Morgunblaðið - 09.02.1985, Síða 9

Morgunblaðið - 09.02.1985, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985 9 ‘TC.omdu í Viö opnum keilusalin í Öskjuhlíö kl. 9.00 í fyrramálið. Keila er félagsleg íþrótt og sannkölluð fjölskylduskemmtun, og þótt ekki standi til aö leika keilu, er tilvalið aö kíkja í Öskjuhlíð um helgina og fylgjast með keilu, nýjustu íþróttinni á íslandi. Þess vegna segum við: Afturhald í hávegum Ekki er langt um liðið síöan Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Timans, lét af störfum eftir áratuga langa og dygga þjónustu við Framsókn- arflokkinn og málstaö hans. Skömmu áður en Þórarinn hætti var ákveöiö aö gera andlitslyftingu á Tímanum meðal annar sem þvi aö skipta um nafn á honum. Reynslan sýnir aö eftir aö Þórarinn hætti hefur NT oröiö afturhaldssamara blaö en Tíminn var. Er þetta sérkennileg þróun sem heldur hefur magnast síöustu vikur. Nokkur dæmi um hana eru nefnd í Staksteinum í dag. NT og viiistri- mennskan Kannski muna einhverj- ir enn eftir því, að þegar rramsóknarmenn köstuðu hina sígilda nafni „Tim- inn“ fyrir róða í málgagni sínu og tóku í stað þess upp stafina „NT“ átti það að tákna stórt stökk frammávið ekki aðeins innan Framsóknarflokks- ins heldur einnig í íslenskri fjölmiðhin. Ekki er líklegt að margir muni eftir heit- strengingum hinna nýju stjórnenda blaðsins um nýja tíma. Síst af öllu ætti þetta að vera lesendum NT ofarlega í huga, þar sem afturhaldssamari blaða- mennsku en þar tíðkast er ekki að finna hér á landi og þótt víðar væri leitað. Afturhaldssemin kemur fram í mörgum myndum en ekki síst f stjórnmála- dálkum blaðsins. Þar er nú að finna helstu talsmenn þess að vinstri öflin svonefndu sem nú kalla sig „félagshyggjuöflin" taki höndum saman um nýtt landsstjórnarafl. Þessar vinstri grillur um að fs- landi verði þá fyrst borgið þegar framtíð vinstri stjórnar sé tryggð um aldur og ævi hafa komið upp hjá bláeygum byrjendum í is- lenskri pólitík af og til und- anfarna hálfa öld eða svo. Til að sanna vinstra víðsýni sitt eru skriffinnar NT nú orðnir sérstakir málsvarar þeirra framsóknarmanna sem yfirgáfu Framsóknar- flokkinn til að ná undirtök- um í Alþýðubandalaginu (Ólafur R. Grímsson, Bald- ur Óskarsson og Einar Karl Haraldsson). NT-menn eru harðari talsmenn vinstri samein- ingar en jafnvel Svavar Gestsson. Hann hefur þó stofnað viðræðunefnd um vinstra samstarf innan Al- þýðubandalagsins sem hef- ur að visu engan til að ræða við nema sjálfa sig. (Kannski tekur hún nú að sér að koma á samstarfí innan Alþýðubandalags- ins?) Þjóðkirkjunni ögrað í forystugrein NT f gær er tekið til við að ræða um þjóðkirkjuna og Morgun- blaðið. Þar er að finna staðlausar fullyrðingar um menn og málefni, svo sem þegar fullyrt er eftirfarandi um Morgunblaðið: „Bisk- upinn er í sama blaði ákærður fyrir það að hafa kosið pólskan biskup sem formann Alkirkjuráðsins." Hvað erNTað fara? Lík- lega á blaðið við það, að á síðasta sumri var ung- verskur biskup kosinn for- maður Lútherska heims- sambandsins. Kosningin var leynileg. f frétt Morg- unblaðsins sem rituð var um ungverskan prest sem sætt hafði ofsóknum og þar sem fram kom að for- seti Lútherska heimssam- bandsins hefði setið á þingi Ungverjalands fyrir komm- únista var varpað fram getgátu um það að biskup- inn yfir íslandi kynni að hafa greitt ungverska bisk- upnum atkvæði. Morgun- blaðið fékk síðan upplýs- ingar um annað og bað biskup íslands afsökunar. í þessari forystugrein NT um þjóðkirkjuna er mcðal annars komist svo smekklega að orði: „Öll ráðaöfl sem óttast breyt- ingar á ríkjandi ástandi reyna þannig að stinga upp í kirkjuna og visa henni inn í eilífðarbásinn. Haltu kjafti og vertu sæt eru hin leyndu boð.“ Opinber boðskapur NT til þjóð- kirkjunnar hlýtur að vera andstæðan við hin „leyndu boð“ ráðaaflanna. En á hinn bóginn átelur NT alla þá sem hefja viðræður við kirkjunnar menn, þegar þeir taka til við að ræða stjórnmál. Með ríkisein- okun Þessi skrif um þjóðkirkj- una, þar sem hin opinbera stofnun er hvött til þess að ganga á hólm við menn á pólitískum forsendum eru til marks um ofurtrú NT á opinberu valdi og ríkisein- okun á sem flestum svið- um. Er sérkennilegt að sjá slíka stofnanatrú í íslensku dagblaði á siðasta hluta tuttugustu aldarinnar. En blað eins og NT sem styður vinstra samstarf á fram- sóknar- og SÍS-forsendum er óhjákvæmilega stofn- anablað, málgagn þeirra sem vilja drottnunargjarnt ríkisvald og einhæfni í stjóm verslunar og at- vinnuvega. Afstaða blaðsins að þessu leyti kemur skýrt fram í skrífum þess um af- nám ríkiseinokunar á út- varpsrekstri. Blaðið vill að freLsi manna til útvarps- rekstrar verði settar svo þröngar skorður, að engin von sé til þess að einkaað- ilar geti staðið sómasam- lega að slíkum rekstri og lýsir meðal annars ótta sín- um með þessum hætti í rit- stjórnardálki, sem er und- irritaður af Baldri Krist- jánssyni: „Þannig ætla stjórnmálamenn að láta teyma sig til þess að þjóna hagsmunum gróðapunga og braskara í stað þess að þreifa sig hægt áfram og Bnna út á nokkrum árum hvaða fyrirkomulag hentar okkur best“ HAFSKIP HF. REYKJAVIK Hluthafafiindur Stjórn félagsins boðar hér með til hluthafafundar laugardaginn 9. febrúar n.k. í Súlnasal Hótel Sögu kl. 13:30. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla um þróun í rekstri félagsins, núverandi stöðu og framtíðartiorfur. 2. Tillaga stjómar um nýtt hlutafjárútboð að upphæð kr. 80 milljónir. Fundurinn er boðaður til umræðu um, og afgreiðslu á framangreindum þáttum og er það einlæg hvatning okkar til hluthafa að þeir sæki fundinn og taki þátt í þeirri stefnumótun, sem þar mun fara fram. STJÓRN HAFSKIPS HF.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.