Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985
Er míkið horft á erlendar
sjónvarpsstöðvar í Danmörku?
DANSK
8.00-23.35 T#k*t-TV
17.00 H«r er mit Danmark
(3:12)*
I nudiet medvirker berneteater
gruppen Skagdram maleren
Svend Danelund «amt Snapshot
18.00 En ckanhed pá 55 ér
Nordmanden Johan Anker kon-
struerede seilbkden >Dragen« for
56 kr stden. og nu har den fiet en
18.46 Sa pé tagnsprog
Fortaaller Wendv Lawis Thorbjarn
Egners >Klatremus og de andre
dyr i Hakkebakkeskoven • (4 12)
18.50-19.15 Fragglama
Mg12)
8« •** •* Ooc t ophnðeMer. og Bober
mmer tm hat Hatten har tMdtil féat Bo
bar til at la*a ug «an oq motfcg. man nu
m* han lara at kiara a<g udan dan ogmi
nér han medar da larhge gorgar
5/10
Munk Moki Micnaia eiem nnuerwm
Vip* Sonia Oppanhagan Madam
Skrald Pia Roaentoeum Mamma Gorg
Son*a Oppannagan Pepa Gorg Hoigar
Partort Jumor Gorg Siaan Spnngborg
Rii Hrmming f navolO Ral Eapar Ha
ITomtahm tirad WUIO
19.20 Progr«mov«rsigt
Attenens udsendelser i radio og TV
19.30 TV-ovi—n
20.00 (TH) Qron fritid*
Hest 1 kpkkenhaven
20.30 Dodo nattergaie
U:5)*
Adam Daigiieeh Rov Ma»»
Courtnay-Bnggt Joat Ac
Tayior ShaMa AHan Dalia Danmgar
Margarat Whrting Mavit Gaanng Lit
Ereaer Etha* Bmmfett Thalma Whiteley
Hrlda RoMa Andr*a Evana Jo Eallon
Elaanor Oavid John Maaamgham John
Vma Juka Pardoa Jud> Maynard Chn
atma Oaki't Netahe Ogi«
21.25 Warm Qune - Midt-
fyns feetival 1984
(2:3)*
21.88 Vlndue mod TV-
verden (2:20)*
Fjemsyn i andre lende
22.56 Botte Midler*
23.20 (TH) TV-avieen
Warm G
Dansk TV kl.
Tuslndvis af begei
stærkt nedslidte g
festivalen i Rmge,
uddrag serverer L
tig« rock Oer er
aSomeone who ct
derkids«
TV 2
8. 291243
•ada 15.5-Gl EraZVSB
7V% ti ee Oen lavan
:12-öl
im uesiui
NOPPA 12:1041 fr$
H 10 00
10JO-17 B0 Fragg-
lema 12:11-0)
Fre 294 Vm i de
TV 21<9 & 2V9
17 JB
er ðet’
20 00 Dtngantan
Tamas Ungvary
kom til Svenge
frs Ungem i 1969
17 30 Orengen. der
19 00 R
19.30 MaAaSaH
(14:17)*
Amr aene
10 56 Son pé hvtdt
Om et foto
AA undanförnu hafa staAið yfir viAræAur milli íslenzkra og norskra stjórnvalda um möguleika á
norskum sjónvarpssendingum til íslands um gervihnött. Þessi áform tengjast sjónvarpssendingum
NorAmanna til SvalbarAa eins og kunnugt er.
Einn af fréttariturum MorgunblaAsins í Danmörku, Dísa Gíslason Anderíman, hefur tekiA
saman eftirfarandi upplýsingar um þaA hversu mikiA Danir horfa á erlent sjónvarp. Fer samantekt
hennar hér á eftir:
Byggt er á skoðanakönnun, sem gerð var af Erik
Nordal Svendsen í janúar 1984.
1727 einstaklingar voru teknir tali (70% af þeim
valdir úr). 1520 voru beðnir að fylla út dagbók fyrir
tímabilið 23.-29. jan. (allir yfir 12 ára aldri). Af
þeim voru 1202 sem skiluðu.
Af þeim sem búa í Danmörku geta:
42% séð sænskt sjónvarp
30% vestur-þýskt sjónvarp
2% austur-þýskt sjónvarp
2% norskt sjónvarp
32% geta aðeins séð danskt sjónvarp og
8% geta bæði séð sænskt og vestur-þýskt sjónvarp.
Meira horft, ef stöðvar eru margar
Horft á
Þeir aem sjá Fjöldi stöðra (tímar á riku)
Aðeins danskt sjónvarp 1 16,0 tíma
Danskt og sænskt 3 18,3 tíma
Danskt og þýskt 4 19,2 tíma
Danskt, þýskt og sænskt 6 21,6
Þeir sem eru með 6 stöðvar horfa 35% meira á
sjónvarp en þeir sem geta aðeins horft á eina stöð.
Meira horft á þýskt en sænskt sjónvarp
Stödívar) Þýskmr Sjensksr Erl. sjonv. í heild
Þýskar 5,6 (tím./viku) — 5,6
Sænskar — 3,2 3,2
Þýskar og
sænskar 4,9 1,2 6,1
Af þessum tölum má sjá, að meira er horft á þýskt
sjónvarp en sænskt. Þýsku stöðvarnar veita danska
sjónvarpinu meiri samkeppni en hið sænska.
Hvað er hægt að sjá í þýskum og
sænskum sjónvarpsstöðvum?
Tegund þátu Sænnkt Þýnkt Danakt
Fréttir 10% 5% 17%
Aðrir heimildarþættir 12% 8% 25%
Barnaþættir 4% 4% 7%
Skáldsk. og skemmtiefni 70% 76% 39%
íþróttir 4% 8% 12%
Tímar (meðaltal) 2,8 5,4 15,1
Um 84% þeirra, sem reglulega horfa á þýskt sjón-
varp, leggja áherslu á skemmtiefni og íþróttir. Um
74% þeirra, sem horfa á sænskt sjónvarp, horfa á
skemmtiefni og íþróttir en það efni dregur að 51%
áhorfenda danska sjónvarpsins.
Meira úrval þýðir fleiri tíma í skemmtiefni
og færri í fréttaefni
Tegund þáiU duukt
1 stöð
Fréttir 16%
Heimildarþættir 26%
Barnaefni 8%
Skáldskapur og
skemmtiefni 39%
íþróttir 11%
Tímar meðaltal 16,0
danski og danskt og
wenskt þýskt
3 stöðvar 4 stöðvar
16% 14%
22% 20%
6% 6%
45%
11%
18,0
49%
11%
19,5
dan./sen.
0« w»kt
6 stöövmr
13%
18%
6%
52%
12%
21,6
íþróttaþættir eru takmarkaðir við 2—3 vetrar-
íþróttaþætti í þeirri viku, sem könnunin fór fram.
Samkvæmt nánari athugun er mest af íþrótta-
fréttum í þýska sjónvarpinu.
Þeir, sem aðeins horfa á danskt sjónvarp, nota
50% meiri tíma til að horfa á fréttir og heimilda-
þætti en þeir sem horfa á 6 stöðvar.
Áhorfendur nota því úrvalið til að horfa meira á
skáldskap og skemmtiefni og íþróttir en ella.
Að sjálfsögðu eiga margir Danir erfitt með að
skilja þýsku. En þeir, sem horfa á þýskt sjónvarp og
eru í vandræðum með málið, horfa samt 2,8 tíma á
viku eða 11% af þeim tíma, sem þeir horfa á danskt
sjónvarp. Þeir sem skilja þýsku horfa jafn oft á
þýskt og danskt efni (9 tíma frá hvoru landi). Hjá
þeim, sem horfa á sænskt sjónvarp, fjölgar áhorf-
endatímanum frá 1,0 til 5,3 tíma á viku með betri
skilningi á málinu. Þeir sem skilja sænsku auðveld-
lega horfa samt aðeins um 38% á sænskt sjónvarp
miðað við danskt.
Skoðanakönnun, sem gerð var um það hvort Danir
hefðu áhuga á fleiri dönskum sjónvarpsstöðvum
leiddi í ljós, að þeir, sem geta séð sænska sjónvarpið
eru ekki ánægðir með það og hafa þess vegna áhuga
á fleiri stöðvum. Þeim sem sjá aðeins danskt sjón-
varp er nokkurn veginn sama, þar sem þeir vita ekki
af hverju þeir eru að missa. Og þeir sem sjá þýskt
sjónvarp eru nokkurn veginn „mettir“ af þeim 3
stöðvum sem þeir geta valið um. Þeir nota það líka
meira en þeir sem geta séð sænska sjónvarpið.
Það má einnig geta þess að önnur dönsk stöð (DK
TV 2) sem mikið hefur verið rædd síðastliðið ár,
vekur meiri áhuga en fleiri erlendar stöðvar.
Dísa Gíslason Anderíman.
Kjarnfóðurgjald
og neytendur
eftir Agnar Guðnason
Verulegs misskilnings hefur
gætt að undanförnu hjá þeim sem
skrifað hafa um gjald á fóður-
blöndum, sem notaðar eru handa
svínum og alifuglum.
Meira segja varð formanni
Sjálfstæðisflokksins það á að trúa
þvi sem óupplýstir menn hafa sagt
honum, að nú ætti að þjarma að
svína- og alifuglabændum.
Starfsmenn bændasamtakanna
og bændur reikna orðið með því
sem föstum iið í skrifum DV að
þar sé allt rangtúlkað sem frá
bændasamtökunum kemur. Þar
eru þeir nafnarnir Jónas Guð-
mundsson og Kristjánsson fremst-
ir í flokki. Þeim verður ekki bjarg-
að enda ekki gerð tilraun til þess.
Það er öllu verra þegar jafn
ágætur maður og formaður
Sjálfstæðisflokksins fer að endur-
taka vitleysu þeirra félaga, þá er
kominn tími til að skýra málið
betur en gert hefur verið. Það má
gera ráð fyrir að fleiri en formað-
urinn hafi verið blekktir.
„Það er stefna bænda-
samtakanna og megin-
þorra bænda, þar á
meðal eru flestir svína-
og alifugiabændur, að
bændur hafi sama rétt
til framleiðslunnar.“
Annars er til ágæt regla, sem
flestir ættu að temja sér. Það er
að leita upplýsinga þar sem mest-
ar líkur eru á, að gefin séu rétt
svör. Þar með má útiloka nafnana
Jónasana strax.
Kjarnfóðurgjaldið og
aukabúgreinar
Þegar kjarnfóðurgjaldið var
sett á, var það gert til að draga úr
framleiðslu hefðbundinna búvara.
Mjólkur- og kindakjötsframleið-
endur tóku gjaldið á sig. Fóður-
bætisgjðf minnkaði og framleiðsl-
an dróst saman í mjólk og kinda-
kjöti. Á sama tíma hefur orðið
mikil aukning i framleiðslu á
svína- og alifuglakjöti.
í upphafi átti endurgreiðslan að
miðast við framleiðsluna en vegna
mikillar andstöðu margra
alifuglabænda var fallið frá því.
Bændur sem stunda þessar svo-
kölluðu aukabúgreinar hafa aldrei
greitt hærra gjald en sem nemur
33,3% af innflutningsverði vör-
unnar. Samkvæmt reglugerð sem
gefin var út af landbúnaðarráðu-
neytinu 9. júlí sl. var ákveðið að
Ieggja 89% gjald á innkaupsverð
kjarnfóðurs. Ennfremur var inn-
heimt í tolli fast gjald er nam
1.300 kr. á hvert tonn. Fasta gjald-
ið rann til ríkissjóðs. Alifugla- og
svínabændur voru aldrei látnir
greiða meira sl. sumar en sem
nam 19% af innkaupsverði fóðurs-
ins. Af öðrum fóðurblöndum var
tekið 98% gjald. Það voru 19% af
fóðurbætisgjaldinu, sem fór beint
til Áburðarverksmiðju ríkisins. Á
tímabilinu 1. janúar til 31. des-
ember 1984 voru greiddar til
Áburðarverksmiðjunnar samtals
Agnar Guðnason
49 milljónir kr. úr kjarnfóður-
sjóði. Nokkrar líkur eru á að fóð-
urblöndur sem aðeins hafði verið
lagt á 19% gjald hafi að hluta til
verið notaðar handa mjólkurkúm í
stað svína eða alifugla. Forystu-
menn í félögum alifugla- og svína-
bænda lögðu til aö gjaldtöku og
endurgreiðslu á fóðurbætisgjald-
inu yrði breytt. Það var ekki
Framleiðsluráð.
Allir búa við sama rétt
Á fundi Framleiðsluráðs land-
búnaðarins um miðjan desember
sl. var lagt til við landbúnaðar-
ráðherra „að innheimt kjarnfóð-
urgjald verði 60% á tollverð frá og
með 1. janúar 1985. Unnið verði í
framhaldi af umræddri breytingu
að samræmingu á endurgreiðslu
kjarnfóðurgjalds miðað við bú-
mark eða framleiðslu fyrir allar
búgreinar. Niður falli að draga
hluta kjarnfóðurgjalds frá verði
fóðurs til aukabúgreina við sölu
fóðursins“.
Þarna var verið að leggja
áherslu á að allar búgreinar hafi
sama rétt. Þarna var verið að
reyna að koma á skynsamlegri
lausn, sem álitið var að allir
myndu sætta sig við. Nokkrir
svína- og alifuglabændur voru
þessari leið mótfallnir. Þrátt fyrir
að þessi breyting ætti engin áhrif
að hafa á verð þessara afurða.
Það er heldur dapurlegt til þess
að hugsa, ef margir íslendingar
líkjast þeim Jónösum á DV og
vilja að alifugla- og svínarækt
njóti umtalsverðra forréttinda,
umfram aðrar búgreinar.
Það er stefna bændasamtak-
anna og meginþorra bænda, þar á
meðal eru flestir svína- og
alifuglabændur, að bændur hafi
sama rétt til framleiðslunnar. Það
er að framleiða búvörur í þeim
mæli að nægilegt framboð sé á
innlendum markaði.
Það er yfirlýst stefna að fram-
leiðslan verði ekki mikið umfram
innanlandsneyslu.
Það er til þess ætlast að bændur
búi við sama rétt og skyldur án
tillits til þess hvaða framleiðslu
þeir stunda.
Agnar Guðnason er blaðafuHtrúi
bændasamtakanna.