Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985 Faedd 18. september 1895 Diin 3. janúar 1985 Síminn hringir klukkan sjö að morgni 3. janúar 1985, það er verið að tilkynna mér að Vigdís Jóns- dóttir, móðursystir mín, hafi lát- ist að Hrafnistu þá fyrir tæpum tveimur tímum. Við slíka fregn kippist maður við og mann setur hljóðan. Það er eins og maður viti ekki að dauðinn sé til fyrr en það snertir mann sjálfan. Þetta er víst ein af þessum eigingjörnu mann- legu fylgjum. Vigdis eða Dísa, eins og hún var kölluð af flestum sem hana þekktu, var fædd á Skarði á Snæ- fjallaströnd 18. september 1895 dóttir hjónanna Jóns Egilssonar, fæddur 1855, og Kristínar Matthí- asdóttur, fædd 4. maí 1862. Dísa var ein af þrettán systkinum, þremur stúlkum og tíu drengjum. Nú er eitt systkinanna eftir á lífi Helga María, sem á heima á Laug- arholti í Nauteyrarhreppi og er móðir þess sem þetta skrifar. Þegar Dísa var fjögurra ára gömul fluttist fjölskyldan að Hlíð- arhúsum, sem er næsti bær við Skarð. Þar fæddust þrír yngstu synirnir, Jakob, ólafur Ásgrímur og Guðjón Arnór, sem var yngstur fæddur 15. júlí 1904. Guðrún var hins vegar elst, fædd 14. desember 1884. Þannig að munnarnir voru margir á því heimili, því að auki voru oftast tvö og þrjú gamal- menni á heimilinu í skjóli þeirra Kristinar og Jóns. Hér þurfti því að halda vel á spöðunum en þarna hjálpaði til hversu heimilisfaðir- inn var með afbrigðum fjölhæfur maður og duglegur og ekki lét hús- móðirin sitt eftir liggja. Á þessum bernskuárum Dísu var mjög fjöl- mennt á Snæfjallaströnd og stunduðu menn jöfnum höndum sjósókn og landbúnaðarstörf. All- an þann tíma, sem þau Kristín og Jón bjuggu á Snæfjallaströnd var Jón með eiginn bát, sem hann stundaði sjóróðra á til að afla fanga úr gullkistunni ísafjarð- ardjúpi. Hásetarnir voru synirnir um leið og þeir gátu gengið óstuddir því snemma gátu þeir farið að rétta hjálparhönd. Þá kom það í hlut húsmóðurinnar að gæta bús og barna, sem var ærið mikið verk á stóru heimili eins og æskuheimili Dísu var. Mun Guð- rún, sem var elst þeirra systkina, hafa verið stoð og stytta móður sinnar og kom það mjög á hana að sinna sínum yngri systkinum og kom sér þá vel hversu fjölhæf hún var en það skipti ekki máli hvort henni var falið að leiðbeina þeim að vinna hin daglegu störf bæði úti og inni eða þá að hún fór í að kenna þeim að lesa, kenna þeim ljóð og þjóðleg fræði. Þessa þekk- ingu hafði hún numið við móður og föður kné og stóð hún því við hlið foreldra sinna við að fræða hin yngri. Guðrún kunni alla Passíusálmana og lög við þá auk mikils fjölda sálma og söng hún þá, enda var hún bæði söngetsk og lagviss. Við þessar aðstæður lærði Dísa auk Passíusálmanna, sem var talinn sjálfsagður hlutur, fjöldann allan af kvæðum, rímur upp á tugi erinda svo og sögur og sagnir, sem virtust vera óþrjót- andi. Þær voru ekki fáar vísurnar sem Dísa fór með fyrir mig allt fram á síðasta dag. Hún fór með þetta svo létt og hiklaust og af svo rnikilli innlifun og þekkingu á efn- inu að maður fylltist hrifningu á að hlýða. Hún opnaði svið fyrir mann, sem var áður hulið. Slíkri frásagnarlist gleymir maður aldr- ei. Það er því ekki að undra þótt fræðimenn frá Háskóla íslands, sem fregnað höfðu um kunnáttu Dísu á þessu sviði, kæmu til henn- ar til að forða þessum perlum frá gleymsku og glötun, en þetta geymdi hún allt í sinum huga. Allt hvað snerti heimilisstörf, handavinnu og þess háttar lék í höndunum á Dísu. Hún vann við útsaum, við að hekla og prjóna fram til þess að hún veiktist í sl. mánuði. Mesta athygli vöktu myndir alls konar, sem hún saum- aði svo og annar klæðnaður sem hún heklaði og prjónaði, þetta voru listaverk, þó var sjónin farin að há henni einkum hin síðari ár. Við skulum líta til baka til ár- anna um aldamótin og sjá mynd af einni skólastofunni, sem þessi kona, sem við erum að kveðja í dag, sótti hluta af sínu námi, sem varð henni svona haldgott. Við sjáum fyrir okkur lágan og lítinn bæ undir klettahlíð á Snæ- fjallaströnd. Það er stormur og snjókoma þannig að litli bærinn er að hluta til kaffærður í snjó og gluggar þaktir hrími og snjó. Ekki gefur á sjó og ekki er hægt að halda búfé til beitar. Inni í þessum heimili Dísu að geta þess ekki að faðir Dísu mun hafa tekið á móti nokkrum af börnum sínum er þau fæddust og skildi á milli móður og barns og allt tókst þetta vel. Eitt sinn voru þær systurnar Dísa og Helga að leika sér úti á túni á sólríkum sumardegi, að þá vildi það til að Helga datt og fór úr liði um olnboga. Þá kippti faðir þeirra í liðinn og allt fór vel með sig. Þannig var þetta í þann tíma, menn urðu að bjarga sér, sama hvað að höndum bar, það var ann- aðhvort að duga eða drepast. Dísu og öllum systkinum hennar bar saman um það að þau minnist þess ekki að fæði eða klæði hafi skort á heimili þeirra, þau hafi alltaf haft nægjanlegt að borða og nægjanlegt af hlýjum fötum. Þau hjónin Kristín og Jón Eg- ilsson voru mjög vel liðin af sínum nágrönnum og samtíðarmönnum og hef ég fregnað af kunnugum og óskyldum aðilum að þau hafi oft miðlað til annarra af því sem þau höfðu bæði mat og klæði þrátt fyrir þeirra stóra heimili, sem fyrir þurfti að sjá. Sama mun hafa verið að segja um afa Dísu, Egil Þorgrímsson, hann mun hafa ver- ið vel virtur af sínum sveitungum. Þessu til staðfestu vil ég benda á vísu sem Anika Magnúsdóttir ömmusystir Dísu í móðurætt kvað en hún er svona: Enn á Skarði Eg- ill býr — er af þjóðum metinn — þessi frægi þorna týr — Þorgrími er getinn. Anika var góður hag- yrðingur og er vísa þessi ein af mörgum í heilum ljóðabálki, sem hún orti um búendur í Snæfjalla- hreppi upp úr miðri 19. öld. Fátt eitt af hennar kveðskap er til en þó mun eitthvað hafa varðveist frá manni itl manns. Kristín móð- ir Dísu var hagmælt þó lítið hafi varðveist eftir hana. Það er því ekki að undra þó vísan og kveð- skapurinn hafi verið lífæð þessa fólks, sem aldrei fraus, sást það best á Dísu. Lengi býr að fyrstu gerð segir máltækið og naut Dísa frænka þeirrar þekkingar sem hún hlaut á menningarheimili for- eldra sinna á Skarði og Hlíðar- húsum alla ævi. Dísa er komin langt á 10. ár þegar foreldrar hennar fluttu frá Hlíðarhúsum að Hraundal í Naut- eyrarhreppi. Elstu synirnir urðu þó eftir á Snæfjallaströnd enda þá komnir yfir tvítugt. Vorið eftir mun Dísa hafa farið í vist að Laugalandi i sömu sveit til þeirra Kristjáns Ólafssonar og Valgerðar Þorvaldsdóttur, en Valgerður var ráðskona hjá Kristjáni, sem var þá orðinn ekkjumaður. Það má því með sanni segja að hin harða lífsbarátta hafi byrjað snemma hjá Dísu frænku minni. Kristín Vigdís Jóns- dóttir — Minning bæ sitja hjónin Kristín Matthí- asdóttir og Jón Egilsson, hjá þeim er stór hópur barna þeirra, sum nýfædd önnur eru komin yfir fermingu, eru á milli fermingar og tvítugs, þarna sitja og nokkur gamalmenni, sem fá að njóta ell- innar í skjóli þeirra hjóna, þ.e. á annan tug manna. Heimilisfaðir- inn er að vefa efni í klæði, en hann er vinsæll og vandaður vefari, sem vefur ekki einungis fyrir sig held- ur sína nágranna einnig. Hitt fólkið er að spinna, prjóna, þæfa, sauma skó, búa til skó, hnýta tauma, flétta reipi og tóg og ým- islegt annað. Þetta fólk situr ekki þegjandi. Nei það er að kveða rím- ur, það er að kveðast á, það er að syngja sálma og ljóð, húsráðend- urnir leiða sönginn eða þá einhver af elstu systkinunum, sem lengra eru komin í náminu. Þarna fór ekki fram þurrt og dautt nám, heldur nám bundið lífi og starfi, þarna var enginn námsleiði, þarna þyrsti nemendurna í fróðleik. Sá fróðleikur, sem fæst við slík- ar kringumstæður, fer ekki inn um annað eyrað og út um hitt, heldur greypist þetta inn í innstu hugarfylgsni og er þar og fer aldr- ei úr minni þess er nemur. Dísa sagði mér eitt sinn frá því að faðir hennar hafi ofið efni í kjóla á þær systurnar, hann óf þetta úr alla vega litum tvisti, hún sagðist aldrei gleyma hversu fal- legir þeir voru. Það var gaman að horfa á hana Dísu segja frá þessu og öðru frá hennar bernskuheim- ili, svipbrigðin og áherslurnar voru svo sérstakar, þetta var greinilega hennar vor og þarna leið henni vel, þó bærinn væri ekki stór eða höll glysi skreytt. Ekki verður svo horfið frá því að segja frá þessu menningar- og æsku- t Faöir okkar, ÓSKAR SÓLBERGS, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 18. janúar kl. 15.00. Birna Óskarsdóttir, örn Óskarsson, Rós Óskarsdóttir, Ásdfs Óskarsdóttir, Ævar Óskarsson. t Frænka okkar, VIKTORÍA SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR frá Strönd, veröur jarösungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 19. janúar kl. 13.30. Elfn Sigurgeirsdóttir, Jóna Sigurgeirsdóttir, Ólafur Gfslason. t Frændi okkar, GÍSLI SIGURÐSSON frá Hjaróarbóli, sem lóst þann 11. þ.m. veröur jarösunginnfrá Akraneskirkju laugar- daginn 19. janúar nk. kl. 11.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á liknarstofnanir. Aóstandendur. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og vínur, HALLDÓRA JAKOBSDÓTTIR, kaupkona, Marargötu 7, veröurjarösunginfráGaröakirkjuföstudaginn 18. janúarkl. 14.00. Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Ólöf Helga Benónýsdóttir, Ásgrfmur Ásgeirsson, Hjördfs Halldóra Benónýsdóttir, Höróur Lorange, Magnús Guójónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Fósturmóöir min, t VIKTORÍA KRISTINSDÓTTIR, Sólheimum 23, er látin. Fyrir hönd ættingja. Guórún Ákadóttir. t BJÖRGVIN INGI ÓLAFSSON fyrrv. slökkvilióamaöur veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju i dag kl. 10.30. Kristln Björgvinsdóttir, Ólafur Björgvinsson, Björgvin Björgvinsson, Linda Lee Dupuis. móðir hennar fylgdi henni í vist- ina og kvaddi þessa duglegu og elskulegu dóttur sína með þessu ljóði: Vertu falin voldugum — við- urskilin trega — hæstum guði á himninum — hér og eilíflega. — Hann þig verndi í hættu og þraut — hann þig styrki og blessi — hann þig leiði á lífsins braut — ljúf er ósk mín þessi. Á Laugalandi var Dísa að mestu leyti fram að fermingu. Þar var henni falið að vinna flest störf, sem konum var falið að vinna á sveitaheimilum í þá daga, það lið- tæk var stúlkan, en þá mun m.a. hafa verið á annað hundrað áa í kvíum á Laugalandi, þannig að það segir sitt hvað gera þurfti. Á þessum árum var á Laugalandi Etilríður Pálsdóttir. Haustið 1908 lagðist hún á sæng til að ala barn. Ráðskonan á heimilinu, Valgerður Þorvaldsdóttir, hugðist taka á móti barninu og vinna það verk eins og önnur er til féllu á heimil- inu. Það var dimmt í baðstofunni á Laugalandi og taldi Valgerður sér þörf á að hafa ljós til þess að geta sinnt þessu starfi sem skyldi, kallaði hún þá Dísu til, sér til að- stoðar, þá 13 ára gamla, og bað hana að halda á olíutýrunni. Um leið og hún var sett inn í þetta embætti þá fékk hún þá skipun að passa að ekki slokknaði á týrunni á meðan að skilið væri á milli móður og barns. Það barn sem þarna var í heiminn borið við þessar aðstæður var skáldið Steinn Steinarr. Ekki vissi Dísa annað en að móður og syni heils- aðist vel eftir þetta. Eftir fermingu fór Dísa að vinna á ýmsum stöðum í Djúpinu, ýmist í vist úti í sjávarplássunum við utanvert Djúpið eða í kaupa- vinnu í inn-Djúpinu. Ekki verður hjá því komist að lýsa einu atviki af mörgum, sem fyrir hana kom á þessum árum, en það lýsir nokkuð skapferli Dísu frænku. Hún var við engjaheyskap og var við að raka rennblautt stararengi þannig að draga þurfttheyið upp úr vatn- inu. Hún var með annarri stúlku á svipuðum aldri. Þetta var kald- samt og erfitt verk enda ekki hlífðarfötin til að skýla sér með. Dísu fannst sér nóg boðið, hætti að raka, lagði hrífuna á öxl sér og gekk heim til húsbónda síns, en hér var um talsvert drjúgan spotta að ræða. Hún var komin í verkfall ein síns liðs með hrífuna sem kröfuspjald 18 ára unglingur, sem ekki átti margra kosta völ um vinnu frekar en aðrir á þeim tíma, það þurfti kjark til. Krafa sú sem hún setti fram við húsbónda sinn var sú að annaðhvort færi hún úr vinnunni eða þá að henni yrði veittur aðstoðarmaður til að draga heyið upp úr bleytunni. Húsbóndinn sem var sanngjarn og réttsýnn maður tók strax þann kostinn að láta hana hafa aðstoð- armann. Dísa hafði unnið sigur. Dísa sagði að henni hafi alltaf þótt vænt um þennan húsbónda sinn síðan. Þessi saga þykir ef til vill ekki merkileg, en ef litið er á allar aðstæður þá hefðu ekki margir þorað að gera þetta. Sagan sýnir að Dísa var ein af þeim sem gerði rétt, en þoldi ekki órétt, hún var hrein og bein og hikaði ekki við að láta skoðanir sinar i Ijós. í sambandi við þetta kemur mér í hug vísa, sem Dísa fór með fyrir mig en hún var kveðin til móður- systur hennar, Guðmundínu Matthiasdóttur, þegar hún varð 80 ára en vísan er svona og gæti al- veg eins átt við Dísu: Hjá þér fannst ei háð né kals — hreinum fylgir línum — mjög er lygi flærð og fals — fjarri huga þinum. Á árinu 1918 réðst Disa til Þor- steins Ólafssonar, sem þá var orð- inn ekkjumaður með þrjú börn, það yngsta á sjötta árinu, Hjalta. Þorsteinn varð svo hennar lífs- förunautur þar til hann dó 1939. Fyrst bjuggu þau á ýmsum bæjum við inn-Djúpið. Árið 1927 tóku þau Dísa og Þorsteinn Viggó Guð- mundsson, bifreiðastjóra i Reykjavík, i fóstur, hann var þá á 1. ári. Viggó var sonur vinkonu Dísu, Hallberu Hannesdóttur, og Guðmundar Torfasonar. Þær Hallbera og Dísa voru alla tið miklar vinkonur og áttu margar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.