Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985 19 Hg8+ — Bg7, 64. h4 — H*6,65. Kf4 — Ha5, 66. He8 - Hf5+, 67. Ke3 — He5, 68. Hg8 — He7, 69. Kf3 — Hf7+, 70. Kg4 - h5+, 71. Kh3 og meistararnir hættu þessari til- gangslausu taflmennsku og sömdu jafntefli. Staðan: Karpov 5 vinningar (35 jafntefli) Kasparov 1 vinning. Daufur miðviku- dagur í Moskvu Fertugasta og önnur skákin í ein- vígi Karpovs og Kasparovs um heimsmeistaratitilinn var tefld sl. miðvikudag í MoskVu. Byrjunin kom ekki á óvart, Tartakover-afbrigðið í Drottningarbragði, og tefldist skák- in eins og skákir númer 38 og 39, þar til Karpov brá út af í 16. leik. Sérfræðingarnir á skákstað álitu Kasparov hafa möguleika á að ná varanlegu frumkvæði, en heims- meistarinn byggði upp örugga varn- arstöðu, svipaða þeirri, sem upp kom í 39. skákinni. Jafntefli var samið eftir 26 leiki. Heimsmeistarinn verður því enn að bíða eftir sjötta vinningnum, sem hann vantar til að Ijúka þessu enda- lausa einvígi. 42.skákin: Hvítt: Kasparov Svart: Karpov Drottningarbragð 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — d5, 4. Rc3 — Be7, 5. Bg5 Námskeiðið í Drottningarbragði heldur áfram. 5. — h6, 6. Bh4 — 0-0, 7. e3 — b6,8. Be2 — Bb7, 9. Bxf6 — Bxf6, 10. cxd5 — exd5, 11. b4 — c5, 12. bxc5 — bxc5, 13. Hbl — Bc6 Karpov hættir sér ekki í 13. — Da5, en með honum lenti hann í mikilli taphættu í 40. skákinni. 14. 0-0 — Rd7, 15. Bb5 — Dc7, 16. Dc2 — Hfc8 I skákum nr. 38 og 39 lék svart- ur 16. — Hfd8, en nú bregður Karpov út af þeirri leið. 17. Hfcl — Bxb5, 18. Rxb5 — Dc6, 19. dxc5 — Rxc5, 20. Df5 Eftir 20. Rfd4 — Dd7 ásamt Rc5 — e6 er ekki mikið um að vera. 20. — De6, 21. Rfd4 Hvítur virðist ekki eiga betri leik, en nú fær hann örlítið betra endatafl, vegna staka svarta peðs- ins á d5. 21. — Dxf5, 22. Rxf5 — Re6, 23. Hxc8+ Hvítur fer í uppskipti, en ekki verður séð, að hann eigi betra framhald. 23. — Hxc8, 24. Rxa7 — Hc2 Hvíta peðið á a2 fellur, og upp kemur staða, sem mjög líkist þeirri, er Kasparov hélt fyrirhafn- arlítið með svörtu í 39. skákinni. 25. Rb5 — Hxa2, 26. h3 — Ha5 og keppendur sömdu um jafntefli. Hvítur getur ekki sótt að eina veikleikanum í svörtu stöðunni, staka peðinu á d5. Staðan: Karpov 5 vinninga (36 jafntefli). Kasparov 1 vinning. Kirkjur á landsbyggðinni: KIRKJUHVOLSPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Hábæjar- kirkju nk. sunnudag kl. 10.30. Guðsþjónusta í Kálfholtskirkju sunnudag kl. 14. Biblíulestur á prestsetrinu nk. mánudagskvöld kl. 20.30. Auður Eir Vilhjálms- dóttir. EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnu- dagaskóli nk. sunnudag kl. 11 og messa kl. 14. Sóknarprestur. ODDAKIRKJA Rang.: Guðsþjón- usta á sunnudag kl. 14. Sr. Stef- án Lárusson. SIGLUFJARÐARKIRKJA: Á morgun, laugardag, fundur í safnaðarheimilinu í Félagi aldr- aðra. Kaffiveitingar og að lokum tekið í spil. Barnamessa á sunnudag kl. 11 og almenn messa kl. 14. Foreldrar ferming- arbarna aðstoða. Flautu- og trompetleikur. Eftir messu er fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra í safnaðar- heimilinu. Sr. Vigfús Þór Árna- son. VÍKURPRESTAKALL: Kirkju- skólinn í Vík á morgun, laugar- dag, kl. 11. Guðsþjónusta i Skeiðfetarkirkju á sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. Tvær barnabækur á alþjóð- lega myndabókasýningu Tvær íslenskar barnabækur hafa verið valdar sem framlag íslands á alþjóðlega sýningu á myndabókum fyrir málhölt börn. Sýningin byrjar í Bolognia á Ítalíu í mars á þessu ári og fer svo sem farandsýning víða um heiminn. Bækurnar eru Kátt í koti með texta eftir Sigrúnu Einarsdóttur og Húsdýrin okkar með texta eftir Stefán Áðalsteinsson. Ljósmyndir í báðar bækurnar er eftir Kristján Inga Einarsson. Húsdýrin okkar kom út hjá Bjöllunni árið 1982 en Kátt í koti hjá Skímu 1983. Það er alþjóðleg stofnun, IBBY, með aðsetur í Basel í Sviss sem heldur þessa sýningu í náinni samvinnu við UNESCO, Menning- arstofnun Sameinuðu þjóðanna. IBBY er félagsskapur sem var stofnaður árið 1953 í þeim tilgangi að stuðla að auknum skilningi þjóða á milli með hjálp barna- bóka. Á sýningunni verða 282 bækur frá 30 löndum. JMtargtiiifrlfifeife Askriftcirsíminn er 83033 Ríkissaksóknari um verkfall BSRB: Ekki rannsókn á vinnustöðvun tollvarða á Keflavíkurflugvelli RÍKISSAKSÓKNARI hefur synjað kröfu BSRB um opinbera rannsókn á þeim atburðum er urðu á Keflavík- urflugvelli í verkfalli BSRB í októ- ber sl., er tollgæsla vegna millilandaflugs var að mestu felld niður um nokkurra daga skeið og að öllu í rúman sólarhring. BSRB óskaði eftir rannsókninni 19. október sl. og er niðurstaða rikissaksóknara dagsett sl. laug- ardag. Segir þar m.a., að rannsóknarbeiðnin þyki ýmsum annmörkum háð og að athugun embættisins hafi leitt til þeirrar ákvörðunar, að „eigi þykir efni til að verða við beiðni þessari um opinbera rannsókn". I kæru verkfallsstjórnar BSRB sagði að Kjaradeilunefnd hafi sett tollvörðum á Keflavíkurflugvelli þær starfsreglur að eftirlit þeirra með almennu flugi til og frá land- inu hafi verið slíkar, að tollverðir telji að í verkfallinu hafi mjög verulegt smygl átt sér stað. Segir að frá kl. 18:00 þann 12. október og til kl. 21:00 daginn eftir hafi öll tollgæsla verið felld niður, þar með talin vopnaleit og leit að fíkniefnum. Sagði síðan í bréfinu að það væri skoðun verkfallsnefndar BSRB, að „með þessari fram- kvæmd hefur öryggi flugáhafna og farþega verið stofnað í tvísýnu, sköpuð almannahætta og lög óvirt af stjórnvöldum. Við teljum þvi brýnt að málið verði rannsakað og þau stjórnvöld, sem ábyrgð báru á ástandi þessu, verði látin sæta ábyrgð" Ríkissaksóknaraembættið telur ekki ástæðu til frekari aðgerða í málinu, eins og fyrr segir. SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR é Kynnum í dag í verslunum okkar: Svikinn héra AÐEINS „Kaffe Kaffe“ J/2 Lúxuskafíi kg. O O Lambakjöt í 1/1 skrokkum A niðursagað I /U AÐEINS .00 .00 pr.kg. Kjuklingar Bananar^>{V 5 Stk.ípoka 178 00 pr-kg. .00 pr- kg. Mandarínur .. Ekta Marocco .00 pr-kg. 2 st a'di ins 'JE .(K) Perur Eldhúsrúllur JJ CQ 'l ^ rúllur 11 /i nn lZwCpappírlM00 1/1 *■ Opið til kl. 19 í Starmýri og Austurstræti, E en til kl. 21 í Mjóddinni “ STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆT117 MJÓDDINNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.