Morgunblaðið - 09.02.1985, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 09.02.1985, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985 15 Sínfóníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Fyrstu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands á seinna starfsmisseri starfsársins 1984—85 hófust með tón- verkinu En Saga eftir Sibelíus. Verkið er aldamótabarn og varð eitt af fyrstu verkum tón- skáldsins til að ná vinsældum, þó að ekki horfði byrlega í fyrstu, því frumuppfærsla þess 1893 var misheppnuð. Sibelíus var svo óánægður með verkið að hann tók það úr „umferð" og endursamdi það, þó aðal- lega hljómsveitargerðina og í Anna Áslaug Ragnarsdóttir lék íslensk píanóverk á Kjar- valsstöðum sl. miðvikudags- kvðld og voru þessir tónleikar fimmtu í röð þeirri er Tón- skáldafélag íslands stendur fyrir undir nafninu Myrkir músíkdagar. Á efnisskránni voru Der Wohltemperierte Pi- anist eftir Þorkel Sigur- björnsson, Sónata eftir Leif Þórarinsson, tvær sónötur, Sónata VIII og Sónata XV, eft- ir Jónas Tómasson. Gloría eft- ir Atla Heimi Sveinsson og Fimm prelúdíur eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Þrjú af þess- um verkum voru flutt í fyrsta sinn, en það voru Sónata XV eftir Jónas og önnur og fjórða prelúdían eftir Hjálmar. Um nýju gerð sinni var verkið upp- fært árið 1901. Verkið er fyllt upp með fallega gerðum „hlut- um“, sem nauðsynlegt er að dekra við og „leggja" sig að- eins ef við þá er staldrað með réttri andagt, eins og Óskar Ingólfsson gerði í vel leikinni klarinettusóló. Aðalviðburður kvöldsins var „debut" Þorsteins Gauta Sig- urðssonar í öðrum píanókon- sertinum eftir Prókoffieff. Konsert þessi er saminn 1913, frumfluttur af höfundi og var sá atburður meiriháttar „skandal", því áheyrendur þustu til dyra og tæmdist sal- urinn nærri því, en þeir sem eftir voru, létu óánægju sína í eldri verkin er það að segja að flutningur þeirra var frábær, einkum í Der Wohltemperierte Pianist Þorkels, sónötu Leifs og Sónötu VIII eftir Jónas. Sónatan eftir Leif er níðerfið og gott verk, sem Anna Áslaug undirstrikaði með frábærum leik sínum. Þá vakti leikur hennar í Sónötu VIII eftir Jón- as mikla athygli. Verk þetta er á köflum mjög hægferðugt og þar tókst Onnu Áslaugu að gæða það undarlegri hljómfeg- urð og í rauninni endurskóp allt verkið. Nýju verkin voru, eins og fyrr sagði, eftir Jónas og Hjálmar. Sónata XV eftir Jónast hefst á „stækkuðum" þríhljómi og að efnisinnihaldi er verkið í raun mjög hefð- ljósi með ýmsum hætti. Hand- rit þessa verks glataðist í bylt- ingunni í Rússlandi en frum- skissur verksins fundust og úr þeim endurvann Prókoffieff verkið tíu árum síðar, eða 1923. Það er ekki erfitt að setja sig í spor þeirra sem brugðust illa við rétt eftir aldamótin og víst er, að ef konsertinn hefur þá verið líkur seinni gerðinni, hefur hann verð meiriháttar bylting á tónlistarsviðinu. Þetta kraftmikla verk flutti Þorsteinn Gauti með miklum glæsibrag og öryggi. Honum lætur vel að flytja tónlist Pró- koffieff, sem gerir bæði kröfur til tækni og tóntúlkunar flytj- enda. Þessi konsert er að yfir- Anna Áslaug Ragnarsdóttir Porsteinn Gauti Sigurósson bundið og svona til að tengja saman upphaf og endi lýkur sónötunni á sömu hljómgerð. Verkið er átaksmeira en gerst hefur hjá Jónasi og það er eins með hann og kolbítana, að er þeir risu úr öskustónni voru þeir menn stórra verka. Són- ata XV kom á óvart, sem vel má vera að nokkru leyti fyrir frábæran flutning Önnu Ás- laugar. Önnur prelúdían eftir Hjálmar er glettilega skemmtileg, kraftmikil og teknísk, en sú fjórða var aftur á móti mun mýkri í gerð. Það sem einkennir prelúdíurnar er einföld tónskipan tónhug- mynda og endurtekning þeirra á sömu tónsætum og verður þessi staðbundna tónskipan bragði kraftmikil tónsmíð en einnig má þar heyra fíngerðar línur eins og t.d. í fyrsta kafla verksins. Skersó-kaflinn er einskonar „hreyfisamfella" með „þyrlandi blossum" í pí- anóröddinni. Þriðji þátturinn, „Intermezzo“, hefst með sterkri tónhugmynd í bassa- röddunum, tónhugmynd sem varð eins konar vörumerki Prókoffieff og kemur fyrir í mörgum verka hans síðar. Síð- asti kaflinn er „virtúósaverk"; sem Þorsteinn Gauti lék mjög vel og er óhætt að segja, að með þessum konsert hafi Þor- steinn skipað sér til sætis í fremstu röð píanista hérlendis vinnist honum vel í framtíð- inni og deyi hann ekki inn í sjálfsánægju meðalmennsk- unnar, má listelskur fslend- ingur eiga von í „stóru“ frá Þorsteini Gauta Sigurðssyni. oftlega tilað trufla framvindu verksins. í þriðju prelúdíunni t.d. er mikil áhersla lögð á tónröðina 4321 og í fjórðu er stefið gert úr tveimur þríundum, frá 5.-7. og 4.-6. tóns, en þar á móti var skemmtilega leikið með breytilegar mótraddir, sem að nokkru komu í staðinn fyrir „statíska" skipan aðal- stefsins. Þrátt fyrir að endur- tekning tónhugmynda skapi með hlustanda biðkennd eftir breytingum í of ríkum mæli, eru breytingarnar það hress- andi þegar þær heyrast, að þær fá eins konar „loksins" andsvar hjá hlustandanum. Fyrir utan frábæran leik Önnu Áslaugar Ragnarsdóttur voru þessir tónleikar skemmtilegir og bestu atriðin nýju prelúdí- urnar eftir Hjálmar, sónatan eftir Leif og sónöturnar eftir Jónas. Fimmtu tónleikar Myrkra músíkdaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.