeiningar um
kennslu, gefa út hjálpargögn,
prentuð og á hljómsnældum og við
verðum að halda námskeið fyrir
kennara. Reyndar hefur verið rætt
um þetta allt en minna orðið úr
framkvæmdum. Þar stöndum við
frammi fyrir þvi að okkur skortir
fólk til að taka þessa þætti að sér,
einkum þó samninguna. Ef til vill
leiðir þessi ráðstefna það af sér að
menn verða fúsir til að taka að sér
þau verkefni sem ég nefndi hér að
ofan.
Framsögn virðist kennd nokkuð
víða í skólum landsins. Misjafn-
lega mikið og markvisst en þó
kennd. Segja má að sú kennsla
hefjist þegar í skólabyrjun og sé ef
til vill hvað líflegust hjá yngstu
börnunum en þróast síðar yfir i
kennslu um fundarsköp og fleira
sem að fundarhaldi snýr. Víða fá
nemendur þvi að spreyta sig á
málfundum.
Kennarar eru margir hverjir
mun betur settir að kenna fram-
sögn en framburð. Margir hafa
hlotið einhverja þjálfun i fram-
sögn og borið hefur við að þessum
þætti hafi verið gerð skil á kenn-
aranámskeiðum. Ég tel þó að hér
skorti samfellu í námi og margs-
kyns hjálpargögn handa nemend-
um og kennurum.
Tjáskipti
Nokkuð ber á þvi að stofnað sé
til umræðna um ákveðið efni i
ýmsum bekkjum grunnskólans,
ekki síst hjá byrjendum. Ber á
þessu bæði innan móðurmáls-
kennslunnar svo og innan annarra
greina, svo sem samfélagsfræði.
Sumstaðar er þessi þjálfun þó
nokkuð mikil og markviss. Þegar
ofar kemur í skólann virðist þessi
þáttur fara minnkandi og fer eftir
skólum og kennurum hve mikill
hann er eða hvort honum er sinnt
að ráði. Hér vantar tilfinnanlega
leiðbeiningar handa kennurum er
gefi dæmi um skipulag kennslu og
viðfangsefni.
Ef ég reyni að draga þetta ofur-
lítið saman þá sýnist mér að hlut-
ur talmáls í skólum landsins sé of
rýr, þ.e. ef miðað er við skipulega
kennslu frá upphafi grunnskóians
til loka hans. Þar er ekki við einn
að sakast. Allir þeir sem við is-
lenskt mál fást eiga hér verk fyrir
höndum. Þar situr stefna þessara
mála í fyrirrúmi. Þá fyrst: Hvaða
framburð á að kenna? Hverjir
eiga að sjá um framburðarkennsl-
una? Við hvaða vanda er að etja?
Hvað er að framburði íslendinga?
Töluvert er rætt um það á meðal
kennara og annarra, sem áhuga
hafa á framburðarmálunum,
hvort samræma eigi framburð.
Sýnist þar sitt hverjum. Sumir
telja að einhverrar samræmingar
sé þörf og þá helst að menn komi
sér saman um hvað góður fram-
burður þurfi að hafa sér til ágæt-
is. Ég hygg að meiri hluti þeirra
sem þessum flokki fylgja eigi hér
ekki við samruna mállýskna held-
ur atriði sem öllum góðum fram-
burði séu sammerk, hver svo sem
mállýskan er. Þá eru aðrir sem
telja að krefjast eigi ákveðins
framburðar og þá reyndar oftast
þess framburðarafbrigðis sem
þeir nota sjálfir. Enn aðrir telja
að styðjast eigi við hugmyndir
Björns heitins Guðfinnssonar.
Eitt er víst að eining ríkir ekki í
þessum herbúðum. Ég verð að
segja að ég tel skynsamlegast að
fylgja fyrstnefnda sjónarmiðinu.
Mér sýnist að auðveldast sé að ná
samkomulagi um það og þar með
árangri. Ég tel einnig að lands-
hlutabundinn framburður sé svo
tengdur tilfinningum að vart sé
hægt að ætlast til þess að fram-
burður eins og til að mynda
kv-framburður eða linmæli verði
lagður niður.
Hins vegar finnst mér að vel
kæmi til greina að fastráðnum
mönnum við útvarp og sjónvarp
verði gert að nota ákveðinn fram-
burð sem henta þykir þeim miðl-
um. Reyndar grunar mig að svo
hafi verið gert að einhverju marki.
Góður framburður
Það segir okkur nokkuð um
hvað prýða skal góðan framburð
ef við lítum i gagnstæða átt á þau
atriði sem menn telja að skaði
framburð. Ég hefi reynt að tína til
frá kennurum, úr námskrá
grunnskóla og frá manninum á
götunni ýmis atriði sem teljast til
lýta. Sum þeirra atriða, sem ég get
um hér á eftir, eru alvarlegri en
önnur en röð þeirra segir ekkert
um það.
— Of lítil hreyfing talfæra —
sérhljóð verða ekki nægilega
opin. Framburður verður því
óskýr og þvoglulegur. Þetta er
ef til vill helsta einkenni þess
framburðar sem stundum er
nefndur latmæli.
— Brottfall hljóða i innstöðu
fleirkvæðra og þó einkum sam-
settra orða og í bakstöðu ým-
issa orða.
— óeðlilegar áherslur þ.e.
Guðmundur B. Kristmundsson
áhersla færist aftar en íslensk-
um framburði er eðlilegt.
— Óeðlileg samlögun.
— Einhljóðun tvíhljóða.
— Latmæli er umræddur galli en
hins vegar virðist það illa
skilgreint og stundum erfitt að
átta sig á hvað menn eiga við
þegar þeir ræða um latmæli.
Mér virðist um að ræða safn-
heiti á margs konar framburð-
argöllum sem i sameiningu
valda þvoglulegum og óskýrum
framburði. Nægir að minna á
of litlar hreyfingar talfæra
sem minnst var á hér að ofan.
— Hraðmæli er algengt hjá ungl-
ingum, einkum drengjum. Lík-
lega er hér um að ræða afleið-
ingu af feimni og óframfærni
en jafnframt sjálfstæðisbar-
áttu unglingsáranna. Ég veit
fjölmörg dæmi þess að menn
vaxi upp úr þessu og hljóti
ágætan framburð á fullorðins-
árum. Ég tel samt sem áður
nauðsynlegt að taka á þessu
hjá unglingum og hjálpa þeim
yfir þennan hjalla. Ef til vill
gæti það meðal annars orðið til
þess að hjálpa þeim yfir aðra
og erfiðari hjalla á þessu
skeiði.
— Nefjun kalla ég þann framburð
sem er svo í nef kveðinn að
veldur óskýrleika. Þetta virðist
þó stundum fela í sér ákveðna
merkingu, þ.e. menn gefa i
skyn að þeir séu að segja frá
einhverju sem ekki má fara
víðar.
— Smámæli þótti fínt og heldur
kvenlegt hjá unglingsstúlkum
fyrir fáeinum árum. Ekki veit
ég hvort þetta er i sama mæli
nú sem þá. Þó er ekki langt
síðan ég heyrði framburð af
þessu tagi.
— (fn-*-dn). Ég set þetta innan
sviga því ég varpa þessu fram
hér meira af gamni en alvöru.
Menn segja þá „ednið" í stað-
inn fyrir „ebnið“ og „sadnið“ í
staðinn fyrir „safnið“. Þessi
framburður er sá sem ég hef
heyrt nýjastan. Ekki geri ég
ráð fyrir að hann sé út-
breiddur.
— Talgallar. Þá nefni ég hér til að
minna á ábyrgð foreldra og
kennara. Kennarinn er sá,
ásamt foreldrum, sem e.t.v.
fyrst greinir talgalla hjá barni.
Honum ber að koma því á
framfæri við sérfrótt fólk sem
getur komið því til hjálpar.
Þetta bendir okkur einnig á
hve nauðsynleg kennaranum er
nokkur þekking í hljóðfræði og
talmeinafræði.
Máluppeldi
Ég hef nú talið upp það helsta
sem menn álíta að hrjái framburð
íslenskra ungmenna. Þessi skrá er
vafalaust ekki tæmandi. Þar vant-
ar sjálfsagt margt og ýmislegt er
að líkindum við bæjardyrnar. Ég
lít svo á að ef við gætum samein-
ast um að kveða niður þessa
drauga þá væri björninn að
minnsta kosti hálf-unninn.
Þá er komið að spurningunni
hver á að kenna íslenskan fram-
burð? Hver á að staursetja draug-
ana? Svarið er ekki eins einfalt og
menn gætu haldið í fyrstu. Sjálf-
sagt nefna margir kennara fyrsta.
Þeir hafa vissulega mikil áhrif. Ég
vil þó leyfa mér að nefna heimilin
fyrst. Þó ekki af því að ég vilji
taka ábyrgðina af skólunum. Ég
vil minna á að það er hlutverk
skólanna að halda áfram i sam-
vinnu við heimilin, þvi máluppeldi
sem löngu er hafið á heimilunum.
Hvað er þá hægt að gera. Hefur
nokkuð verið gert til að leiðbeina
foreldrum um máluppeldi? Nei,
mér vitanlega hefur lítið sem ekk-
ert verið gert í þá áttina. Á heilsu-
gæslustöðvum og fæðingarstofn-
unum liggja frammi ágætir bækl-
ingar um ungbörn og líkamlega
velferð þeirra. Þar er, að þvi er ég
best veit, enginn bæklingur um
máluppeldi. Þarna gætum við
bætt úr. Hve mikið er fjallað um
máluppeldi ungra barna i fjöl-
miðlum okkar? Lítið. Hér gætum
við bætt úr. Svarið við spurning-
unni er því að foreldrar, skólar og
fjölmiðlar verða að leggjast á eitt
við að kenna íslenskt mál, ekki að-
eins framburð heldur einnig hina
ýmsu þætti sem lúta að íslensku
máli og máluppeldi. Raunar er ég
vonbetri en áður um að eitthvað
þokist í áttina um þessar mundir.
Til þess bendir vaxandi áhugi á
málfarslegum efnum og þætti
málsins í uppeldi.
Stefna skólayfirvalda
Oft er þess getið að skýra stefnu
skorti -i framburðarmálum og
ýmsir hafa gagnrýnt yfirvöld
menntamála fyrir að kveða ekki
skýrar að þegar minnt er á talað
mál í plöggum þeirra. Aðal-
námskrá grunnskóla, móðurmál
kom út 1976. Námskráih er sam-
þykkt af ráðherra og hefur reglu-
gerðargildi. Hún birtir stefnu yf-
irvalda um nám og kennslu móð-
urmálsins i grunnskólum. Við
skulum huga nánar að þeim
markmiðum sem þar eru birt og
eiga við um talað mál. Til hægðar-
auka hef ég skipt markmiðunum í
tvo flokka. Annars vegar eru
markmið hljóðfræði- og fram-
burðarkennslu en hins vegar
markmið framsagnarkennslu og
kennslu i tjáskiptum.
Hljóðfræði
framburður
7 ára
— bera rétt fram hljóð móður-
málsins.
— einbeita sér að því að hlusta
eftir einstökum hljóðum og
hljóðaröðum i umhverfi sinu
9 ára
— átta sig á að skýr framburður
orða og endurritun eru nauð-
synleg við stafsetningarnám
9 ára
— gera sér grein fyrir sambandi
hljóða og bókstafa og rugla
ekki saman þessu tvennu
8 ára
— beita raddbrigðum, áherslum
og þögnum til að auka skýrleik
og áhrifamátt framsagnar
12 ára
— átta sig á talfærunum og hlut-
verki þeirra
— greina mun á hljóðmyndun
samhljóða og sérhljóða og ein-
hljóða og tvihljóða
12 ára
— greina á milli harðmælis og
linmælis, einhljóðaframburðar
og tvíhljóðaframburðar, rödd-
unar og raddleysis, flámælis og
réttmælis, latmælis 'og skýr-
mælis.
15 ára
— átta sig á þvi að málið er kerfi
tákna (hljóða, rittákna, orða)
Ljóst er að þessi markmið eru
harla víð og það kann að vera erf-
itt að fóta sig á þeim. Þetta er ekki
að öllu leyti slæmt þar sem þetta
gefur skólunum gott svigrúm til
að takast á við þessa kennslu með
þeim hætti sem hentar hverju
sinni og þörf er á. Gallinn er hins
vegar sá að viðeigandi hjálpar-
gögn og leiðbeiningar skortir. Mér
er því nær að halda að m.a. þess
vegna sé þessum markmiðum ekki
náð og reyndar sumstaðar lítið
sinnt.
Framsögn
tjáskipti
7 ára
— einbeita sér að því að hlusta
eftir einu tilteknu málhljóði og
greina það í orðum
— svara spurningum greiðlega,
taka þátt í almennu samtali i
bekknum og segja frá eigin
reynslu í áheyrn annarra
7 ára
— lýsa einföldum athöfnum,
myndum og hlutum sem þeir
hafa fyrir sér og geta athugað
jafnóðum
8 ára
— endursegja eftir minni megin-
efni einfaldrar frásagnar
8 ára
— segja fram skýrt og greinilega
vísur og stutt kvæði
8 ára
— lýsa tilteknum, algengum hlut
svo vel að hann þekkist af lýs-
ingunni
10 ára
— tjá skoðanir sínar og hug-
myndir munnlega, skýrt og
áheyrilega
13 ára
— tjá hugmyndir sínar í samtali
skipulega og áheyrilega
13 ára
— túlka efni og form tiltekins
texta með viðhlítandi fram-
sögn
14 ára
— taka þátt í umræðu um tiltekin
efni þannig að röklegt sam-
hengi haldist
15 ára
— halda stutta ræðu blaðalaust
(með stuðningi minnisatriða ef
svo ber undir)
Skólar virðast eiga mun betur
með að sinna þessum markmiðum
en þeim i fyrrnefnda flokknum.
Ýmsum æfingum, sem hér er get-
ið, virðist sinnt í töluverðum mæli.
Fg hygg þó að mjög fari það eftir
kennurum hve skipuleg kennslan
er. Hér sem áður má nefna skort á
kennslugögnum svo og þjálfun
kennara til að sinna þessum þátt-
um. Ég vil þó geta þess að undan-
farin ár hefur verið boðið upp á
svolitla tilsögn á námskeiðum og
fræðslufundum fyrir starfandi
kennara. Óskar heitinn Halldórs-
son reyndist þar betri en enginn
síðustu árin sem hann lifði. Auð-
sætt er að hér eigum við verk að
vinna og helst þyrfti að bjóða upp
á heil námskeið þar sem kennarar
ættu kost á fræðilegri umfjöllun
og þjálfun í framburði, framsögn
og tjáskiptum.
Það er ekki einungis mennta-
málaráðuneytið og stofnanir sem
heyra því til sem láta sig þessi mál
varða. Ég vil minna á þingsálykt-
un frá síðasta þingi þar sem „AI-
þingi ályktar að fela ríkisstjórn-
inni að hlutast til um að i rikis-
fjölmiðlum og i grunnskólanámi
verði aukin rækt lögð við mál-
vöndun og kennslu í framburði is-
lenskrar tungu“. Þessi ályktun
hefur þegar leitt af sér nokkurt
starf i menntamálaráðuneytinu.
Meðal annars hefur námstjóri
skilað drögum að tillögum til ráð-
herra um foreldrafræðslu og um
þátt fjölmiðla i móðurmálsnámi
og nú hefur nefnd verið falið að
semja nákvæmari tillögur um hlut
ríkisfjölmiðlanna i þessu máli.
Vonast ég til þess að þetta starf
eigi eftir að láta gott af sér leiða.
Þáttur kennara-
menntunar
Ég get ekki svo lokið þessu
rabbi að ég minnist ekki á þátt
kennaramenntunarinnar í kennslu
talaðs máls í grunnskólum.
Hljóðfræði hefur verið kennd í
Kennaraskóla íslands og Kenn-
araháskóla íslands um áratuga-
skeið. Hlutur hennar á árum áður
var reyndar mun meiri en nú er.
Þess ber þó að gæta að þá höfðu
nemendur ekki að baki hljóðfræði-
nám i framhaldsskóla. Nú mun
um það bil 20 stundum varið til
hljóðfræðikennslu og um 12—15
stundum til kennslu í framsögn.
Þrátt fyrir þetta virðist unga
kennara skorta öryggi til að tak-
ast á við skipulega þjálfun hins
talaða orðs þegar út á akurinn er
komið. Þarf ef til vill að auka
þetta nám? Eða þarf að tengja það
betur skólastarfi og kennslu barna
en nú er gert? Ég tel nauðsynlegt
að leitað verði svara við þeim
spurningum. Ég vil taka það skýrt
fram að starfsmenn Kennara-
háskóla íslands hafa ætið stutt
kennslu í töluðu máli og hafa sýnt
þessari kennslu skilning og vel-
vild. Ég gat áðan um kennaranám-
skeið og árétta hér náuðsyn þess
að halda endurmenntunarnám-
skeið í öllum þáttum er lúta að
kennslu talmálsins.
Ég get ekki látið hjá liða að
minnast á hlut Háskóla íslands i
þessu máli. Hann á þó nokkurn
þátt i menntun kennara í efri
bekkjum grunnskóla og i fram-
haldsskólum, svo ekki sé talað um
rannsóknarhlutverk þeirrar stofn-
unar. Ábyrgð hans er því sist
minni en annarra stofnana sem að
þessum málum starfa.
Að endingu vil ég leyfa mér að
tæpa á þeim atriðum, sem ég tel
að brýnast sé að taka á, ef við
ætlunj okkur að þoka málum
eitthvað á veg.
— Við þurfum að skilgreina
vanda þann sem við er að etja
svo við getum tekist á við
hann. Við þurfum stöðugar
rannsóknir á framburði og
kennslu talaðs máls i skólum.
— Við þurfum að ná samstöðu um
stefnu i framburðarmálum
þannig að allir leggist á eitt
um að framkvæma þá stefnu.
— Fjölmiðlar verða að ganga i lið
með talmálinu. Þeir ættu að
beina máli sínu til foreldra,
ungmenna og hins almenna
borgara. Þeir þurfa einnig að
gæta þess að vera góð fyrir-
mynd.
— Við þurfum að treysta talmálið
í skólum landsins með útgáfu
námsefnis og kennsluleiðbein-
inga.
— Við þurfum að treysta þekk-
ingu kennara með þvi að styðja
við bakið á Kennaraháskólan-
um i viðleitni hans til að bæta
þjálfun kennara, bæði í kenn-
aranáminu sjálfu svo og i
endurmenntun kennara.
— Við þurfum að fá alla þá sem
að framburðarmálum starfa til
að vinna saman. Hinar ýmsu
stofnanir þurfa að geta borið
saman bækur sinar. Það gæti
ef til vill komið i hlut Háskóla
íslands eða íslenskrar mál-
nefndar að halda þessu starfi
saman.
Þetta tel ég brýnast til að byrja
með. Ég tel mig hafa svarað að
nokkru þeim tveim spurningum
sem ég varpaði fram í upphafi
máls míns. Mér virðist hlutur hins
talaða orðs vera minni i skólum
landsins en æskilegt getur talist.
En ég er bjartsýnn á að úr muni
rætast á næstu árum. Þar mun
miklu valda vaxandi áhugi kenn-
ara og ýmissa annarra hópa svo og
rannsóknir á talmáli þjóðarinnar.
Að endingu vil ég hvetja alla,
sem mál mitt heyra, til að taka
höndum saman og vinna að far-
sælli þróun talmálsins. Þannig
auka þeir mátt þjóðarinnar til
menntunar.
Guðmundur B. Kristmundsaon er
nímsstjóri í íslensku. Grein þessi
er eríndi sem hann flutti i ríð-
stefnu íslenska málfrieðifélagsins í
Norræna húsinu 29. sepL sl.