Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÍJAR 1985 37 I' það hefur líklega smitað mig. Móðir mín hefur sennilega átt hvað mestan þátt í að kveikja þennan neista í mér, því hún leikur nokkuð á píanó og örvaði mig ætíð á þessu sviði. Eg samdi alltaf sjálf lög er ég söng bæði í framhaldsskólum, þegar hver skóli kom með sín skemmtiatriði, og nú einnig í hæfileikakeppni, sem fram fór í Safarí ekki alls fyrir löngu, en þar komst ég í úrslit. Ég söng lítillega á Pöbbnum, en ég hef ekki mikinn áhuga á að vinna á svoleiðis stað, þ.e.a.s. það getur orðið svo þreytandi og niður- drepandi að syngja fyrir drukk- ið fólk, sem oft á tíðum nennir ekkert að hlusta." — Hvenær samdirðu fyrsta iagið þitt? „Það var fyrir tveimur árum og það var skrítin tilfinning að vera allt í einu búin að afreka heilt lag. Ég sat eins og svo oft áður við píanóið og var að raula og glamra og þetta kom bara eiginlega allt í einu. Þau eru nú orðin um 16 lögin sem ég hef samið." — Hefurðu lært söng? „Ég var send núna fyrir sýn- ingarnar á „Litlu hryllingsbúð- inni“ í raddbeitingu til Guð- mundu Elíasdóttur, en annað hefur það ekki verið. Ég var að vísu í MS-kórnum hér um árið, og les nótur, en hef ekki verið í einkatímum í söngkennslu." — Hvernig kom það til að þú ákvaðst að taka þátt í þessu verki? „Það var hringt í mig og ég spurð hvort ég vildi koma í prufu og hverju hefur maður að tapa þegar svona kemur upp? Þannig að ég sló bara til.“ Segir kanínurnar allar gleðikonur IHollywood er nú unnið að gerð kvikmyndar um feril Playboy-kanínunar Dorothy Stratten sem hlaut sorgleg- an endi, er eiginmaður henn- ar myrti hana í trylltu af- brýðisemikasti. Leikstjóri myndarinnar er kunnur, Peter Bogdanowich, og þykir mörgum smekkleysið ekki ríða við einteyming, enda eigi langt síðan harmleikur- inn varð. Bogdanowich er þó á öðru máli og ber Play- boy-kónginn Hugh Hefner þungum sökum. Segir leik- stjórinn að Hefner leigi út kanínur sinar í gegnum kirfilega dulbúið símavændiskerfi og fjöldi þeirra sé jafnan til taks í svallveislum Hefners. Þann- ig hafi hann notað Dorothy og því væri engin furða þó eiginmaðurinn hafi verið orðinn langt leiddur. Segir Bogdanowich Hefner vera meðsekan eiginmanninum og einhver verði að fletta ofan af því hvernig kanínu- kóngurinn hagar sér. Sjálfur er Hefner rasandi af bræði, bæði vegna ummæla leik- stjórans og ekki síður vegna gerðar myndarinnar. Hlut- verk ungfrú Stratten í kvikmyndinni leikur hin unga Muriel Hemingway sem þykir lík Stratten bæði í andliti og að líkamsburðum. — Hefurðu komið nálægt leiklist áður? „Nei aldrei. Það var alveg nýtt fyrir mig. Þetta er ofsalega gaman og ég held að mér hafi tekist sæmilega að klöngrast fram úr þessu með hjálp góðra manna. Það voru allir svo ein- staklega þolinmóðir og leik- stjórarnir eru búnir að vera mér frábærlega hjálpsamir. Maður þarf vissulega að leggja mikið af mörkum og gefa mikið af sjálf- um sér, en það hefði ekki dugað til ef öll þessi hjálp sem ég hef hlotið hefði ekki komið til. Þetta var kannski einna erfiðast í kringum prófin í skólanum, en fjölskyldan hefur lika verið mér mikið innan handar, tekið tillit til þessa alls og hjálpað mér að láta allt ganga upp.“ — í hvaða skóla ertu? „Ég stunda nám á heilsu- gæslubraut í Ármúlaskóla og stefnan er að ljúka prófi á þessu ári.“ — Hvað tekur við að því loknu? „Ég veit ekki, það á eftir að ráðast. Ef ég fæ tilboð sem hljómar vel og mér líst á þá tek ég því sjálfsagt, nú annars ligg- ur kannski leiðin í framhalds- nám. Ég var að velta sjúkra- þjálfun fyrir mér, en maður þarf alltaf að velja og hafna í lífinu og þetta er enn óráðið." CLAUDIA GIFTIR SIG + Það virðast allir vera að gifta sig þessa dagana. Leikkonan Pamela Bell- wood, sem leikur lítilmagn- ann Claudiu Blaisdale í Dynasty, var að því að minnsta kosti. Við vitum þó ekki annað um karlinn hennar nýbakaða en nafn- ið, Nick Wheeler, og að hann er ljósmyndari af ensku bergi brotinn. COSPER — I>að er síminn til þín. X z 7 Vínar kvöld Veitingahúsið Naust gengst fyrir Vínarkvöldi laugardaginn 26. janúar sem hefst kl. 19.00 með fordrykk og síðan verður boðiö upp á fjórréttaðan kvöldverð. Heiðursgestur kvölds- ins verður stórsöngvarinn Nicolai Gedda. Einnig bjóðum við miða ó góðum stað á tón- leika Sinfóníuhljómsveitar Islands sem hefj- ast kl. 17.00 í Háskólabíói. Carl Billich og Þorvaldur Steingrímsson leika fyrir matargesti. Tríó Guömundar Ingólfssonar leikur fyrir dansi. Miðapantanir í síma 17759. JÁ, ÞAÐ VERÐUR VIRKILEG VÍNARSTEMMNING í NAUSTINU Verið velkomin ★ ★ ★" MELÓDÍUR MINNINGANNA HAUKUR MORTHENS og félagar skemmta. Kristján Kristánsson leikur á orgel k 0 Skála fell «MOTEIL« jJlfnll FLUGLEIDA áKB HÓTEL Blaðburöaifólk óskast! 97 Úthverfi Logafold Lindargata 40—63 Miöbær I Austurbær Stigahlíð frá 37— Bragagata

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.