Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985
Bandaríkin og Ítalía:
Samræmdar aðgerðir
gegn glæpastarfsemi
Frakklandsforseti:
Kemur til
Nýju Kale-
dóníu á
laugardag
Noamea, Njju Kmledóníu, 17. jaaúar. AP.
BÍJIST er við því, að Francois Mitt-
errand, forseti Frakklands, komi til
Noumea, höfuðborgar Nýju Kale-
dóníu, árla á laugardag, en þangað
hélt hann frá París í dag. Miklar
viðsjár hafa að undanfórnu verið á
eynni, sem lýtur stjórn Frakka, og er
deilt um sjálfstæðisskipulag það,
sem kosið verður um í almennum
kosningum í júlí.
Að sögn embættismanna í
Noumea mun Frakklandsforseti
heimsækja ýmsa staði fyrir utan
höfuðborgina og eiga viðræður við
landsstjórnina. Hann snýr aftur
heim á sunnudag.
Verkfall
hjá Norsk
Hydro
Órió. 17. janúar. AP.
ÓVENJULÍTIÐ var um verkfoll I
Noregi í fyrra, en árið 1985 hefst
með vinnudeilu, sem kann að ná
til 7.000 starfsmanna Norsk
Hydro, stærsta iðnfyrirtækis
Noregs.
Um 1.300 starfsmenn hjá
fyrirtækinu lögðu niður vinnu í
gær. Störf þeirra eru svo mik-
ilvæg að fyrirtækið verður að
segja upp öðrum starfsmönn-
um. Verið getur að um 6.000
verkamenn verði sendir heim
fyrir helgi.
Talsmaður Norsk Hydro seg-
ir að fyrirtækið kunni að tapa
50 milljónum n. króna (um 225
millj. ísl kr.) á dag vegna verk-
fallsins.
Arne Rettedal vinnumála-
ráðherra segir að ríkisstjómin
sjái ekki ástæðu til þess að
grípa inn í deiluna og fyrir-
skipa að hún verði lögð fyrir
gerðardóm.
í fyrra töpuðust 15.000
vinnudagar vegna verkfalla í
Noregi miðað við 238.000 árið á
undan, 308.000 1974, 355.000
1961 og 560.000 1956. Á þessum
árum voru gerðir sambærilegir
launasamningar.
Kóm, 17. janúar. AP.
Bandaríkin og Ítalía hafa komið
sér saman um „samræmdar aðgerð-
ir“ í baráttunni gegn skipulagðri
glæpastarfsemi og eiturlyfjasölu,
sagði í tilkynningu sem stjórnir
landanna gáfu út í dag, fimmtudag.
Samkomulagið var gert opin-
bert í sameiginlegri tilkynningu
sem gefin var út í lok þriggja daga
heimsóknar bandaríska dóms-
Meðalaldur sumra tegunda
fiskiskipa er mjög hár. Ný skip
ættu að geta aukið afkastagetuna
og lækkað tilkostnaðinn.
Ráðuneytið mælir hins vegar
málaráðherrans, William French
Smith.
í tilkynningunni sagði, að sam-
komulagsaðiljar hefðu ákveðið að
auka samvinnu sína í baráttunni
við eiturlyfjasölu á Miðjarðar-
hafssvæðinu, svo og í þeim til-
gangi að sporna við innflutningi
kókaíns og annarra eiturlyfja til
beggja landanna frá Suður-
með skipulagðri endurnýjun flot-
ans, svo að komist verði hjá mikl-
um sveiflum í nýsmiði frá ári til
árs, segir Listau.
Nú sem stendur er afkastagetan
Ameríku.
Smith dómsmálaráðherra sagði
á fundi með blaðamönnum í gær,
að löndin hefðu með náð eftirtekt-
arverðum árangri í sameiginlegri
baráttu gegn Mafíunni. Handtök-
ur í Bandaríkjunum hefðu leitt til
þess, að nú væru allir helstu for-
prakkar Mafíunnar undir lás og
slá.
umfram þðrf í nokkrum greinum
fiskveiða. Þess vegna verður hald-
ið áfram að greiða fyrir úreldingu
og ónýtingu gamalla fiskiskipa.
U.þ.b. 80 milljónum króna (um 360
millj. ísl. kr.) hefur verið varið í
því skyni, segir Thor Listau sjáv-
arútvegsráðherra.
Mestu kuldar
í Frakklandi
í þrjátíu ár
Loudou. 17. juúar. AP.
NEYÐARÁSTAND ríkti sums staðar
á Norður-Ítalíu í dag eftir mestu
snjókomu í fjörutíu ár. Mörgum
skólum og verksmiðjum var lokað
og víða að bárust fregnir um skort á
matvælum og eldsneyti vegna trufl-
ana, sem orðið hafa á samgöngum í
óveðrinu.
Af vetrarhörkunum annars
staðar í Evrópu er sömu sögu að
segja og undanfarna daga; ekkert
lát virðist á kuldunum. Er talið að
á þriðja hundrað manns hafi látið
lífið þeirra vegna.
í Frakklandi hefur ekki verið
jafn kalt og i dag í þrjátíu ár. Á
tímabili komst frostið í París
niður í 14 stig á Celcius.
Veður
víða um heim
Lægst Haaat
Akureyri +1 hótfskýjaö
Amsterdam +15 +« skýjað
Aþena • rigning
Barcelona 9 mistur
Berlín +15 +8 skýjaö
Brtlssel +7 +3 skýjaö
Chícago +11 +4 skýjaö
Dublin +1 4 heiöskfrt
Feneyjar 8 rigning
Frankfurt +6 +4 skýjaö
Genf +8 +3 skýjaó
Heisinki +3 0 •kýjaö
Hong Kong 15 18 skýjaö
Jerúsalem 7 12 skýjaö
Kaupm.höfn +9 +1 heióakírt
Las Palmas 18 skýjaö
Lissabon 3 11 rigníng
London +e +1 •kýjaö
Los Angetes 8 21 heiöskírt
Luxemborg +6 þoka
Maiaga 13 akýjaö
MaHorka 12 •kýjaö
Miami 10 22 skýjaö
Montreal +22 +12 snjókoma
Moskva +5 +5 heiöskírt
New York +10 +3 •kýjaö
Osló +13 +8 heiöskirt
París +14 +10 skýjaö
Peking +11 1 snjókoma
Reykjavík 2 léttskýjaö
Rio de Janeiro 18 34 rigning
Rómaborg 5 8 skýjaö
Stokkhótmur +11 +8 •njókoma
Tófcýó 2 6 heiöskírt
Vínarborg +4 +2 akýjaö
Þórahöfn 5 alskýjaö
C-vítamín
gagnslaust
gegn krabba
Noregur:
Unnið að áætlun um end-
urnýjun fiskveiðiflotans
Ósló, 17. janúsr. Frá Ju Erik Laure, frétUritara Mbl.
Sjávarútvegsráðuneytinu hefur verið falið að gera áætlun um endurnýjun
fiskveiðiflotans, að sögn sjávarútvegsráðherrans, Thor Listau.
Er ístrubelgjunum einum
hætt við hjartasjúkdómum?
Ekki skiptir máli hve mikil fitan er, heldur
hvar hún er, segir sænskur vísindamaður
Monterej, Kaliforníu, 17. janúar. AP.
ÍSTRIJBELGIR eru fimm sinnum
líklegri til að fá hjartaáfall eða
heilablóðfall en þeir, sem miklir
eru um mjaðmirnar og lærin. Eru
þetta niðurstöður rannsókna
sænsks vísindamanns, sem segir,
að ekki skipti öllu máli hve mikil
fitan er, beldur hvar hún sé.
„Mikil fita eykur ekki ein sér
hættuna á hjarta- og æðasjúk-
dórnurn," sagði dr. Ulf Smith,
formaður læknadeildar háskól-
ans i Gautaborg. „Ef hún er hins
vegar mest á maganum eru
miklu meiri líkur á að viðkom-
andi fái hjartaáfall en ef hún er
aðallega á mjöðmum, þjóhnöpp-
um eða baki.“
Dr. Smith greindi frá rann-
sóknum sínum á ráðstefnu, sem
bandarísku hjartaverndarsam-
tökin efndu til fyrir blaðamenn,
sem skrifa um vísindaleg efni, en
athuganirnar gerði hann á um
1500 sænskum karlmönnum um
13 ára skeið og jafn mörgum
konum um 12 ára skeið. Þegar
rannsóknirnar hófust var ístru-
stigið mælt þannig, að tekið var
mál af mittinu og deilt í það með
mjaðmamálinu. Var síðan fylgst
með breytingum á þessum mál-
um og kom í ljós við lok tíma-
bilsins, að þrisvar til fimm sinn-
um fleiri hjartaáföll og heila-
blóðföll höfðu orðið í þeim hópn-
um, sem fékk áberandi ístru, en I
hinum, sem enga eða litla ístru
hafði.
Hingað til hefur reynst erfitt
að færa sönnur á sambandið
milli offitu og hjartasjúkdóma
jafnvel þótt henni virðist oft
fylgja of mikil blóðfita, sykur-
sýki og hár blóðþrýstingur og
sagði dr. Smith, að hann teldi
ástæðuna þá, aö aðeins þeir, sem
hefðu ístru, ættu á hættu að fá
hjartasjúkdóma. Sagði hann
einnig, að aðrar rannsóknir
styddu þessa skoðun. í þeim
hefði komið í ljós, að fita í ístr-
unni bærist fljótar út í blóðið en
fita á mjöðmum og þjóhnöppum.
Almennt væri það líka þannig,
að karlmönnum hætti til að fá
ístru en konur gerðust mjaðm-
amiklar og væri það líklega
skýringin á því hvers vegna
fleiri karlar en konur fengju
hjartasjúkdóma. ístrubelgjum
væri auk þess hættara en öðrum
við sykursýki og háum blóð-
þrýstingi.
Bootoi 17 \p
RANNSÓKNARHÓPUR einn í
Boston befur komist að þeirri niður-
stöðu eftir miklar athuganir, að
neysla stórra skammta af c-vítamíni
hafi ekkert að segja þegar fólk sé
langt leitt af krabbameini. Hópurinn
gagnrýndi um leið nóbelsverðlauna-
hafann Linus Pauling fyrir að mæla
með því að krabbameinssjúklingar
tækju inn c-vítamín.
Pauling, sem er efnafræðingur,
stóð fyrir rannsóknum á notkun
c-vítamíns gegn alls kyns kvillum,
allt frá kvefi til krabbameins.
Niðurstöður hans voru á þá leið að
mikil neysla c-vítamíns gæti fjölg-
að lífdögum sjúklinga sem haldnir
eru krabbameini á háu stigi.
Rannsóknarhópurinn sem nú hef-
ur skilað áliti var gersamlega á
öndverðum meiði, sagði athuganir
Paulings hafa verið meingallaðar
þar eð sjúklingarnir sem hann
gerði tilraunir sínar á voru ekki
bornir saman við aðra sjúklinga
sem neyttu ekki c-vítamíns.
Pauling svaraði gagnrýninni í
blaðaviðtali og sagði þá: „C-
vítamín gerir engum mein og það
getur hjálpað krabbameinssjúkl-
ingum nokkuð."