Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 48
fftttinfrlafeffr ^óling Fyrr en þiq qrunar! Fyrr en þig grunar! Tímapantanir í síma 11630 FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Beislishlutur frá elleftu öld finnst í Vatnsdal TÓLF ára drengur á Blönduósi, Reynir Grétarsson, fann fyrir skömmu hlut sem talinn er vera frá elleftu öld. Er hér um að ræða koparbút með silfurslegnu munstri og er talið að þetta sé hluti af beisli. Reynir fann hlutinn á mel einum skammt fyrir ofan bæinn Hof í Vatnsdal en þar bjó land- námsmaðurinn Ingimundur hinn gamli Þorsteinsson. Faðir Reynis, Grétar Guðmundsson fór með hlutinn suður til Happdrættisskulda- bréf ríkissjóðs: Vinningar hafa ekki hækkað í 12 ár VERÐTRYGGÐ happdrættisskulda- bréf ríkissjóðs var byrjað að selja ir- ið 1972. Auk þess sem fólk festi fé sitt í verðtryggðum bréfum var því heitið vinningum og var haesti vinn- ingur ein milijón króna. Við myntbreytinguna um ára- mótin 1980—1981 voru tvö núll skorin af krónunni, eins og alþjóð er kunnugt. Eigendur skuldabréf- anna áttu þá ekki lengur möguleika á að verða milljónamæringar, því nú var hæsti vinningurinn 10 þús- und nýjar krónur. „Það er rétt, að vinningar eru óverðtryggðir,“ sagði Sighvatur Jónasson hjá Seðlabanka Islands. „Hæsti vinningurinn núna er því 10 þúsund krónur. Sex fyrstu flokkar skuldabréfanna eru innkallaðir og sem dæmi má nefna, að A-flokkur, sem var innleystur í maí 1982 hafði næstum 30-faldast. Hæsta hlutfall- ið var í C-flokki, sem var innleyst- ur í október 1983, en bréf í þeim flokki höfðu 55,98 faldast." Sighvatur sagði, að verðtryggð happdrættisskuldabréf ríkissjóðs hefðu ekki verið seld frá því árið 1981. Þá hefði áhugi manna á slík- um bréfum verið lítill, enda hefði þá verið óðaverðbólga. Reykjavíkur þar sem Guðmund- ur ólafsson, fornleifafræðingur rannsakaði hann, en ákveðið hefur verið að Reynir komi sjálfur suður og afhendi Þjóð- minjasafninu hlutinn til varð- veislu. „Mér sýnist þetta vera um 900 ára gamalt, frá elleftu öld,“ sagði Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur er Morgun- blaðið innti hann nánar um fornleifafund þennan. „Þetta er fallegur hlutur, beislisádráttur úr kopar með silfurhömruðum þræði í munstrinu, en ég get lít- ið meira um þetta sagt á þessu stigi. Við munum rannsaka þetta betur þegar Reynir hefur afhent okkur hlutinn til varð- veislu," sagði Guðmundur Ólafs- son. Morgunblaðid/Júlíui. Eldur logaði upp úr þaki hússins þegar slökkviliðsmenn komn á vettvang. Slökkvistarf tók um l'/i Idukkustund. Grunur um íkveikju á Vesturgötu 71 GRUNUR leikur á að kveikt hafi verið í risi þriggja hæða húss við Vesturgötu og hefur Rannsóknarlögregla ríkisins málið til rannsóknar. Slökkviliðið var kvatt að Vesturgötu 71, sem er þriggja hæða hús með risi, klukk- an 10 í gærmorgun. Þegar slökkviliðið kom á vettvang stóðu eldtungur út úr tveimur gluggum í risi á norður- gafli hússins og lagði mikinn reyk upp af þaki hússins. Ráðist var til atlögu við eldinn á tveimur stöðum. Tveir reykkafarar fóru upp stigagang hússins og slökkviliðsmenn börðust við eldinn úr körfubíl. Slökkvistarf tók um 1VS> klukkustund. Þak hússins gereyðilagðist og varð að rjúfa gat á það til þess að ráða niðurlögum eldins. Húsið hefur staðið mannlaust um nokkurt skeið en Pétur Snæland hf. var áður til húsa þarna. Hafist hefur verið handa um að byggja við hliðina á húsinu og stendur til að breyta húsinu í íbúðarhúsnæði. Engir voru í húsinu þegar eldurinn kom upp og leik- ur grunur á að um íkveikju sé að ræða. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1985: Sameinar öflugan framkvæmda- vilja og hófsemi í álagningu — sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, þegar hann lagði áætlunina fram í gær DAVÍÐ ODDSSON, borgarstjóri í Reykjavík, fylgdi fjárhagsáætlun höfuð- borgarinnar úr hlaði með ræðu á borgarstjórnarfundi síðdegis í gær. Þar kom fram að staða borgarsjóðs í árslok 1984 er betri sem nemur allt að 200 milljónum króna frá 1983. Frá því sjálfstæðismenn tóku við meirihlutastjórn 1982 hafa opinber gjöld á borgarbúum lækkað um samtals 176 milljónir króna ef miðað er við þá álagningarstuðla, sem notaðir voru af vinstri meirihlutanum, útsvörin um 135 millj. kr. og fasteignagjöldin um 41 millj. kr. Á þessu ári lækkar útsvar í 10,8% frá 11 % 1984. Sagði borgarstjóri áætlunina sýna „að vel hefði tekist til um stjórn borgarinnar á síðasta ári“. Og hún væri jafnframt sönnun þess „að hægt sé að sameina tvennt, öflugan framkvæmdavilja annars vegar og hófsemi í álagn- ingu á borgarbúa hins vegar“. í lok ræðu sinnar sagði Davíð Oddsson, að snúið hefði verið frá sífelldri hækkun álaga á borgarbúa eins og á vinstri stjórnartímanum. Þessi stefnubreyting sjálfstæðismanna sparaði borgarbúum nálægt 700 millj. kr. miðað við heilt kjörtíma- bil. Samkvæmt fjárhagsáætlun 1984 nema heildarútgjöld borgarinnar 2400 millj. kr. Frumvarpið fyrir 1985 gerir ráð fyrir að útgjaldalið- irnir nemi alls 3.123 millj. kr. eða hækki samtals um 30,1%. Launa- kostnaður hækkar úr 1.000 millj. kr. í 1.325 millj. kr. (32,5%), efnis- kaup, orka og vélavinna hækka úr 735 millj. kr. í 1.100 millj. kr. Margeir og Agdestein efstir og jafnir í Gausdal: Tefla einvígi í Reykjavík „NORÐMENN hafa samþykkt að fjögurra skáka einvígi okkar Simen Agdestein verði í Reykjavík í byr> un febrúar og mun Búnaðarbank- inn gangast fyrir því í samvinnu við Skáksambandið. Ég er bjartsýnn á sigur gegn Agdestein, þrátt fyrir að honum nægi jafntefli vegna þess að hann vann mig hér í Gausdal og að aðeins verði telfdar fjórar skákir. Hér hafa engir áhorfendur verið, enda hótelið til fjalla. í Reykjavík teflum við fyrir áhorfendur, sem ég kann betur við,“ sagði Margeir Pét- ursson í samtali við blm. Mbl. í gærkvöldi. Margeir sigraði finnska stór- meistarann Vesterinen í æsi- spennandi sóknarskák í 26 leikj- um. Agdestein sigraði Ernst frá Svíþjóð. Margeir og Agdestein Margeir Pétursson sigruðu því á svæðamótinu — hlutu Vk vinning. Danski stór- meistarinn Bent Larsen hafnaði í Simen Agdestein þriðja sæti með 7 vinninga eftir jafntefli við Jóhann Hjartarson, sem hlaut 6'k. Helgi Ólafsson gerði jafntefli við östenstad og hlaut 6 vinninga. „Ég hleypti í mig hörku eftir tapið við Agdestein. Lenti að vísu i erfiðleikum með Moen, en náði að sigra. Gegn Schussler í 10. um- ferð lagði ég allt undir, fórnaði manni og sigraði. Ég telfdi stíft til sóknar gegn Vesterinen, fórn- aði og vann í 26 leikjum og þar með var efsta sætið í höfn,“ sagði Margeir. „Ég er ánægður með sigur minn, en tel hins vegar að við íslendingarnir hefðum alveg eins getað tekið tvö efstu sætin. Jó- hann var mjög óheppinn gegn Agdestein og Helgi var lánlaus í viðureign sinni við Ernst og Moen,“ sagði Margeir. Sjá sigurskák Margeirs gegn Vesterinan á bls. 2. (49,7%), styrkir og framlög úr 430 millj. kr. í 555 millj. (29,1%) en fjármagnshreyfingar lækka úr 235 millj. kr. í 143 millj. kr. eða +39,1%. Heildartekjur borgarinnar eru áætlaðar 3.125 millj. kr. í ár eða 546 millj. kr. hærri en útkoman 1984, eða um 21,2%, en um 30,2% frá fjárhagsáætlun 1984. Þar af nema útsvör 1.375 millj. kr. (25,5% hækkun frá 1984), aðstöðugjöld 548 millj. kr. fasteignaskattar 461 millj. kr. (26% hækkun), framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 265 millj. kr. og gatnagerðargjöld 221 millj. kr. í ræðu sinni gagnrýndi Davíð Oddsson þá ákvörðun ríkisvaldsins að skerða hlut sveitarfélaga með því að skerða tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Sagði borgarstjóri þessa aðgerð rýra tekjur borgar- sjóð á árinu 1985 um a.m.k. 33 til 35 millj. kr. „Og hefði þannig verið unnt að lækka útsvarsálagninguna enn meira en hér er lagt til, eða í 10,6%, ef ríkisvaldið hefði virt sett lög og gefin fyrirheit," sagði Davíð Oddsson í ræðu sinni, sem var alls 69 blaðsíður á lengd. Veður fer kólnandi JANÚAR minnir nú brátt á sig á veðurkortum af íslandi. Að sögn spámanna á Veðurstofu íslands fer veður nú kólnandi og um helgina verður éljagangur víðast hvar á landinu. Sunnlendingar sleppa þó við élin, en frost fer þar allt niður í 10 stig. Norðaustanátt verður ríkj- andi um atlt land. i; m •twm i .vems'tmrp'TfqmgM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.