Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1985 BÚR tapaði 128 milljónum 1984 Á ÁRINU 1984 varé rekstrartap Bæjarútgerðar Reykjavíkur 128,1 milljón króna, en það hafði verið áætlað í ársbyrjun um 180 milljónir króna. Reiknað er með 125,6 milljón króna tapi í ár án verðbreytingafærslna. Þetta kom fram í ræðu Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, í gær þegar hann fylgdi fjárhagsáætlun Keykjavíkurborgar úr hlaði. I ræðu borgarstjóra kom fram, að í upphafi 1984 voru vanskil Bæj- arútgerðar Reykjavíkur (BÚR) 120 milljónir króna. „Með margvísleg- um aðgerðum í fyrra,“ sagði borg- arstjóri „og þá sér í lagi með skuldbreytingum hefur málum þannig verið fyrir komið, að nú um áramótin var búið að ganga frá flestum vanskilum og fjárþðrf vegna ársins 1984 og fyrri ára kom- in niður í 26 milljónir króna. Hins vegar bendir margt til þess. að fjárþörf aukist mikið á yfirstand- andi ári að öllu óbreyttu." Borgarstjóri sagði, að áætlanir BÚR fyrir 1985 byggðust á því, að gerðir yrðu út fjórir togarar, fram- leiðslutakmarkanir yrðu í fryst- ingu og að markaður fyrir saltfisk og skreið breyttist ekki frá 1984. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins: Boðar til Landsfund- ar um miðjan apríl MIDSTJÓRN Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í gær til- lögu Þorsteins Pálssonar, formanns flokksins, að efna til Landsfundar um miðjan aprfl næstkomandi. Á fundinum var jafnframt fjallað um stjórnmálaviðhorfið, stöðu flokksins og starfshætti og hvernig best yrði staðið að undirbúningi Landsfundar. Þorsteinn sagði að það væru einkum tvær ástæður fyrir því að menn teldu rétt að halda Lands- fund nú. Annars vegar væru það þau viðhorf sem nú væru uppi í stjórnmálunum, að ástæða væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn að taka forystu og frumkvæði í mótun stjórnmálahugmynda, sem geta leitt þjóðina fram á við og stuðlað að sáttum í þjóðfélaginu. f annan stað væri verið að fella fundartím- ann aftur á þann tíma sem lands- fundur hefur oftast verið haldinn á, það er á vorin. Z, ^ m Nýja olíuskipið sem Olíufélagið Skeljungur hf. og Olíuverslun íslands hf. hafa fest kaup á. Níftt olíuskip til landsins NYTT skip er væntanlegt til landsins sunnudaginn 20. jan. nk. Kaupendur eru Olíufélagið Skeljungur hf. og Olíuverslun Islands hf. Skipið er olíuskip og kemur í stað M.s. “Kyndils“ og var afhent nýju eigendunum 15. jan. sl., í Rotterdam. Nýja skipið er byggt í Noregi 1982 og er 1198 brutto tonn, ganghraði 13 sjómílur. Skipið getur flutt 12 tegundir af olíu samtímis og er hreinsun á farmgeymum sjálfvirk. Kaupverð skipsins er 27,5 milljónir norskra króna, sem eru jafnvirði um 122,4 milljóna ísl. króna. Ráðherra fyrirskipar ekki niðurskurð hjá Sjóeldi: „Slátrum líklega öllum fiski, iafnvel um helgina“ — segir framkvæmdastjóri stöðvarinnar Beðizt afsökunar f Morgunblaðinu í gær birtist auglýsing um að lögmannsstof- an að Ránargötu 13, Reykjavík, yrði lokuð fyrir hádegi vegna jarðarfarar. Undir þessari aug- lýsingu áttu að standa nöfn lög- mannanna Kristjáns Stefáns- sonar og Hilmars Ingimundar- sonar. Vegna mistaka í vinnslu mátti skilja auglýsinguna svo, að um útför annars lögmanns- ins væri að ræða. Morgunblaðið harmar þessi mistök og biður þá, sem hlut eiga að máli, afsök- unar á þeim. „VIÐ EKUM ekki endanlega búnir að ákveða aðgerðir, en höllumst helst að því að slátra öllum fiski í stöðinni, sótthreinsa hana og byrja frá grunni með nýjum seiðum. Þetta gæti jafnvel orðið um helgina," sagði Jón G. Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Sjóeldis hf. í Höfnum í samtali við blm. Mbl. Þrátt fyrir að fisksjúkdóma- nefnd hafi í aliti sínu talið trygg- ast að slátra öllum fiski í stöðinni mun landbúnaðarráðherra ekki gefa neina fyrirskipun um niður- skurð. Jón Helgason, landbúnað- arráðherra, sagði í samtali við Mbl. í gær, að eftir að ljóst varð að nýrnaveikin væri útbreiddari en í fyrstu var talið og meðal annars í klakfiski úr sjó, væri ekki ljóst hvað niðurskurður gagnaði mikið. Sagði hann að Sjóeldi væri með lokaða eldisrás og væri máiið öðruvísi en verið hefði í fyrri til- vikum þegar niðurskurður var fyrirskipaður vegna nýrnaveiki, þar sem um var að ræða seiða- stöðvar sem seldu seiði frá sér. Jón Gunnlaugsson sagði: „Við verðum að hugsa um okkar hag og atvinnugreinarinnar í heild. Ég held að það yrði báðum þessum aðilum fyrir bestu að slátra öllum fiski í stöðinni. Okkar ákvarðanir geta þó breyst ef ekki verður skor- ið niður annars staðar þar sem veikin kemur upp, svo sem í Kolla- fjarðarstöðinni. Ef aðrir gera það ekki er ekki eins mikil ástæða fyrir okkur að vera harðir í þessu.“ Jón sagði að verðmæti þeirra 28 þúsund seiða sem í stöð- inni eru væri áætlað 5—6 milljón- ir í vor en við það tjón bættist rekstrarstöðvun. Óvíst um niðurskurð í Kollafjarðarstöðinni „MÁLIÐ er ennþá í athugun hjá flsk- sjúkdómanefnd og sérfræðingum og hafa því engar ákvaróanir verið tekn- ar umfram það að hindra útbreiðslu sýkinnar og gera þeim viðvart sem fengið hafa hrogn úr Kollafírði í vet- ur,“ sagði Jón Helgason, landbúnað- arráðherra, þegar hann var spurður um það hvort gripið yrði til niður- skurðar eða annarra aðgerða í Lax- eldisstöð rfkisins í Kollaflrði vegna nýrnaveikinnar sem þar hefur komið Sigurskák Margeirs gegn Vesterinen Síðasta umferðin á svæðamótinu í Gausdal var æsispennandi. Augu manna beindust að skákum Agdestein og Ernst, Margeirs og Vesterinen og Larsens og Jóhanns. Þeir Margeir og Agdestein sigruðu, en Larsen varð að sætta sig við jafntefli. Önnur úrslit urðu að Helgi gerði jafntefli við Östenstad, Yrjola vann Moen og skák Hansens og Schusslers fór í bið. Staðan er þvt: 1.—2. Margeir og Agdestein 7'/>. 3. Bent Larsen 7. 4. Jóhann 6'/>, 5.—6. Östenstad og Helgi 6. 7.—8. Schussler og Hansen 5'/> og biðskák. 9. Ernst 5. 10.—11. Yrjola og Vesterinen 4. 12. Moen Vt. Hér fer á eftir sigurskák Mar- Tukmakov á ólympíuskákmótinu 16. (MMI — Hxf4 Svartur hefur þrem peðum meira, og reynir nú að fækka hættu- legum sóknarmönnum hvíts. 17. Bxf4 — g5, 18. Dh2 - RÍ8 geirs gegn Vesterinen. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Vesterinen (Finnlandi) Kóngsindversk-vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 — Bg7, 4. e4 — d6, 5. f3 — Margeir velur að sjálfsögðu eitt hvassasta afbrigðið í þessari byrjun, Sámisch-afbrigðið, því hann þarf nauðsynlega að vinna. 5. — 0-0, 6. Be3 — Rc6, 7. Rge2 — a6 Svartur velur svokallað Panno- afbrigði, sem leiðir fljótt til mik- illa átaka, þar sem hvítur hrókar langt og sækir kóngsmegin, en svartur leggur til atlögu á drottn- ingararmi. 8. Dd2 — Hb8, 9. h4 — h5,10. Rd5 1 skák sinni við sovétmanninn í fyrra lék Margeir hér 10. 0-0-0 og náði vinningsstöðu 10. - Rh7!? Vesterinen hefur skrifað bók um þetta afbrigði og því öllum hnút- um kunnur. Síðasti leikur hans er athyglisverð leið til að koma í veg fyrir að hvítur nái kaupum á riddaranum á f6, sem er sterkur varnarmaður. 11. g4!?- Margeir leggur óhikað til atlögu á kóngsvæng, en öruggari leikir hefðu verið hér 11. 0-0-0 eða 11. Bh6. 11. - hxg4, 12. h5 - e6, 13. Rdc3 — gxf3, 14. hxg6 — fxg6, 15. Rf4 — Rxd4? Vesterinen missir af leiknum 15. — Bxd4l, sem hefði gefið honum betra tafl. 19. e5!í — Vinningsleikurinn. Nú opnast skálínan bl — h7 fyrir biskupinn á fl, og reiturinn e4 verður stökkpallur fyrir Rc3 i sóknina yfir á kóngsvænginn. Svartur getur ekki varist þessari atlögu, því tveir menn hans eru lokaðir úti á drottningarvængnum og komast ekki í vörnina. 19. — Rf5 Eftir 19. — gxf4, 20. Hxd4 (eða jafnvel 20. Bd3 — Dg5, 20. Hdgl — Dxe5) hefur hvítur mjög sterka sókn. 20. Bd3 — Rg6 Eða 20. — gxf4, 21. Bxf5 — exf5, 22. Hdgl og svartur er varnarlaus (hótunin t.d. 23. Dh8+). 21. Dh7+ - Kf7, 22. Dh5! - Nú gengur 22. — gxf4 ekki vegna 23. Hdgl o.s.frv. 22. — Dg8 Ekki 23. - Dh8, 24. Dxg5 - Dg8, 25. Hdgl o.s.frv. 23. Re4 — Enn bætist maður við I sóknina og nú verður fátt um varnir hjá svörtum. 23. — Bxe5, 24. Bxe5 — dxe5, 25. Dxg5 — Bd7 Svörtu mennirnir á drottningar- væng komast nokkuð seint út á borðið. 26. Rf6- og Vesterinen gafst upp, því hann ræður ekkert við fjölmargar hót- anir hvíts, 27. Rxd7, 27. Rxg8 og 27. Hh7. upp. I gær var haldið áfram rann- sóknum á fiski úr stöðinni. Að sögn Sigurðar Helgasonar, fisksjúkdómafræðings, hefur ekk- ert nýtt komið fram í málinu. Greinileg merki um nýrnaveiki fundust í 13% af þeim klakfiski, sem slátrað var, en enn sem komið er hafa greinileg merki um hana aðeins fundist f einu seiði úr stöð- inni, en rannsóknir eru enn skammt á veg komnar. Kollafjarð- arstöðin var sett í einangrun og er verið að rannsaka lax þaðan og frá öðrum stöðum. Þá hafa þeir, sem fengið hafa seiði og hrogn úr stöð- inni, verið aðvaraðir og er vitað til þess að að minnsta kosti einn aðili, sem fékk hrogn frá stöðinni hefur þegar eytt þeim. Útlit er fyrir að eyða þurfi öllum hrognum í stöð- inni, en þau eru um 2 milljónir. „Um áramótin var ráðinn annar maður til starfa við sjúkdómavarn- irnar samkvæmt heimild í fjárlög- um og bætti það mikið úr. Jafn- framt hef ég óskað eftir því að fá yfirlit frá sérfræðingunum yfir það sem þeir telja brýnast að fá til að geta sinnt þessu verkefni. Ég mun vitanlega gera það sem ég get til að hægt verði að standa að þessu verki á þann hátt sem tryggast getur orðið, miðað við þær aðstæður sem nú eru og þær staðreyndir sem fyrir liggja,“ sagði Jón aðspurður um hvort og þá hvernig hann hygð- ist beita sér fyrir fyrirbyggjandi starfi á sviði fisksjúkdóma í ljósi þeirra nýrnaveikitilfella, sem upp hafa komið að undanförnu. Sjá frásögn og viðtöl á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.