Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985 13 Nú og þá eftir Guðjón B. Baldvinsson Gleðilegt ár, góðir lesendur! Og vitanlega óskum við hvert öðru að það megi verða sem far- sælast. En hvað gerum við til þess að svo megi verða? Það er íhugun- arefni hverjum einstaklingi. Vitið þið að þetta ár er helgað æskunni? Og hvað á að gera fyrir æskuna og hvað á æskan að gera fyrir aðra? Hvert ár færir okkur öllum við- fangsefni. Það eru ekki bara kröf- ur til annarra sem ber að höndum. Hugsið ykkur að þið nálgist tímabilið „efri árin“ með hverjum degi sem líður. Æskan hlífir sér við því að hugsa til elliáranna. Það er einkenni nútímans að hugsa um daginn í dag, líöandi stund. Rétt afstaða, ef lífsvenjur eru sniðnar við það að mæta lífshamingju. Eigi skal lengra haldið um prédik- un í þessum dúr, nema að því leyti sem ábendingar um framferði til eigin hagsbóta kunna að teljast al- menns eðlis. Ættum við ekki að leiða hugann „Breytingin er talsvert róttæk á lifnaðarháttum þínum, þegar þú hverfur af athafnasviði launa- vinnunnar. Hefur þú bú- ið þig undir þá breyt- ingu?“ að því mikilvæga atriði í lífi okkar að við eldumst, auðvitað viljum við eldast en bara ekki verða göm- ul. En hvers vegna þetta gáleysi um það hvert stefnir með aldrin- um? Það veldur því að einn góðan rigningardag stöndum við ráðvillt og réttlítil fyrir utan vinnustaðinn okkar, þennan síðasta sem naut starfskrafta okkar. M.ö.o. daginn sem við hverfum af starfsvett- vangi athafnalífsins og eigum að njóta tómstunda ólifaðar ævi- Guðjón B. Baldvinsson stundir. Veistu hvernig þú ætlar að nota þessar mörgu tómstundir, ef að þú heldur heiisu og kröftum til einhverra aðgerða? Breytingin er talsvert róttæk á lifnaðarháttum þínum þegar þú hverfur af athafnasviði launa- vinnunnar. Hefur þú búið þig und- ir þá breytingu? Viðbrögð þín geta verið með ýmsu móti og þú hefur gott af að hugleiða hvað þér finnst um framtíðina. Hvernig þú ert undir það búinn að umgangast ekki lengur vinnu- félaga þína en verða að finna þér ný verkefni. Sértu kominn yfir miðjan aldur sem kallað er, þá er sérstaklega þýðingarmikið að þú glöggvir þig á því hvort þú kvíðir fyrir að verða gamall. Og sé svo, hvað veldur þeim kvíða? Þetta er frumskilyrði þess að þú getir hugað að fyrir- byggjandi aðgerðum, t.d. heilsu- farslega, fjárhagslega eða aflað húsnæðis við hæfi. öryggi er sú tilfinning sem við viljum búa við. Öryggi á efri árum er undirstaða vellíðunar. Sjálfsvirðing er sam- tvinnuð tilfinningu fyrir því að vera einhvers virði meðal samtíð- arinnar. Þú verður að hugsa sjálfstætt um þessa hlið lífsins og leita samstöðu með þínum stétt- arsystkinum um félagslegar að- gerðir til að búa sem best í haginn fyrir aldna þegna þjóðfélagsins. í því efni eiga stéttarfélögin miklu hlutverki að gegna í næstu fram- tíð. Eru þau vakandi fyrir því hversu víðtækt það verkefni er? Varla von ef þú „flýtur sofandi að feigðar ósi“. 8. jan. 1985, Guijón B. Baldvinsson er formað- ur Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja. Áskorun til sjónvarpsins Næstkomandi laugardag er á dagskrá sjónvarpsins þýskur dans- þáttur, er nefnist Gyllti dansskór- inn. Er þetta mjög virðingarvert framtak sjónvarpsins, sem hingað til hefur sýnt merkilega litinn áhuga á þessari vinsælu íþrótt. Hins vegar get ég ekki orða bundist er ég sé val sjónvarpsins á sýningartima, sem er um miðnætti nk. laugardag. Áætlað er að um 20.000 íslend- ingar séu árlega i dansnámi. Meiri hluti þessa hóps eru börn og ungl- ingar, sem sýnt hafa áhuga á öllu er viðvíkur dansi, en verða þvi mið- ur fyrir löngu farin í háttinn þegar þessi gullfallega mynd verður sýnd. Með tilliti til þess dæmalausa virðingarleysis, sem forráðamenn sjónvarpsins sýna íslensku æsku- fólki með þessari tímasetningu, skora ég hér með á stofnunina að sýna myndina fyrr um kvöldið. Virðingarfyllst, Niels Einarsson dans- kennari, Nýja Dansskólanum. deilö Kr. Barna Barnasett . • ■ Buxur ..... Ólpur...... BHyrtur ... tterra deiiö Kr. ^95,— Kr. 750,- Kr. 250, Dömudeild95_ Pi's ... Kr 495,- peusur.. 695,- Blússur 95,- 5Kyrtur _ • • • • • *r 990,- MdajaKHar . • W- 675_ ..........n' $S*or- - ‘f0;. 5portfatadeðd Bómuttarbo«r ^ 695(_ flauelsbuxur KaWbuxur __ 695r ...W. kr 595, raallabuxur • • ■ • -cn. SKódeiiö UnQbarnasKor K • öarnasKor • • • • ■ 435- DömusKor • •• £r 595r_ \-\errasKor . • • • Heimiiisöeiiö WarKs 6^PenCeKr. 95,- BandWaeði • • • • * eysu i Jdkkdföí Kr 3,9Qf> hr. 675, d rn $ ^ Barnaskór DörnusHór r Kr. 295,- hr 395,- hr- 485- a j\PU 5KV _________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.