Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985 17 Orgelsjóður Hallgrímskirkju eftir Guðrúnu Helgadóttur Fyrir nokkru var hrundið af stað fjársöfnun til kaupa á orgeli í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Þeir sem hófu söfnunina voru: Sigur- björn Einarsson biskup, Knut Ode- gaard, forstjóri Norræna hússins, Ingólfur Guðbrandsson söngstjóri og tveir alþingismenn, Salóme Þorkelsdóttir og höfundur þessar- ar greinar. Framkvæmdin er á þann veg, að hver sá sem leggja vill fram fé bendir á tvo menn, sem einnig vilja styðja þetta málefni, og þannig verður til keðja, sem hver stuðningsmaður er hlekkur í. Greiðslur skal ieggja inn á giró- reikning nr. 19008 í Landsbanka ísiands, en einnig geta menn snúið sér beint til skrifstofunnar í Hall- grímskirkju, og er símanúmer þar 10745. Mikill fjöldi manna hefur þegar brugðist stórmannlega við söfnun- inni og er það vissulega merki um, að enn finnist i landinu áhugi á menningarverðmætum þjóðarinn- ar og ást á fögrum listum. Og hvaða skoðanir sem menn kunna að hafa á guðdómi og kristni, hefur kristin trú haft ómælanleg áhrif á íslenska menningu og listsköpun. Milli trúar og listar hafa ævinlega verið náin tengsl, og nægir í þvi tilliti að nefna evrópskar miðalda- kirkjur, sem menn ferðast langa vegu til að dást að, ellegar alla þá undursamlegu tónlist sem orðið hefur til í sambandi við trúariðk- anir. Á þeim öldum þegar ítök kristinnar trúar voru hvað sterk- ust i hugum Evrópumanna, eyddu auðugir konungar, furstar og kirkjuhöfðingjar stórfelldum fjár- munum til að reisa voldugar kirkj- ur og fengu mestu listamenn sem völ var á til að semja mvndverk og tónlist til að njóta þar. íslendingar áttu engan auð til að reisa þau musteri, sem þreifað verður á. En þeir áttu i fátækt sinni og niður- lægingu þann auð, sem er öllu efni dýrmætari: Menn með andlega reisn, háleita hugsun, og þeir áttu íslenska tungu. Ur þessu efni settu þeir saman þau listaverk sem standa munu meðan einhver kann íslensku. Sá maður sem hæst ber þar var séra Hallgrimur Péturs- son. Skáldskapur hans er enn i dag hluti af lífi sérhvers íslendings, hvort sem allir gera sér það ljóst eða ekki. Við syngjum ljóð hans á glaðri stund, og við hlýðum hugg- unarorð hans og trúarvissu á erfið- ustu stundum lífs okkar, og ár hvert eru þeir menn sem við met- um mest fengnir til að lesa Passíu- sálma hans fyrir þjóðina alla. Við eigum séra Hallgrimi Pét- urssyni stóra skuld að gjalda, og i minningu hans er nú risin stærsta kirkja landsins hér i Reykjavík. Byggingarsaga hennar er orðin æði löng eða rúm fjörutiu ár. Þeg- ar litið er á þetta mikla mannvirki er næsta ótrúlegt, að það skuli hafa verið byggt að mestu fyrir frjáls framlög velunnara kirkjunn- ar og óbilandi elju safnaðarins. Framlög ríkis og borgar eru ein- ungis óverulegur hluti byggingar- kostnaðarins. Oft hafa staðið um þetta mikla mannvirki hatrammar deilur, en nú er mál að linni. Áætl- að er að ljúka byggingu hennar ár- ið 1986, en þá er eftir að vinna það stórvirki að gera kirkjuna þannig úr garði að innan, að fullur sómi sé að. Minningu séra Hallgríms Pét- urssonar væri vart meiri sómi sýndur en með því að fela íslensk- um listamönnum að gera kirkju hans að musteri listar og fegurðar í hjarta höfuðborgar landsins, þar sem menn mega eiga griðastað til að hlýða á það sem hann unni mest, orð guðs, skáldskap og tón- list. Hallgrímskirkja er lands- kirkja, eign þjóðarinnar allrar, og íslendingar eiga nú þann auð, sem nægir til að gera hana sambæri- lega hinum fegurstu kirkjum ann- arra þjóða, bornum og óbornum til friðar og gleði. Skreyting og innrétting kirkj- unnar er verk, sem nú þegar þarf að skipuleggja. Það er verk fjöl- margra listamanna um langan tíma. Þar má ekki kasta til hönd- unum. Þetta verk kostar mikið fé, og fyrir Alþingi liggur nú tillaga um fjárveitingu í þessu skyni. Þá tillögu fluttum við Salóme Þor- kelsdóttir, Stefán Benediktsson, Haraldur Ólafsson, Svavar Gests- son og Skúli Alexandersson. Treystum við því að þingmenn þeirrar þjóðar í veröldinni, sem hefur sjöttu hæstu tekjur á mannsbarn í landinu, hafi yfirsýn og menningarlegan metnað til að samþykkja tillögu okkar. Orgel í kirkjuna verður ekki að- skilið frá skreytingu hennar. í þessa miklu kirkju er talið að þurfi 70 radda orgel ef vel á að vera. Á slíku hljóðfæri eru fjögur hljóm- borð og yfir 5000 pípur. Slíka smíð þarf að panta með áralöngum fyrirvara, og því tímabært að gera það nú innan tíðar. Til þess átaks höfum við kallað landsmenn til hjálpar, og erum þess fullviss að þessu marki verði náð. Og við er- um jafnviss um, að þeirrar aðstoð- ar iðrast enginn, þegar kirkjan er orðin glæsileg hljómleikahöíl, þar sem flytja má ýmis þau verk sem vart verða flutt á öðrum stað. Þrjátíu árum áður en séra Hall- grimur Pétursson fæddist réðst frændi hans Guðbrandur Þorláks- son biskup í það stórvirki að láta Guðrún Helgadóttir „Mikill fjöldi manna hefur þegar brugðist stórmannlega við söfn- uninni og er það vissu- lega merki um, að enn fínnist í landinu áhugi á menningarverðmætum þjóðarinnar og ást á fögrum listum.“ prenta Biblíuna á íslensku. Þess minnast menn nú um þessar mundir, að síðan eru liðin 400 ár. Þetta stórvirki breytti þróun ís- lenskrar tungu svo, að torvelt er að gera sér í hugarlund hvað um hana hefði orðið án hinnar islensku biblíu. Og víst er að það velferðar- þjóðfélag, sem við nú búum við og er harla ólíkt sárfátæku samfélagi Guðbrands biskups og séra Hall- gríms, væri varla það sem það er á okkar dögum, nema fyrir afrek þessara forfeðra okkar. Hvað sem menn hugsa eða hugsa ekki um is- lenska menningu, er hún óumdeil- anlega undirstaða þess mannlífs, sem þrífst í landinu hverju sinni. Víst er að margir Islendingar dóu úr hungri meðan Guð- brandsbiblía var í prentun. Nú hafa allir íslendingar talsvert að bíta og brenna, þó að því sé mis- skipt. En þeir hafa efni á að leggja sinn skerf til íslenskrar menningar og íslenskrar listar, og þeir hafa um leið efni á að aðstoða þau börn jarðarinnar, sem nú búa við hörm- ungar hungurs og kúgunar. Það getur á engan hátt stangast á að gera sitt til betra og auðugra mannlífs í sinu eigin landi og að leggja það sem unnt er af mörkum til að lina þjáningar annarra, sem einmitt eru til orðnar vegna þess að menning þjóða var lögð i rúst, svo að þær fengu ekki ráðið við þá arðræningja sem ruddust af mis- kunnarleysi yfir lönd þeirra án til- lits til fólksins, sem lifað hafði I löndum sínum um aldir. Það fólk er nú að deyja fyrir augum okkar eins og menning þeirra var drepin. Menning þjóðar er ekki aðskiljan- leg frá afkomu hennar. Hrynji menning þjóðar í rúst, verður engu mannlífi sem þolanlegt er haldið uppi. Þess vegna verðum við að standa vörð um list og menningu þjóðarinnar. Minning séra Hall- gríms Péturssonar leggur okkur þá skyldu á herðar. Hafi séra Hall- grímur haft efni á því, sem hann gaf þjóð sinni til varðveislu um aldur og ævi, höfum við svo sann- arlega efni á því nú að koma upp orgeli í kirkju hans. Það er aðeins óveruleg greiðsla upp I mikla skuld, sem aldrei verður greidd. 17. janúar 1985. SKILMÁLARNIRI RL HRKIMR OG KLÁRIR ENGIR LEYNDIR ENGIR LALSIR EKKERT SEM KEMUR ENGIN VARNAGLAR ENDAR í BAKS) Á ÞÉR ÁHÆTTA Kostimir við að kaupa spariskírteini ríkissjóðs bera af eins og gull af eir, ætlir þú að ávaxta fé þitt til lengri eða skemmri tíma. Lægstu voxtir sem ríkissjóður býður ofan á verðttyggingu er meðaltal vaxta af 6 mánaða verðtn ggöum reikningum viðskiptabankanna -I- 50% VAXTAALKI Hæstu vextimir eru 9% ofan á gengistryggingu Stystu bréfin eru til 18 mánaða og spariskírteinin ganga auðveldlega kaupum og sölum. Hægt er að fá vexti greidda út misserislega o.fl. o.fl. BÝÐUR EINHVER BETRIÁVÖXTUN ÁSAMT ALGJÖRU ÖRYGGI? Söiustaðireru: Seðlabanki íslands, viðskiptabankarnir, sparisjóðir og nokkrir verðbréfasalar. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.