Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 14
14 MOROUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985 Frá Grikklandi eftir Jón Karl Helgason Leikhúsið og musterisgrunnurinn. DELFI Kona með prjóna og bleikt garn. Seifur, hinn ástleitni ættfaðir guðanna á Ólympstindi, er sagður hafa kennt Letó, sem feðruð er jötnum mánans og gáfnanna og gat hún Appolló og Artemis. Hera, kona Seifs, fylltist afbrýði og sendi slönguna Pýþon til höfuðs Letó en Appolló réðst gegn slöng- unni, særði hana með örvum sín- um og elti loks til Delfí þar sem hann réð niðurlögum hennar í helgidómi Móður Jarðar. Hún kvartaði við Seif yfir þessum spjöllum og stofnsetti hann Pý- þíuleikanna í minningu hins látna óvættar. Appolló hvarf á braut en þegar hann sneri aftur lagði hann helgistaðinn í Delfí undir sig og tók presta hans í þjónustu sína. Eitthvað á þessa leið hljóðar goðsögnin sem sprettur fram í umróti átrúnaðar Grikkja til forna. í hana, eins og margar fleiri goðsagnir, leggja menn táknrænan skilning. Talið er að þjóð Mýkena hafi fyrst byggt í Delfí og framan af helgað staðinn gyðjunni Ge eða Gaiu, þolinmóðri frjósamri jarðarmóður. í rás ald- anna komu innrásarmenn úr norðri með nýjan átrúnað, settu Appolló í hásæti Gaiu, en til mála- miðlunar létu þeir presta hennar halda embættum og komu hátíð- arleikum á fót til virðingar við horfna trú. Glæst musteri Frá Aþenu er ekki meira en fjögurra tíma akstur til Delfí. Leiðin liggur fyrst norður eftir uppsveitum Attíku og síðan um skógivaxna dali Böótíu til Fókis. Á leiðinni klífur vegurinn fjöll og þræðir sig í gegnum lítil þorp með þröngum götum svo við liggur að farþegar þjappi sér saman þegar mætt er öðrum ökutækjum. Loks hlykkjast hann eftir hlíðunum ofan við Krísusléttuna og óvænt blasa fornar rústir við undir lóð- réttum hömrum Panonfjalls. Ósjálfrátt undrast maður fyrst þetta borgarstæði, hátt í brattri brekku utan þess sem telst alfara- leið. Á hinn bóginn lætur náttúru- fegurðin þarna engan ósnortinn. Úr öndvegi sést hvar grænar trjá- breiður teygja sig ofan fjallshlíðar í áttina að Kórinþuflóanum sem hjúpaður er goðsögulegri móðu. Það var því kannski ekkert skrítið að hér hafi guðirnir verið álitnir nálægir. Upp risu glæsileg mannvirki, fyrst helguð móður- gyðjunni en seinna Appolló, sólar- guðnum máttuga, verndara söngs, skáldskapar og lista, guði hins vaxandi korns. Aðalmusterið var reist yfir sprungu en upp úr henni steig gufa sem menn sögðu stafa af rotnun ormsins Pýpons. Með- fram Brautinni helgu, veg þeim sem lá upp að musterinu, stóðu fjárhirslur þar sem ýmis grísk borgarríki geymdu gjafir sínar til guðanna, en ofan við musterið var leikhús greipt í hlíðina. Enn ofar lá leikvangurinn þar sem kappar efldust til dáða við hvatningar- hróp æsts lýðsins sem sótti Pýþíu- leikana. Þeir voru allt í senn; stór- fengleg hátíð íþrótta, málaralist- ar, hljóðfæraleiks og leiklistar, goðmögnunum til dýrðar. Árið 548 f.K. eyddist eldra musteri og byggt var nýtt, stór formfögur bygging úr marmara og steini, studd yst dórískri súlnaröð. Þarna birtist dauðlegum mönnum vilji guðanna. Rosknar hofgyðjur önduðu að sér óloftinu úr sprung- unni, féllu í trans og prestar þýddu boðskap úr sundurlausum orðaflaumi sem vall af vörum gyðjanna í óráðinu. Þetta var hin óskeikula véfrétt í Delfí. Steinn- inn sem stóð yfir sprungunni á musterisgólfinu var nefndur om- falos, nafli heimsins. Landfræði- lega séð fór því líka ekki fjarri að staðurinn væri miðpunktur þess gríska veldis sem teygði anga sína um Miðjarðarhaf á gullöld sinni. Að ganga Brautina helgu nú er eðlilega mjög frábrugðið því sem var fyrr á öldum. Súlnabrot og steinar liggja í reiðuleysi þar sem fjárhirslurnar stóðu, nema hvað fjárhirsla Aþenu hefur verið endurreist með hjálp nýrra steina. Musteri Appollós á að hafa hrunið 373 f.K. en sex súlur standa enn í einu horni grunnsins, rétt til að gefa vísbendingu um forna reisn. Leikhúsið og leikvangurinn eru hins vegar nokkuð vel á sig komin. Vandalaust er að tylla sér á steinbekkina og ímynda sér hvern- ig það hafi verið að reika þarna um í hvítum brydduðum kyrtlum og ilskóm. Svo virðist sem rotnun Pýþons sé lokið, alltént stígur eng- inn reykur lengur upp í tært fjallaloftið þar efra. Voldug véfrétt Meðan hún var og hét hafði véfréttin mikil áhrif. Hún var opinber málpípa Appollós og til hennar leituðu menn í vanda sín- um, Grikkir jafnt sem erlendar óþjóðir, þ.ám. Rómverjar. Eftir að Herakles hafði drepið börn sín og fleygt þeim á eld í æði því sem Hera olli, segir Hómer hann hafa ráðgast við véfréttina og hún boð- ið honum að þjóna Evrysþeifi Argverjakonungi, þar sem hann síðan leysti af hendi hinar 12 frægu þrautir. Hún á og að hafa lagt blessun sína yfir Spartverja- lög Lýkurgosar og ráðlagt Lókri- mönnum að fá sér lög til að reka af sér ómælisorð fyrir að vera af- komendur þjófa og saurlífis- seggja. Kunnu þeir svo vel við þessi fyrstu skráðu lög í sögu Grikklands (664 f.K.) að hver sá sem vildi gera breytingu á þeim þurfti vinsamlegast að bera fram tillögu sína með snöru um hálsinn svo hann mætti hengjast væri henni hafnað. Óskeikulleiki véfréttarinnar fólst einkum í tvíræðum boðskap hennar og dæmi voru fyrir ómerk- um spádómum eins og eðlilegt er. Þegar Spartverjar tóku að herja á nágranna sína á Pelopseyjarskaga spurði Aristódemos konungur í Messínu véfréttina hvernig hann gæti sigrað hinn harðskeytta inn- rásarlýð. Hún sagði honum að fórna guðunum meyju af eigin kyni. Aristódemos blótaði dóttur sinni og tapaði stríðinu. Er fram liðu stundir sáu menn sér líka leik á borði, mútuðu prestunum til að spá „rétt“ og trú á véfréttina minnkaði. Þannig beittu útlægir aþenskir efnamenn, Alkmeoníðar svokallaöir, henni fyrir sig til að hvetja Spartverja í lið með sér við að steypa einræðisherranum Hippíasi af stóli í Aþenu 510 f.K. Helgistaðurinn Delfí lifði sitt fegursta skeið. í einu riti Platons kvartar Evþýfrón yfir því að þeg- ar hann minnist á véfréttir í þing- inu hlæi menn að honum eins og hverju öðru fornaldarfífli. Ljómi staðarins stafaði loks einkum af dýrmætum mundi fjárhirslanna sem Delfímenn gættu eftir mætti. Til er sú þjóðsaga um ævilok Es- óps sagnamanns að Krösus Lýdíu- konungur hafi falið honum að flytja gjafafé til Delfí en Esóp dregið féð undir sig. Brugðust Delfímenn hart við og köstuðu honum fram af hömrunum ofan við helgibyggðina. Fyrr og síðar voru háð heilög stríð um hlunn- indi af helgidómi Appolós. Arfleifð Skammt frá fornum rústunum stendur önnur byggð, Delfí nútím- ans, lifandi þorp sem minnir mann á suma bæjarhluta á Akur- eyri vegna brattans sem það rís í. Musteri þess eru látlaus, minja- gripaverslanir, veitingahús og gistihús, reist fyrir ferðamenn. Andrúmsloftið er kyrrlátt. Innan um litrík blóm undir vínviðar- grein situr svartklædd gömul kona með prjónana sína og bleikt garn. Kötturinn hennar hefur brugðið sér frá. Áletranir á glugg- um lokaðra verslana gefa til kynna að þarna sé skíðasvæði á vetrum. Veldi Grikkja hnignaði, trú þeirra hvarf, yngri þjóðir tóku við arfleifð þeirra. Enn getum við ylj- að okkur við rústir menningar sem var í senn göfug og grimm og bar eyðingarmátt í vaxtarbroddi sínum. Við getum minnst orða spekinganna sjö sem grafin voru á musterisveggina f Delfí; lífsvisku Sólons: hóf er best, staðhæfingu Biasar um að sá sé mestur ógæfu- maður sem ekki kann að bera ógæfu sína og hina ótvíræðu áskorun: þekktu sjálfan þig, sem Sókrates spurði Evþýdemos hvort hann hefði tekið eftir og fylgt. Og við getum máske dregið lær- dóm... (HeimikUrleg haldreipi: Grikkland hið forna e. Will Duranl í fnl. þýðingu Jónasar Kristjinooonar og The Greek Mjths i samanl. Roberts Grave.) Bridge Arnór Ragnarsson Hjónaklúbburinn Spilaður var eins kvölds tvímenningur 8. janúar í tveim- ur 16 para riðlum og urðu úrslit þessi: A-riðilL Edda — Sigurður 249 Sigrún — Haukur 249 Sigríður — Jóhann 247 Sigríður — Ingólfur 242 Valgerður — Bjarni 222 B-ridill: Ólöf — Gísli 286 Halla - Bjarki 256 Erla — Kristmundur 247 Ásthildur — Jónas 220 Guðrún — Ragnar 215 Meðalárangur 210 Þriðjudaginn 22. janúar hefst aðaltvímenningur klúbbsins. Spilað er í Hreyfilshúsinu kl. 19.45. Bridgefélag Suðurnesja Aðalfundur Bridgefélags Suð- urnesja var haldinn í samkomu- húsinu í Sandgerði mánudaginn 7. jan. sl. Fundurinn var þokka- lega sóttur. í upphafi flutti formaður félagsins, Þorgeir Ver Halldórsson, skýrslu stjórnar fyrir síðasta ár og kom þar fram, að starfsemi félagsins á árinu var með mjög svo hefðbundnu sniði og að því miður hefði orðið lítið úr áformum um að auka fjölbreytni í starfsemi félagsins. Var þar tímaskorti kennt um eins og algengt er. Gjaldkeri félagsins, Haraldur Brynjólfsson, las upp reikninga félagsins og kom þar fram, að fjárhagsafkoma félagsins var allgóð á síðasta ári. Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins hlutu einróma samþykki fundar- manna. Að þessu loknu fór fram stjórnarkjör og kom fram i upp- hafi, að hluti fráfarandi stjórnar gæfi ekki kost á sér áfram. Stjórnarkjör fór á þann veg, að formaður var endurkjörinn Þorgeir Ver Halldórsson og með honum voru endurkjörnir þeir Gísli R. ísleifsson og Stefán F. Jónsson. Nýir í stjórn voru kosn- ir þeir Hafsteinn Ögmundsson og Arnar Arngrímsson. Úr stjórn gengu Haraldur Brynj- ólfsson og Jóhannes EUertsson. Voru þeim færðar þakkir fyrir störf í þágu félagsins. f vara- stjórn voru kosnir Einar Jóns- son, Heimir Hjartarson og Þórð- ur Kristjánsson. Fulltrúi félags- ins í stjórn Bridgesambands Reykjanesumd. (BRÚ) var endurkosinn Gísli R. ísleifsson, sem reyndar er núverandi for- maður sambandsins. Að aðalfundi loknum var tekið í spil og spilaður 9 para tvím. Peningaverðlaun voru í boði fyrir 1. og 2. sæti og lauk þeirri viðureign með sigri Stefáns Jónssonar og Þórðar Kristjáns- sonar. í 2. sæti urðu Gísli ísleifs- son og Þorgeir Halldórsson. Má með sanni segja, að stjórnin hafi komið vel út úr þeirri viðureign og er vonandi að hún verði eins sigursæl í starfi og í leik. Starfsemi félagsins það sem eftir er vetrar er í stórum drátt- um á þessa leið: Mánudaginn 14. janúar hófst meistaramótið í tvímenningi með þátttöku 26 para. Að því loknu fer fram meistaramótið í sveitakeppni og siðast verður svokallaður Vor- tvímenningur. Gera má ráð fyrir að leikin verði bæjarkeppni við Selfoss nú á næstunni, en það er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.