Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985 43 Seðlabankinn fagurt mannvirki Ein á sjötugsaldri skrifar: Kæri velvakandi. Mig langar til að gera nokkrar athugasemdir við skrif gömlu konunnar, sem birtust um Seðla- bankann og þjóðarbókhlöðuna í Velvakanda 10. janúar sl. Sú gamla tekur heldur betur upp í sig, þar sem hún talar um óþarfa, múrhlunka, hússkripi, ómynd, múrklessu, frámunalegt smekkleysi, klessuverk, steypu- afstyrmi, virki og skömm. Auðvitað er brýn þörf á að koma upp Þjóðarbókhlöðunni. Nýtt Borgarbókasafn er ekki síð- ur brýnt verkefni. Það er bæði hneisa og hörmulegt slys að Borgarbókasafnsbygging arki- tektsins Gunnlaugs Halldórs- sonar var lögð fyrir róða. Ég er viss um, að Þjóðarbók- hlaðan verður góð bygging. Byggingar eru góðar ef þær gegna vel því hlutverki sem þeim er ætlað. Gömlu konunni finnst Þjóðminjasafnið falleg bygging. Mér finnst hún slæm. Staðsetn- ingu þjóðarbókhlöðunnar tel ég hins vegar vafasama. Sama má segja um staðsetningu Hótels Sögu sem lítur út eins og kúa- delía ofan á Háskólanum, þegar farið er vestur eftir Hringbraut- inni. Melavöllinn og svæðið kringum hann hefði Háskólinn átt að fá óskert til afnota í fram- tíðinni. Ekki ber ég skynbragð á hvort Seðlabankinn sé óþarfur sem stofnun eða eigi. En bygging hans niður af Arnarhóli er orðin að veruleika. Ég dáist að stór- hug, kjarki og festu þeirra manna, sem staðið hafa fyrir byggingarframkvæmdunum, lát- ið lágkúrulegar árásir sem vind um eyrun þjóta og haldið ótrauð- ir áfram. En engum er alls varnað; gamla konan líkir bankabygg- ingunni við virki. Og þar hittir hún naglann á höfuðið. Þessi samlíking sýnir best snilli arki- tektanna, þvt að einmitt þarna stóð „Battaríið", virkið sem Jör- undur hundadagakonungur lét reisa. Það hefur áður staðið styr um staðinn. Fyrir röskum 85 árum falaði Helga Bryde Vídalín kon- súlsfrú „Battaríið" til kaups í því skyni að reisa þar skrauthýsi til sumardvalar. Fór hún fram á 5000 ferálnir (um 2000 fm), en það samsvarar neðstu hæð (aðalinngangi) Seðlabankans. Salan komst í gegnum þingið, en ekkert varð úr kaupunum, vegna mótmæla sumra bæjarbúa. Mér þykir vænt um að draum- ur frú Helgu Vídalín um fagurt mannvirki við Arnarhól er að rætast. Ég vona að forráðamenn Seðlabankans sýni þessari stór- huga konu þann sóma að minn- ast hennar á einhvern skemmti- legan hátt í sambandi við bygg- inguna eða umhverfi hennar. Ég hlakka til að sjá banka- bygginguna fullbúna. Þetta verður vafalaust góð bygging, yf- irlætislaus en vönduð. Hún fell- ur vel inn í umhverfi sitt og er í góðu samræmi við næstu ná- granna, s.s. Arnarhvol og Þjóð- leikhúsið. Þeirri gömlu finnst nýja húsið við hliðina á Hótel Borg fallegt og falla vel inn í umhverfið. Það finnst mér líka. En veit hún, að hönnuðir hússins eru þeir sömu og Seðlabankans? Smekkur er víðtækt hugtak. Ekki treysti ég mér til að segja með nokkrum rétti, hvað sé góð- ur eða slæmur smekkur og hverjir hafi eða hafi ekki þennan ákjósanlega eiginleika. Smekk- urinn er líka svo bundinn stað- háttum, því þótt eitthvað sé við- eigandi, t.d. í öðrum löndum, er ekki víst að hægt sé að samræma það íslenskum staðháttum. Ég held, að smekkurinn sé hverjum manni meðfæddur eiginleiki, sem ekki er hægt að kenna eða læra af bókum. Gervi-vísindi eða hvað? Guðmundur Einarsson verkfræð- ingur skrifar: Eðlisfræðin segir okkur að eng- Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efni8, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. ar tilviljanir séu í tilverunni, allt sé háð orsökum og afleiðingum, þ.e. orsakalögmálið. Það er jafnvel til lögmál um hegðun svokallaðra tilviljana, „Law of probabilities". í Lesbók Morgunblaðsins laug- ardaginn 12. janúar sl. birtist grein eftir Þorstein Sæmundsson stjarnfræðing um gervivísindi, þar sem hann telur ástæðu til að styðja við bakið á ritstjóra frétta- bréfs Háskóla íslands, sem hefur talið mikilvægt að vara menn við gervivísindum. Svo gerist það kvöldið eftir, þ.e. sunnudaginn 13. janúar, að sýndur er í sjónvarpinu þáttur með vinn- ingshöfum Nóbels-verðlauna í vís- indum 1984. Þar lýstu þeir hverri andstöðu uppgötvanir þeirra mættu, þar sem þær voru í and- stöðu við gildandi skoðanir, vís- indalega hefð og vísindalegan sannleika. Að lokum ræddu þeir áhrif innsæis og hugmyndaflugs á vísindalegar uppgötvanir sínar. Samkvæmt skilgreiningum rit- stjóra fréttabréfs Háskóla íslands eru þetta gervivísindamenn sem stunda gervivísindi. Er ekki full ástæða til að rit- stjórinn kynni þessa þekkingu sína þeim mönnum sem velja vinningshafa Nóbelsverðlauna, svo þeir styðji ekki gervivísindi? Sýnið Band Aid Guðrún skrifar: Kæri Velvakandi. Mig langar til að þakka sjónvarpinu fyrir marga ágæta poppþætti sem sýndir hafa verið að undanförnu. En er ekki hægt að sýna þáttinn með Band Aid. Ég sá úr honum í sjónvarpi á gaml- árskvöld og nýársdag og hef- ur hann verið sýndur í sjón- varpi víða um heim. Terence Stamp, John Hurt og Tim Roth — óútreiknanleg þrenning í The Hit. Gaman á leið- inni í gröfina Kvikmyndir Árni Þórarinsson Regnboginn: Uppgjörið — The Hit ★★★ Bresk. Árgerð 1984. Handrit: Pet- er Prince. Leikstjóri: Stephen Fre- ars. Aðalhlutverk: John Hurt, Ter- ence Stamp, Tim Roth, Laura Del Sol, Bill Hunter, Fernando Rey. The Hit er þriller sem áhorf- andi kann ekki utanbókar. Þann- ig myndir eru fagnaðarefni þeg- ar formúlur og hugmyndafátækt ætlar alla kvikmyndagerð lif- andi að drepa. Þannig myndum fyrirgefst þótt þær komi sjálfum sér ekki alveg í heila höfn undir lokin. Það er að minnsta kosti gaman á leiðinni. The Hit fjallar einmitt um fólk sem ekki kemst á áfanga- stað, nema þann eina sanna: I gröfina. Sagan er eins einföld og hugsast getur. í London fyrir tíu árum gerir krimmi, leikinn af Terence Stamp, samkomulag við lögregluyfirvöld um að koma upp um starfsbræður sína gegn því að sleppa sjálfur. Við rétt- arhöldin syngur krimmakórinn með hefndarþrungnum þunga: „We’ll Meet Again Some Sunny Day. Og þá er klippt á suðræna kvöldsól tíu árum síðar. Hefndin sækir krimmann heim, þar sem hann hefur hafið líf á Spáni. Honum er rænt af tveimur leigu- morðingjum, hinum reynda at- vinnumanni, John Hurt, og áköf- um lærlingi hans, Tim Roth. Þeim er ætlað að flytja hann til Parísar, þar sem uppgjörið á að fara fram. Þangað komast þeir ekki. The Hit byggir aðdráttarafl sitt sem sagt ekki á flókinni at- burðarás. Myndin reiðir sig á stíl, óútreiknanleg viðbrögð fólksins og knappa kaldhæðni samtalanna. Að ekki sé minnst á leikinn. Terence Stamp snýr aft- ur til kvikmyndaleiks með glæsi- brag í þessari mynd eftir margra ára fjarveru. Hinn hvítklæddi krimmi hans með sína brokk- gengu stóísku ró, heimspekilega kokhreysti er sérkennileg per- sóna, þversagnakennd, ef ekki óskiljanleg þegar allt kemur til alls, en Stamp stimplar hana inn með eftirminnilegum hætti. John Hurt tekst að gera hinn innhverfa leigumorðingja í senn mannlegan og vélrænan, binda saman þverstæður með spenntu ðfyggi- Samband þessara tveggja flóknu persóna er burð- arás myndarinnar, gagnkvæmur ótti, gagnkvæm virðing, gagn- kvæmur skilningur. Tim Roth sem hjálparkokkurinn ungi er fríkuð uppfylling, en um leið sú persóna sem er jarðbundnust, skiljanlegust. Fjórði farþeginn í Parísarferðinni er ung stúlka, tekin sem gísl en verður örlaga- valdur; heilllandi blanda af um- komuleysi og úrræðagóðu villi- dýri í túlkun Laura Del Soe. Ástralski skapgerðarleikarinn Bill Hunter er einnig magnaður sem skíthræddur, gamall skúrk- ur. The Hit er gerð af Stephen Frears sem lengi hefur verið í hópi efnilegustu kvikmynda- gerðarmanna Breta. Hann hefur mest unnið fyrir sjónvarp og hér var sýnt nýlega eitt frægasta verk hans í þeim miðli, Saigon: Year of the Cat. Þetta er önnur biómynd hans og einkennist af stílhreinni, dálítið undirförulli myndvinnslu, sem einatt skapar aðrar væntingar hjá áhorfanda en hún skilar; t.d. í upphafi er byggð upp tilfinning fyrir morði, en svo fáum við bara að sjá menn að borða beikon og egg; mörg dæmi eru um slíkan lymskustíl í The Hit. Mjúk, hreyfanleg myndatakan með sínum dempuðu, nánast haust- legu sólarlandalitum á sinn þátt í sköpun óöryggiskenndarinar sem einkennir The Hit, ydduð andstæða við harðneskjuna í sögunni. Gítartónlist Paco De Lucia og sérstætt titillag Eric Claptons rafmagna þessa dauða- stemmningu enn frekar. The Hit er þannig yfirvegaður, spennandi og óvenjulegur þrill- er. Aðeins vildi ég óska að þeir Peter Prince handritshöfundur og Frears leikstjóri hefðu legið lengur yfir síðustu fimm til tíu mínútunum. Þar fórna þeir sér- stæðri mynd á altari ódýrra formúlulausna. En þaö var gam- an á leiðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.