Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985 MorKunblaðiö/RAX VallarstrKti séð frá Hótel-íslandsplaninu. Nýtt skipulag Kvosarinnar: Tengibyggingin milli gamla SjálfstKÓishússins og hússins þar sem nú er Nýja kökuhúsið mun hverfa samkvæmt tillögunum. Til athugunar að opna Vall- arstræti inn á Austurvöll BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu þess efnis, að kannaðir verði möguleikar á opnun Vallarstrætis inn á Austurvöll. Jafnframt er áréttað, að ef slíkt reynist mögu- legt verði framkvæmdum lokið fyrir sumarið 1986, á 200 ára afmælishátíð borgarinnar. í framhaldi af kynningu á til- lögu að nýju skipulagi Kvosar- innar samþykkti borgarráð að fela skrifstofustjóra borgarverk- fræðings að kanna möguleika á niðurrifi á tengibyggingu milli Austurstrætis 6 og Sjálfstæðis- hússins gamla. Hús þetta verði rifið, þannig að opna megi Vall- arstræti inn á Austurvöll frá Hótel-íslandsplaninu svokall- aða, á horni Austurstrætis og Aðalstrætis. í tillögunni segir ennfremur, að æskilegt sé að slíkt verði gert fyrir sumarið 1986, þannig að miðbæjarsvæðið í heild megi nýtast betur til úti- samkomuhalds á afmælisárinu. Nefnd um varnir Kröfluvirkjunar NEFND, sem iðnaðarráðherra skipaði til að endurskoða og gera tillögur um aðgerðir til varnar Kröfluvirkjun, hefur hafið störf og fóru nefndarmenn norður í Mývatnssveit nú í vikunni til skrafs og ráðagerða við heimamenn. Að sögn Helga G. l>órðarsonar, rekstrarverkfræðings og formanns nefndarinnar, var hér um óformlegar viðræður að ræða og hafa engar ákvarðanir verið teknar um hvort gripið verði til einhverra sérstaka aðgerða til varnar mannvirkjum á Kröflusvæðinu ef gos kemur aftur upp á þessum slóðum. Nefndin var skipuð eftir útkomu Helgi G. Þórðarson, formaður skýrslu um Kröfluelda þar sem nefndar þeirrar sem iðnaðarráð- meðal annars var tekið fram, að ef hraun kæmi aftur upp í Leirhnjúki væri leiðin að mannvirkjunum greiðari en áður, eins og greint hef- ur verið frá í frétt Morgunblaðsins. f fréttinni var haft eftir Axel Björnssyni, jarðeðlisfræðingi hjá Orkustofnun, að hræringum væri ekki lokið á Kröflusvæðinu þótt menn hefðu ákaflega lítið 1 hönd- unum til að segja nákvæmlega fyrir um hvað kunni að gerast þarna í framtíðinni. Þá var einnig haft eftir Páli Einarssyni, jarðeðl- isfræðingi í frétt Morgunblaðsins, að landris við Kröflu væri nú nán- ast ekkert, sem gæti bent til að þrýstingur í kvikuhólfinu sé orðinn hærri en hann var fyrir síðasta gos. herra skipaði af þessu tilefni, sagði í samtali við Morgunblaðið að ferð- in norður hefði fyrst og fremts ver- ið farin til að kanna viðhorf heima- manna og forráðamanna þeirra fyrirtækja og mannvirkja, sem kunna að vera í hættu. Helgi sagði að meðal annars þyrfti nefndin að athuga eldri áætlanir, sem gerðar hafa verið um varnaraðgerðir, bera þær saman og sjá hvað hefði breyst af þeim forsendum, sem menn gáfu sér í fyrri áætlunum og síðan að meta upp á nýtt hvort eitthvað verði gert í málinu. Auk Helga G. Þórðarsonar skipa nefndina Axel Björnsson, jarðeðlisfræðingur hjá Orkustofnun, og Þorvaldur Vest- mann, tæknifræðingur á Húsavík. „Er á móti vínsölu í Ellefu íslenzkar bæk- n,!SSta™“ ur meðal 20 söluhæstu KAUPÞING hf. hefur sent út lokaniðurstöóur kannanna á mest seldu bókun- um í desember sl. Þessar niðurstöður byggjast á þremur könnunum, sú síðasta var gerð 7. janúar sl. og segir í frétt frá Kaupþingi, að hún eigi að tryggja, að skipti á bókum ættu að mestu að vera komin inn í tölurnar. Upplýsingar fengust frá 26 verzlunum um allt land og gaf hver þeirra upplýsingar um 100 bækur að meðaltali. í frétt Kaupþings segir, að gera megi ráð fyrir að nær 100% öryggi sé um röðun bókanna, þó með þeirri undantekningu, að bilið á bókum í 7., 8. og 9. sæti hafi verið of lítiö til að um óyggjandi niðurstöður sé að ræða, hvað þá röðun snertir. bókinni Með vikingum að sölu í þessum flokki voru: I ra‘nin(yahondum/Árm«nn Kr. Kinarnson Veiran/Tome og Janny Veistu svarió/Axel Ammendnip „ÉG STYÐ ekki þá hugmynd að vín verði selt í matvöruverslunum,“ sagði Jón Kjartansson, forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, í samtali við Morgunblaðið. „Ég tel rétt að hafa sama fyrir- komulag áfram á vínsölu og nú er og er einnig í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð," sagði Jón. „Þar hefur ekki þótt ástæða til að breyta til. Helstu rök kaupmannanna, sem óska eftir því við fjármálaráðherra að fá að selja vín, eru þau, að útsölurnar séu of fáar hjá ÁTVR. Það er alveg rétt, en þá á bara að fjölga þeim. Ég tel það ekki rétta lausn til að minnka álag á útsölustaðina að færa vínsölu í matvöruverslanir," sagði forstjóri ÁTVR að lokum. Samkvæmt þessum lokaniður- stöðum Kaupþings voru 20 mest seldu bækurnar þessar: Á Gljúfrasteini/Edda Andrésdóttir Dyr dauóanx/AlisUir McLean Kimmtán ára á róstu/Eávarð Ingóir.sNon (•uómundur skipherra Kjærnested/Sveinn Sm- Tóff týpa á fostu/Andrés Indrióason Jón G. Sólnes/Halldór Halldórsnon Átök í eyóimörk/Hammond Innes Sjáóu Madditt, |»aó snjóar/Astrid Lindgren og llon Wikland Bróóir minn IjónshjarU/Astrid Lindgren Kkkert mál/Njöróur P. Njaróvík og Freyr Njaró- Vió Þórberpir/Gylfi (>röndal í næturvillu/ Desmond Bagleyu Tröllabókin/Jan Lööf Alfreón saga og Loftleióa/Jakob F. ÁsgeirsHon Og árin líóa/llalldór Laxnea Eysteinn — í baráttu og starfi/Vilhjámur Hjálm- Vinsældarlisti rásar 2: Wham! trónar á toppnum HUÓMSVEITIN Wham! gerir það ekki endasleppt á vinsældalista rás- ar 2 og trónir nú í efsta sæti listans og á að auki tvö önnur lög í hópi 10 vinsælustu laganna. Gralík heldur enn fjórða sæti með „Húsið og ég“ og „16“ hefur færst úr 10. sæti í 5. sæti listans. Þá hafa Stuðmenn kom- ist inn á Topp 10 með lagið „Búka- dú“ sem áður var í 14. sæti. Annars lítur listinn yfir 10 vinsælustu lögin svona út: 1. ( 2) Everything She Wants — Wham! 2. ( 3) Sex Crime — Eurythmics 3. ( 1) One Night in Bangkok — Murray Head 4. ( 4) Húsið og ég — Grafík 5. (10) “16“ - Grafík 6. (14) Búkadú — Stuðmenn 7. ( 7) Heartbeat — Wham! 8. ( 6) Love Is Love — Culture Club 9. ( 5) Last Christmans — Wham! 10. ( 8) The Wild Boys — Duran Duran Meó kveóju frá Dublin/Arni Bergmann JúlíuN/Klingheim/JakohNen Nafn rósarinnar/rmberto Eco Meó víkingum/Peyo Á þessum lista eru tíu bækur frumsamdar á íslensku, en sú tí- unda mest selda í þeim hópi var Lífið er lotterí eftir Ásgeir Jak- obsson. Fjórar þýddar bækur eru á listanum, en næst af þeim komu af þýddum bókum: Jóaóratorían/Cöran Tunatröm Trejatu mér ástin mín/Thereaa Charlea Syaturnar frá Greyntone/Vktoria Holt Pottréttir/Mira I giUni á GrKnlandsltjökli/Duaean Kyle Gbepur og refaing/Fjodor Dontojevaki Meðal 20 söluhæstu bókanna eru sjö barna- og unglingabækur og þar af eru þær tvær, sem mest seldust, eftir íslenzka höfunda, þá Eðvarð Ingólfsson og Andrés Ind- riðason. Þær þrjár, sem næst komu Viðræður við Efnahagsbandalag- ið um toll á saltfisk og skreið A MIÐVIKUDAG var haldinn fundur á skrifstofu Evrópubandalagsins milli fultrúa íslands og bandalagsins til að ræða nýlega ákvörðun bandalagsins um að ieggja að nýju á toll á saltfisk og skreið frá 1. júlí nk„ en hann var felldur niður einhliða árið 1971. Þess- ar afurðir falla ekki undir fríverslun- arsamning íslands og bandalagsins og hefur það því rétt til þessarar að- gerðar, en ákvörðunin var tekin í sarabandi við samninga um aðild Spánar og Portúgals að bandalaginu, segir í frétt frá viðskiptaráðuneytinu. I fréttatilkynningunni segir ennfremur: „Ekki virtist vera um að ræða að Efnahagsbandalagið félli frá ákvörðun sinni um afnám tollfrels- is og þess vegna hafi af íslands hálfu verið lögð höfuðáhersla á eft- irfarandi atriði: 1. Að bandalagið myndi ekki nota nema að mjög takmörkuðu leyti heimildina til að leggja 13% toll á saltfisk og skreið og 20% toll á saltfiskflök, 2. að bandalagið myndi samþykkja að hækka árlegan tollfrjálsan kvóta fyrir þessar afurðir, en hann er nú 25.000 tonn, með hliðsjón af aðild Spánar og Port- úgals, en þar eru stærstu mark- aðirnir fyrir saltfisk, 3. að bandalagið frestaði álagn- ingu tollsins þar til Spánn og Portúgal hafa gerst aðilar að bandalaginu — gert hefur verið ráð fyrir því að það geti orðið 1. janúar 1986 en mun þó geta dregist. Embættismenn Evrópubanda- lagsins kváðust taka þessar óskir til athugunar, en gátu ekki á þessu stigi gefið nein endanleg svör. Talsmaður Evrópubandalagsins í þessum viðræðum var Leslie Field- ing, yfirmaður utanríkismáladeild- ar bandalagsins. Af hálfu Islands tók þátt í viðræðunum Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, sem var formaður viðræðunefndarinnar og Tómas Á. Tómasson, sendi- herra.“ „Tengsl aspirínneyslu og „Reyes syndrome“ ekki sönnuð“ — segir Víkingur H. Arnórsson, læknir „ÞVÍ HEFUR verið haldið fram í nokkur ár að tengsl séu á milli neyslu aspirín gegn inflúensu og hlaupabólu annars vegar og veiki, sem nefnist Keyes syndrome hins vegar," sagði Víkingur H. Arnórsson, læknir, þegar borin var undir hann frétt í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum. I fréttinni var frá því skýrt, að vísindamenn í Washington segðust vera sannfærðir um þessi tengsl. „Reyes syndrome er veirusjúk- dómur og einkenni sjúkdómsins eru margvísleg, hiti, uppköst, krampar, sljóleiki og jafnvel lömun,“ sagði Víkingur. „Ein- kenni eru frá miðtaugakerfi og dæmi eru um að börn hafi hlotið heilaskaða og þroska þeirra seinkað. Það ber þó að leggja á það sérstaka áherslu, að sjúk- dómur þessi er afar sjaldgæfur og það hefur ekki verið sannað að aspirinneysla eigi sök á hon- um. Líkur á því teljast þó það miklar, að það þykir ekki ráðlegt að gefa börnum með hlaupabólu og inflúensu aspirín til að lækka hitann. Fleiri lyf gætu þó einnig átt sök á þessum sjúkdómi," sagði Víkingur. Víkingur sagði, að sjúkdómi þessum hefði fyrst verið lýst í bandarísku læknariti árið 1963 og nokkrum árum seinna hefðu Víkingur H. Arnórsson, læknir. læknar farið að setja hann í samband við neyslu aspiríns. Skiptar skoðanir hefðu þó verið um það meðal þeirra. Heilbrigð- isyfirvöld í Bandaríkjunum slógu því hins vegar föstu að samband væri þar á milli og ráð- lögðu læknum að gefa ekki asp- irín við þessum sjúkdómum. „Sumir læknar nota lyf til að slá á hita, en aðrir ekki, enda gerir hitinn í sjálfu sér ekkert til,“ sagði Víkingur. „Ég vil bara að það komi skýrt fram, að jafnvel þótt börn fái hita, uppköst og e.t.v. fleiri einkenni sjúkdóms- ins, þá eru þessi einkenni svo al- geng að ekki er ástæða til að hræðast Reyes syndrome sér- staklega. Sjúkdómurinn er mjög óalgengur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.