Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985 21 Drottningin kannar Danaher Þessi mynd var tekin af þeim Margréti Þórhildi Danadrottningu og Henrik prins, manni hennar, þegar þau voru á hersýningu ekki alls fyrir löngu. Raunar hljóta að vera liðnar nokkrar vikur því að myndin er augljóslega tekin iður en Vetur konungur læsti klónum sínum í Danmörku en þar sér nú hvergi i dökkan dfl. Bangladesh og Indland: Froskadrápið ógnar jafnvægi náttúrunnar Genf, 17. juúar. AP. BANGLADESHMENN og Indverjar, sem flytja út mikið af froskafótum, eiga yfir höfði sér vistfræðilegt stórslys vegna þess, að þeir eru að verða búnir að eyðileggja jafnvægi nittúrunnar með froskadripinu. Sagði fri þessu í gær í blaði Alþjóðlega nittúruverndarsjóðsins. Á síðasta ári voru drepnar rúmlega 200 milljónir froska og þar af þrír fiórðu í Bangladesh og á Indlandi. I Bangladesh einu eru árlega drepnar 70 milljónir froska og þar segja umhverfisverndar- menn, að ástandið sé verst. Ef DANIR og Grænlendingar hafa ikveðið að stofna sameiginlegt olíu- félag, sem i að heita Nuna Oil og verður heimili og varnarþing þess í Nuuk. Nuna þýðir land i græn- lensku. Framlag beggja stjórnanna, þeirrar dönsku og þeirrar græn- hann fengi að lifa myndi allur þessi froskafjöldi éta nokkur hundruð tonn af skordýrum á degi hverjum og þar á meðal moskitófl- ugur, sem valda malaríu, en vegna þess, að froskarnir eru drepnir, er malarían að breiðast út aftur og lensku, verður 12,5 milljónir dkr. en helsta hlutverk félagsins verð- ur að gæta hagsmuna eigendanna í Jamesonlandi á Austur-Græn- landi en þar er bandaríska olíufé- lagið Atlantic Richfield að byrja oliuleit með samþykki stjórn- valda. fyrra jafnvægi náttúrunnar að fara úr skorðum. í blaði náttúruverndarsjóðsins sagði, að skordýr, sem yllu skaða á ræktarjurtum, trjám og á heimil- um manna, væru allt að þriðjung- ur fæðu indverska bolafrosksins, sem er mjög eftirsóttur til matar, og nú eru Bangladeshmenn farnir að flytja inn skordýraeitur, t.d. DDT, til að berjast við skordýr, sem froskarnir héldu áður í skefj- um. Á árinu 1983 keyptu Bangla- deshmenn skordýraeitur fyrir 14 milljónir dollara en allur afrakst- urinn af froskalöppunum nam sex milljónum dollara. Froskafótanna er aðallega neytt i Evrópu, Bandaríkjunum og Ástr- alíu og nú hefur Alþjóða náttúru- verndarsjóðurinn skorað á hótel og veitingahús að hætta að hafa þá á boðstólum. Hótel- og veit- ingahúsaeigendur I Vestur-Þýska- landi hafa brugðist vel við þessum áskorunum en þangað til lands eru fluttar 1100 lestir af froskafótum árlega. Grænland: Olíufélag stofnað Kaupmmnnahörn. 17. janúar. Frú NJ. Bruun, UrKnlaadsfréUaritara Mbl. Stórt skref stigið í viðureigninni við áunna ónæmisbæklun: Uppgötva erfðaeigin- leika AIDS-veirunnar Washiatitan, 17. janúar. AP. Vísindamenn við Dana Farber, krabbameinsstöð Harvard-hi- skóla, hafa uppgötvað erfðaeigin- lcika veirunnar sem veldur iunn- inni ónæmisbæklun, AIDS, og er hér um að ræða meirihittar upp- götvun, sem i eftir að auðvelda frekari rannsóknir i þessum ban- væna sjúkdómi og aðferðum til að fyrirbyggja útbreiðslu hans og meðhöndlun. „Nú má segja að við sjáum framan í óvininn," sagði dr. William Haseltine við Dana Farber-stöðina í samtali við Washington Post, sem skýrir í dag frá uppgötvun visindamann- anna. Vísindamenn við Pasteur stofnunina í Frakklandi unnu að rannsóknum á AIDS-veirunni samhliða rannsókninni í Dana Farber-stofnuninni. Hafa þeir og greint erfðaröð veirunnar. Dr. Robert Gallo forstjóri NCI- rannsóknarstofnunarinnar, sem uppgötvaði AIDS-veiruna í íyrravor, segir niðurstöður bandarísku og frönsku vísinda- mannanna „meiriháttar". Vitað er um 7.788 tilfelli af áunninni ónæmisbæklun í Bandaríkjunum, að sögn Wash- ington Post, fram til 7. janúar, og var um andlát að ræða i 3.687 tilvikum. Uppgötvun á erfðaeig- inleikum veirunnar ætti að flýta fyrir því að fundin verði lyf er heft geta sjúkdóminn og jafnvel bóluefni gegn. Ástralíustjóm: Mótmælir harðlega upptöku matvæla SydBPj. 17. jaaúr. AP. RÍKISSTJÓRN Ástralíu hefur sent marxistastjórninni í Addis Ababa í Eþíópíu barðorð mótmæli vegna þess að hún lét leggja hald á mat- væli og hjálpargögn, sem Ástralíu- menn hugðust senda hungruðu fólki á þurrkasvæðunum í Tigre og Er- itreu, sem lúta stjórn skæruliða sem andsnúnir eru Eþíópíustjórn. Bill Hayden, utanríkisráðherra Ástralíu, sagði í dag að sendiherra Ástralíu í Addis Ababa mundi krefjast þess að hjálpargögnunum yrði skilað. Eþíópíustjórn segir að með mat- vælasendingunni til svæðis skæruliða hafi Ástralíustjórn hlutast til um innanríkismál Eþíópíu. Hayden sagði að atburður þessi mundi ekki verða til þess að Ástr- alíumenn hættu að senda matvæli og hjálpargögn til Eþíópíu. „Það yrði aðeins til þess að auka á þján- ingar og hungur fólksins þar,“ sagði hann. Hann lagði áherslu á, að matvælasendingar inn á svæði, sem skæruliðar ráða, fælu ekki í sér stuðning við hernað þeirra gegn stjórninni. Eingöngu væri um að ræða hjálp til hungraðs fólks af mannúðarástæðum. Þingmenn mega ekki flakka milli fiokkanna Njju Delhi, 17. juúar. AP. ZAIL Singh, forseti Indlands, sagöi í dag á fundi sameinaðs þings, aö stjórnin hygðist setja lög, sem bönnuðu þingmönnum að flakka á milli flokka. Ef lögin verða samþykkt mun Kongress-flokkurinn, stjórnar- flokkurinn, ekki geta leikið sama leikinn og á síðasta ári þegar hann bylti fylkisstjórnum and- stæðinga sinna í Kashmir, Sikk- im og Andhra Pradesh með því að tæla til sín nægilegan fjölda þingmanna. Singh sagði þingmönnum, að lögunum væri ætlað að stuðla að heilbrigðu stjórnmálalifi í land- inu en í Indíandi hefur löngum þótt auðvelt að múta þingmönn- um til að skipta um flokk. Var það t.d. fullyrt um Kongress- flokkinn, að hann hefði fengið suma þingmenn annarra flokka í Kashmir, Sikkim og Andhra Pra- desh til liðs við sig með því að bera á þá fé og heita þeim á laun ráðherraembættum í nýrri fylk- isstjórn. Raunar tókst Kong- ress-flokknum ekki ætlunarverk sitt í Andhra Pradesh þar sem Rama Rao, forsætisráðherra, var settur í embætti aftur eftir mán- aðarlanga ókyrrð í fylkinu og víðar. Stjórnarandstaðan í Indlandi hefur lengi krafist laga sem þess- ara en Indira heitin Gandhi léði aldrei máls á því. Sonur hennar og eftirmaður, Rajiv Gandhi, hefur hins vegar heitið því að beita sér fyrir heiðarleika í opinberu lífi og er litið á fram- lagningu frumvarpsins sem skref í þá átt. WAGNER- sjálfstýringar Wagner-sjálfstýringar, komplett meö dælusettum 12 og 24 volt, kompás og fjarstýringum fram á dekk, ef óskaö er, fyrir allar stæröir fiskiskipa og allt niöur í smá trillur. Sjálf- stýringarnar eru traustar og öruggar og auðveldar í uppsetningu. Höfum einn- ig á lager flestar stæröir vökvastýrisvéla. Hagstætt verð og greiösluskilmálar. Atlas hf Borgartún 24 — Sími 26755. Pósthólf 483, Reykjavík Rymingarsala á húsgögnum Fyrir sumarbústaöi: Feliirúm, felli- borð og kollar, fellistólar. Fyrir blómastofur: Sófasett, grind- borð og stólar. Fyrir sjónvarps- og unglinga- herbergi: Stakir sófar og stólar. í stofuna: Sófasett, hornsófar, bókahill- ur lítiö gallaöir skóskápar og m.f. Opið til kl. 19.00 í kvöld og til kl. 16.00 á moraun. VALHÚSGÓGN ÁRMÚLI4 SÍMI82275

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.