Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985
45
Jean-Marie Pfaff markvörður Bayern:
Setur fram
miklar kröfur
JEAN-Marie PfaH, hinn 31 ára
belgíski landsliðsmarkvörður hjá
Bayern MUnchen í Vestur-Þýska-
landi, hefur farið fram á það viö
félagið að það bjóöi honum fimm
ára samning. Núgildandi samn-
ingur hans rennur út í vor.
En Pfaff vill meira en samning
næstu fimm árin, hann hefur farið
fram á að eftir þann tíma veröi
hann ráöinn sem sérstakur mark-
varðaþjálfari hjá félaginu til tíu
ára. Og þennan samning vill hann
undirrita strax! „Ef ég fæ ekki
þennan samning mun ég fara frá
félaginu og fara aö leika meö Paris
St. Germain í Frakklandi," segir
Pfaff í vestur-þýsku blööum nú, en
franska félagiö hefur sýnt áhuga á
aö kaupa hann.
Uli Höhness kippti sór ekki mik-
iö upp viö yfirlýsingar markvaröar-
ins. „Um |>essar mundir legg ég
mesta áherslu á aö Bayern kaupi
lan Rush frá Liverpool," segir
hann. í Þýskalandi mega aðeins
leika tveir útlendingar, þannig aö
keypti Bayern Rush, sem veröur
aö telja heldur litlar líkur á, „getur
Pfaff fariö ef hann vill fara," eins
og Höhness orðaöi þaö.
Menn telja Pfaff hafa hlaupiö á
sig meö því aö heimta svo langan
samning. Fyrir hjá Bayern er ungur
markvöröur, Aumann aö nafni, aö-
eins 21 árs, sem stóö sig frábær-
lega er hann lék í staö Pfaff í byrj-
un keppnistímabilsins. Þar vita for-
ráöamenn Beyern af framtíöar-
markveröi félagsins, þannig aö
þaö yröi í rauninni ekki svo mikið
vandamál þó Pfaff færi...
Enginn bjór...
Udo Lattek, þjálfari Bayern,
strengdi þess heit á dögunum, aö
smakka ekki áfenga drykki fyrr en
meistaratitillinn væri í höfn hjá liö-
inu, eöa aö útséö yröi um aö liöið
ætti möguleika á honum í vor!
Þess má geta aö Lattek er geysi-
lega hrifinn af þýska bjórnum, og
hann sagöist myndi láta þaö bitna
verulega á leikmönnum á æfingum
ef þeir staaöu sig ekki.
Dregið í mjólkurbikarnum:
Óljóst hvaða
lið eigast við
OREGID var í fjögurra liða úrslit-
um ensku mjólkurbikarkeppn-
innar í knattspyrnu í g»r, en
engu að síöur er heldur óljóst
hvaða liö koma til með að eigast
við.
leiknum á Wembley-leikvanginum
24. marz næstkomandi: QPR og
Chelsea, þó á þessu stigi sé meö
öllu ómögulegt aö spá nokkru þar
um.
Morgunblaðlð/Skapti
• Einar Ólafsson (t.v.) og Gottlieb Konráðsson, bestu skíöagöngumenn landsins, taka þátt í heims-
meistaramótinu í Seefeld næstu daga. Hér er það Gottlíeb sem fagnar, eftir sigur á Landsmótinu á Akureyri
í fyrravetur.
Heimsmeistaramótið í norrænum greinum hefst í dag:
Óvíst hvort Einar keppi
Aöeins Norwich City, sem sigr-
aöi Grimsby 1:0 í fyrrakvöld, er ör-
uggt í undanúrslitin. önnur liö eiga
eftir aö leika um sæti í fjögurra liða
úrslitum. Veöur hefur hamlaö því
aö þeir leikir hafi getaö fariö fram
aö undanförnu.
Drátturinn t gær var annars
þannig:
Norwicb — Ipswich/QPR
Chetsea — Shefl. Wedn./Wattord — Sundortand.
Þeir þrír leikir sem eftir eru í átta
liöa úrslitunum eiga aö fara fram i
næstu viku ef veöur leyfir.
Sá möguleiki er fyrir hendi aö
tvö Lundúnaliö mætist í úrslita-
Heimsmeístaramótiö í norræn-
um greinum skíðaíþrótta var sett
með viðhöfn ( gær, fimmtudag, í
Seefeld í Austurríki, þar sem
tveir íslendingar eru á meöal
keppenda. Það eru þeir Einar
Ólafsson og Gottlieb Konráös-
son.
Á dagskrá mótsins í dag er 30
km ganga karla og veröa þeir Ein-
ar og Gottlieb væntanlega þar á
meðal keppenda.
Viö náöum símasambandi viö
Einar Ólafsson í gær og var hann
spuröur um aöstööu keppenda i
Seefeld.
„Hér er góö aöstaöa og varla
yfir nokkru aö kvarta, nema þegar
viö komum hér fyrst á laugardag,
fengum viö bráöabirgöahúsnæöi,
og var þaö ekki nógu gott. Her-
bergin voru óupphituö og var þá
mjög kalt á nóttinni og fékk ég þá
kvef, sem ég er ekki enn búin aö
losna viö; hef legiö í rúminu í dag
til aö reyna aö ná þessu úr mér. Ég
ætla aö sleppa þvi aö fara á setn-
ingarathöfnina, sem fram fer í
kvöld vegna lasleikans. Ég verö
svo bara aö sjá til á morgun hvort
ég treysti mér til aö ganga 30 km,
þaö mun koma í Ijós í upphitun
fyrir keppninna. Nú, ef ég verö
ekki oröinn góöur, þá er bara aö
bíta á jaxlinn og einbeita sér aö 15
km og 50 km göngunum."
Hvernig er veörið og skíðafœr-
ið?
„Hér er gott veður, logn og ský-
aö og um 10 stiga frost á morgn-
ana, en hlýnar svo þegar líöur á
daginn og er þá um frostmark.
Snjórinn er góöur, en hann má
ekkert vera minni, þaö þurfti m.a.
aö moka snjó í hluta brautarinnar
sem liggur í gegnum skóginn."
Hvernig er brautin?
„Viö erum búnir aö ganga þessa
braut nokkrum sinnum og er hún
vægast sagt mjög erfiö, mikill
bratti og langar brekkur. Ég er
ákveöinn í því, aö ef ég verö meö á
morgun þá ætia ég aö skauta upp
allar brekkur, ætla eingöngu aö
nota rennslisáburö undir skíöin,
nota svo minni skíöi en ég er vanur
aö nota, 200 sm í staö 210 sm.
Þaö hefur komiö í Ijós í vetur aö
gangan er öll aö færast í þaö form
aö menn skauti meira og minna
alla brautina og noti þá eingöngu
rennslisáburö, ekki fattáburö eins
og áöur hefur veriö.
Þaö kom til greina aö banna aö
skauta, á ákveönum stööum i
brautinni vegna þess aö þaö
skemmir sporiö, en hætt var viö
þaö, og er því í lagi aö skauta eins
og hver vill."
Hvern telur þú Kklegastan til að
vinna 30 km gönguna?
“Þaö er mjög erfitt aö spá um
úrslit, vegna þess aö þaö eru alltaf
aö koma upp ný nöfn. Gunde Svan
er þó af flestum talinn líklegastur,
en ég held aö þaö setji strik í
reikninginn aö Gunde Svan er ekki
nógur góöur aö skauta af báöum
skíðum, hann er góöur aö skauta á
öðrum fætinum og ég held aö þaö
geti breytt miklu því brautín er þaö
brött á köflum aö þá veröa menn
aö geta skautaö af báöum fótum,
einskonar gæsagang."
Er heilsan góð hjé Gottlieb?
„Já Gottlieb er viö hestaheilsu
og verður örugglega með á morg-
un, hann hefur veriö aö ná sér vel
á strik nú aö undanförnu."
V.J.
Gunde Svan notaði 210 sm langi stafi á æfingu:
„Líktist manni á gond-
óla á síkjum Feneyja“
SVÍINN Gunde Svan, besti
skíðagöngumaður heims, vakti
mikla athygli á síöustu æfingu
fyrir heimsmeistaramótiö í See-
feld í Austurríki í gær. Svan not-
aði mjög langa skíðastafi á æf-
ingunni, þeír voru hvorki meira
né minna en 210 sentimetrar é
lengd. Þetta var ( fyrsta skipti
sem hann notaöi stafina meðal
almennings.
Aö sögn fréttamanna AP líktist
Svan meira manni á „ítölskum
gondóla sem stýröi bát sínum um
síki Feneyja" en skíöagöngu-
manni.
„Ef til vill mun hann nota þessa
stafi í keppninni á morgun — ef
til vill ekki," sagöi Áke Jonsson,
yfirþjálfari sænska göngulands-
liösins í samtali viö fréttamann
AP i gær.
Svan, sem vann tvenn gull-
verölaun á Ólympíuleikunum i
Sarajevo fyrir tæpu ári, hvarf af
vettvangi fljótlega eftir æfinguna
i gær og vildi ekki láta neitt hafa
eftir sér um þennan nýstárlega
búnaö sinn.
Hugmyndin aö þessu kviknaöi
er Svan og fleiri kappar í lands-
liöi Svía ræddu viö fréttamenn á
fundi fyrr í vetur — en þá var
rætt um þennan möguleika í
gríni. Svan varö þó hrifinn af
hugmyndinni — og útfæröi bún-
aðinn upp á eigin spýtur heima
hjá sér. Þessir nýju stafir eru
gerðir úr bambus-viöi. Hann
reyndi þá í leyni í æfingabúöum
sænska landsliösins í Davos í
Sviss fyrir skemmstu.
Þess má geta aö Gunde Svan
er talinn langsigurstranglegastur
í 35 km göngunni sem fram fer í
dag.