Morgunblaðið - 09.02.1985, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985
ÚTVARP / S JÓN VARP
Atgervis-
flóttinn
Fimmtudagsumræðan á rás 1
snerist að þessu sinni um
þann mikla skort á hjúkrunar-
fræðingum er við blasir á sjúkra-
stofnunum þessa dagana. Guðrún
Guðlaugsdóttir fréttamaður stýrði
umræðunum og fórst vel úr hendi.
Þó fannst mér er líða tók á um-
ræðurnar eins og botninn dytti úr
öllu saman, enda málið kannski
þannig vaxið að ekki var hægt um
vik að halda uppi líflegri umræðu
í þær sextíu mínútur er „fimmtu-
dagsumræðan" gleypir i dag-
skránni. Þannig töngluðust við-
mælendur Guðrúnar stöðugt á því
sama undir lokin og bar þar hæst
vangaveltur um ástæðurnar fyrir
hinum alvarlega skorti á hjúkrun-
arfræðingum. Ég verð að játa, að
mér tókst ekki að aðgreina af
neinni nákvæmni sjónarmið við-
mælenda Guðrúnar, en þeir voru
Ingibjörg Magnúsdóttir, deildar-
stjóri í heilbrigðisráðuneytinu,
Sigþrúður Ingimundardóttir, for-
maður Hjúkrunarfélags íslands,
Símon Steingrímsson, stjórnar-
formaður ríkisspitalanna, Jóhann-
es Pálmason, forstöðumaður Borg-
arspítalans, og Vigdís Magnús-
dóttir, hjúkrunarforstjóri Land-
spítalans. Einnig vil ég taka fram
áður en ég vík að efnisinntaki
„fimmtudagsumræðunnar" að mér
heyrðist á viðmælendum Guðrún-
ar að þeir væru ekki að öllu leyti
sammála um ástæðurnar fyrir
hinum alvarlega hjúkrunarfræð-
ingaskorti.
Láglaunastarf
Nú, en mín eigin niðurstaða eft-
ir að hafa hlýtt á fyrrgreinda
„fimmtudagsumræðu" varð sem sé
þessi: Hinn alvarlegi skortur á
hjúkrunarfræðingum stafar í
fyrsta lagi af lágum iaunum.
Starfið er lýjandi, ábyrgðarmikið
og krefst sérmenntunar, en samt
eru laun hjúkrunarfræðinga hér
helmingi lægri en í Danmörku, svo
dæmi sé tekið. { öðu lagi er oftast
um vaktavinnu að ræða, en slík
vinna samrýmist illa heimilis-
haldi. í þessu samhandi má minna
á, að af þeim 320 sem hér stunda
hjúkrunamám eru aðeins 15 karl-
ar. Einnig var á það minnt, að það
hefur gengið vel að manna heilsu-
gæslustöðvar (vantar þar aðeins í
2—3 stöðugildi) en í slíkum stöðv-
um tiðkast ekki vaktavinna. t
þriðja lagi kom fram ákveðin
gagnrýni í þessari umræðu á
stefnuna í menntunarmálum
hjúkrunarfræðinga, var þeirri
skoðun hreyft að mönnum hefði
hér ekki auðnast að marka lang-
tímastefnu í menntunarmálum
heilbrigðisstétta.
Leiðréttingar er þörf
Ég gæti tínt fleira til úr pessari
„fimmtudagsumræðu" Guðrúnar
Guðlaugsdóttur. En ég vil ekki
þreyta lesendur á talnaflóði og
öðrum álíka sparðatíningi. Mitt
persónulega álit á þessu máli er
það, að ég tel skortinn á hjúkrun-
arfræðingum anga af enn stærra
vandamáli. Þetta vandamál helg-
ast af hinum lágu launum sér-
menntaðra ríkisstarfsmanna.
Hjúkrunarfræðingar hafa
ákveðna sérmenntun og þeir sjá,
eins og aðrir slíkir hjá ríkinu,
hvernig nánast ófaglært fólk á
hinum frjálsa vinnumarkaði siglir
frammúr i launum. Þess vegna
veljast ekki karlmenn í þetta starf
og giftu konurnar kjósa að sinna
því í ígripum. Ef þessi þróun verð-
ur ekki stöðvuð mjög bráðlega
verður víðar skortur á sérmennt-
uðum, hæfum starfskrafti, en á
spítulum þessa lands.
ólafur M.
Jóhannesson
Hér og nú
— fréttaþáttur um hitt og þetta
■■■■ Fréttaþáttur-
1 A 00 inn Hér og nú
A tt er að venju á
dagskrá útvarps í dag kl.
14. Stjórnendur að þessu
sinni eru Þorgrímur
Gestsson, Friðrik Páll
Jónsson og Erna Indriða-
dóttir hjá RÚVAK.
Fyrst verða hundamál á
döfinni en í dag rennur út
frestur til að skrá hunda
sína hér í Reykjavík. í því
sambandi verður rætt við
einn hundaeiganda í borg-
inni, Jón Kristjánsson, og
fylgst verður með þegar
hann þjálfar hundana
sína tvo í öskjuhlíðinni.
Þá verður spjallað við
Odd Rúnar Hjartarson,
framkvæmdastjóra Heil-
brigðiseftirlits Reykjavík-
ur, um hundahaldið í
borginni.
Friðrik Páll, einn
stjórnenda þáttarins, er
nýkominn úr ferð um
þurrkasvæði Eþíópíu og
mun hann skýra frá því
sem fyrir augu og eyru
bar, en sem kunnugt er
sveltur þar fjöldi fólks
heilu hungri.
Þá verða kennaramálin
tekin fyrir en eins og fram
hefur komið hafa tæplega
fimm hundruð fram-
haldsskólakennarar á
landinu boðað uppsagnir
frá og með 1. marz nk. í
því sambandi verður rætt
við nokkra kennara og að-
gerðir þær sem eru í
vændum.
Loks verður Erna Ind-
riðadóttir með sinn skerf
að norðan. Hún mun fyrst
fjalla um hugsanlegt
þróunarsamfélag fyrir
norðan en síðan ræðir hún
við 10 ára gamla norð-
lenska stelpu sem fyrir
skömmu datt heldur betur
í lukkupottinn er hún
vann Skoda-bifreið í
happdrætti.
Tónlistarkrossgátan
Hér birtist tónlistarkrossgáta rásar 2 númer 19. Þátt-
ur Jóns Gröndal er á dagskrá rásar 2 á sunnudag kl. 15
og gefst hlustendum þá kostur á að svara einföldum
spurningum um tónlist og ráða krossgátuna um leið.
Lausnir sendist til: .. , „
Kíkumtvarpið ráa 2,
Hvumleiti 60
108 Reykjavfk.
— Merkt TónlisUrkromgitan.
Aðalleikarar myndarinnar.
Astvinurinn
■i Síðari laugar-
40 dagsmyndin er
— bandarísk og
nefnist Ástvinurinn, (The
Loved One). Myndin er frá
árinu 1965 og er gerð eftir
samnefndri skáldsögu eft-
ir Evelyn Waugh.
Myndin gerist í Kali-
forníu. Bretinn Dennis
Barlow starfar sem að-
stoðarmaður hjá útfarar-
þjónustu sem sér um
greftranir gæludýra.
í myndinni er gert nap-
urt gys að útfararsiðum í
Bandaríkjunum og nær
það hámarki með hug-
myndum kunningja sögu-
hetjunnar um að sjá ást-
vinunum einnig fyrir
himnaför.
Leikstjóri er Tony Rich-
ardson en með aðalhlut-
verk fara Robert Morse,
John Gielgud, Rod Steig-
er, Liberace, Anjanette
Comer og Jonathan Wint-
ers.
Demantsránið
■■ Fyrri laugar-
00 dagsmyndin er
bandarísk frá
árinu 1972 og nefnist
Demantsránið (Hot
Rock).
John Archibald Dort-
munder, sem leikinn er af
átrúnaðargoðinu Robert
Redford, er kominn á göt-
urnar á ný eftir fjögurra
ára fangelsisvist. Mágur
hans, sem er engu minni
skúrkur en hann sjálfur,
gerir honum tilboð sem er
fólgið í því að ræna verð-
lausum afrískum demanti
af Brooklyn-safninu i
New York.
Dortmunder er fús til
að leggja á ráðin um
þjófnaðinn er hann fréttir
að afrískur sendiherra er
fús til að greiða hvað sem
er fyrir demantinn.
Tveir aðrir skálkar
slást í förina með þeim
tveimur og saman ráðast
þeir til atlögu. En margt
fer öðruvísi en ætlað er.
Leikstjóri er Peter Yat-
es en með aðalhlutverk
fara Robert Redford,
George Segal, Zero Most-
el, Paul Sand og Ron Leib-
man.
Skúrkarnir fjórir sem fara með aðalhlutverkin í myndinni.
ÚTVARP
LAUGARDAGUR
9. febrúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
Tónleikar., þulur velur og
kynnir. 7.25 Leikfimi. Tón-
leikar.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg-
unorð — Hrefna Tynes talar.
8.15 Veðurfregnir.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.)
tónleikar. 8.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Valdimars
Gunnarssonar frá kvöldinu
áður.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
9.30 Óskalðg sjúklinga. Helga
Þ. Stephensen kynnir.
(10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.)
Oskalög sjúklinga, frh.
11.20 Eitthvað fyrir alla. Sig-
urður Helgason stjórnar
þætti fyrir börn.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar
14.00 Hér og nú.
Fréttaþáttur i vikulokin.
15.15 Listapopp. — Gunnar
Salvarsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 íslenskt mál. Guðrún
Kvaran flytur þáttinn.
16.30 Bókaþáttur. Umsjón:
Njörður P. Njarðvlk.
17.10 Alban Berg (100 ára
minning)
a. Atli Heimir Sveinsson flyt-
ur inngangsorð.
b. .Sieben frúhe Lieder"
c. Planósónata op. 1.
d. Fjórir þættir op. 5.
Ellsabet Erlingsdóttir syngur,
Kristinn Gestsson leikur á pl-
anó og Kjartan Óskarsson á
klarinettu.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar
14A5 Enska knattspyrnan
Fyrsta deild: Liverpool —
Arsenal.
Bein útsending frá
14.55—16.45.
17.15 íþróttir.
Umsjónarmaður Ingólfur
Hannesson.
19.00 Margeir og Agestein.
Einvlginu lýkur.
Jóhann Hjartarson flytur
skákskýringar.
19.25 Ævintýri H.C. Ander-
sens.
1. Tindátinn staðfasti.
Danskur brúðumyndaflokkur
I þremur þáttum. Sögurnar
eru skreyttar með teikning-
um og klippimyndum eftir
H.C. Andersen. Þýðandi J6-
hanna Jóhannsdóttir. Þulur
Marla Siguröardóttir. (Nord-
vision — Danska sjónvarp-
ið.)
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Ur vöndu að ráða.
Hlustendur leita til útvarpsins
með vandamál.
20.00 Útvarpssaga barnanna:
.Ævintýri úr Eyjum" eftir Jón
Sveinsson. Gunnar Stefáns-
son endar lestur þýöingar
9. febrúar
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Við feðginin.
Fjóröi þáttur.
Breskur gamanmyndaflokk-
ur I þrettán þáttum. Þýðandi
Þrándur Thoroddsen.
21.00 Demantsrániö
(Hot Rock)
Bandarlsk blómynd frá
1972.
Leikstjori Peter Yates.
Aðalhlutverk: Robert Red-
ford, George Segal, Zero
Mostel, Paul Sand og Ron
Lebman.
Fjórir skálkar taka höndum
saman um aö komast yfir
demant, sem vart veröur
metinn til fjár og varöveittur
er á safni I New York.
Þýðandi Kristmann Eiösson.
Freysteins Gunnarssonar
(23).
20.20 Harmonikuþáttur. Um-
sjón: Bjarni Marteinsson.
20.50 Björn Jónsson ritstjóri og
barátta hans I bindindismál-
um. Halldór Kristjánsson tók
saman dagskrána. Lesarar
með honum: Asgeröur Ingi-
marsdóttir, Jón F. Hjartar,
22.40 Astvinurinn
(The Loved One)
Bandarlsk blómynd frá
1956, gerö eftir samnefndri
skáldsögu eftir Evelyn
Waugh. Leikstjóri Tony Rich-
ardson.
Aðalhlutverk: Robert Morse,
John Gielgud, Rod Steiger,
Liberace, Anjanette Comer
og Jonathan Winters.
Myndin gerist i Kalifornlu þar
sem ungur Breti fer að fást
við útfararþjónustu sem sér
um greftranir gæludýra. I
myndinni er gert napurt gys
að útfararsiðum I Bandarfkj-
unum og nær það hámarki
meö hugmyndum kunningja
söguhetjunnar um að sjá
ástvinunum einnig fyrir
himnaför. Þýðandi Jóhanna
Þráinsdóttir.
00.40 Dagskrárlok.
Gunnar Þorláksson, Sigur-
laug Sævarsdóttir og Sigrún
Gissurardóttir.
21.35 Kvöldtónleikar. Þættir úr
slgildum tónverkum.
22.00 Lestur Passlusálma (6).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.35 Þriöji heimurinn. Þáttur I
umsjá Jóns Orms Halldórs-
sonar.
23.15 Hljómskálamúslk. Um-
sjón: Jón örn Marinósson.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá rás 2 til kl.
03.00.
14J0—18.00 Léttur laugar-
dagur
Stjórnandi: Asgeir Tómas-
son.
16.00—18.00 Milli mála
Stjórnandi: Helgi Már Barða-
son.
Hlé
24410—24.45 Listapopp
Endurtekinn þáttur frá rás 1.
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
24A5—03.00 Næturvaktin
Stjórnandi: Margrét Blöndal.
Ftásirnar samtengdar að lok-
inni dagskrá rásar 1.
SJÓNVARP
LAUGARDAGUR