Morgunblaðið - 09.02.1985, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.02.1985, Qupperneq 1
56 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 33. tbl. 72. áre LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kim fékk óblíðar viðtök- ur við komuna til S-Kóreu Kim Dae-Jung leiðtogi stjórnar- andstöðunnar í Suður-Kóreu á blaðamannafundi á heimili sínu í Seoul skömmu eftir heimkomuna. Kim Dae-Jung er nú í stofufangelsi á heimili sínu. Á myndinni eru auk Kims Robert White fyrrum sendi- herra Bandaríkjanna í El Salvador og Thomas Foglietta fulltrúadeild- armaður demókrata frá Pennsyl- vaníu. AP/Símamynd Washington, 8. febrúmr. AP. BANDARÍSKA utanríkisráðuneytið sendi ríkisstjórn Suður-Kóreu formleg mótmæli í dag vegna þess að útlaginn Kim Dae-Jung og 37 manna bandarísk sendinefnd, sem tveir bandarískir þingmenn eiga sæti í, fengu óblíöar viðtökur í Seoul í dag. Bandarískur þingmaður, Edward Feighan, sagði að kóresk- ir öryggisverðir hefðu hegðað sér eins og fantar, ýtt nefndar- mönnum, hrint þeim og jafnvel slegið þá með krepptum hnefa. Kim, sem hefur dvalizt í útlegð í Bandaríkjunum, var strax settur í stofufangelsi. Friðarsinni yfirgefur Sovétríkin Vínmrborg, 8. febrúar. AP. SOVÉZKI friðarsinninn Mark I. Reitman, kona hans, dóttir, sonur og tengdamóðir, komu til Vínarborgar í dag frá Moskvu og vonast þau til að fá að setjast aö í Bandaríkjunum. Reitman, sem er 48 ára verk- fræðingur, var atkvæðamikill í samtökum, sem vildu efla traust milli Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna, og börðust fyrir gagn- kvæmri afvopnun stórveldanna. Samtökin voru stofnuð í júní 1982. Hefur opinská gagnrýni samtakanna á hernaðarstefnu Sovétríkjanna haft í för með sér ofsóknir af hálfu leynilögreglunn- ar KGB. Reitman kvaðst margsinnis hafa verið settur í stofufangelsi og ítrekað verið skipað að segja skilið við samtökin. Ellegar yrði honum stefnt fyrir rétt fyrir að bera út óhróður um Sovétríkin. Hin opinberu friðarsamtök Sov- étríkjanna, sem fjarstýrt er af yf- irvöldum, takmarka friðarbaráttu sína með gagnrýni á hendur Bandarikjunum og bandamönnum þeirra. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins sagði að fulltrúum bandaríska sendiráðsins í Seoul hefði verið meinað að taka á móti Kim og nefndarfulltrúunum, þótt leyfi hefði áður verið veitt. En hann sagði að þrátt fyrir þetta mál færi Chun Doo-Hwan Suður-Kóreuforseti í fyrirhugaða heimsókn til Bandaríkjanna í apr- íl. Kim sagði á blaðamannafundi að hann hefði verið beittur ofbeldi og sakaði lögregluna um barsmíð- ar. Hann vill ræða við stjórn Chuns, sem eitt sinn dæmdi hann til dauða fyrir undirróður. Hinir bandarísku stuðnings- menn Kims, sem komu með hon- um, vildu tryggja öryggi hans og koma því til leiðar að hann gæti hafið stjórnmálaafskipti að nýju. Nefndarmennirnir gagnrýndu bæði Suður-Kóreustjórn og sendi- ráð Bandaríkjanna harðlega fyrir að veita þeim ekki nægilega vernd. „Þetta var ástæðulaust ofbeldi," sagði Robert White, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í E1 Salvador. Samkvæmt sumum fréttum varð að flytja tvo Bandaríkja- menn af kóreskum ættum í sjúkrahús. Sendiráð Suður-Kóreu í Wash- ington sagði í yfirlýsingu að ör- yggisráðstafanirnar á flugvellin- um hefðu verið gerðar til að tryggja öryggi Kims. Lögreglan í Seoul neitar því að Kim hafi verið barinn og segir að aðeins hafi verið reynt að skilja Kim frá fylgdarliði hans. Kim sagði í viðtali á heimleið- inni: „Draumur minn er að Kórea verði undir lýðræðislegri stjórn, sem tryggir þjóð okkar frelsi, réttlæti og sjálfsvirðingu." Walesa um niðurstöður réttarhalda vegna morðs á Popieluszko: Ótti Pólverja við óréttlæti sá sami Yarsjá, 8. febrúmr. AP. LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu, óháðu verkalýðsfélaganna, hvatti stjórn- völd í dag til að láta af kúgunum og „hræðsluáróðri“ í kjölfar dómanna yfir fjórum leynilögreglumönnum vegna morðsins á prestinum Jerzy Popiel- uszko, sem var stuðningsmaður Samstöðu. Walesa gagnrýndi málsferð alla og sagði yfirvöldum hafa mistek- ist að draga úr ótta almennings við óréttlæti í Póllandi. Kvartaði hann undan því að Popieluszko var lagður að jöfnu við banamenn sína og að fjölmiðlarnir hafi verið ÓLÁNSAMUR ÖKUÞÓR AP/Simamynd Bandaríski ökuþórinn Francis Affleck fórst við æfingar á Daytona-kappakstursbrautinni á Daytona Beach í gær. Affleck hugðist taka þátt í 200 mílna kappakstri á brautinni á laugardag. Missti hann stjórn á bifreið sinni á æfingu er hann kom út úr einni beygjunni með fyrrgreindum afleiðingum. „fullir af lygaáróðri“ meðan á réttarhöldunum stóð. „Réttarhöldin afhjúpuðu hinn hryllilega sannleika um starfsemi leyniþjónustunnar og hugarfar þeirra, sem þar starfa. Við skulum ekki gleyma því að pólskur prestur var myrtur af undirtyllum yfir- valda,“ sagði Walesa. Walesa sagði Samstöðumenn hafa viljað líta réttarhöldin sem áfanga að sáttum, um kraft lag- anna gegn ofbeldi, „en ýmislegt hefur orðið til þess að við efumst um sáttfýsi yfirvalda," sagði Wal- esa. Tilgreindi hann þá ákvörðun yf- irvalda að meina Seweryn Blums- ztajn að koma til Póllands í vik- unni. Blumsztajn var mjög virkur í starfi Samstöðu, en hefur dvalist í París í þrjú ár. „Af þessu má sjá að það eru til Pólverjar, sem beitt- ir eru órétti vegna annarra skoð- ana en yfirvöldum eru þóknanieg- ar,“ sagði Walesa. Pólsk blöð slógu upp fregninni um dómana yfir morðingjum Popieluszko í dag, en viðbrögð voru engin af hálfu stjórnvalda og taismenn yfirvalda og kirkjunnar neituðu að segja álit sitt á niður- stöðunum. Vestrænir sendifulltrúar sögðu að líklega myndu sakborningarnir áfrýja til hæstaréttar, sem kynni að milda refsingu þeirra. Þeir sögðu að dómurinn yfir Adam Pi- etruszka höfuðsmanni væri „póli- tískur“. Walesa vildi ekki tjá sig um refsingu fjórmenninganna. „Það er þörf fyrir fyrirgefningu en við þurfum einnig að sjá árangur af baráttunni við hið illa,“ sagði hann, „ef það gerist ekki hefur tækifærið, sem við fengum með þessum réttarhöldum, farið for- görðum." Rússar semja um tölvukaup New York, 8. febrúor. AP. RÚSSAR eru að semja um kaup á fjölmörgum vestrænum einkatölv- um, m.a. af gerðunum Apple og IBM, að því er virðist til nota í skólum og vísindastofnunum, að sögn New York Times. En blaðið hefur eftir fram- kvæmdastjóra tölvufyrirtækis: „Við látum ekki blekkja okk- ur. Nokkrar þeirra eru ætlaðar hernum.“ Viðskiptaráðuneyti Banda- ríkjanna dró úr hömlum á sölu hátæknibúnaðar til kommún- istaríkja fyrir fimm vikum. Þótt ljóst þyki að Rússar hafi veitt fé til kaupa á einkatölvum er ekki ljóst hve margar þeir ætli að komast yfir. Heimildar- maður New York Times segir að verið geti að samningar takist ekki fyrr en eftir marga mán- uði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.