Morgunblaðið - 09.02.1985, Side 5

Morgunblaðið - 09.02.1985, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985 5 Úr borgarstjórn: „Búsetakerfíð hrein- asta blekking“ — samkvæmt samanburði Þjóðhagsstofnunar við kerfi Verkamannabústaða „GRÓFASTA blekkingin sem nú er uppi varöandi nýjar leiöir í byggingu íbúða er Búsetakerflö. I>að er látið að því liggja að það kerfi sé allsherjar lausn á íbúðavandanum og bjóði upp á þau langbestu og hagstæðustu kjör, sem hér hafa þekkst. En hver er niðurstaðan á samanburði Bjóðhagsstofnun- ar á kaupum samkvæmt kerfi verkamannabústaða og svo Búsetakerfinu?" sagði Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á fundi borg- arstjórnar Reykjavíkur á fimmtudag, þegar rætt var um fjárhagsáætlun borgarinnar. „Samkvæmt útreikningi Þjóð- hagsstofnunar frá 5. febrúar sl. á kaupum á 1500 þúsund króna íbúð í dag annars vegar eftir Búseta- kerfinu og hins vegar eftir kerfi Verkamannabústaða, er niður- staðan sú, eftir greiðslur samtals í 30 ár, að kaupandi samkvæmt verkamannabústaðakerfinu hefur greitt krónur 1.786.600 fyrir íbúð- ina og kaupandi eftir Búsetakerf- inu krónur 2.635.600 fyrir sína íbúð. Greiðslubyrði samkvæmt Búsetakerfinu er um 50% meiri en samkvæmt verkamannabústaða- kerfinu. Eftir þessi 30 ár er eign- arhluti þess, sem keypti eftir verkamannabústaðakerfinu krón- ur 1.104.000 í íbúðinni, en þess sem keypti samkvæmt Búsetakerfinu 75.000,- krónur. Samkvæmt útreikningi Þjóð- hagsstofnunar er Búsetakerfið stærsta blekkingin, sem þekkst hefur í húsnæðismálum. Og hann sannar að verkamannabústaðirnir bjóða upp á miklu betri kjör,“ sagði Magnús. „Sá, sem ekki hefur lagt krónu til kaupa á íbúðinni samkvæmt Búsetakerfinu, eignast hana, en sá sem hefur greitt hana, stendur eftir allslaus." Landsfundur Sjálfstæðisflokksins: 11.—14. apríl í Laugardalshöll LANDSFUNDUR Sjálfstæðiæ flokksins verður haldinn 11,—14. apríl nk. í íþróttahöllinni í Laug- ardal. Að sögn Kjartans Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins, er Laugardals- höllin eina fáanlega húsnæðið á höfuðborgarsvæðinu sem rúmar þann fjðlda, sem rétt hefur til setu á landsfundinum, eða 1.100 til 1.200 manns. Hann sagði ennfremur, að mjög kostnaðar- samt yrði að halda fundinn þarna, því flytja þyrfti að borð og stóla og gera íþróttahöllina aðgengilega sem fundarstað. ALLS verða 118 númer boðin upp á fundi Myntsafnarafélagsins í Templ- arahöllinni klukkan 14.30 í dag. Á uppboðinu verður fjöldi forvitnilegra hluta frá mörgum löndum og sagði Ragnar Borg, myntsafnari, í samtali við Mbl. að þetta uppboð væri kór- ónan á starf fyrrverandi uppboðs- nefndar. Á uppboðinu verður mynt frá Ermarsundseyjunum Guernsey, I Frá opnun sýningarinnar á Kjarvalsstöðum í gær. Kjarvalsstaðir: Sýning á tillögum um hlut- verk og mótun Arnarhóls 118 gripir á upp- boði myntsafnara Jersey og Lundey, sumir þeirra yf- ir 100 ára gamlir. Israelskir pen- ingar verða boðnir upp og talsvert af spesíum, skildingum og dölum frá Noregi og Danmörku frá 1750—1856. Meðal annarra hluta má nefna austurríska gullpeninga og 2000 króna hlutabréf í fs- landsbanka. DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri opnaði í gær sýningu á tillögum sem bárust í hugmyndasamkeppni um hlutverk og mótun Arnarhóls og umhverfis hans. Alls bárust 31 tillaga og valdi dómnefnd 6 tillögur til verðlauna og frekari keppi og úrvinnslu. Reykjavikurborg og Seðlabank- inn stóðu að þessari hugmynda- samkeppni og var tilgangurinn að fá fram hugmyndir um lagfær- ingar á hólnum með hliðsjón af nýtingu hans sem útivistarsvæðis. í máli borgarstjóra við opnun sýn- ingarinnar kom m.a. fram að allar hugmyndirnar sem bárust fólu í sér, að Arnarhól mætti lagfæra og raunar væri það nauðsynlegt ætti hann að vera augnayndi í miðbæj- armyndinni og nýtast til almennr- ar útivistar. Þá sýndu allar tillög- urnar að Ingólfur Arnarson er fastur í sessi í hugum manna á stalli sínum við Arnarhól. Auk hinna sex tillagna, sem hlutu verðlaun og rétt til þátttöku á síðara þrepi, var ákveðið að kaupa tvær tillögur, sem verðl- aunahafar mættu hafa gagn af í framhaldsvinnu sinni. Auk þess hlutu tvær tillögur sérstaka viður- kenningu, þótt dómnefnd teldi vafasamt að þær væru raunhæfar vegna umfangs og kostnaðar. Sýningin sem opnuð var að Kjarvalsstöðum í gær stendur fram til sunnudagsins 17. febrúar nk. og er opin alla daga frá klukk- an 14.00 til 22.00. Þar gefst sýn- ingargestum kostur á að láta álit sitt í ljós á þar til gerðum spurn- ingalista. Sjá nánar um verðlaunatillögurn- ar á bls. 14. Brií yfir Kringlumýrarbraut: Hætta á einhverri röskun á meöan á byggingu stendur GERT er ráð fyrir að bygging brúar yfir Kringlumýrarbraut hefjist eftir u.þ.b. mánuð. Að sögn Guttorms Þormar framkvæmdastjóra Umferða- nefndar er hætta á að á meðan á byggingu hennar stendur verði einhver röskun á umferð um Kringlumýrarbraut. Hann sagði að umferð minni bíla ætti þó að geta gengið eðlilega fyrir sig, þar sem henni verður beint undir verkpalla. Hæðin undir þá verður um 3—4 metrar. Nú hefur verið óskað eftir til- boðum í ljósnema sem kveikir rautt ljós á móti bílum sem eru of háir til að komast undir verkpall- ana. Ætlast er til að þessir bílar fari upp skábrautir sem liggja upp á Bústaðaveg og aftur niður á Kringlumýrarbraut. Einnig verða settar upp merkingar, þannig að bílstjórar stórra bíla ættu að geta áttað sig í tíma og beygt upp á þessar skábrautir. Komið hefur til tals að setja upp bómu sem fellur niður um leið og rauða ljósið kviknar. Helsta hættan á umferðartrufl- unum er sú að bílstjórar stórra bifreiða taki ekki eftir merkingun- um og þurfi að stöðva við rauða ljósið. I þeim tilfellum verða þeir að bakka eða snúa við og aka upp skábrautirnar. Óskar Vilhelm Guðmundsson Nafn mannsins sem beið bana MAÐURINN, sem beið bana í vinnuslysi á Kothálsi á fimmtu- dag, hét Óskar Vilhelm Guð- mundsson, til heimilis að Miðtúni 62 í Reykjavík. óskar var 29 ára gamall, fæddur 16. desember 1956. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. .<0- ei v við erum í Grófinni Tryggvagötu 22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.