Morgunblaðið - 18.01.1985, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985
Heimsmeistaraeinvígið:
Fjörug jafnteflisskák
Skák
Bragi Kristjánsson
HeimsmeisUiraeinvígið hélt áfram
með 41. skákinni í Moskvu sl.
mánudag. Karpov lék aftur kóngs-
peði í fyrsta leik, en Kasparov kom
áhorfendum á óvart með því að velja
uppáhaldsbyrjun andstKðingsins,
Petrovs-vörn. í framhaldinu tefldi
áskorandinn mjög hvasst, en út úr
flækjunum kom upp endatafl, þar
sem Karpov hafði peð yfir, en bisk-
upapar og virk staða gaf Kasparov
gagnfæri.
Báðir lentu í tímahraki og í 33.
leik, missti Karopv af leið, sem lík-
lega hefði fært honum sigur. Eftir
skemmtilegar sviptingar fór skákin í
bið og hafði Karpov peði meira. Sér-
fræðingarnir í Moskvu töldu Kasp-
arov verða að tefla vörnina vel til að
halda jafntefli, en þegar teflt var
áfram á þriðjudag, voru engin telj-
andi vandræði fyrir hann. iafntefli
var samið í 71. leik.
41. skákin:
Hvítt: Karpov Svart: Kasparov
Petrovs-vörn
1. e4 —
Karpov grípur aftur til kóngspeðs-
ins, og því tilbúinn að tefla Sikil-
eyjar-vörnina, sem Kasparov hef-
ur svo mikið dálæti á (1. — c5).
1. — e5,
Kasparov velur í staðinn uppá-
haldsbyrjun Karpovs!
2. Rf3 — RfG, 3. Rxe5 —
Önnur leið er hér 3. d4 — exd4, 4.
e5 — Re4, 5. Dxd4 — d5, 6. exd6
e.p. — Rxd6 o.s.frv.
3. — d6,
Ekki gengur að taka strax peðið á
e4 3. — Rxe4?, 4. De2 og hvítur
vinnur a.m.k. peð.
4. Rf3 — Rxe4, 5. d4 — d5, 6. Bd3
— Be7,
Önnur leið er hér 6. — Bd6, 7. 0-0
- 0-0, 8. c4 - Bg4, 9. cxd5 - f5,
10. Rc3 - Rd7!, 11. Hel - Rdf6
með nokkuð jafnri stöðu.
7. (M) — Rc6, 8. c4 —
Algengara er 8. Hel — Bg4, 9. c4
- Rf6 o.s.frv.
8. — Rb4, 9. Be2 —
Karpov vill ekki láta biskupinn á
d3 í skiptum fyrir riddarann á b4.
í skákinni Hubner — Smyslov,
Bled 1983, varð framhaldið 9. cxd5
- Rxd3,10. Dxd3 - Dxd5,11. Hel
- Bf5,12. Rc3 - Rxc3,13. Dxc3 -
Be6, 14. Dxc7 - Bd6, 15. Dc2 -
0-0, 16. Bd2 - Bf5!, 17. Db3 -
Dxb3, 18. axb3 — f6, og svartur
hafði sterka stöðu fyrir peðið, sem
hann fórnaði, enda lauk skákinni
með jafntefli.
9. — dxc4, 10. Bxc4 — (M), 11. Rc3
- Rd6, 12. Bb3 — Bf6, 13. h3 —
BÍ5,
Kasparov ætlar að koma riddar-
anum á b4 til d3, en einnig kom til
greina að leika 13. — Rf5, 14. Be3
- Rc6 og ef 15. d5 - Ra5,16. Bc2
- c6 o.s.frv.
14. Be3 — He8,15. a3 — Rd3
Með þessum leik fórnar Kasparov
peði, en til greina kom að leika 15.
- Rc6 ásamt Ra5 — c4.
• b e d • f g h
16. Hbl — c5,
Hvítur hótar einfaldlega 17. Bc2
og riddarinn á d3 á enga undan-
komuleið.
17. dxc5 — Re4,
Ekki gengur 17. — Rxb2, 18. Hxb2
— Bxc3, 19. Hc2 — Bxc2, 20. Dxc2
— Rb5, 21. Rg5 með vinnandi sókn
fyrir hvít
18. Bc2 — Rxb2
Ekki gengur 18. — Rdxcö (eða
Rexc5) vegna 19. Bxc5! — Rxc5, 20.
Bxf5 og hvítur vinnur.
19. Dxd8 — Haxd8, 20. Hxb2 —
Bxc3, 21. Hxb7 — Rxc5, 22. Bxc5 —
Bxc2, 23. Hxa7 — Bdl
Síðustu leikir hafa verið þvingað-
ir, en nú er komin upp staða, þar
sem svartur hefur peði minna, en
biskupapar og virka stöðu í stað-
inn.
24. He7 — Hxe7, 25. Bxe7 — Hd3,
26. Rg5 — Bb2, 27. Bb4 — h6, 28.
Re4 — f5, 29. Rc5 — Hd5, 30. Hel
— f4, 31. a4 — Hd4
Svartur verður að snúa sé strax að
því að stöðva frípeð hvíts á a-lín-
uni.
32. a5 — Hxb4, 33. Hxdl —
b c d • I g
I þessari stöðu hefði Karpov getað
komið andstæðingi sínum i mik-
inn vanda með 33. a6, t.d. 33. —
Ba4, 34. a7 - Bc6, 35. He6 - Bd4,
36. Hxc6 - Hbl+, 37. Hg2 - Hal,
38. Rb3 og hvítur vinnur.
Báðir keppendur voru komnir í
tímahrak og Karpov velur því
öruggustu leiðina.
33. — Bd4, 34. Re6 — Ba7, 35. Hd7
— Hbl+, 36. Kh2 - Bxf2, 37. Rxf4
Svartur hótaði máti með 37. —
Bg3+.
37. — Hal, 38. Re6 —
Ekki 38. Hd5 — Bel og peðið á a5
fellur.
38. — Hxa5
Ekki gengur 38. — g5, 39. Hg7+ —
Kh8, 40. Hf7 - Bgl+ (40. - Bel,
41. Hf6 - Kh7, 42. a6 - Hxa6??,
43. Rf8+ ásamt 44. Hxa6), 41. Kg3
— Hxa5,42. Kg4 ásamt K—h6—g6
og hvítur vinnur.
39. Hxg7+ — Kh8, 40. HÍ7 - Be3,
41. Kg3 -
Kasparov lék biðleik í þessari
stöðu. Hann á peði minna og kóng-
ur hans er lokaður upp í borði.
Hann er þó ekki í vandræðum með
að halda jafntefli, því aðeins eru
eftir tvö hvít peð, og hvítur getur
ekki unnið með hrók og riddara
gegn hrók.
41. — Bd2
Biðleikur Kasparovs, en sterklega
kom til greina að leika 41. — Ha7
til að losa svarta kónginn strax úr
borðinu.
42. Hd7 — Bc3, 43. Kf3 — Kg8, 44.
Rf4 — Hf5, 45. Ke5 — Hf7, 46.
Hd8+ - Kh7
Hrókakaup koma ekki til greina,
því svarti biskupinn getur alltaf
fórnað sér fyrir sðasta peð hvíts,
og með einum riddara getur hvit-
ur ekki unnið.
47. Hd3 - He7+, 48. Kf3 — Bb2,
49. Hb3 — Bcl, 50. Rd5 — He5, 51.
Rf6+ — Kg6, 52. Re4 —
Ljóst er, að Karpov hefur ekki
fundið neina leið, sem gefur hon-
um vinningsvonir. Hann teflir þó
19 leiki til viðbótar í von um að
Kasparov leiki af sér.
52. — Hf5+, 53. Ke2 — He5, 54.
Hb4 — He7, 55. Hc4 — He8, 56. g3
Hróksendataflið eftir 56. Hxcl —
Hxe4+ er steindautt jafntefli.
56. — Bb2, 57. Kf3 — He6, 58. Hc5
— Bd4, 59. Hd5 — Be5, 60. Hb5 —
Bc7, Þeir hafa gaman af að tefla
þessir meistarar!
61. Hc5 — Bb6, 62. Hc8 — Bd4, 63.
SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI / Ólafur Ormsson
Óveðursnótt
í Breiðholti
Föstudaginn 28. desember síð-
astliðinn stóð undirbúningur
fyrir áramótagleðina sem hæst i
Reykjavík líkt og annars staðar
á landinu. Þann dag var örtröð á
Snorrabrautinni við þá verslun
sem manna á meðal er ýmist
nefnd nríkið“ eða hjá einstaka
fólki „tómstundabúðin" en í
sfmaskrá ber hið virðulega heiti
„Áfengis- og tóbaksverslun
ríkisins, Snorrabraut 56“. Fjölda
fólks dreif að úr öllum áttum
strax árla morguns og ekkert lát
á aðsókninni allt fram til klukk-
an níu um kvöldið að starfsmenn
verslunarinnar drógu niður
gluggatjöldin og læstu að sér,
hvíldinni fegnir eins og nærri
má geta eftir erilsaman dag.
Framundan voru áramót og
þannig kannski eðlilegt að ein-
mitt við Snorrabrautina væri ör-
tröð. Fólkið var ekki sem betur
fer eingöngu á leið í „útsöluna að
Snorrabraut 56“. Allnokkur hóp-
ur manna var þarna í þeim er-
indum að kaupa flugelda og blys
í Skátabúðinni af Hjálparsveit
skáta sem þar var með sína ár-
legu flugeldasölu til styrktar því
kostnaðarsama hjálparstarfi
sem sveitin hefur staðið fyrir í
fjölmörg ár af myndarskap og
fórnfýsi félaga. Veðrið þennan
fyrrnefnda dag í borginni var
þannig að segja má að stætt hafi
verið á almannafæri; svolítið
rok, fjögur til fimm vindstig og
lftilsháttar úrkoma af og til sem
þó er varla í frásögur færandi,
hitastig rétt um eða yfir frost-
marki, blíðskaparveður ef miðað
er við það óveður er var í
Reykjavfk og nágrenni um ára-
mótin og flokka má undir
mannskaðaveður. Hér í borginni
var hávaðarok, níu til ellefu
vindstig og allt að tólf vindstig
er verst lét, rigning, haglél eða
snjókoma í bland og fljúgandi
hálka, eitt samfellt skautasvell á
gangstígum og við helstu um-
ferðargötur þannig að elstu
menn muna varla annað eins.
Markús Á. Einarsson veður-
fræðingur og fulltrúi Framsókn-
ar í útvarpsráði var meðal þeirra
er áttu leið um Snorrabrautina
föstudaginn 28. desember sið-
astliðinn, rétt fyrir hádegi, og ég
sá ekki betur en að hann liti inn
í búðina við Snorrabraut 56.
Hann var léttur á fæti, fór samt
gætilega um skautasvellið utan
dyra, brosti þegar hann gekk í
áttina að þeirri búð sem gefur
rfkinu svo miklar tekjur yfir ár-
ið að nægði til að brauðfæða
heilan þjóðflokk mánuðum sam-
an, t.d. á þurrkasvæðum Afríku.
Ekki er ég viss um að Markús
hafi þá þegar verið búinn að sjá
fyrir um áramótaveðrið hér í
borginni og þá tæplega haft efni
á að brosa út undir eyru, vitandi
að á gamlársdag og aðfaranótt
nýársdags kæmi þannig veður á
Reykjavíkursvæðinu að menn
settu sig f lffshættu að vera utan
dyra.
Leigubíll hélt úr vesturbænum
f Reykjavfk um tvöleytið aðfara-
nótt nýársdags með fólk innan-
borðs sem hugðist heimsækja
vini f efra Breiðholti við Vestur-
bergið og lenti í slfkum hrakn-
ingum að bílstjórinn var á tíma-
bili að hugleiða hvort ekki væri
rétt að kalla út hjálparsveit
skáta f gegnum talstöð f leigu-
bílnum. Það var skafrenningur á
hæðinni við Asparfell og sá
varla út úr augum og ekki tók
betra við er komið var út á mitt
Vesturbergið þar sem eitt sam-
fellt skautasvell var á götum og
gangstígum. Leigubfllinn komst
við illan leik niður afleggjara,
niður brekku á móts við hús
númer 87—101 við Vesturbergið,
á áfangastað. Þegar bílstjórinn
hafði skilað farþegum af sér og
ætlaði af stað upp brekkuna
áleiðis í átt að miðborginni var
bíllinn eins og belja á svelli,
hringsnerist á hálkunni og
komst hvorki áfram né aftur á
bak. Bílstjórinn bankaði upp á í
húsinu þar sem hann hafði skilið
fólkið eftir og bað um hjálp við
að ýta bifreiðinni áleiðis upp
brekkuna og upp á aðalveginn
við Vesturbergið. Þrír fflhraust-
ir karlmenn gáfu sig fram, fóru f
utanyfirfatnað, settu hanska á
hendur og lögðu út í óveðrið og
hálkuna að bifreiðinni og hófu
tilraunir til að koma henni upp
brekkuna en án nokkurs árang-
urs. Rokið fór vaxandi og svo var
komin úrhellisrigning en klak-
inn mikill enn á götum og
gangstígum. Leigubifreiðar-
stjóranum var boðið að gjöra svo
vel að ganga í hús, veglegt raðh-
ús, og þiggja veitingar á meðan
að veðrið gengi niður. Hann þáði
gott boð, lagði bifreiðinni á
miðju skautasvellinu og bað
fyrir farartækinu, að það mætti
standa óskaddað um stund eða
þar til hann vitjaði þess að nýju.
— Komdu og fáðu þér kaffi-
sopa og bita af rjómatertu, sagði
húsráðandinn, miðaldra fram-
haldsskólakennari sem stóð
framarlega í löngu og ströngu
verkfalli á liðnu hausti, stóð í
fremstu víglfnu í verkfallsvörslu
í Sundahöfn, er þó enn sffellt
kvartandi yfir óbærilegum kjör-
um, er með plakatmynd af Svav-
ari formanni í stofu og kommún-
istaávarpið f skinnbandi uppf
hillu.
— Þú verður að þiggja rjóma-
tertu og kaffisopa á meöan veð-
urguðirnir róast. Ég skil ekki
hvernig þeir geta hagað sér
svona á gamlárskvöld og aðfara-
nótt nýársdags. Það er ekki
möguleiki á að skjóta upp flug-
eldum og kveðja þannig á viðeig-
andi hátt liðið verkfallsár. Það
er ég viss um að andskotans rík-
isstjórnin stendur á bak við
þetta óveður hér f Breiðholti,
sagði framhaldsskólakennarinn
sem er félagi f Breiðholtsdeild
Alþýðubandalagsins og var bú-
inn að fá sér svolitið f glas.
Leigubifreiðarstjórinn var leyst-
ur út með frábærum tertum,
smákökum og ilmandi kaffisopa
og þegar komið var undir morg-
un á fyrsta degi hins nýja árs,
tóku þrfr fílhraustir menn að sér
að koma bifreiðinni með leigu-
bifreiðarstjórann innanborðs
upp brekkuna og upp á aðalveg-
inn við Vesturbergið og það gekk
bara greiðlega. Þá var klukkan
orðin nfu að morgni og bifreiða-
stjórinn, maður rúmlega fimm-
tugur, sem lengi hefur verið
bersköllóttur og tók upp á þvf
rétt fyrir jólin að láta hanna á
sig myndarlega hárkollu, ók
beint heim f háttinn, heim f vest-
urbæinn í Reykjavfk, og áður en
hann lagðist til hvílu fór hann út
á blettinn við einbýlishúsið með
konu og börn og skaut upp
tveimur flugeldum svona til þess
að missa ekki af áramóta-
stemmningunni.
Gleðilegt ár.